Alþýðumaðurinn - 06.05.1958, Side 1
XXVIII. árg.
ÞriSjudagur 6. maí 1958
17. tbl.
Ibúðarvaidaiál
ýmsum hliðum
Nauðsynlegt að endurskoða lögin um verkamanna-
bústaði. — Byggingalánasjóður Akureyrar. ■— Ut~
rýming heilsuspillandi íbúða. — Hvernig má leysa
mesta vandann?
Akureyrarbær lagt fram
2 millj. kr.
A síöasta fundi bæjarstjórnar
Akureyrar lá fyrir tilkynning frá
félagsmálaráðuneytinu, þar sem
upplýst var, að samkvæmt nýjum
lögum um húsnæðismálastofnun
o. fl. væri lágmark sveitarfélaga
nú í Byggingasjóð verkamanna
kr. 24.00 af hverjum íbúa í stað
18.00 kr., eins og Akureyrarbær
hafði reiknaö með á fjárhagsá-
ætlun fyrir yfirstandandi ár.
í sambandi við tilkynningu
þessa kvaddi Jón Sólnes, bæjar-
fulltrúi, sér hljóðs á fundinum, en
hann mun vera trúnaðarmaður
sjóðstjórnarinnar hér, en hún er
annars skipuð Reykvíkingum ein-
vörðungu.
Upplýsti Jón m. a., að Akur-
eyrarbær hefði frá stofnun Bygg-
ingasjóðs verkamanna 1931 greitt
um 2 millj. kr. til sjóðsins og
mundi eina bæjarfélagið, utan
Reykjavíkur, er liefði að fullu
staðið í skilum við sjóðinn lögum
samkvæmt.
Hins vegar vildi ræðumaður
telja, að sjóðurinn liefði ekki
gegnt því hlutverki nema tak-
markað að byggja yfir verkamenn
eða fátækar barnafjölskyldur, er
þess hefðu þó þurft helzt með,
enda hyggju nú atvinnurekendur,
iðnaðarmenn, fastlaunamenn og
jafnvel kaupmenn í sumum bygg-
ingafélagshúsum verkamanna. —
Vildi ræðumaður, að því yrði
hreyft á næsta fundi Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga, að lögin um
verkamannabústaði yrðu endur-
skoðuð og m. a. bent á, að eðlilegt
væri, að sveitarfélögin hefðu
nokkurn íhlutunarrétt um, yfir
hverja væri byggt fyrir fé það, er
þau legðu fram í þessu skyni.
Réít og ekki rétf.
Þar sem þetta mál var ekki á
dagskrá til ályktunar í eina eða
aðra átt á þennan hátt, er ræðu-
maður hreyfði því, var það ekki
rætt af öðrum bæjarfulltrúum, og
því ekki séð, hverjar skoðanir
þeirra eru um tilmæli Jóns Sólnes.
Hins er ekki að dyljast, að það
er almenn skoðun þeirra, er mest
hafa starfað að framkvæmd lag-
anna um verkamannabústaðina
og bezt ættu því að vita um kosti
þeirra og galla, að nauðsyn sé að
endurskoða þau og lagfæra, en
raunar mun því ekki hafa verið
hreyft, að sveitarfélögin ættu að
hafa meiri afskipti af framkvæmd-
um byggingarfélaganna.
En þó ýmsir agnúar séu á lög-
unum sjálfum, hefir hitt þó háð
byggingarframkvæmdum sam-
kvæmt þeim mest, hve hið opin-
bera hefir um árabil skorið við
nögl sér fé til Byggingasjóðsins.
