Alþýðumaðurinn - 30.04.1958, Page 3
Miðvikudagur 30. apríl 1958
ALÞÝÐUMAÐURINN
3
slíks skóla iieitið. Er -flutnings höfuðtilgangi sínum, að bæta kjör
mönnum kunnugt, að mennta- félagsmanna sinna, eftir því sem
máiaróðuneytið hefur safnað víð- efni standa til og án þess að mikil
tækum gögnum til undirbúnings vinna og verðmæti tapist í verk-
því máli. Engin ákvörðun mun þó föllum. Öruggasta leiðin til að ná
hafa verið tekin um framkvæmd- slíku marki er aukinn félagsþroski
ír.
Með flutningi þáltill. er máli
og skilningur á heilbrigðu hlut-
verki og starfsháttum samtak-
þessu hreyft á nokkuð öðrum anna. Fræðslustofnun eins og sú.
grundvelli en áður hefur verið sem hér er lagt til að koma á fót.
gert á Aiþingi, þar sem gert er
ráð fyrir almennri fræðslustofnun
í stað venjulegs skóia. Þykir flutn
ingsmönnum ólíkiegt, að enn sé
grundvöllur fyrir verkalýðsskóla
gæti lagt fram þýðingarmikinn
skerf í þá átt.“
Eins og.tekið er fram í framan-
greindri greinargerð, var máli
hér á landi, og óvíst, að nemendur • þessu hreyft á alþingi í fyrra í
fáist til að setjast á skóíabekk í I þingsályktunartillöguformi af
1—2 vetur til að búa sig undir þremur þingmönnum Alþfl. Málið
störf, sem hljóta með fáum und-j hlaut ekki formlega afgreiðslu
antekningum að verða ólaunuð, þá, en ekki mun leika á tveim
aukastörf. Þykir slík stofnun,1 tungum, að hér er brýnu nauð-
sem hér ert gert ráð fyrir mun
iíklegri tii árangurs, enda gæli
hún strax og aðstæður leyfa hald-
ið námskeið, er næðu tilgangi
áðurnefndar skólahugmyndar.
Fyrirmyndir að slíkii fræðslu-
stofnun launþega má finna víða
um heim, og er höfuðþáttur í
starfi þeirra að efna til stuttra og
langra námskeiða, oft í nánu sam-
starfi við ýmsa skóla. Hér á landi
mætti halda slík námskeið að
sumarlagi í skólabyggingum urn
land allt, bæði í sveit og bæ, og
vafalaust tengja sum þeirra nám-
skeiða við orlof. Stutt námskeið,
1—3 daga, fara mjög í vöxt er-
iendis. Einnig mætti halda margra
vikna námskeið, t. d. í samvinnu
við háskólann, er þörf reynist fyr-
ir þau.
Þá mun fræðslustofnun laun-
þega senda fyrirlesara um land
allt til að mæta á fundum laun-
þegasamtaka. Þy.rfti stofnunin í
því sambandi að eignast mynd-
ræmur, skuggamyndir og kvik-
myndir til stuðnings fyrirlestrum
eða til sjálfstæðra sýninga.
Enn er hugsanlegt, að fræðslu-
'stofnunin gefi út í samvinnu við
heildarsamtök launþega ýmiss
konar fræðslurit, blöð og jafnvel
bækur, er stuðla að takmarki
stofnunarinnar. — Bókasafn þarf
hún sjálf að eignast, er fra.m líða
stundir, og safna þar sem flestum
heimiidum um sögu og starf iaun-
þegasamtaka hér á landi og er-
Jendis.
Æskilegt væri, að launþega-
samtökin gætu sjálf annazt þá
fræðslu, sem hér ræðir um, en
þau hafa ekki bolmagn til slíks
starfs i nægilega stórum stíl. Hins
vegar er það þjóðfélagsleg nauð-
syn, að starfsemi launþegasam-
taka sé sem farsælust og þau nái
synjamáli breyft, og er vonandi,
Vegghillur
Veggteppi,
verð frá 69 kr.
Blómasúlur
Blómapottar,
margar stærðir
Myndir og mólverk
Myndarammar
með kúptu gleri
Seðlaveski
úr leðri.
RAMMAGERÐIN,
Brekkugötu 7.
að alþingi það, er nú situr beri
gæfu til að afgreiða svo mikils-
vert mál launþegasamtökum á far-
sælan hátt með samþykkt frum-
varps þeirra Eggerts og Friðjóns.
lÍYerjjir felfldu »s|áflf-
§a§,ð<au liliit?
í síðasta tbl. íslendings birtist
grein með þessari fyrirsögn og er
í henni reynt að hnekkja þeim
ummælum Aiþm., að almenningur
í bænum spyrji, hvort það séu
ekki samtök Sj álfstæðismanna,
sem fyrst og fremst hafi felll það
á hluthafafundi Ú. A. nýafstöðn-
um að opinber rannsókn yrði lát-
in fara fram á birgðarýrnun fé-
lagsins.
En blaðinu ferst heldur óhönd-
uglega yfirklórið. Það reynir að
læða því inn öðrum þræði, að
atkvæðagreiðslan á fundinum
hafi verið bundin persónum en
ekki hlutabréfum, því að það full-
yrðir, að fundarsætin hafi verið
drjúgum meir skipuð fylgis-
mönnum „tillöguflytjenda en
Sjálfstæðismönnum“, eins og það
orðar það.
