Alþýðumaðurinn - 30.04.1958, Page 1
XXVIII. árg.
Miðvikudagur 30. apríl 1958
16. tbl.
Dffir til umhugsiflflr
— 1. maí —
Ávarp frá 1. maí-nefnd verkalýðsfél.
á Akureyri og Iðnemafélagi Akureyrar
í tilefni af hátíða- og baráttudegi alþýðunnar,
l.maí, viljum við undirrituð, sem skipum undirbún-
ingsnefnd hátíðahaldanna hér í bænum, beina eftir-
farandi til ailra meðlima félaganna og allrar alþýðu
Akureyrar:
Að taka öflugan og virkan þátt í öllum hátíðahöld-
um dagsins, mæta á útifundinum, og öðrum sam-
komum, sem auglýstar eru í tilefni dagsins.
Að kaupa og bera merki dagsins, 1. maí-merki
Alþýðusambands íslands, og stuðla að mætti að því,
að aðrir geri það einnig.
Að hver einsakur félagsmaður sé þess minnugur,
að þátttaka hans ræður úrslitum um það, hvort dag-
urinn verður stéttarsamtökunum til sóma eða ekki.
Að 1. maí er alþjóðlegur og almennur háíðisdag-
ur alþýðustéttanna, og þá eiga þær að sýna styrk.-
leika sinn og standa þétt saman um kröfur sínar og
heit.
Að hér í bæ, sem annars staðar, eru mörg og marg-
vísleg verkefni, sem leysa þarf og leyst verða bezt
með samstöðu og samstilltum vilja samtaka okkar.
Sú samstaða og sá baráttuvilji á einmitt að koma
skýrt fram við hátíðahöldin 1. maí.
Höfuðkröfur okkar og óskir í sambandi við dag-
inn, teljum við þessar:
Trygga atvinnu fyrir alla, sem unnið geta.
Öflun og endurnýjun atvinnutækjanna.
Réttlátan hlut þjóðarteknanna til handa þeim,
sem vinna að framleiðslustörfunum.
Gagnkvæm og undirhyggjulaus samvinna al-
þýðusamtakanna og framkvæmdavalds ríkis
og bæjar.
Og fyrst og fremst verður höfuðkrafa okkar, eins
'og alþýðu allra landa, krafan um:
Heimsfrið — frelsi - jafnrétti og bræðraiag þjóðanna.
Lifi eining alþýðunnar. — Lifi Alþýðusamband
Islands. — Lifi Iðnnemasamband íslands.
Heil til hátíðar 1. maí.
Vel mennt forysta
nauðsynleg.
1. maí, hátíðisdagur verkalýðs-
ins, er á morgun. í þjóðfélagi
okkar Íslendinga er hann raunar
ekki síður dagur til umhugsunar
en hátíðahalds, því að verkalýður
hefir hér öðlast þá aðstöðu, að
hann gæti ráðið flestu um þjóð-
félagsháttu okkar, ef hann stæði
einhuga saman, vissi nákvæmlega
hvað hann vildi og sækti hiklaust
að markinu.
Þegar svona er komið, má aug-
ljóst vera, hversu mikilsvert það
er, að forysta þessa mikla afls,
verkalýðssamtakanna, sé vel
mennt og skilningsglögg á allar
þjóðfélagsaðstæður, og meðlimir
samtakanna þurfa að vera það
líka eða a. m. k. forystulið félag-
anna.
Þetta er verkalýðnum sjálfum að
verða æ ljósara, og það er því
engin tilviljun, að nú hafa komið
fram á alþingi frumvörp um
skóla fyrir forystumenn verkalýðs
ins, félagsmálaskóla eða verka-
lýðsskóla. Því miður hefir eklci
náðst enn samstaða um það, í
hvaða formi þessi fræðsla skuli
veitt, en vonandi ber löggjafar-
valdið gæfu til að finna þessu
mikla nauðsynjamáli heppilegt
form, sem allir geta vel við unað.
Vinnan er
undirstaða alls.
