Alþýðumaðurinn - 03.03.1959, Blaðsíða 4
Hlutfallsleg Mn
oiðorjajnoðrd útsvara
undanfarii dr
Samkvæmt athugun á hækk-
unum niðurjafnaðra útsvara í
Akureyrarbæ árin 1954—’59
hefir hundraðshækkun heildar-
útsvaranna orðið þessi frá ári
til árs:
1954 ... .. 11.5%
1955 ... .. 13.5%
1956 .. . 25.25%
1957 .. . 23.25%
1958 ... .. 4.7%
1959 ... .. 11.2%
Hækkunina í ár má að
nokkru færa á kostnað ársins
1958, en þá var fjárhagsáætl-
un mjög knöpp.
Meðaltalshækkun áranna
1958 og 1959 — 8% — er
raunar mjög lítil hjá bæ í vexti
með hækkandi tekjur gjald-
þegna og fjölgandi skattborg-
urum.
Ranghermi
var það í síðasta Alþýðumanni í
klausunni „Dýrt að klæða lög-
regluna“, að lögregluþjónar fái
alfatnað annaðhvort ár, en yfir-
höfn hitt. Hið rétta er, að þeir fá
alfatnað á hverju ári, en frakka
annaðhvort ár og kápu hitt.
Ilins vegar fatar Akureyrarbær
aðeins 8 lögregluþjóna, en ekki
10, eins og í klausunni stóð (rík-
ið fatar 2), og sést af þessu, að
fatnaður þeirra er mjög dýr, enda
mun sérstakur klæðskeri í Reykja-
vík hafa einokun á klæðskurði
lögregluþjóna og vísast bruna-
varða og annarra einkennisbú-
inna manna. Er það raunar ein-
kennilegt, ef ekki er hægt að fá
þessa vinnu innta af hendi hér af
klæðskerum bæjarins og af tvennu
illu nær að þeir hirtu okurgróða
af einkennisbúningum hér en að
senda hann í aðra landshluta.
]%ftt áfall
fyrir dýrtíðar-
draum »Verkam.«
Frá og með 1. þ. m. lækkaði
nýr fiskur um............. 33%
ný ýsa um ................ 31%
nýr flakaður fiskur um 29%
fiskfars um .............. 29%
Einnig lækkaði mjólk lítil-
lega og kjöt nokkuð til viðbót-
ar fyrri lækkunum á þessum
vörum 1. jan. og aftur 1. febr.
síðastliðinn.
Þriðjudagur 3. marz 1959
Menntaskólaleikurinn 1959.
I blíðn og: stríðu
eftir ARTHUR WATKYN.
Leikst’jóri Jóhann Pólsson.
Síðastliðið sunnudagskvöld
frumsýndi Leikfélag Menntaskól-
ans gamanleikinn / blíðu og
stríðu eftir Arthur T. L. Watkyn.
Húsfyllir var og leikendum og
leikstjóra klappað lof í lófa að
lokinni sýningu.
Síðustu árin er það orðinn fast-
ur þáttur í bæjarlífinu, að nem-
endur Menntaskólans skemmti
bæjarbúum með leiksýningum, og
eru þær mjög vinsælar. Sannleik-
'urinn er líka sá, að leikendurnir
koma áhorfandanum í hvert skipli
skemmtilega á óvart með sýning-
unum: Þær eru nær undantekn-
ingarlaust verulegum mun betri
en hann á von á hjá óreyndum
leikendum. Leiksýningin síðast-
liðið sunnudagskvöld var engin
undantekning.
í gamanleiknum / blíðu og
stríðu, sem fjallar á kátbroslegan
hátt um byrjunarörðugleika
ungra hjóna á hjúskaparbraut-
inni, sérstaklega varðandi efna-
haginn, koma fram 12 leikendur,
en aðalpersónurnar eru ungu
hjónin Anna og Tony.
Onnu leikur Anna G. Jónasdótt-
ir af mikilli prýði, örugg og eðli-
leg, og framsögn með ágætum.
Tony leikur Jón Sigurðsson og
kemur skemmtilega á óvart með
léttum og ferskum leik, því að á
leiksýningum M. A. í fyrra varð
ekki ráðið, að hann byggi yfir
miklum leikhæfileikum. Nú er
hann ágætur í hlutverki sínu.
Tengdaforeldra Tonys, herra
og frú Purves, leika Þorleifur
Pálsson og Guðný Þórisdóltir og
fara bæði prýðisvel með hlutverk
sín. Er gervi þeirra — og þó sér-
staklega herra Purves — einstak-
lega góð.
