Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.02.1957, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.02.1957, Blaðsíða 1
Málflutningu* Sjálfstæðismanna: lf fuí di rii cran itdd stjórojr, leggjum lii til di |iioð 'vtrii rtfii og efnt dl njrrd kisningi Að öðru leyti höfum við ekkert til mála að leggja lýðskrumara, sem bcra ekki fram neinar ákveðnar tillögur, segja eitt við þennan aðila og annað við hinn, láta einn ræðumann segja þetta og annan hitt, eitt i dag og annað á morgun. Sjálfstæðis- flokkurinn gerði cngar tillögur, þegar vandamál útflutningsfram- leiðslunnar voru til úrlausnar fyrir síðustu áramát. Stærsti flokkur þjóðarinnar hafði enga skoðun á því, hvort lækka ætti Aldrei hefir dómur almennings verið jafn samróma um nokkrar útvarpsumræður og þær, sem fram fóru fyrra mánudag: Sjálfstæðið stóð sig með afbrigðum illa. Menn hafa reynt að finna á þessu eðlilega skýringu, og orðið fyrst litið á þá, að það sé ójafn leikur, sem vissulega er rétt, að þrír deili við einn, en ekki skýrir það þó málefnafátæktina og rök- semdaskortinn, sem svo áþreifan- Iega kom í ljós hjá íhaldinu. Nær sanni mun hitt, að í rauninni megi það þakka sínum sæla, að það hafði ekki lengri ræðutíma en það hafði, því að með hverju hefðu þeir átt að fylla hann? Nóg var tómið í hinum skammt- aða tíma. f stuttu máli sagt var rök- stuðningur Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar fyrir tillögu sinni um þingrof og nýjar kosningar jafngildur því og þeir hefðu sagt umbúðalaust: Af því að við erum utan stjór.n- ar, þá viljum við að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga. Að öðru leyti höfum við ekkert til mála að leggja. Eftir hálftíma ræðu Ólafs og 23 minútna ræðu Bjarna voru menn semsé engu nær, hvað Sjálfstæð- isflokkurinn vildi í efnahagsmál- um né öryggismálum landsmanna, en þessi tvö mál bar mest á góma. Mun þetta vera málefnasnauðasta stjórnarandstaða, sem í útvarp Ihefir komið, svo að langt af ber, og á þó að heita „hörð“. Hvað veldur þessum ósköpum flokksins? Af reiðiöskrum Morg- unblaðsins og Vísis að dæma virðist Gylfi Þ. Gíslason hafa hitt naglann á höfuðið í umræðunum, ■er hann sagði: „Það er engu líkara en að for- ystumenn Sj álfstæðisflokksins hafi alveg komizt úr jafnvægi við að missa völdin og þeir hafi skyndilega gersamlega misst háefileikann til þess að gera tillög- ur um lausn vandamálanna. Heyrðuð þíð formann Sjálfstæð- ásflokksins skýra frá tillögum flokks síns varðandi vandamál útflutningsframleiðslunnar í ræðu sinni áðan? Nei, og það er ekki von, því að hann hafði alls ekki frá neinum tillögum að segja. Hann fann þó sjálfur, að þetta er hvorki gott né myndarlegt, en afsakaði. það með þvi, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki feng- ið að kynna sér álitsgerð tveggja erlendra sérfræðinga, sem unnu fyrir rikisstjórnina í nokkrar vik- ur. Þetta er dálagieg frammi- staða! Mennirnir geta engar til- lögur gert, af því að þeir fá ekki að leita upplýsinga hjá tveim er- lendum sérfræðingum! Og þetta eru foringjar stærsta flokks lands- ins! Hvað segja menn um svona stjórnarandstöðu? Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa haft allt á hornum sér í sam- bandi við það, sem gert var, en þeir hafa aldrei sagt aukatekið orð um það, hvað þeir hefðu vilj - að gera í staðinn. Þeir tala eins og þeir séu óánægðir með það, að millifærsluleiðin var farin, en samt segja þeir ekki, að þeir hefðu heldur viljað gengisbreyt- ingu. Ómögulegt hefir reynzt að fá forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins til þess að segja til um, hvort þeir telji upphæð þá, sem greiða á útflutningsatvinnuvegunum, of háa eða of lága. Þeir þora ekki að segja, að hún sé of há, því að þeir vita, að þá verða þeir spurð- ir, hvort þeir telji tekjuauka sjó- mannanna of mikinn, hvort þeir telji togarana fá of mikið eða þá bátana eða hraðfrystihúsin. Þeir vilja nefnilega geta sagt það við þessa aðila í laumi, að þeir hefðu átt að fá meira, til þess að reyna að gera þá óánægða. En þeir þora heldur ekki að segja opin- berlega, að upphæðin sé of lág, því að væri það rétt, hefðu gjöld- in þurft að vera hærri, en þeir vilja geta alið á því gagnvart neytendum, að gjöldin séu of mikil, samtímis því sem þeir segja við sjómenn og framleiðendur, að þeir hefðu eiginlega átt að fá meira í sinn hlut. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa með öðrum orðum valið sér hlutskipti hinna ábyrgðarlausu gengið eða fara millifærsluleið- ina, hann hafði enga skoðun á því, hvort fjárþörf útflutnings- atvinnuveganna og rikissjóðs væri 230—240 milljónir eða eitt- hvað annað, meira eða minna, og hann hafði cngar tillögur að gera um það, hvernig fjárins skyldi aflað. Hann hafði ekkert til málanna að leggja annað en nei- kvætt nöldur. • 184 milljónir heildsalanna. En alveg sérstaklega hafa Sjálf- stæðismenn orðið fártrylltir við þær upplýsingar Gylfa, að afnám verðlagsákvæðanna 1951 hafi orðið hundruð milljóna féþúfa heildsalanna. Um þetta fórust Gylfa þannig orð: „Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú enga heilsteypta skoðun á því, hvernig leysa hafi átt vandamál útflutningsframleiðslunnar, þá gerir hann það, sem hann getur, til þess að vekja óánægju almenn- ings vegna þess að verðlag hlýtur að hækka nokkuð í kjölfar þeirra ráðstafana, sem gerðar hafa ver- ið, þótt það eigi að vísu hvorki við um brýnustu nauðsynjar né rekstrarvörur útflutningsfram- leiðslunnar. En Sj álfstæðisflokk- urinn hefir ekki alltaf verið svona viðkvæmur fyrir því, ef verðlag- ið hækkaði. Meðan hann hafði aðstöðu til þess að hafa áhrif á stefnuna í efnahagsmálunum, var það eitt aðalstefnumál hans, að ekki skyldi vera verðlagseftirlit í landinu. Þess vegna beitti flokkur inn sér fyrir því 1951, að verð- lagsákvæði væru að verulegu leyti afnumin og milliliðunum heimil- uð frjáls álagning, þótt innflutn- ingur til landsins yrði ekki frjáls nema að nafninu til. Menn hafa til skamms tíma ekki haft um það öruggar upplýsingar, hverja þýð- ingu það hefur haft fyrir verðlag- ið í landinu, að verðlagsákvæðin voru afnumin. Nú hefir þingkjör- in nefnd nýlega látið fara fram á þessu ýtarlega rannsókn. Hún hefur verið framkvæmd af sérfróðum manni, með aðstoð verðlagsyfirvalda. í nefndinni Framhmld á 4. aiðn. $bautAmót Skautamót Akureyrar var hald- ið á Brunnárflæðum sunnudaginn 3. febrúar og þriðjudaginn 5. fe- brúar. Keppendur voru 8 í karla- flokki og 6 í drengjaflokki. Mót- stjóri var Pálmi Pálmason. Svellið var mjög sæmilegt, en rennsli þó ekki í bezta lagi. — Á- horfendur voru margir, sérstak- lega fyrri daginn. Urslit í einstökum greinum: 50 m. hlaup karla: Björn Baldursson 49.7 sek. Hjalti Þorsteinsson 52.0 sek. Kristján Árnason 52.7 sek. 1500 m.: Björn Baldursson 2.47.9 mín. Kristján Árnason 2.56.9 mín. Guðlaugur Baldurss. 