Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.01.1957, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 15.01.1957, Qupperneq 2
2 A L Þ Ý Ð U M A Ð U R I N N Þriðjudagur 15. janúar 1957 I ALÞYÐUMAÐURINN r,tgt'fandi: Itþýðujloklcslélag Akureyrar Ritstjóri: BR \CI SIGl KJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Síini 1604. Verð kr. 40.00 á ári. Lausasala kr. 1,00 blaðið. Prenlsm. Björns Jónssonar h.j. »Hiii tirii oj eáeitto stjórnomnihtoío« Þegar sú ríkisstjórn, er nú situr hafði verið mynduð á sl. sumri, boðaði Sjálfstæðisflokkurinn það með miklum fyrirgangi í blöðum sínum og á héraðsmótum sínum, að hann mundi reka „harða og einbeitta stjórnarandstöðu“.. Almenningur beið þess því með nokkurri forvitni, hvernig flokkurinn mundi rækja „hörk- una og einbeitnina“, en margur mun þó hafa fengið fljótt óbragð í munninn af síendurteknum fréttafölsunum flokksins til út- landa, en þar birtist „harkan og einbeitnin“ fyrst. Næst kom „harkan og einbeitn- in“ fram í því að telja ríkisstjórn- ina aðgerðalausa, en er hún stöðvaði hækkun verðlags og kaupgjalds í haust, var „hörk- unni og einbeitninni“ beint að því að útlista, hvílíkt gjörræði slíkt væri gegn launastéttum landsins, enda þótt stöðvun þessi væri gerð í samráði við þær. Þegar svo Alþingi kom saman og ríkisstjórnin lagði m. a. fram frumvarp að lögum um kaup á 15 nýjum togurum, kvað „hark- an og einbeitnin“ þetta hið fárán- legasta blekkingafrumvarp, því að ekkert fé væri fyrir hendi til kaupanna. Skömmu síðar stóðust tveir úr flokki „Hörku og ein- beitni“ þó ekki mátið og fluttu þá breytingartillögu við togara- kaupafrumvarp ríkisstj órnarinn- ar, að kaupa skyldi 20 togara í stað 15. Loks þegar svo frumvarp ríkis- stjórnarinnar kom til afgreiðslu í þinginu, sátu sumir þingmenn „Hörku og einbeitni“ hjá við at- kvæðagreiðslu, sumir gengu út, sumir greiddu atkvæði á móti og sumir með! „Harkan og einbeitnin“ brotn- aði í fjóra hluta. Þegar svo frumvarp ríkisstjórn- arinnar um útflutningssjóð kom fyrir Alþingi, laust „Harka og einbeitni“ upp miklu siguröskri: „Þarna sjáið þið, góðir hálsar, vinstri stjórnin ykkar kann engiu ráð- út úr efnahagsöngþveitinu, bókstaflega engin ráð, önnur en „gömlu íhaldsúrræðin“, sem hún hefir nefnt svo og úthrópað!“ En hvað gerizt? „Harkan og einbeitnin“ snerist þó andvíg skil- getnum efnahagsúrræðum sínum, sem hún taldi vera, og flutti ræð- ur og aftur ræður í þinginu um nauðsyn þess að samþykkja þau ekki. Þó lét „Harka og einbeitni" í það skína, þegar ræðuþrekið var að dvína, að hún væri kann- ske fáanleg til að greiða frum- varpinu um útflutningssjóð at- kvæði, EF FISKÚTFLUTNING- URINN YRÐI ÖRUGGLEGA EKKI TEKINN ÚT HENDI S. í. F. NÉ HRÓFLAÐ VIÐ BANKA- ^ÖGGJÖFINNI. Fylgið hjá „Hörku og ein- oeitni“ var semsé til kaups. En þegar hinni „hörðu og ein- oeittu" stjórnarandstöðu var í engu sinnt í máli þessu og hún /arð að gera það upp við sig, .ivort hún yrði með frumvarpinu, móti því, sæti hjá við atkvæða- greiðslu eða gengi út, tókst