Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.01.1957, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 15.01.1957, Qupperneq 1
XXVII. árg. Þriðjudagur 15. janúar 1957 2. tbl. Fjárhagsáætlun Akureyrar til umræðu í bæjarstjórn: lurjiiíiiuð útsvör í dr hshhu um J.8 milij. hr. miöað viö dmtlun I9K 30% hækkun. Frumvarp bæjarráðs Akureyr- ar til áætlunar á tekjum og gjöldum bæjarins fyrir yfirstand- andi ár er til fyrri umræðu fyrir bæjarstjórnarfundi í dag. Eru niðurstöðutölur frumvarpsins tekna- og gjaldamegin nú 19,118,800.00 kr. í stað 15.471.- 500.00 kr. 1956, og eru áætluð útsvör í ár 16.175.800.00 kr. í stað 12.400.300.00 kr. 1956, eða útsvarshækkunin um 3,8 millj. kr., en það er um 30% hækkun frá í fyrra. Utsvarsgreiðendum mun lítið eða ekki hafa fjölgað, en ganga má út frá því sem vísu, að tekjur manna séu nokkru hærri 1956 en 1955, í krónum talið vegna hækkunar vísitölu. Hins %regar er augljóst um einn allstór- an útsvargreiðanda undanfarandi ár, Utgerðarfél. Akureyringa h.f., að það mun ekkert útsvar þola í ár. Séu fjárhagsáætlunarfrumvörp- in fyrir 1956 og 1957 borin sam- an, er nær engin hækkun á tekj- um nema á útsvörunum, enda fáir og smáir gj aldstofnar, sem bæjar- og sveitarfélög hafa, aðrir en út- svörin. Nokkur hluti hækkana gjalda- megin stafar af því, að reikna verður nú með hærri vísitölu á kaup en í ársbyrjun 1956, en nokkrar launahækkanir hafa auk þess orðið á árinu. Tvær milljón- ir hækkunarinnar má hins vegar segja að stafi frá því, að framlag til framkvæmdasj óðs er nú 3 millj. kr. í stað 1 millj. kr. í fyrra. Þessum sjóði er ætlað, svo sem bæjarbúar munu vita, að styðja við bak Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f., m. a. vegna hraðfrysti- hússbyggingarinnar, en í ár er þó gert ráð fyrir að % millj. kr. af hinum áætluðu 3 millj. gangi til fyrirhugaðrar nýrrar dráttar- brautar. ætluninni, og loks 61 þús. kr. til vinnumiðlunarskrifstofunnar nýju. Ýmsar hækkanir. Lesendum til fróðleiks má geta þessara hækkana á áætluninni frá 1956: Stjórn kaupstaðarins um 136 þús. kr. Löggæzlan um 152 þús. kr. Heilbrigðismál um 30 þús. kr. Þrifnaður um 150 þús. kr. (Þar af snjómokstur kr. 50 þús. og virðast snjólausir vetur engin áhrif hafa á þennan lið). Vegir og ræsi um 200 þús. kr. Kostnaður við fasteignir um 90 þús. kr. Fegrun bæjarins um 30 þús. kr. Eldvarnir um 60 þús. kr. Lýðtrygging og lýðhjálp um ' 335 þús. kr. Framfærslulmál um 140 þús. kr. Menntamál um 303 þús. kr. íþróttamál um 95 þús. kr. (Þar af 50 þús. kr. hækkun til íþróttavallarins, en hitt til sund- laugarinnar). Til Atvinnutr.sjóðs um 300 þús. kr. Til Framkvæmdasjóðs um 2 millj. kr. Þá má geta þess, að veitt er nú 110 þús. kr. meira á f j árhagsáætl- un í ár til Strætisvagna en 1956, \ en a. m. k. 50 þús. kr. af þeirri ! upphæð heyrir raunar fyrra ári I til, og öll er fj árveitingin bundin því skilyrði, að hún gangi til greiðslu á lánum, sem bærinn hef- ábyrgzt fyrir Strætisvagna. Hækkaðir styrkir. Þá má