Alþýðumaðurinn - 01.05.1959, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUMAÐURINN
Föstudagur 1. ruaí 1959
Island.
Sonur iðnaðarmanns skipar nú forsœti
ríkisstjórnar Islands.
Hins góða ber að geta.
Það er sízt úr vegi, að rifja
þessar staðreyndir upp einmitt 1.
maí, hátíðisdegi verkalýðsins, svo
að ljósar verði, við hvaða aðstæð-
ur hans býr nú og hverju samtök
hans hafa í rauninni áorkað, á-
samt samtökum annarra launþega
og vinnustétta. Það hefir semsé
engan veginn alltaf verið jafn-
bjart að litast um í íslenzku þjóð-
lífi, enda þótt við sjáum ýmis ský
á fofti, og það er ekki ástæðulaust
gð minna okkur vel á það, að
þrátt fyrir alj.t, sem okkur kann
að þykja áfátt, þá búum við í stór-
um dráttum séð við aðstæður,
sem við vildum yfirleitt ekki
skipta á við nokkra aðra þjóð.
V.issulega eiga hér enn margir
við kröpp kjör að búa, að sjálf-
sögðu ber enn að sækja fast fram
til enn meira jafnréttis stéttanna,
apðvitað verður enn að hlú betur
að þeim, er lokið hafa starfsdegi
ævinnar, fatlast til vinnu, missa
fyrirvinnu eða standa á einhvern
hátt hplluip fæti í lífsbaráttunni.
En jafnframt skilningnum á
þpssu, skulum við vera minnug
þess, sem vel er, og þá ekki sízt
þessa, hve öllum er gert auðvelt
að vinna sig upp til trúnaðar,
virðingar og þýðingarmikilla
starfa, ef menntun og hæfileikar
eru fyrir hendi. Þessa er kostur
úr hvaða stétt sem er í miklu rík-
jra mæli en þekkist í öðrum ríkj-
um, flestum ef ekki öllum.
Menntun er móttur.
Nú kann einhver að segja, að
stéttirnar standi misvel að vígi að
mennta börn sín. Þetta er rétt að
vissu marki. Segja má, að for-
eldrum gangi þetta misvel, eftir
því í hvaða stétt þeir eru. En þá
kemur hitt til hjálpar, sem hér er
auðveldað meir en í öðrum lönd-
um, að skólanemar geta að tals-
verðu leyti unnið fyrir sér, og hér
er sumaratvinna oftast næg.
Reynslan sýnir líka, að engir
eru útilokaðir vegna stéttaskipt-
eitt stéttlausasta ríki heims
Hér er stéf’farsfoða manna oft oðeins fímabundið skeið í ævi þeirra og þeirj
fSyfjasfh jafnauðveídlega milli stétta sem staða, ef þeir kæra sig um og t. d. f
menntunarskortur hamlar ekki. Menntunarbrautin er öllum oDÍn ón tiilits til 1
stéttar, og börn foreldra í hvaða stétt, sem er, geta, ef menntun og hæfileikar
leyfa, skipað æðstu stöður þjóðfélagsins ó manndómsórum sínum. Óvíða eða
eru óhrif vinnustéttanna meiri en ó íslandi.
verða hæfari til að þjóna landi |
sínu og þar með þeirri stétt, sem
ól hann. Verði sjórpannssonur
höfuðforvígismaður iandsins í
harðri deilu við erlent ríki um
landhelgi okkar, rísa skúmarnir
upp á skottleggina og fullyrða, að
hann hljóti að vera svikari við
!and sitt og stétt sína, af því að
hann hefir áður lært lögfræði til
að geta betur þjónað landi sínu
og þjóð. Bóndasonurinn, sem
vann hörðum höndum fyrir sér í
uppvexti heima í föðurgarði og á
skólaárum í vegavinnu, í síld eða
kannske byggingavinnu, er bak-
bitinn sem „svikari við alþýð-
una“, hafi hann aflað sér lang-
skólamenntunar og verið falin
æðstu trúnaðarstörf vegna hæfi-
le,ika og mannkosta. Og svo furðu-
legt sem það kann að þykja, þá
h.lusta sumir, sem þó óðfúsir láta
börn sín ganga þennan veg, á
þennan áróður, enda þótt þeir
undirniðri skilji, að hann er ó-
sæmilegur. Það er nefnilega ekki
hægt hvorttveggja að heimta þann
rétt fyrir börn sín að menntast,
láta þan ipenntast og kannast svo
ekki við, þegar þau komast til
vegs og virðingar vegna menntun-
ar sinnar, að þau séu blóð af blóði
stéttar foreldranna og muni
kunna skyn á málum hennar eftir
sem áður.
Sonur sjómanns fer nú með œðstu völd
íslenzka ríkisins á sviði fjármála og ut-
anríkismála.
ingar, því að í mörgum æðstu
stöðum þjóðfélagsins sitja nú,
hafa setið og munu áreiðanlega
sitja synir og dætur verkamanna,
sjómanna, bænda og manna í
ýmsum öðrum starfsstéttum. |
Þetta stafar m. a. af því, að ís-
lendingum er óvenjuljós sú stað-
reynd, að menntun er máttur, og
kappkosta yfirleitt að mennta
börn sín, en eru jafnframt svo
gjörsamlega hleypidómalausir, að
þeir spyrja yfirleitt ekki, hvaðan
maðurinn komi, heldur hver hann
sé. Og þjóðin metur vinnustétt-
irnar mikils, enda hafa þær gert
sig verðugar þeirrar virðingar.