her- rorystan ekki hetur en svo til hjá Jlafi Tryggvasyni Jensen Thors og Bjarna Benediktssyni, fyrsta aðalritstjóra Morgunblaðsins, en að alit skeði: þ. e. sumir hinna „hörðu og einbeittu“ voru á móti, sumir sátu hjá og sumir gengu út. „Harkan og einbeitnin“ brotn- aði í þrennt. En þó að „harkan og einbeitn- in“ hafi þannig þrí- og fjórbrotn- að, skyldi þó enginn halda að all- ur staður væri úr henni,öðru nær. i þinglokin fyrir jól flutti hún stórmerkt mál, að Morgunblaðið tjáði oss: Vantraust á ríkisstjórn- ina, sem að dómi Ólafs Thors og Bjarna Ben. . hefði farið svo hörmulega með vald sitt, að þing- rof, nýjar kosningar og að hyggju Ólafs og Bjarna væntan- leg ný stjórn undir forræði þeirra ein gæti bætt fyrir. Hvernig hinni „hörðu og ein- beittu“ stjórnarandstöðu gengur að koma þessu aðaláhugamáli sínu fram, verður reynslan að skera úr, þegar þing kemur sam- an. Sjálfsagt fagnar hún því að geta nú tekið höndum til við það verkefnið senn hvað líður. Það hlýtur semsé að vera leiðigjamt fyrir svo „harða og einbeitta“ forystu og hér er um að ræða að hafa þá jóla- og áramótaglaðn- ingu eina fyrir stafni að ljúga í almenning nýjum og nýjum verð- hækkunum, enda þótt vissa „hörku og einbeitni“ þurfi til! Kaupverð Laxárvirkj unarbitlingsins: Stejdn BjoriMD rdðínn vi nrins með otMum íhald vinnnmiðlonarstjðri bœj smonno og Fulltrúi verkamanna á lista Sjálfstæðismanna við siðasta bæjar- stjórnarkjör og sótti um vinnumiðlunarstjórastarfið nú fékk ekkert atkvæði til starfsins frá samflokksmönnum sínum. — Sjálfstæðið varð að láta einn af aðalfulltrúum sínum sitja heima, en sækja varamann niður fyrir 10. sæti, til að geta þóknazt kommúnistum. HEIMA ER BEZT, nóvember—desember hefti 6. árg. flytur meðal annars þetta efni: Jólabréf frá dúfunum til fjarver- andi konu, kvæði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi; Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, greinar eftir Láru Árnadóttur og Stein- dór Steindórsson; / lífsháska á Norðursjó og í Leith Walk eftir Helga Valtýsson; Fuglaveiðar í V estmannaeyjum eftir Árna Árnason; Fyrir hundrað árum eftir Björn Egilsson; Frá Orœfa- byggð eftir Stefán Jónsson og Hátíðir eftir Karl Kristjánsson, alþingismann. Auk þess er fram- haldssagan Þrír óboðnir gestir, Jenhy, skólasaga frá Hollandi og ýmsir styttri þættir og smákviðl- ingar. Ritið er að vanda prýtt fjölda ágætra mynda. ArshátiS AustfirSignajélagsins verð- ur haldin að Hótel KEA laugardaginn 9. febrúar næstk. Nánar auglýst síðar. — Nefndin. Eins og Alþýðumaðurinn hefir sagt frá áður á sínum tíma, varð það fangaráð Ihaldsins hér í bæ, er Jónás G. Rafnar hafði fallið við Alþingiskosningarnar síðast- liðið sumar, að koma honum inn í Laxárvirkjunarstjórn. Ekki var þó farið að því með eðlilegustum hætti, þ.e. að láta annan af tveim- ur, sem íhaldið átti fyrir inni í stjórninni, víkja fyrir Jónasi, heldur var leitað aðstoðar hinna „óalandi og óferjandi kommún- ista“ og við þá samið að kjósa Jónas sem þriðja mann lhaldsins inn í Laxárvirkjunarstjórn