Sá skilningur, að framleiðslan
og vinnan við hana skapi okkur
lífsskilyrðin, er nú orðinn ríkj-
andi. Menn sjá, að hátt kaup í
krónum eru fölsk gæði, svo fremi
að framleiðsluvegirnir beri ekki
kaupið, því að þá sé kaupið skatt-
lagt til styrkja með framleiðsl-
unni, og við höfum dæmin degin-
um ljósari fyrir okkur um þá öfug
þróun.
Hinu megum við svo ekki
gleyma, að það er ekki nóg að
framleiða, það þarf að stjórna
framleiðsluvegunum vel og vitur-
lega og nýta framleiðsluna svo
vel sem unnt er, svo að hún gefi
sem beztan arð í þjóðarbúið.
Þeir, sem nú ásaka verkalýðinn
fyrir óbilgjarnar kaupkröfur á
undanförnum árum, mættu gjarn-
an vera minnugir þess, að fram-
leiðsluvegunum sumum hverjum
hefir ekki verið stjórnað svo, að
það hafi laðað til gagnkvæms
skilnings og hófsemi í kröfum.
Ríkisvaldið hefir heldur engan
veginn reynzt í þessum málum sú
forsjá, sem kunnað hefir að setja
hvern hlut á réttan stað. Meðal
annars þess vegna er komið sem
komið er.
Til þess eru vítin,
að varast þau.
Á degi sínum, 1. maí, skyldi því
verkalýðurinn vera þessa vel
minnugur:
Hann hefir vissulega lykilvöld-
in að velferð sinni, ef hann vill
og stendur samhuga. Hann getur
ráðið miklu um það, hvernig at-
vinnuvegunum farnast og haft
drjúga íhlutun um, hvernig arð-
urinn af framleiðslunni skiptist.
En til þess þarf hann að heyja sér
sem mestrar víðsýni og skilnings
á hinu samslungna þjóðfélagi, og
til þess er aukin menntun leiðin,
félagsleg menntun. Þar næst að
skipa sér einhuga um þá forystu,
bæði í verkalýðsmálum og þjóð-
málum, sem bezt samrýmist hugs-
unarhætti hans og hagsmunum,
frjálslyndri, sanngjarnri og ein-
beittri forystu.
Og umfram allt að hætta að
tvístra orku sinni með því að
skiptast í flokka: hagsmunir verka
lýðsins eru sameiginlegir. Sam-
staða og eining er honum leiðin
til sigurs, samstaða og eining án
öfga.
Flúið í flugturn
ísl. og Jónas G. Rafnar hafa nú
séð sitt óvænna að verja frum-
hlaup hins síðarnefnda í dráttar-
brautarmálinu á alþingi í fyrra.
Hafa þeir valið þann kost að flýja
inn í hálfsmíðaðan flugturn við
flugvöllinn hér og hrópa í síðasta
ísl.:
Sjá, þetta var byggt, meðan
Jónas var þingmaður, en Alþm.
virðist una því vel, að framkvæmd
ir hafi stöðvast, þegar annar þing-
maður var kosinn fyrir Akureyri!
Ósköp er þetta barnaleg máls-
vörn. Jónas G. Rafnar veit manna
bezt, að hann réð aldrei nokkrum
sköpuðum hlut um byggingu flug-
turnsins. Flugmálastj órn fær á-
kveðna fjárveitingu til flugmála,
er hún síðan ráðstafar í fram-
kvæmdir þar, sem hún telur þörf-
ina brýnasta. Allir vita, að fjár-
festing hjá henni hefir verið örari
en efni leyfðu, og þessa hefir
flugturninn hér meðal annars
goldið. Svona einfaldur er sann-
leikurinn í þessu flóttavígi hinnar
föllnu Sjálfstæðishetju.
Hitt er sjálfsagt að viðurkenna,
að víst væri það mjög gott, ef
flugmálastj órn sæi sér fært að
ljúka flugturninum, en til þess er
ekki nóg að látast hafa eitthvað
gert eða ímynda sér það og þykj-
ast síðan munu gera eitthvað, ef
atvikin leyfðu. Slíkir bygginga-
meistarar ná skammt.