Peter Debenham og konu hans
Jane leika Pétur Einarsson og
Laufey Þorbjarnardóttir. Er hlut-
verk Laufeyjar lítið, svo að af því
ræður áhorfandinn lítið um leik-
hæfileika hennar, en Pétur Ein-
arsson sýnir manni kyndugan
náunga af mikilli trúvirkni.
Flutningaverkamenn leika Björn
Dagbjartsson og Ola Aadnegard
og vakti leikur þeirra mikla kát-
ínu leikhúsgesta, en skemmtimet-
ið eiga þó Aðalbjörg Jónsdóttir
og Bjórn Ólafsson, er leika hrein-
gerningakonu og pípulagninga-
mann, og fara svo með hlutverk
sín, ekki sízt Aðalbjörg, að mikil
skemmtan er að.
Kristín Halldórsdóttir fer með
ldutverk ungfrú Mainbrace, uppá-
þrengjandi kjaftatífu, og sýnir
kostulega persónu og loks fer
Björn Guðmundsson með hlut-
verk rukkara, smáhlutverk, og
eru þá leikendur upptaldir.
1 heild hafð.i leiksýning þessi
ágætlega samæfðan svip, var létt
og liröð og bar leikstjóranum,
ungum Reykvíking, Jóhanni
Pálssyni, lofsamlegt vitni.
I leikhléum lék hljómsveit
Menntaskólans.
Eins og að framan getur, var
húsfyllir á frumsýningu og upp-
selt var þegar á sunnudag og á 2.
sýningu leiksins. sem var í gær-
kveldi. Er af þessu ljóst, að leikur
þessi verður vel sóttur, enda er
að honum hin bezta skemmtun.
Helztu breytingar á íjárhags-
áætlun bæjarins milli umræðna
Eins og skýrt er frá hér á öðr-
um stað í blaðinu, breyttust nið-
urstöðutölur fj árhagsáætlunar
Akureyrarbæjar tekju- og gjalda-
megin ekkert við síðari umræðu
frá þeirri fyrri.
Nokkrar breytingar gerði bæj-
arráð þó á liðum fjárhagsáætlun-
arinnar milli umræðna, þótt þær
stæðust nákvæmlega á um tekjur
og útgjöld.
Breytingarnar voru þessar:
Teknamegin var ágóðahluti frá
Brunabótafélagi Islands hækkað-
ur uin 40 þús. kr. samkvæmt tölu-
legum upplýsingum þar um, og
bætt inn teknalið, sem gleymzt
hafði af vangá við samningu á-
ætlunarinnar, framlagi ríkis lil
byggingar skóla kr. 180 þús., eða
alls tekjuhækkun 220 þús. kr.
Gjaldamegin urðu þessar hækk-
anir:
1. Samkvæmt eindregnum ósk-
um sjúkrahússins framlag kr. 300
þúsund.
2. Til mælinga og skipulagn-
inga samkvæmt ósk bæjarverk-
fræðings kr. 50 þúsund.
3. Til bókasafnsins samkvæmt
tilmælum Gísla Jónssonar kr. 15
þúsund.
4. Til flugbjörgunarsveitar Ak-
ureyrar (nýtt) kr. 10 þúsund.
5. Til heimavistarbygginga við
Húsmæðraskólann (nýtt) kr. 50
þúsund.
Um alla þessa liði var hæjarráð
Avarp
til þjóðarinnar
Skammt hefir orðið milli
hörmulegra sjóslysa undanfarna
daga, er togarinn Júlí og vitaskip-
ið Hermóður liafa farizt með allri
áhöfn, alls 42 mönnum.
Hafa þessir atburðir vakið sár-
ustu sorg á mörgum heimilum og
auk þess svipt fjölda manns fyrir-
v,innu.
Islenzka þjóðin hefir jafnan
verið fús til að sýna hluttekningu
sína í verki við slíkar aðstæður,
og mun svo vissulega enn. Slysa-
bætur ríkisins til aðstandenda ná
skammt og því brýn þörf á meiri
hjálp til margra heimila, sem eiga
við erfið kjör að búa.
Vér undirritaðir viljum vinna
að því, að fjársöfnun verði hafin
með þjóðinni, til styrktar þeim,
sem erfiðast eiga, enda hafa oss
þegar borizt óskir um það, og vér
vitum vilja þjóðarinnar.
Prestar eru vinsamlega beðnir
þess, að veita gjöfum viðtöku,
ennfremur hlöð landsins. Biskups-
skrifstofan, Bæjarútgerðin í Hafn-
arfirði, Vitamálaskrifstofan og
vér undirritaðir munum einnig
veita gjöfum viðtöku.
Reykjavík, 21. febr. 1959.
Ásmundur Guðmundsson,
biskup Islands.