og gefa því þannig lueinan meiri- hluta þar. Þetta sýndist kommún- istum undir forýstu Björns Jóns- sonar, „erkiandstæðings íhalds- ins hér í bæ“, ekkert varhugavert, ef kommúnistar fengju bara nóg fyrir snúð sinn, og kaupverð bitl- ingsins Jónasi til handa skyldi vera það, að stofnuð yrði hár vinnumiðlunarskrifstofa á ný — hver lögð var niður fyrir nokkr- um árum sem alóþörf að dómi I- halds og Kommúnista — og kommúnisti valinn til að veita henni forstöðu, og það sýndist í- haldinu, „erkióvini kommúnista hér í bæ“, ekkert varhugavert undir þessum „Jónasarkringum- stæðum“. Hið broslega við samning þenn- an er svo auk þess það, að hann var gerður af íhaldinu FYRIR kosningar, svo sem þeir þættust vita fyrir fall Jónasar! Að kosningum lóknum stóðu kommagreyin við samning sinn og kusu Jónas sem þriðja íhalds- manninn í Laxárvirkjunarstjórn hóstalaust, en þegar að kaupverði bitlingsins kom, hófust erijðleik- ar íhaldsins fyrir alvöru. Mörg- um innan flokksms þótti semsé lítið hafa lagzt fyrir fyrrverandi þingmann og Sjálfstæðishetju að semja við kommúnista um bein úr hendi þeirra, og heimtuðu, að samningum þessum væri riftað. Stóð svo fram eftir hausti og vetri, að farið var með stofnun vinnumiðlunarskrifstofunnar sem hálfgert feimnismál og þá ekki síður hitt, hver stjórakandidatinn var, þ'. e. að hann væri ekki einu sinni bæjarmaður né í neinum tengslum við vinnulíf bæjarins, heldur aðeins flokksliði komma, sem þeir teldu sig þurfa að hygla, og það aðfluttur. Að lokum fór svo, að eldurinn bálaði upp. Varð alger uppreisn í liði Sjálfstæðismanna, þeirra er hafa tengls sín í iðnaðar- og verkamannastéttum bæjarins, og þegar vinnumiðlunarstjórastarfið var loks auglýst, sóttu 3 eða 4 Sjálfstæðismenn uin starfið, þar á meðal fulltrúi verkamanna á lista Sj álfstæðisins við siðustu bæj arstj órnarkosningar. Upp hófust nú miklar húsgöng- ur forystumanna í flokknum og smáfundahöld og skyldi reyna að sætta menn við þjónustusemina við komma. Stóðu í þessu erfiði kvöld eftir kvöld kófsveittir ridd- araliðar íhaldsins, þeir Helgi Pálsson, Jón Sólnes og Jónas G. Rafnar auðvitað, en ekkert gekk né rak. Varð tvívegis að fresta af- greiðslu um málið í bæjarstjórn, af því að íhaldið var vanbúið lil efndanna, og bar þar helzt til, að verkamenn og iðnaðarmenn hót- uðu Jóni Þorvaldssyni, þeim er felldi Sverri Ragnars úr bæjar- stjórninni síðast vegna tröllslegra útstrikana, að hann skyldi ekki kemba hærurnar í hæjarstjórn, ef hann kysi ekki Sjállfstæðismann til starfans, og gerðist Jón þungt hugsandi. En þegar Jónasarliðar urðu varir þunglyndis Jóns, skip- uðu þeir honum með valdsmanns- rómi að sitja heima og leggja sér til magaskot, þegar málið yrði út- kljáð í bæjarstjórn, og leizt Jóni það í fljótu bragði eina ráðið til að forðast bráðan dauða í einni eða annarri mynd. En ekki var píslargöngu Jónas- ar G. Rafnar þar með lokið varð- andi hitlingslaunin. Fyrsti vara- maður, Sverrir Ragnars, mætir aldrei. Annar varamaður, Sveinn Tómasson, slökkviliðsmaður og járnsmiður, þótti .ekki nógu tryggur í bandi til að boða hann í skarð Jóns Þorvaldssonar. Ein- hverra hluta vegna virðist svipað hafa gilt um Höskuld Gunnar Kristjánsson í Grundarverzlun, Einar Kristjánsson í Sana, Árna Böðvarsson, verkamann á Brunná og frú Gunnhildi Ryel. A. m. k. mætti ekkert þeirra á bæjar- stjórnarfundi þeim sl. þriðjudag, sem ráða skyldi skipun í starf vinnumiðlunarstjóra, heldur mætti.