Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1959, Page 2

Alþýðumaðurinn - 01.05.1959, Page 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Föstudagur 1. maí 1959 Kafbdtur með tundur- dufi d bilfari í síðasta tbl. Dags er greinar- korn, sem ber yfirskriftina Raj- vœðingin og andlitin þrjú og er helguð ritstjóra Alþýðumannsins. Af rithætti má greina, að þarna rekur upp sjónpípuna kafbátur einn, sem vetrarlægi hefir átt um skeið við Austurvöll í Reykjavík, en leiðangur hans hingað á síður Dags virðist gerður í því skyni að rétta hlut hlaðsins vegna smá- skota, sem það hefir fengið endur- send frá Alþýðumanninum, en ekki hætir hj álparleiðangurinn um. Að venju og hætti greinarhöf- undar er staðhæft, að ritstjóri Al- þýðumannsins hafi sagt þetta og hitt, sem hann hefir aldrei orðað. Við það verður ekki elzt að sinni, heldur aðeins rifjuð upp þrjú at- rið.i, sem Degi og Alþýðumannin- um hafa farið á milli og munu til- efni ofannefndrar greinar: 1) Dagur staðhæfði í vetur, að fyrir illvilja Alþýðuflokksins í garð hænda, hefðu þeir ekki feng- ið leiðrélt með efnahagslögunum 1. febrúar sl. 3.3% kjaraskerð- ingu, er þeir hefðu orðið fyrir vegna þess, að verðlagsgrundvöil- ur landhúnaðarvara settur í sept- ember sl., liefði ekki reiknað með jafnháu Dagsbrúnarkaupi og verkamenn fengu með samning- um 1. október skömmu síðar. Alþýðumaðurinn spurði, hví Framsóknarflokkurinn hefði setið nær 3 mánuði í forsæti ríkis- stjórnar án þess að vekja máls á þessu ranglæti og ekki virzt taka eftir því, fyrr en hann var hættur að bera ábyrgð á vanda efnahags ríkisins. Dagur kunni þessu engu að svara. 2) Dagur fullyrti seint í febrú- ar sl., að allar framkvæmdir í raf- væðingarmúlum hefðu staðizt fullkomlega áætlun til sl. áramóta, en þá hefði ríkisstjórn Alþýðu- flokksins hætt framkvæmdunum „gersamlega“. Alþýðumaðurinn benti á, að á- ætlaðar rafvæðingarframkvæmdir á síðastliðnu ár.i í Fnjóskadal og Saurbœjarhreppi hefðu farizt fyr- ir. Dagur varð að játa ofmæli sín með þögninni. 3) Auk þessa benti svo Alþýðu- maðurinn á, að unnið hefði verið að því í vetur eftir áramót, að all- margir bæir í Ilúnaþingi fengju rafurmagn. Framkvæmdum hefði því alls ekki verið hætt „gersam- lega“, svo sem Dagur staðhæfði. Dagur varð að júta með þögn- inni, að hann hefði farið með staðlausa stafi. Og ekkert af þessu getur ofan- greindur greinarhöfundur hrakið Hann segir að vísu, að fram kvæmdirnar í Húnaþingi séu að eins lok á framkvæmdum, en get ur elcki andmælt því, að þær hafi verið unnar eftir áramót og þar með, að Dagur fór með rangt mál, er hann fullyrti, að öllum rafvæð- ingarframkvæmdum hefði verið hætt „gjörsamlega“ um áramótin. En fyrst greinarhöfundur talar um lok framkvæmda, væri kann- ske ekki úr vegi að spyrja hann, hvort það hafi verið til siðs hjá undanfarandi ríkisstj órnum að hefja nýlagnir rafveitna um miðj- an vetur. Þá hyggst greinarhöfundur að komast kr.ingum þann sannleik, að rafvæðingarframkvæmdir í Fnjóskadal og Saurbœjarhreppi fórust fyrir á sl. ári. Hann stað- hæfir, „að um sl. áramót, þegar 10 ára rafvæðingaráætlunin var hálfnuð, hvað tímalengd snertir, voru framkvæmdir meir en hálfn- aðar.“ Lesendur taki eftir því, að því er hins vegar hvergi neitað, að framkvæmdirnar í Fnjóskadal og Saurbæjarhreppi fórust fyrir. Eiga menn að skilja þetta svo, að einhverjir aðrir þingmenn hafi dregið til sín rafvœðingarfram- kvœmdir úr liendi Karls Kristj- ánssonar og Bernharðs Stefáns- sonar? Er greinarhöfundur að gefa í skyn, að dregin hafi verið burst úr nefi þessara mætu þingmanna? Oss virðist að vel athuguðu máli, að hér sé varasamt tundur- dufl á þilfari kafbátsins, sem Dag- ur hefir fengið í farvatn sitt, og brýn nauðsyn fyrir Karl Kristj- ánsson og Bernharð Stefánsson að fá það