Aróðursbrögð og
minnimáif'arkennd.
Hins er ekki að dyljast, að hjá
vinnustéttunum — og þá sérstak-
lega verkamönnum — kennir
stundum þeirrar kenndar, að þær
standi ekki jafnfætis öðrum stétt-
um þjóðfélagsins. „Bara verka-
maður“ eru orð, sem ekki gætir
sízt í munni verkamanna sjálfra.
Þessi kennd orkar oft sem spori á
menn að láta börn sín læra til
annars en vinna hörðum höndum
fyrir brauði sínu, og síðan vilja
þeir helzt gleyma því, að þau eru
að sjálfsögðu eftir sem áður
bundin böndurn skilnings og sam-
úðar við þá stétt, er ól þau. Það
er á þessa minnimáttarkennd og
þessa vísvituðu „gleymsku“, sem
ófyrirleitnir stjórnmálaskúmar
reyna oft að leika.
Komizt verkamannssonur í ráð-
herrastól, er honum brigzlað um
svik við stétt sína, ef hann hefir
áður t. d. numið verkfræði, til að
Hví skal ei
bera höfuðið hótt?
Burt með minnimáttarkenndina
og svei þessum auvirðilegu áróð-
ursbrögðum. íslenzk verkalýðs-
stétt getur vissulega borið höfuð-
ið hátt og þarf hvergi að minnk-
ast sín. Samtök hennar eru fjöl-
menn og voldug. Þau hafa lyft
grettistökum stéttinni og þjóð-
inni allr.i til farsældar. í dag eru
þau vald, sem þjóðfélagið hvorki
má né getur sniðgengið. En um
leið eru þau bundin miklum og
margháttuðum skyldum. Ein er
sú, að fara þannig með vald sitt,
að verkalýðsstéttinni sé sem mest
gagn og heiður að og þjóðinni
allri sem farsælast. Að gæta vel
fengins réttar og sækja af festu
en sanngirni nýjan. Heimta af ein-
urð sinn hlut af afrakstri þjóðar-
búsins, en gæta þess að ofbjóða
ekki efnahagslífi þjóðarinnar
með ósanngjörnum kröfum.
Geyma þess vel að eiga ríka hlut-
Sonur bónda annast jorsjá landbúnað-
ar-, dóms- og félagsmála.
deild í félagslegri löggjöf ríkisins
og leita af árvekni úrbóta á hag
þeirra, er enn bera skarðan hlut
frá borði þjóðarbúsins, svo sem
elli- og örorkulífeyrisþega, ekkna,
einstæðra mæðra og munaðar-
Sonur blaðamanns fer með yfirstjórn
menntamála, iðnaðar- og viðskiptamála.
lausra barna. Verkefnin eru næg.
Skyldurnar eru miklar. En styrk-
urinn og getan er líka mikil, ef
allir eru samhentir að þessu
marki. Og góðir synir vinnustétt-
anna skipa margar lykilstöður
þjóðfélagsins, vel menntir og
í góðum hæfileikum búnir, með
reynsluskilning á högum alþýðu
landsins. Það er ekki svo lítils-
vert, þegar vel þarf að vinna,
fram að sækja og góðum árangri
að ná.
-------X---------
Verkamaðurioo'
í (tosoiogaltnif)
í síðasta Verkamanni er
hörð ádeila á Friðjón Skarp-
héðinsson, alþingismann bæj-
arins, og því haldið þar fram,
að hann sjái illa um hlut bæj-
arins, hvað snertir fjárútveg-
un úr ríkissjóði. Vill Verkam.
staðhæfa, að þar berjist Björn
Jónsson ólíkt harðari baráttu.
í leiðara næstsíðasta tölubl.
Dags er einnig hlaupið í bak
þingmanninum.
Auðséð er, hvað hér leynist
að baki: verið er að freista
þess að gera frammistöðu
Friðjóns Skarphéðinssonar
fyrir hönd bæj arfélagsins tor-
tryggilega.
Arásir Verkamannsins eru í
þrem liðum:
a) Að framlag til fyrirhugaðr-
ar dráttarbrautar sé minnk-
uð um helming.
b) Að framlag til skólabygg-
inga sé minnkað verulega.
c) Að framlag til flugvallarins
sé alltof lítið.
Sannleikurinn er hins vegar
þessi:
1 ) Framlag til hafrtarinnar hér
er 50 þús. kr. hærri en 1958.
2) Framlag til Gagnfræðaskóla-
byggingarinnar 60 þús. kr.
hærri.
B ) Framlag til dróttarbrautarinn-
ar verður 100 þús. kr. hærri
en 1958, þar eð Friðjóni
Skarpháðinssyni hefir tekizt
að tryggja 200 þús. kr. fram-
lag til hennar auk 100 þús.
kr. á fjórlögum.
4) Barnoskóla Oddeyrar hefir og
verið tryggt 50 þús. kr. fram-
lag auk framlags á fjórlögum,
sem að vísu hefði verið æski-
legt hærro, en að sjólfsögðu
verður ekki á allt kosið.
5) Akureyrarflugvöllur fær í ór
825 þús. kr. framlag, og er
þoð drjúgum hærra en 1958.
Allir sjá af þessari upptaln-
ingu, að ádeilur Verkam. og
Dags falla um sjálfar sig. Hitt
hljóta sanngjarnir menn að
skilja, að þegar verið er að
spara útgjöld ríkissjóðs í
heild séð, verður Akureyri að
taka á sig sinn hluta skerðing-
ar móts við aðra landshluta,
hversu brýn sem framkvæmd-
arþörfin er.