Hér í bæ hefir t. d. mörg árin ekk-
ert verið hægt að byggja af verka-
mannabústöðum (Byggingarfélag
Akureyrar), af því að Bygginga-
sjóðurinn hefir ekkert fé talið sig
hafa til útlána hér. Hefir þetta að
vonum skapað óánægju hinna
mörgu, sem eftir íbúðum hafa
beðið, en.auk þess hefir svo fjár-
skorturinn valdið því, að hækka
hefir orðið þá fjárupphæð að
stórum mun, sem þeir, er íbúðir
fá hjá umræddum byggingafélög-
um, verða að leggja fram úr eigin
vasa. Á hinn bóginn hafa svo ekki
rétt til að njóta hinna góðu kjara
þessara byggingafélaga nema
menn undir vissu tekjumarki, og
kemur þá ekki ósjaldan fyrir, að
þeir, sem lagt geta fram tilskilda
upphæð til íbúðarbyggingarinn-
ar, hafa of háar tekjur til að njóta
réttinda til hennar, en hinir, sem
tekjurnar hindra ekki, geta ekki
lagt sinn skerf fram.
Eins og reglurnar eru núna t.d.,
mega menn ekki hafa haft yfir 50
þús. kr. árstekjur að meðaltali 3
síðastliðin ár, auk 5 þús. kr. fyrir
hvern ómaga, til að eiga rétt íil í-
búðar á vegum byggingafélags
verkamanna, né eiga íbúð eða yi-
ir 75 þús. kr. eign, en hins vegar
verða þeir, sem íbúð fá, að leggja
í hana 100—150 þús. kr., þar eð
Byggingasjóðurinn lánar í hæsta
lagi 150 þús. kr. á íbúð.
Af þessu er augljóst, að það er
lítil lækning út af fyrir sig á í-
búðavandræðum barnmargra, fá-
tækra fjölskyldna, að bæjarfélög-
in hefðu meiri íhlutunarrétt um,
hverjir fengu íbúðir verkamanna-
bústaðanna. Eftir sem áður væri
óleyst, hvar hinir fátækustu ættu
að fá 100—150 þús. kr. til að
snara út í byggingarnar.
Atvinnurekendur og
kaupmenn.
Enda þótt dæmi muni finnast
Hátíðahöldin
1. maí
Hátíðahöld 1. maí fóru fram
í ár með líkum hætti og undanfar-
ið um allt land. Veður var yfirleitt
bjart, en heldur kalt í veðri hér
norðanlands.
í Reykjavík er talið, að þátt-
taka í hátíðahöldunum hafi verið
óvenjumikil, enda stóðu verka-
lýðsfélögin einhuga að þeim án
tillits til stjórnmálaskoðana, en
hér í bæ mun fjölmenni á útifund-
inum, sem að venju var haldinn
við Strandgötu 7, liafa verið líkt
og oftast áður.
Ræðumenn á fundinum hér
voru Jón B. Rögnvaldsson, for-
maður fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna, Gunnar Berg Gunn-
arsson, formaður Iðnnemafélags
Akureyrar, Jón Þorsteinsson, lög-
fræðingur Alþýðusambands ís-
lands, og Rósberg G. Snædal, rit-
ari Verkamannafélags Akureyrar-
kaupstaðar.
Á milli ræðnanna og á undan
lék Lúðrasveit Akureyrar undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar, en á!
eftir söng Jóhann Konráðsson ein-
söng með undirleik Jakobs
Tryggvasonar.
Á eftir útifundinum var barna-
skemmtun í Alþýðuhúsinu og síð-
ar dansleikur um kvöldið.
fyrir því, svo sem Jón G. Sólnes
drap á, að í verkamannabústöðun-
um, t. d. hér í bæ, búi „atvinnu-
rekendur, útgerðarmenn, kaup-
menn, iðnaðarmenn og opinberir
starfsmenn“, þá eru það aðeins
undantekningar, en engan veginn
að meiri hluta, svo sem hann vildi
telja. Allt hefir þetta orðið á þann
hátt, hvað „atvinnurekendur,
kaupmenn og opinbera starfs-
menn“ snertir, að viðkomandi
hafa skipt um atvinnu, eftir að
þeir eignuðust íbúðirnar, og er
ekkert í lögum um verkamanna-
bústaði, er Iiindrar eigendur
þeirra í að skipta um atvinnu eða
vinna sig í álnir með hagsýni og
dugnaði á ef til vill Iangri ævi.