þar Árni Jónsson, tilrauna- stjóri úr Gróðrarstöðinni, en hann mun hafa verið um miðjan lista, og gekk tilraunin að óskum með tilraunastjórann, því að Stefán Bjarman, kandidat komm- únista, náði kjöri á fundinum með fullum tilstyrk Ihaldsins og auðvitað flokksbræðra sinna. Þykir bæjarbúum þetta at- hyglisverðasta starfsmannaráðn- ing bæjarins, næst á eftir ráðn- ingu Carls O. Tuliníusar, og fannst það á, að íhaldinu þótti ráðningin hliðstæð, því að það flutti sömu viðbótarklausuna við ráðningu Stefáns og Carls, að hún skyldi vera til eins árs. Hitt er svo eftir að sjá, hvort ráðn- ingsárið hans Stefáns okkar verð- ur svo langt að árum skipti eins og hjá Carli. Slíkt leiðir tíminn í ljós. En svo aumkunarverður sem hlutur íhaldsins er í þessu máli öllu, þá er hlutur kommúnista sízt betri. Þeir skirrast ekki við, þegar um bitlingaverzlun er að ræða, að eftirláta íhaldinu, sem þeir telja þó höfuðandstæðing sinn, meirihlutavald í fyrirtæki, er varðar flestum öðrum fremur hag almennings í hæ og sveitum hér, Laxárvirkjuninni. Þessu af- sala þeir í hendur íhaldinu til þess eins, að koma að hæjarjöt- unni utanbæjarfl.manni sínum, sem enga kröfu á til slíkrar greiða semi flokksins móts við marga flokksmenn í bænum, er árum saman hafa lagt á sig starf fyrir flokkinn, en þykja nú ekki not andi til að vera vinnumiðlunar stjóri á borð við aðkomumann er ekkert þekkir til atvinnuaf komu verkamanna hér. Hefði vissulega verið sök sér, ef kandf dat kommúnista hefði verið mað ur úr verkalýðshreyfingunni hér svo sem Jón Ingimarsson, Þor steinn Jónatansson eða Jóhannes Jósefsson. Og verður ekki séð, hvað eiginlega vakir fyrir komm- únistum með þessari ráðstöfun, ef það er þá ekki vandræðaúr- ræði vegna innbyrðisósamkomu- lags, hvað að vísu hefir heyrzt. En eitt er þó allra vísast um þetta allt: bæði íhaldinu og kommúnistum hefir orðið þetta mál til háborinnar skammar, hvernig sem á það er litið, og verður lengi í minnum haft. Innbœingur. ___,*___ »Is!endingur« gerist íréllablað í síðasta tbl. íslendings er for- síðu-„frétt“, sem ber fyrirsögnina Stórkosleg vöruhömstrun í verzl- unum. Þegar „fréttin“ er hins vegar lesin, kemur í Ijós, að hér er um „talsvert“ annríki í verzl- unum að ræða, aðallega í Reykja- vík, „haft eftir verzlunarmanni þar“, að um „jólaannriki“ hafi verið að ræða hjá honum fyrstu dagana í janúar. „Þá hafi heyrzt, að fólk. sem á innstæður í bönk- um og sparisjóði, hafi gengið á þær undanfarna daga.“ Kannast menn við fréttamark- ið? „Olyginn sagði mér,“ sagði Gróa á Leiti.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.