Alþýðumaðurinn - 30.04.1958, Side 4
1. maí
Liiðrasveii
Akureyrar
Fegrunaríél. Akureyrar heldur
kynningarkvöld
Fegrunarfélag Akureyrar hélt
kynningarfund í Landsbankasalu-
um fyrra þriöjudagskvöld.
Varaformaöur félagsins, Jón
Kristjánsson, bauð fundargesti
velkomna, en því næst flutti
Magnús E. Guðjónsson, bæjar-
stjóri ávarp og ræddi m. a. um
hlutverk félaga sem þessa fegrun-
arfélags.
Jón Rögnvaldsson, garö-
yrkjuráðunautur flutti erindi um
sáningu og ræktun sumarblóma í
göröum. Sýndi Jón sáningu sum-
arblóma í kassa. — Jón hvatti
garðeigendur til þess að rækta
sem mest af sumarblómum í
garða sína. Jón benti sérstaklega
á, að heppilegt væri að rækta
mikið af stjúpum, vegna þess að
þær eru með meira litskrúði hér
á landi en víðast hvar annars stað-
ar í heiminum. ■
Árni Jónsson, tilraunastjóri,
ræddi um hirðingu á matjurta-
og skrúðgörðum. Benti hann á,
að grasfleti í görðum þyrfti vel
Fyrir fundi bæjarstjórnar Ak-
ureyrar í gær lá beiðni frá stjórn
Krossanesverksmiðju, að for-
manni hennar, Guðmundi Guð-
laugssyni, yrði veitt heimild til að
taka 1% millj. kr. lán fyrir verk-
Staðið við uppsögn
herstöðvasamaiHgsios
Fundur haldinn í Menningar-
og friðarsamtökum íslenzkra
kvenna, Akureyrardeild, 25. apríl
1958, skorar á ríkisstjórn Islands
að standa við yfirlýsingu Alþingis
frá 28. marz 1956 og stefnuyfir-
lýsingu núverandi ríkisstj órnar,
um uppsögn herstöðvarsamnings-
ins við Bandaríki Norður-Ame-
ríku og brottför alls erlends her-
liðs af íslandi. Ennfremur skorar
fundurinn á ríkisstj órnina að
vinna að því, að íslendingar segi
sig úr Atlantshafs-bandalaginu,
haldi sig utan allra hernaðar-
bandalaga og lýsi yfir ævarandi
hlutleysi íslands.
Fundurinn vill beina þeim ein-
dregnu tilmælum til ríkisstjórn-
arinnar, að hún styðji hvers kon-
ar friðarviðleitni á alþjóðavett-
vangi, einkum þá, sem miðar að
því að tilraunum með kjarnorku-
vopn verði hætt og framleiðsla
þeirra bönnuð með öllu og bir^S-
ir eyðilagðar.
Ofanrituð ályktun var einróma
samþykkt á fundi Akureyrardeild-
ar M.F.Í.K. hinn 25. þ. m.
( FréUatilkynning.)
að hirða, því fallegir grasfletir
væru mikil prýði í görðum. Ráð-
lagði hann að sá í nýjar lóðir og
nota sérstakar grasflata-fræblönd-
ur. Um .hirðingu eldri grasflata
sagði hann að nú væru til lyf, sem
gerðu það mögulegt að útrýma úr
grasflötum, túnfíflum, súru, njóla
o. fl. Nefndi hann sérstaklega efn-
ið Herbatox D-500, sem hann
taldi mjög áhrifaríkt í þessu efni.
Þá taldi hann rétt að bera oft til-
búinn áburð á grasfletina yfir
sumarið, en lítið í einu. Héldust
þeir þá betur og jafnar grænir.
Að lokum þakkaði formaður
félagsins ræðumönnum ög fund-
armönnum fyrir komuna, og
sagði, að nú í vor mundi stjórn
Fegrunarfélagsins bjóða heil-
brigðisfulltrúa, héraðslækni og
e. t. v. blaðamönnum að aka með
sér um bæinn og athuga umgengn-
ina í bænum. Síðar í sumar
myndu svo skrúðgarðar athugað-
ir sérstaklega eins og að undan-
förnu.