»A|brý§isöm eiginkoni«
I næstu viku mun Leikfélag Ak-
ureyrar frumsýna gamanleikinn
„Afbrýðissöm eiginkona“. Leik-
stjóri er Jóhann Ogmundsson.
Leikur þessi hefir í vetur verið
sýndur í Hafnarfirði af Leikfé-
lagi Hafnarfjarðar, og verið ágæt-
lega sóttur, enda talinn næsta
broslegur, takist leikendum vel
hlutverkin.
Er ekki ósennilegt, að marga
fýsi að fá sér hláturstund yfir
þessum græzkulitla gamanleik
einnig hér og sjá, hvernig akur-
eyrskum gamanleikurum tekst
spaugið.
Landbelgin verði stshhuð
Jyirir (7. jíí
Verkamannafélagið Dagsbrún í
Reykjavík samþykkti í fyrrakvöld
eftirfarandi tillögu einróma á
fundi sínum:
„Fundur haldinn í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún, 28.
apríl 1958, skorar á ríkisstjórnina
að gefa án tafar út reglugerð um
stækkun fiskveiðilandhelginnar
upp í 12 mílur, og komi stækkun-
in til framkvæmda eigi síðar en
1. júní n. k.“
17. jiiní-nefad
Á bæjarstjórnarfundi í gær var
kosin 17. júní nefnd þessa árs.
Kosnir voru eftirgreindir menn í
nefndina:
Haraldur Sigurðsson, leikfimis-
kennari, Jón Ingimarsson, form.
Iðju, Magnús Björnsson, banka-
ritari og Sveinn Tómasson, vara-
slökkviliðsstjóri.
m millj. diið \m
Á miðju ári 1956 voru íbúar
jarðarinnar 2737 milljónir, segir
í hagtíðindum S. Þ.
Þá voru í Afríku 220 milljónir
manna og er aukningin þar árlega
um 1.7 af hundraði, en samsvar-
andi tölur í öðrum heimshlutum
voru: Ameríka 374 millj. (2.1),
Asía, nema Sovétríkin, 1514
(1.6), Evópa 412 (0.8), Eyjaálf-
an 15.1 (2.3), og Sovétríkin 220
millj. (aukning óviss).
Nonnahúsið verður framvegÍ8 opið á
sunnudögum kl. 2,30—4 e. h.
Iðnskólinn. Sýning á teikninguro
nemenda verður næstk. sunnudag. Sjá
augl. í blaðinu í dag.
F. h. Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna á Akureyri:
Jón B. Rögnvaldsson, Þorsteinn Jóna-
tansson, Kolbeinn Helgason, Stefán
K. Snœbjörnsson,
F. h. Iðju, fél. verksmiðjufólks:
Bergþóra Bergsdóttir, Ólafur Stefáns-
son, Adam Ingólfsson.
F. h. Einingar:
Kristín Jóhannesdóttir, Margrét
Magnúsdóttir, Hanna Hallgrímsdóttir.
F.h. Sveinafél. járniðnaðarmanna:
Björn Kristinsson, Jðsep Kristjánsson,
Haukur Kristjánsson.
F. h. Sjómannafélags Akureyrar:
Jón Helgason, Sigurður Rósmundsson.
F. h. Iðnnemafélags Akureyrar:
Gunnar Berg Gunnarsson, Þráinn
Karlsson, Oðinn Valdimarsson.
F. h. Verkamannafélags
Akureyrarkaupstaðar:
Rósberg G. Snœdal, Torfi Vilhjálmsson,
Björn Gunnarsson, Páll Sigurðsson,
Adólf Davíðsson.
F. h. Bílstj órafélags Akureyrar:
Ari Arason, Baldur Svanlaugsson,
Þóroddur Jóhannesson.
F. h. Vörubílstjórafél. Valur:
Júlíus B. Magnússon, Halldór Karlsson.