Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.02.1960, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.02.1960, Blaðsíða 4
ttflntningsbætar afnumdar Framhald af 1. síðu. Aukning bóta lækkar vísitöluna um 8,5 stig, niðurgreiðslur á inn- fluttum vörum um 1.6 stig, auk fleiri minni ráðstafana. Vísitölukerfið afnumið. Hingað til hefir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags verið svo ör, að kauphækkanir hafa oftast reynzt haldlitlar. Tenging kaups við vísitöluna verður afnumið, og verður kaup algerlega samnings- atrið.i milli samtaka vinnandi fólks og atvinnurekenda. Hingað til hafa útflytjendur átt víst að fá kauphækkanir endurgreiddar í hækkandi bótum. Þetta verður nú ekki lengur, og það er ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að leyfa neinar verðhækkanir á innlendum vörum og þjónustu vegna launahækkana. Launahækkanir geta því aðeins orðið, að um raunverulega aukn- ingu framleiðslutekna sé að ræða, og þær geti orðið launþegum raun verulega til bóta. Hækkun vaxta. Það er viðurkennt, að útlán bankanna fram yfir sparifé hafi verið alvarlegur þáttur í verð- bólgumyndun hér á landi undan- farin ár. Nú er ætlun ríkisstjórn- arinnar að gera ráðstafanir til að hafa hemil á slíku, þannig að framleiðslan geri þjóðarbúinu unnt að standa undir lánsfjár- eftirspurninni. Ætlunin er að tryggja, að útlánaaukning bank- anna 1960 verði ekki meiri en 200 milljónir. . Þá hefir stjórnin í hyggju að hækka verulega bæði útlánsvexti og innlánsvexti, enda eru vextir í flestum löndum notaðir til að hafa hemil á fjárhagskerfinu. — Mun stjórnin afla sér lagaheim- ildar til að ráða vöxtum í samráði við lánastofnanir. Grojir 09 grónor rústir Bókaforlag Odds Björnssonar, 1959. Rétt fyrir jólin kom á markað- inn geysihaglega gerð bók úr hendi Bókaforlags Odds Björns- sonar. Heitir hún Grafir og grón- ar rústir og er eftir C. W. Ceram, höfund Fornra grafa og frœði- manna, er BOB gaf út fyrir skömmu. Heiti beggja bókanna segja til um innihald þeirra að nokkru, en til augnayndis og fróðleiks er í bókunum fjöldi mynda. Þannig er í Grafir og grónar rústir 310 ljósmyndir og 16 litmyndir og er prentun og frá- gangur allur hinn vandaðasti. — Þýlingu hefir Björn O. Björnsson annazt. Hér er ekki aðstaða til að rita ítarlega um þessa sérlega eigulegu bók, en þeim til fróðleiks, sem ekki hafa séð hana, skal það sagt, að hún rekur marga merkilega fornleifafundi, segir, hvernig þeir hafa orðið, birtir myndir af hin- um fundnu fjársjóðum, bæði hús- um, líkneskjum, skrautgripum og margs konar munum, og er þann- ig hvort tveggja í senn fræðandi og sérstakt augnayndi. ALbmmÐii Þriðjudagur 9. febrúar 1960 KommúoistnnHirkið Nýlokið er áranguslausum samningatilraunum milii íslend- inga og Færeyinga um ráðningu færeyskra sjómanna á íslenzk skip. Við samninga þessa er það einkum tvennt, sem vakið hefir athygli og um leið þjóðargremju. Annars vegar hin harða krafa Færeyinga um að þeir skyldu njóta betri kjara en íslenzkir starfsbræður þeirra, en hinsveg- ar, og þó miklu fremur, málaleit- un forystumanns þeirra til al- þj óðasambands flutningaverka- manna um að setja hafnbann á íslenzk skip, ef reynt yrði að fá aðra útlendinga en Færeyinga á fiskveiðiflotann. Slík frekja er sennilega einsdæmi í sögu verk- lýðsmála í heiminum. Forystumaður Færeyinganna, Erlendur Paturson, er kunnur fyr- ir óbilgirni og einstrengingsskap. Hitt er einnig alkunna, að hann hefir um flestar skoðanir og starfs hætti staðið nærri kommúnistum, enda þótt hann hafi afneitað þeim í orði, eins og allra kommúnista er siður. Framkoma hans í þessu máli ber hinsvegar svo greinileg merki kommúnista, að naumast verður betur á kosið. Og skyldi einhver efast um kommúnista- markið, þá eru viðbrögð Þjóðvilj- ans 1 málinu skýrasta sönnunin. Einn íslenzkra blaða, hefir hann tekið málstað Patursons. Það eitt gæfi tilefni til að gruna, að hér væri ekki allt með felldu, og leyni- þræðir lægju á milli íslenzku kommúnistanna og skoðanabróð- ur þeirra í Færeyjum. Það er t. d. ekki ólíkt starfsaðferðum komm- únista hér, sem þekkja þörf út- gerðarinnar fyrir aukinn mann- afla, að þeir hefðu staðið að baki Patursons um kröfurnar í þeirri von, að hvort sem að þeim yrði gengið