geta hækkunar á þess- um styrkjum til félagsmálastarf- semi: Til Leikfélags Akureyrar um 10 þús. kr. Till Skákfélags Akureyrar um 2 þús. kr. Til Dagheimilisins Pálmholt um 5 þús. kr. Til Barnaverndarfélags Akur- eyrar um 10 þús. kr. (nýtt). Til húsgagnakaupa í Stúdenta- garð um 10 þús. kr. (nýtt). Til húshjálpar á heimilum um 24 þús. kr. (nýtt). Um framlag til Matthíasarsafns er áður getið. Lækkun. einn póstur fellur niður af á- ætlun 1957, sem var á áætlun 1956: 100 þús. kr. framlag til verkfærakaupa. Framlag til sund- laugarhússbyggingarinnar lækkar úr 300 þús. kr. í 150 þús. kr. Af framlögum, sem staðið hafa óbreytt árum saman og þar með í raun lækkað, má nefna 150 þús. kr. framlag til verkamannabú- staða og 200 þús. kr. framlag til Byggingalánasjóðs Akureyrar. Eins og fyrr getur er fyrri um- ræða um fj árlagaáætlunina í dag í bæjarstjórn, en seinni — og að- alumræða um hana mun verða á þriðjudaginn eftir hálfan mánuð. Útlán bankanna jukust mikið á s.l. ári, mest til útvegsins Sparifjáraukning einnig meiri en 1955. Síðasta hefti Fjármálatíðinda skýrir frá því, að útlán bankanna hafi aukizt um 256 millj. kr. til októberloka 1956. Varð útlánaaukn- ing mest til sjávarútvegs og landbúnaðar. Hefir útlánaaukningin að mestu komið fram sem aukin útlán seðlabankans. Nýir liðir. Fáir nýir liðir bætast inn á á- ætlunina frá áætlun 1956. Þó ber að geta framlags til viðbyggingar Gagnfræðaskólans 150 þús. kr., en ætlun bæjarins mun vera, að steypa upp í ár viðbyggingu þá við skólann, sem staðið hefir hálf gerð um nokkur ár og legið undir skemmdum. Þá er framlag til Matthíasar- safns, 25 þús. kr., nýr liður á á- Sparifjáraukningin hefir orðið heldur meiri en 1955. Nemur aukningin 72 millj. kr. á móti 69 millj. kr. 1955. Til júní loka var sparifjáraukningin mun meiri en á fyrra ári og náði þá hámarki 1.006 millj. kr. Síðan hefir hall- að undan fæti og innistæður Iækkað um 26 millj. kr. Er hér þó fyrst og fremst um árstíðabundna lækkun að ræða en hún er þó all- miklu meiri en undanfarin ár. Veltiinnlán lægri. Veltiinnlán hafa lækkað um 19.5 millj. á þessu ári en í fyrra jukust þau um 578 millj. kr. til októberloka. Er þessi lækkun á innstæðna á hlaupareikningi vafalaust að nokkru afleiðing af því, hve þrengzt hefir að lausa- fjáraðstöðu fyrirtækja, einkum í verzlun og iðnaði vegna mikillar takmörkunar bankalána. Nemendur í barna- framhalds- og sérskólum landsins áællaðir um 30 þúsund Á fjórlögum 1956 voru áætlaðar 83 millj. króna iil skólamála. Um þessi áramót voru starfandi 140 fastir barnaskólar í landinu og áætlaður nemendafjöldi nær 20 þúsund. — Framhalds- og sér- skólar eru 113 talsins qg áætlaður nemendafjöldi um 10 þúsund. Eftirfarandi upplýsingar eru frá fræðslumálaskrifstofunni: Fjöldi skóla, kennara og nemenda. Starfandi eru nú 140 fastir barnaskólar (þar af 5 einkaskól- ar) og 77 farskólar. Fastir kenn- arar við þessa skóla eru alls 703, þar af 200 konur. Auk þess fjöldi stundakennara. Nemendur barnaskólanna