Nú liafði Alþm. tekið skýrt fram,
að bak við hvert atkvæði (nerna
bæjarins) hefði staðið 500 kr.
'hlutabréf, m. ö. o. þeir, sem flest
hlutabréf áttu á einni og sömu
hendi, höfðu margfalt atkvæði á
móti hinum, sem kannske áttu
ekki nema 1 eða 2 bréf.
Nú voru litir atkvæðaseðlanna
slíkir, að hægt var að sjá, hvernig
stærri hluthafarnir greiddu at-
kvæði og hvernig þeir minni, og
það var áberandi, að stærri hlut-
hafarnir greiddu atkvæði að mikl-
um meirihluta gegn rannsóknartil-
lögunni. Þetta sá almenningur á
fundinum, og ályktaði sem svo:
stærri hluthafarnir það hljóta að
öðru jöfnu að vera þeir, sem meiri
fjárráð liafa og hylltust til að
kaupa fleiri hlutabréf í Ú. A.,
þegar þeim var safnað, sumir ugg-
laust af útgerðaráhuga fyrst og
fremst, aðrir af gróðavon. Og þar
sem einu raddirnar á fundinum,
sem fram komu gegn rannsókn,
voru frá Sjálfstæðismönnum, á-
lyktar fólk í bænum einfaldlega
sem svo:
Sjálfstæðisflokknum hér er ein-
hverra hluta vegna ekki um, að
birgðarýrnun Ú. A. sé upplýst
með hlutlausri rannsókn. Þeir
hafa opinberlega mælt gegn slíku.
Þar af leiðandi hafa þeir senni
lega greitt atkvæði gegn rann-
sóknartillögunni á hluthafafund-
inum allir sem einn.
Þannig hugsar almenningur,
ísl.
eðlileet ?
góður, og er það ekki ósköp
frd BffiMÉii Akureyrar
Skólanum verður slitið Iaugardaginn 10. maí kl. 2 síðd.
Óskað eftir að sem flestir foreldrar mæti.
Fimmtudaginn 8. maí fer fram inntökupróf og innritun
allra 7 ára barna (fædd 1951). — Sjá nánar á öðrum stað í
blaðinu.
Tilkynna [xirj forjöll.
Vorskólinn hefst mánudaginn 12. maí kl. 9 árd.
Hannes J. Magnússon.
Heima er bezt
Maí-hefti Heima er bezt er ný-
komið út. Flytur það m. a. grein
eftir Björgvin Guðmundsson,
tónskáld, um Guðrúnu Kristins-
dóttur, píanóleikara, Þætti úr
Vesturvegi eftir ritstjórann, fram-
haldssögurnar Stýfðar fjaðrir,
Sýslumannssoninn og Jenny, og
þættina Á skammri stundu skip-
ast veður í lofti eftir Lúðvík R.
Kemp, Sögur Magnúsar á Syðra-
Ilóli og Með hörku skal hættum
mæta eftir Þórð Jónsson. Þá er
Fjárskaðaveðrið 1947 eftir Stefán
Ásbjarnarson, þátturinn Hvað
ungur nemur eftir Stefán Jónsson.
Hvaða tré voru það? eftir J. M.
Eggertsson og myndasagan Óli
segir frá. Margt mynda er að
venju í ritinu.
Kvennasamband Akureyrar heldur
aðalfund í Varðborg þriðjudaginn 29.
apríl kl. 9 e.h. Venjuleg aðalfundar-
störf. Onnur mál. — Stjórnin.
Auglýsið
í Alþýðumanninum.
Akureyringar!
SÓTUN Á REYKHÁFUM er að byrja. — Eru því húseig-
endur áminntir um að hafa stiga í lagi og kaðla á reykháfum,
þar sem þess þarf.
Atvinna
GÆZLUKONUR verða ráðnar við leikvelli bæjarins frá 1.
júní til 15. sept. Unglingar innan 18 ára koma ekki til greina.
Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. maí n. k.
F. h. Barnaverndarnefndar
PÁLL GUNNARSSON.
Skráning
atvinnulausa karla og kvenna
fer fram, lögum samkvæmt, dagana 2., 3. og 5. maí næstkom-
andi á Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar, Strand-
götu 1 (Landsbankahúsinu), III. hæð.
Akureyri, 24. apríl 1958.
Vinnumiðlun Akureyrarbæjar.
Frd Oddeyrarshólanui
Skólanum verður slitið laugardaginn 10. maí kl. 5 síðd.
Verða þá til sýnis í kennslustofum skrift barnanna, teikning-
ar og önnur skólavinna. Skólasýning þessi verður einnig opin
sunnudaginn 11. maí kl. 1—4 síðdegis.
Inntökupróf barna, sem fædd eru 1951, fer fram í skólanum
föstudaginn 8. maí kl. 3 síðdegis.
Qeymið þessa auglýsingu.
Skólastjóri.
Fíó Mólonum
Sýning verður á teikningum nemenda sunnudaginn 4. maí
kl. 1—7 síðdegis i Húsmæðraskólanum.
SKÓLASTJÓRINN.
Frd (iðnfrtcMÉii Ahureyrar
Handavinna og teikningar nemenda verða sýndar í skóla-
húsinu á sunnudaginn kemur, 4. maí, frá kl. 1—10 síðdegis.
Aðgangur ókeypis.
Akureyri, 28. apríl 1958.
Jóhann Frímann,
skólastjóri.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og greftrun
systur okkar,
Axelíu Jónatansdóttur,
er andaðist 14. þ. m.
Systkinin.