Aðalsteinn Júlíusson,
vitamálastjóri.
Adolf Björnsson,
form. útg.ráðs Bæjarútg. Hafnarfjarðar
Garðar Þorsteinsson,
prófastur.
Pétur Sigurðsson,
forstjóri landhelgisgæzlunnar.
sammála nema liinn síðasta, er
samþykktur var af meiri hluta
bæjarráðs.
Samtals gerðu þessar hækkanir
kr. 425 þús.
Lækkanir voru þessar:
1. Til snjómoksturs kr. 50 þús.
2. Til grjótnámsins kr. 100 þús.
3. Til jarðeigna kr. 30 þús.
4. Til óvissra útgjalda kr. 25
þúsund.
Samtals lækkanir kr. 205 þús.
Bæjarráð varð sammála um
þessar lækkanir.
Hækkanir gjaldamegin umfram
lækkanir urðu þannig kr. 220
þús., eða jafnhárri upphæð og
tekjur hækkuðu. Áætluð útsvars-
upphæð frá fyrri umræðu hélzt
því óbreytt.
Milli umræðna var bætt skil-
yrðum við tvær fj árveitingar úr
bæjarsjóði:
1. Við framlag til Ferðamálafé-
lags Akureyrar vegna byggingar
í Hlíðarfj alli: — „enda selji fé-
lagið hvorki né leigi eignir sínar
í Hlíðarfjalli nema með leyfi Ak-
ureyrarbæjar.
2. Við framlag til Strætisvagna
Flutningatækni
á vinnustöðum
Fréttatilkynning frá
Iðnaðarmálastofun Islands.
I flestri framleiðslustarfsemi er
flutningur og meðhöndlun fram-
leiðslunnnar á hinum ýmsu stig-
um mun kostnaðarsamari en al-
mennt er reiknað með, enda er
talið, að um 40—50% vinnukostn
aðar sé að meðaltali fólginn í
slíkri vinnu. Það er því augljóst,
að mikils er um vert að réttum
flutningatækj um og aðferðum sé
beitt og niðurskipun véla, áhalda
og húsakosts sé með sem hag-
kvæmustu móti. Gildir einu, hver
framleiðslan er, eða hversu stórt
eða lítið fyrirtækið eða vinnustað-
urinn er.
í þessum mán. verður haldið nám
skeið á vegum Iðnaðarmálastofn-
unar Islands, Reykjavík, um ofan-
greint efni (Materials Handling),
og verður fenginn hingað sérfræð
ingur frá Framleiðsluráði Evrópu
(EPA/OEEC) til að halda fyrir-
lestra. Er það Bandaríkjamaður-
inn Mr. H. E. Stocker, sem kemur
hingað, en hann hefur árum sam-
an starfað sem ráðunautur í
flutningatækni og niðurskipun á
vinnustöðum, þar af síðustu átta
árin í Evrópu. Mr. Stocker hefir
því langa reynslu að baki frá
mörgum löndum, og hefir t. d.
starfað í flestum Evrópulöndum,
allt frá Tyrklandi til Noregs, en
að áliti Mr. Stockers stendur
Noregur einmitt mjög framarlega
í ofangreindu efni. Það eru ekki
einungis iðnfyrirtæki, sem notið
hafa þjónustu þessa sérfræðings,
heldur einnig hvers konar flutn-
ingafyrirtæki, vörugeymslur, póst
hús o. s. frv.
í fyrirlestri sínum mun Mr.
Stocker m. a. fjalla um mikilvægi
góðra innan- og utanhússflutn-
inga í sambandi við framleiðslu-
kostnað, slysahættu, hættur á
skemmdum í flutningi, nýtingu
húsrýmis, vörugeymslur o. s. frv.
Þá mun hann ræða sérstaklega
um sparnaðarráðstafanir í sam-
bandi við flutninga, um niðurskip
un véla- og húsakosts og loks um
val flutningatækja og -aðferða við
ýmsar aðstæður.
Fyrirlestrarnir, sem hefjast
sennilega 11. marz, verða auglýst-
ir sérstaklega í byrjun marzmán-
aðar. Verða væntanlega fluttir
fjórir fyrirlestrar í allt á tímabil-
inu 11.—18. marz. Verða þeir
haldnir í fyrirlestrarsal Iðnaðar-
málastofnunar íslands í Reykja-
vík á tímanum kl. 16:00—19:00.
Akureyrar: — „enda verði gerð-
ur skriflegur samningur um það
milli bæjarráðs og Strætisvagna
Akureyrar h.f. hverja lágmarks-
þjónustu félagið sé skylt að veita
bæjarbúum.“
Kaupið og lesið
Alþýðumanninn.