3.01.6 mín. 3000 7».: Björn Baldursson 6.001. mín. Akure^rar Kristján Árnason 6.18.9 mín. Jón D. Ármannsson 6.43.1 mín. 5000 77i. ; Björn Baldursson 10.27.0 mín. Kristján Árnason 10.42.0 mín. Jón D. Ármannsson 11.19.7 mín. Stig: Bjöm Baldursson 225.710 Kristján Árnason 234.856 Guðl. Baldursson 252.808 Jón D. Ármannsson 252.807 300 77i. hl. drengja innan 14 ára: Örn Indriðason 37.8 sek. Skúli Ágústsson 37.8 sek. Bergur Erlingsson 39.9 sek. 400 77i. hl. drengja innan 14 ára: Örn Indriðason 48.5 sek. Skúli Ágústsson 50.8 sek. Bergur Erlingsson 53.0 sek. ÁTTRÆÐUR Erlingiir Friðidnssoii Hinn 7. febrúar síðastliðinn varð Erlingur Friðjónsson átt- ræður. Óþarfi er að rekja ævi- feril hans fyrir lesendum Alþýðu- mannsins, enda verður þess ekki freistað hér, en fáir munu þeir nú áttræðir, sem eru honum jafnvíg- ir til starfs, hvað þá léttvígari, því að enn vinnur hann sem fram- kvæmdarstjóri Kaupfélags verka- manna a. m. k. 10 tíma dag hvern árið um kring og veit varla, hvað hvíldardagur er. AÐALFUNDUR •> Verkamannafélags A.-Húnvetninga Aðalfundur Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga var haldinn 27. janúar síðastliðinn. Jón Einarsson, sem gegnt hefir I formannsstörfum í 20 ár af þeim 26 sem félagið hefir starfað, lét nú af störfum. Þar sem bílstj óradeild félagsins er nú orðin sjálfstætt félag innan Landssambands sjálfseignarvöru- bílstjóra, lét ritarinn, Zophonías Zophoníasson, bifreiðarstjóri, af I störfum eftir margra ára starf í þágu félagsins. Nýja stjórnin er þannig skip- uð: Ragnar Jónsson, formaður, I Þorvaldur Þórarinsson, gjaldkeri I (endurkjörinn), og Bjarni Páls- son ritari. i l____________________________ Frá Leikjélaginu. Sýning í kvöld og I fimmtudagskvöld á Kjarnorku og kven- hylli. Sennilega 6ÍSustu sýningamar. | ASgöngumifiasími 1639. Erlingur Friðjónsson. í tilefni afmælisins hélt stjórn Kaupfélags verkamanna Erlingi vinaboð í Landsbankasalnum að kveldi afmælisdagsins. Stjórnaði Albert Sölvason, formaður stjórn- ar K.V.A., hófinu, en auk hans á- vörpuðu afmælisbarnið Steindór Steindórsson, Árni Þorgrímsson, Jón M. Árnason, Elinborg Jóns- dóttir, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Jón Hinriksson, Bragi Sigurjóns- son, Þorsteinn Svanlaugsson og Sigurður M. Helgason, en Erling- ur þakkaði. Jafnframt las hann upp í hófinu stökur þær, er birtar eru hér á öðrum stað í blaðinu, og sýna þær glöggt, að enn lifir neistinn góðu lífi, sem kveikti hina landfleygu vísu Erlings: „Nóttin heldur heimleið þar — Erlingi barst fjöldi heillaskeyta víða að á afmælisdaginn, þar á meðal frá Alþýðuflokki íslands, en Erlingur var einn af frumherj- um hans, evo sem alkunnugt er.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.