síð- asta skólaár voru alls um 19200, árið áður 18270. Fjölgað hefir enn í mörgum skólum. Mætti því áætla að nemendur barnaskól- anna væru nú nær 20 þús. alls. Framhalds- og sérskólar eru 113 að meðtöldum nokkr- um einkaskólum og unglinga- deildum stærstu barnaskólanna, sem starfa samkvæmt námsskrá fyrsta og annars bekkjar gagn- fræðaskólanna. Af þessum fjölda eru 26 gagnfræðaskólar og hér- aðsskólar, 10 húsmæðraskólar og 14 iðnskólar. Fastir kennarar við Framhald á 3. s'uTu. ítorlegt og gogofróð- (egt gfirlit um ftiogmól Frá fundi Alþýðuflokksfél. Akureyrar Alþýðuflokksfélag Akureyrar hélt fund síðastliðið föstudags- kvöld og flutti Friðjón Skarphéð- insson, alþingismaður, þar ítar- legt og gagnfróðlegt yfirlit um þingmálin. Meðal annars gerði hann glögga grein fyrir hinum nýju lögum um kaup á 15 nýjum togurum auk þess sem hann rakti lögin um útflutningssjóð og skýrði fyrir fundarmönnum tekju- öflunarleiðir í hann, hvernig þeim tekjum skyldi varið, hver á- hrif til úrbóta lögunum væri ætl- að að hafa og hvað hyggja mætti um afleiðingar þeirra á efnahags- afkomuna. Enginn þyrfti að ganga þess dulinn, að hinar nýju álögur kæmu meira eða minna við almenning, enda mættu menn vera þess minnugir, að það hefði verið ríkjandi skoðun alls þorra manna þegar fyrir síðustu kosn- ingar, að engar úrbætur yrðu gerðar á efnahagsmálunum, svo að þær kæmu ekki að einhverju leyti til með að skerða kjör al- mennings. Athygli bæri þó að veita því, að á 36% innflutnings- ins kæmu engar nýjar álögur, og væru þar í brýnustu matvörur auk rekstrarvara til útgerðarinn- ar, álögurnar væru misþungar eftir því hver innflutningurinn væri og hve nauðsynlegur, þótt slíkt væri auðvitað alltaf umdeil- anlegt, og loks bæri að veita því sérstaka athygli, að allar þessar ráðstafanir vœru gerðar í samráði við framleiðslu- og vinnustéttirn- ar, og hefði þetta til dæmis komið því til leiðar, að bátaútgerðin hófst hindrunarlaust nú úr ára- mótunum, en tjónið af stöðvun framleiðslutækja yrði raunar aldrei talið í tölum. Þá mætti enginn, sem léti sér vaxa álögurn- ar í augum, gleyma því, að tug- milljónir af þeim væru skulda- víxlar frá fyrri stjórnartíð: fjár- vöntun í framleiðslusjóð fyrr- verandi ríkisstj órnar og halinn á bátagjaldeyriskerfinu, sem nú yrði að sníða af og greiða upp. Loks skýrði þingmaðurinn frá helztu lagasetningum, sem fyrir- hugaðar væru til stuðnings við og léttis þessum úrræðum í efna- hagsmálunum, auk þess sem hann lagði áherzlu á, að röggsamlegt og vel framkvæmt verðlagseftirlit hefði hér miklu hlutverki að gegna. Enn skýrði svo þingmaðurinn frá frumvarpi sínu, Björns Jóns- sonar og Bernharðs Stefánssonar um tunnuverksmiðjur ríkisins og rakti í stórum dráttum tilraunir til að fá lán til hraðfrystihússins og hvernig þau mál stæðu nú. Að ræðu Friðjóns Skarphéð- inssonar lokinni urðu umræður um ýmis atriði í ræðu hans, sér- staklega efnahagsmálin. Fundurinn var ágætlega sóttur.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.