gert óvirkt, ef unnt er, áður en þeir koma næst fram fyr- ir kjósendur sína. Hvernig væri ao heita á Herj- ólf íil verksins? -------X-------- Að vega og: meta Eftir um tvo mánuði má ætla, að íslenzkir kjósendur standi við kjörborðið með þann vanda á höndum og það trúnaðarverk fyr- ir sér að vinna að velja landinu alþingismenn og þar með óbeint ríkisstj órn. Væntanlega verður milli fram- bjóðenda fjögurra flokka að velja, eins og svo oft áður við mörg undanfarin alþingiskjör og því eðlilegtj að kjósendur taki að vega og meta, hvaða frambjóð- anda og hvaða flokk þeir vilja efla til áhrifa á alþingi. Þau málin, sem ugglaust verða mest umrædd við kosningarnar í vor, eru þessi: 1. Kj ördæmabreytingin. 2. Efnahagsmálin. 3. Landhelgis- og utanríkismál. Framsóknarflokkurinn heldur því fram, að í rauninni verði kos- ið um kjördæmamálið eitt, enda hefir flokkurinn freistað þess eftir getu að gera það að tilfinnánga- máli. En hver, sem hugleiðir hlut- ina, hlýtur að sjá, að hin málin tvö, hljóta mjög að koma við sögu. Þetta er m. a. vel ljóst af mál- flutningi bæði Tímans og Þjóð- viljans undanfarna daga: Tírninn leggur mikla áherzlu á að gagnrýna afgreiðslu fjárlaga, og leggur þar höfuðáherzlu á „til- ræðið v.ið rafvæðingu strj álbýlis- ins“, eins og hann kallar það. M. ö. o. blaðinu er Ijóst, að kjör- dœmabreytingin orkar Framsókn- arflokknum smátt til kjörfylgis- aukningar. Aðalvopnið á að verða fullyrðingin um það, að Alþýðu- flokkurinn hafi brugðið fœti fyrir rafvœðingu sveitanna, og Sjálf- stœðisflokkurinn fylgt honum í því. Með er látið fylgja, að níðst hafi verið á bændum varðandi úr- ræði þau, sem beitt var í efna- hagsmálunum og gildi tóku 1. febrúar sl., og minnkaður sé inn- flutningur búvéla. Sósíalistaflokkurinn, eða Al- þýðubandalagið eins og flokkur- .inn kallast nú, virðist hyggja sér lielzt til kjörfylgis að slá á strengi þj óðernismetnaðar í landhelgis- málinu og herstöðvarmálinu, en I auk þess mun flokkurinn ugglaust sækja mál sitt eftir getu með því að draga á marga lund fram ýmis- leg mein í efnahagslífi okkar, sem óneitanlega eru mörg. Sj álfstæðisflokkurinn mun næstu vikur liafa mjög í munni verkalok fyrrverandi ríkisstjórn- ar, en jafnframt halda mjög á loft styrk sínum vegna stærðarinnar, hjá sér sé mests trausts að vænta. Alþýðuflokkurinn hlýtur fyrst og fremst að skírskota til forystu sinnar í landsmálunum, síðan rík- isstjórn hans tók við. Kjördæmabreytingin. Enda þótt enginn geti fullyrt nokkuð með öruggri vissu, þá munu vafalaust fáir eða engir trúa því, að kjördæmabreytingin liaíi stórfelld áhrif á kjörfylgi flokkanna. Enginn þarf að halda, að afstaða flokkanna til breyting- arinnar sé tekin út í bláinn. Þeir vita, hvers kjósendur þeirra óska. Ef Framsóknarflokkurinn trúir því í alvöru — en á því sýnist raunar misbrestur — að annarra flokka kjósendur, sem verið hafa, komi honum til liðs í andstöðu við kjördæmabreytinguna, þá mun hann eftir öllum sólarmerkj- um að dæma verða fyrir miklum vonbrigðum, því að vitað er um talsvert af fylgjendum flokksins, sem þykir afstaða hans ólýðræð- isleg og eru honum andvígir í þessu máli, þó að sennilega verði ekki látið valda fráhvarfi nema í smáum stíl. Efnahagsmálin. Það má ganga út frá því sem | vísu, að efnahagsmálin komi mest við sögu í væntanlegum kosningum. Almenningur hugsar mjög um þessi mál og hefir af þeim miklar áhyggjur. Öryggis-' leysið orkar ógnvekjandi á flesta. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki1 spara að benda á ýmislegt, sem fyrrv. ríkisstjórn mistókst, en hefir hins vegar við þann draug að glíma, að stjórnarandstaða hans var óábyrg og efnahagsúr- ræðin engin, sem almenningur gæti borið saman við þau, er! stjórnin beitti. Því verður heldur ekki mót- mælt, að undir handleiðslu fyrr- verandi ríkisstjórnar var atvinnu- líf í landinu hið blómlegasta, svo að segja livar sem var, og þó að þar væri að ýmsu byggt ú þegar! lögðum grunni, verður því með engum rétti mótmælt, að vel hafi verið haldið á málunum á ýmsan veg. Þessu atriði mun Framsóknar- flokkurinn mjög halda á loft og sérstaklega þakka sér blómstrun atvinnulífsins úti um land, þó að auðvitað hafí hann ekki verið þar einn að verki. Honum verður hins vegar fremur óhægt að svara fyrir vaxandi verðbólgu, er óneitanlega varð í stjórnartíð hans. Að vísu mun hann hins vegar vísa ábyrgð- inni af henni yfir á meðstarfs- flokka sína, en eiga þó erfitt þar um vik eftir þá afstöðu, er hann nú hefir tekið til afgreiðslu fjár- laga, því að þar kemur hann fram sem hinn mesti kröfuflokkur á hendur ríkissjóðs. Þegar þjóðinni er að verða ljóst, að hófs þurfi við í búskapar- háttum, er þetta tvíeggjað: Það er ekki hægt hvort tveggja að heimta og gæta að. Auðséð er, að flokkurinn hyggzt leika á stéttarkennd bænda, freista þess að telja þeim trú um, að við þá sé sérstaklega* sárt búið, og er þar mest íreyst á þá söguna, að mjög eigi að draga úr rafvæðingarframkvæmdum. Sjálfsagt bítur þessi áróður nokkuð. Rafvæðingin er eitt mesta vonarmál sveitanna og van- rækt hefir verið að segja hreint og satt frá því, hvílíkt geysilegt efnahagslegt átak þjóðinni allri \ hefir þar verið og er lagt á herð- • ar. En á hinu leitinu er bænda- stéttin um margt einhver félags- lega þroskaðasta stétt landsins, svo að það er óhugsandi annað en mjög margir bændur hafi þeg- ar gert sér ljóst, að hér þarf að gæta skrefanna: fátæk þjóð má ekki og getur ekki lagt ótakmark- að fé af höndum til framkvæmda, sem ekki svara kostnaði fyrr en eftir langan tíma — og sums stað- ar aldrei —. Hún má ekki flýta sér of hratt, hve sárt sem er að bíða. Það er sannleikur, sem ekki verður gengið fram hjá. Alþýðubandalagið mun efalaust leggja megináherzlu á það í mál- flutningi sínum varðandi efna- hagsmálin, að með aðgerðum ríkisstjórnar Alþýðuflokksins — verðbólgustöðvuninni — hafi sér- staklega verið níðzt á launþegum. Það er athyglisvert, að sá mál- flutningurinn er eins hjá Fram- sóknarflokknum og Alþýðubanda- laginu að freista þess að telja þeim, er þeir sérstaklega leita kjörfylgis hjá, trú um það, að ú þeim sé níðzt fremur öðrum, og heimta fyrir þeirra hönd að þeir beri ekki hluta sinn af óþægind- um viðspyrnunnar, því að þeirra bak sé svo mjótt. En draga má í efa, að þetta sé réttur skilningur á hinum al- menna kjósanda. Er . hann ekki einmitt gæddur þeirri mannslund- inni að vilja bera sitt, vilja leggja sitt af mörkum til viðspyrnu og síðan viðreisnar? Sú er skoðun Alþýðuflokksins. Hann trúir á ábyrgðartilfinningu hins hugsandi kjósanda. Leynir hann því ekki, að á liðsinni hans er kallað, eftir fórn hans leitað, in hjálpar hans og skilnings verði engin viðreisn til. Landhelgis- og utanríkismál. Þriðja málið, sem mjög hlýtur að dragast inn í kosningarnar, er landhelgismálið og afstaða lands- ins á ýmsa lund til annarra ríkja. í hinu fyrra máli er enginn grundvallarmunur milli flokka. Allir standa þeir með útfærslu fiskveiðimarkanna i 12 sjómílur, en um framkvæmd málsins hafa orðið átök milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, eins og allir vita, og um meðferð málsins í deilunni við Breta hefir og ver- ið meiningarmunur. En þetta mál verður tæplega rætt né skilið, nema menn hafi og í huga algera sérstöðu Alþýðu- bandalagsins til samvinnunnar við vestrænar þjóðir. Það vill þau bönd og tengsl sem minnst, en lít- ur á Sovétríkin sem æskilegastan bandamann og forysturíki, alveg gagnstætt við hina flokkana, sem telja góða sambúð við Vestur-Ev- rópu ríkin, Norðurlönd og Banda- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.