'smiðjuna til nauðsynlegra endur-
bóta. Var heimildin veitt.
Lánsupphæðina hyggst stjórn
verksmiðjunnar nota til að gera
verksmiðjuna þannig úr garði, að
hún geti nýtt hráefnið betur en nú
er. Hefir vélsmiðjan Héðinn boð-
izt til að smíða nauðsynleg tæki
til svonefndar heilmjölsvinnslu,
og er smíðakostnaður áætlaður
um 1,2 millj. kr., en brúttóhagn-
aður á ári af hinni auknu nýtingu
er áætlaður 1.1 millj. kr. miðað
við 50 þús. mála síldarvinnslu og
5 þús. tonna vinnslu karfa og fisk-
úrgangs.
RANGFEÐRUÐ STAKA?
í jólablaði Alþm. 1957 var
prentuð eftirfarandi staka og hún
eignuð Kristjáni Kristj ánssyni,
smið á Bíldudal, samkvæmt
Skruddu Ragnars Ásgeirssonar:
Það er í einu orði sagt,
og að fullu sannað,
að þér er flest til lista lagt,
lygin jafnt sem annað.
Nú hefir greinargóður lesandi
Alþm., Skagfirðingur, en nú bú-
settur hér í bæ, hátt á áttræðis-
aldri, dregið mjög í efa, að greind
vísa sé rétt feðruð hjá Ragnari.
Kveður hann vísuna hafa orðið
héraðsfleyga í Skagafirði úr sl.
aldamótum og þar haft fyrir satt,
að hún væri eftir Dýrólínu Jóns-
dóttur frá Villinganesi (d. 22. júlí
1939), kveðna í gamni við
Jóhannes Jónasson frá Litladal í
Skagafirði, er Dýrólína var ung
stúlka.
hélt hljómleika í Nýja Bíó síðast-
liðið þriðjudagskvöld undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar. Var
hljómleikunum tekið hið bezta af
áheyrendum, en þeir voru annars
drjúgum færri en eðlilegt mátti
teljast.
Lúðrasveitin er nú skipuð 22
mönnum og hefir hún æft mikið
í vetur. Viðfangsefni liennar voru
fjölbreytt, bæði innlend og er-
lend, m. a. lék hún lög eftir Björg-
vin Guðmundsson og Áskel
Snorrason.
Eins og fyrr getur hlaut Lúðra-
sveitin ágætar viðtökur áheyr-
enda. Varð hún að endurtaka
sum viðfangsefnanna, en auk þess
lék hún aukalög.
____*____
Verða kvöldbúðirnar
skyldaðar til að greiða
sérstakt leyf isgjald í
bæjarsjóð?
Bæjarráð Akureyrar hefir falið
bæjarstjóra að semja frumvarp
að nýrri samþykkt um lokunar-
tíma sölubúða, þar sem m. a.
verði gert ráð fyrir heimild til
handa bæjarráði og heilbrigðis-
nefnd að veita leyfi til kvöldsölu
gegn ákveðnu gjaldi til bæjar-
sjóðs.
Meindýraeyðir.
Samkvæmt lögum um eyðingu
refa og minka er hverju sveitar-
félagi skylt að ráða mann eða
menn til að hafa eyðingu þessara
meindýra með höndum.
Bæjarráð Akureyrar hefir
heimilað bæjarstjóra að semja
við Harald Skjóldal um að hafa
starf þetta með höndum fyrir
Akureyrarbæ, en hann hefir fal-
azt eftir því.
___
Tjaldstæði fyrir ferðafólk
sunnan sundlaugarinnar
Stjórn Fegrunarfélags Akur-
eyrar hefir farið þess á leit við
bæinn, að komið verði upp heppi-
legu tjaldstæði í bæjarlandinu
fyrir ferðafólk.
Bæjarráð hefir lagt til, að til
þessa verði valið svæði sunnan
sundlaugargirðingarinnar og
komið verði þar fyrir snyrting-
um til afnota ferðafólki.