Um iðnaðarmennina er það að
segja, að á iðnnema- og fyrstu
sveinsárum sínum eru þeir fáir
sterkefnaðir né tekjuháir og sem
slíkir hafa þeir fáu iðnaðarmenn,
sem hér eiga áminnztar íbúðir,
komið inn í Byggingafélag Akur-
eyrar. Mun enginn telja þeim það
til sviksemi við lögin um verka-
mannabústaði, þótt þeir hafi kom-
ið sér síðar í efni með dugnaði og
atorku.
Aðrar leiðir tiltækar.
Alþýðumaðurinn vill heils hug-
ar taka undir það með Jóni C.
Sólnes, bæjarfulltrúa, að brýnnar
úrbóta er þörf í húsnæðismálum
ýmissa fátækra, barnmargra fjöl-
Framh. á 4■ síðu.
Guðrún Á. Símonar. Guðmundur Jónsson.
Tónlistarfélag: Akureyrar
15 ára
Heldur í því tilefni tónlistarviku með aðstoð
fiögurra listamanna.
Síðastliðinn sunnudag var Tón-
listarfélag Akureyrar 15 ára, en
það var stofnað 4. maí 1943.
Af þeirri ástæðu hefir félagið
efnt til tónlistarviku, er hófst á
sunnudaginn og lýkur næstkom-
andi fimmtudagskvöld. Hefir fé-
lagið fengið sér til fulltingis við
afmælishátíð sína þrjá einsöngv-
ara úr Reykjavík: frú Þuríði
Pálsdóttur, ungfrú Guðrúnu Á.
Símonar og Guðmund Jónsson,
undirleikari þeirra er ungfrú Guð-
rún Kristinsdóttir, píanóleikari.
Eins og fyrr getur, hófst tón-
listarvika félagsins síða^tliðinn
sunnudag, afmælisdaginn, og söng
þá frú Þuríður Pálsdóttir einsöng
með undirleik Guðrúnar Kristins-
dóttur. Húsfyllir var og listakon-
um tekið forkunnarvel.
Á miðvikudaginn mun svo ung-
frú Guðrún Á. Símonar syngja
einsöng og auk þess syngur hún
og Guðmundur Jónsson nokkur
tvísöngslög.
Loks syngur svo Guðmundur
Jónsson einsöng á fimmtudags-
kvöldið.
Eins og framangreint prógram
sýnir, er tónlistarvika Tónlistar-
félagsins eftirtektarverður tón-
listarviðburður í bæjarlífinu og
mjög þakkarverður, en um leið
mjög vel til fallið afmælishald,
þar sem Tónlistarfélagið hefir ó-
umdeilanlega unnið merkilegt
Ujigjrú Guðrún Kristinsdóttir.
Þuríður Pálsdóttir.
starf í bænum á sinni stuttu 15
ára ævi.
Aðalhvatamaður að stofnun
Tónlistarfélags Akureyrar var
Árni Kristjánsson, píanóleikari,
en stofnendur þess voru 12. For-
maður félagsins frá upphafi hefir
verið Stefán Ág. Kristj ánsson, en
í stjórn með honum nú eru Jó-
hann Ó. Haraldsson, tónskáld, og
Haraldur Sigurgeirsson, skrif-
stofumaður.
Hý shdrtgrípaverzluD
í síðastliðinni viku var opnuð
hér í bæ ný úra- og skartgripa-
verzlun í Kaupvangsstræti 3, þar
sem Litla bílastöðin var um skeið
til húsa. Eigandi verzlunarinnar
er Frank Michelsen, og er verzlun
þessi útibú frá verzlun hans í
Reykjavík.
í hinni nýju verzlun hér fást m.
a. úr og klukkur, ýmiss konar
skartgripir, krystalsvörur, borð-
búnaður og fleira.
Innrétting verzlunarinnar er
mjög smekkleg, en hún er gerð
eftir teikningu Sveins Kjarval, en
unnin m. a. af húsgagnaverkstæð-
inu Valbjörk.
Verzlunarstjóri er frú Katrín
Lárusdóttir.