Munasala (bazar) og kaffisala
til ágóða fyrir byggingu sumar-
dvalarheimilis drengja við Ás-
tjörn verður haldin að Sjónar-
hœð fimmtudaginn 1. maí frá kl.
3—10. — Athugið, kl. 9 verða
sýndar skuggamyndir frá Ástjörn
og nágrenni.
Fyrirhngaðar endnrbætnr á
Krossanesverksmiðjn
Hátíðahöld verkalýðsfélag-
anna á Aknreyri
Útifundur við Verkalýðshúsið kl. 1,30 e. h.
Lúðrasveit Akureyrar leikur. Stjórnandi Jakob Tryggvason.
Ávarp. Jón B. Rögnvaldsson, form. fulltrúaráðs verkalýðsfél.
Ávarp. Gunnar Berg Gunnarss., form. Iðnnemafél. Akureyrar
Rœða. Jóns Þorsteinsson lögfr. Alþýðusambands íslands.
Rœða. Rósberg G. Snædal rith., ritari Verkam.f. Akureyrark.
Ef veður hamlar útifundi fer þessi dagskrá fram í Nýja Bíó.
Barnaskemmtun
í Alþýðuhúsinu kl. 3.30.
Upplestur. Jón Gunn-
laugsson, kennari.
Gamanvísur.
Björn Kristinsson.
Tvíleikur á blokkflautur.
Upplestur barna.
Kvikmynd.
Dans.
Aðgangur kr. 5.00.
Dansleikur
í Alþýðuhúsinu 30. apríl
kl. 9 e. h.
Dansleikur
í Alþýðuhúsinu 1. maí
kl. 9 e. h.
Flammingó-kvartettinn og
Oðinn sjá um músikina
bæði kvöldin.
Aðgöngumiðar að skemmtunum dagsins verða seldir í Verka-
lýðshúsinu frá kl. 1—5 og við innganginn.
Merki dagsins verða seld ó götunum
allan daginn.
Fjölmennið á hótíðahöldin. Berið merki dagsins
1. maí-nefndin.
Takið eftir,
verzlunar- og skrifstofufólk ó Akureyri.
Mjög áríðandi fundur að Hótel KEA, Rotarysal, í d3g
kl. 18.30 (hálf sjö). Tekin ákvörðun um uppsögn samninga.
Stjórn Félags verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri.
Frá barnaskólnm bæjariiis
Væntanlega innritast 194 börn
fædd 1951 í barnaskólana í vor
og hefja þá skólagöngu sína. Af
þeim fara 18 í Glerárskólann, en
hin skiptast milli Barnaskóla
Akureyrar og Oddeyrarskólans.
I Barnaskóla Akureyrar fara
börn úr öllum bæjarhlutum nema
Glerárhverfi, og þau börn af
Oddeyri, sem ekki komast fyrir í
Oddeyrarskólanum.
Vegna þrengsla í Oddeyrarskól-
anum getur hann ekki tekið á
móti nema hluta þeirra barna,
sem skólaskyld verða á Oddeyri í
vor. Af þeim ásæðum verða þau
börn, sem heima eiga efst og
syðst á Oddeyri að fara í Barna-
skóla Akureyrar, þó að það sé
aðeins lengri leið
I Oddeyrarskólann koma börn
úr eftirtöldum götum: Eiðsvalla-
götu, Hríseyjargötu, Hjalteyrar-
götu, Grænugötu, Fjólugötu,
Eyrarvegi, Hvannavöllum, Sól-
völlum, Víðivöllum, Reynivöllum,
Grenivöllum, Norðurgötu, Ránar-
götu og Ægisgötu. Börn úr öðr-
um götum á Oddeyri mæti til inn-
ritunar í Barnaskóla Akureyrar.
Við vonum að foreldrar skilji,
að þessi skipting er eingöngu
gerð af húsnæðisástæðum skól-
anna.
Hannes J. Magnússon.
Eiríkur Sigurðsson.