eða ekki, þá mundi af því skapast vandræði og flækjur í at- vinnulífi landsins. Ef samið yrði, þýddi það vitanlega kaupdeilur inn'anlands, en ef ekki yrði samið vandræði útgerðarinnar. En hvort tveggja er kommúnistum kært, eins og allur glundroði og upp- lausn, sem skapast kann í þjóðfé- laginu. Enn sennilegri verður þessi grunur um undirróður kommúnistanna íslenzku, þegar á það er litið, að Paturson og fé- lagar hans sniðgengu með öllu samtök sjómanna í Reykjavík, en þau samtök hata kommúnistar eins og öll þau samtök verka- Heima er bezt, 2. hefti, 10. árg. flytur m.a. þetta efni: Hafmey og hakakrossar, rit- stj óraspj all; Jón Tómasson, tón- skáld eftir Pál Halldórsson; Tæpt í klettum fyrir nær 60 árum eftir Björn Guðmundsson; Jólaþankar farkennarans, smásaga eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur; Þokuvilla á Hágangaheiði eftir Hólmstein Helgason; Eyðibýlið Pálssel eftir Jóh. Ásgeirsson; Vísur og smá- kvæði eftir Auðun Br. Sveinsson; framhald Æviminninga Bjargar Dahlmann; framhaldssögurnar og þáttinn Hvað ungur nemur; Bókahillan; Myndasagan o. fl. manna, sem ekki lúta boði þeirra og banni. En Paturson er farinn heim eftir litla frægðarför. Heima í Færeyjum sitja hundruð atvinnu- lítilla sjómanna, sem treystu á Is- landsvertíðina sér til framfærslu. Trúlegt má þykja, að margir þeirra eigi erfitt uppdráttar, fyrst atvinnan brást. En slíkt snertir ekki forsprakkana, fremur en vant er um kommúnista. Þetta dæmi sýnir ljóslega hversu fer, þegar menn með kommúnistiskar skoðanir ráða málum. Þar er ekki gerð tilraun til að vinna gagn, heldur það eitt að vekja úlfúð og skapa vandræði. Vér íslendingar ættum að láta þetta dæmi verða okkur til varnaðar. Vonandi ber- um við gæfu og manndóm til þess að manna skip okkar, þótt Fær- eyingar brygðust, að minnsta kosti horfir þá illa um framtíð lands og þjóðar, ef ekki er unnt að nýta framleiðslutækin með inn lendum mannafla. En Paturson hefir tekizt tvennt: að skapa stundarerfiðleika í ís- lenzku atvinnulífi, og sá þar óvildarhug, sem áður var vinsemd milli þjóða. Og getur kommún- istamarkið verið öllu gleggra? Kolskeggur. 1) hverju er þörj svo rittchro rdistajODo! Það virðist vera stefna stjórnar andstöðuflokkanna, að engin þörf sé á stórfelldum ráðstöfunum í efnahagsmálum þjóðarinnar. — Þessu er ýtarlega svarað í greinar gerð frumvarpsins um efnahags- mál, og fara hér á eftir nokkur höfuðatriði þessa máls. Geta les- endur þar séð, hvaða vandamál er við að etja — og lagt þá spurn- ingu fyrir Framsóknarmenn og kommúnista, hvernig þeir hygg- ist leysa þau mál — eða hvort þeir ekki sjái þau vandamál. Það er lítið gagn í að stinga hausnum í sandinn. I greinargerðinni segir meðal annars svo: „Engin ríkisstjórn mundi gera tillögur um slíkar breytingar að óþörfu. Það er vegna þess, að ríkisstjórnin er sannfærð um, að þjóðarvoði sé fyrir dyrum, ef slíkar ráðstafanir séu ekki gerðar, að hún gerir nú tillögur um víðtækari ráðstafanir í efnahagsmálum en gerðar hafa verið hér á landi síðasta áratug- inn að minnsta kosti.“ Hér fara á eftir nokkur atriði, sem gefa skjóta hugmynd um þau vandamál, sem alvarlegast steðja að þjóðinni í efnhagsmálum: 200 milljóna halli. Þjóðarbúskapur íslendinga hefir um langt skeið verið rekinn með rúml. 200 milljóna halla á ári gagnvart útlöndum. Vextir og afborganir erlendra lána námu 1951—’55 um 30 millj. á ári eða 3% gjaldeyristeknanna. Þessi byrði verður 163 milljónir 1960 og 183 milljónir 1961, ekki fjarri 10% gjaldeyristeknanna. Versta gjaldeyrisstaðan. Um síðustu áramót var gjald- eyrisstaða íslands verri en nokk- urs annars ríkis. Allir yfirdráttar- möguleikar voru nýttir og þó til- finnanlegar hömlur á gjaldeyr.is- yfirfærslum, jafnvel til nauð- synja. í árslok 1957 áttu bank- arnir 220 millj. króna gjaldeyris- eign í frjálsum gjaldeyri. Um síð- ustu áramót skulduðu þeir 65 milljónir. Við borð liggur, að ísland ikomist í greiðsluþrot, þ. e. geti ekki staðið við umsamdar greiðsl ur erlendis. Þá hlýtur gjaldeyris- skorturinn brátt að leiða til sam- dráttar á framleiðslu lands- manna, sem mundi rýra lífskjör almennings. Utlón umfram sparifé. Orsakir þessa alvarlega greiðslu- halla eru röng gengisskráning og útláii banka umfram sparifjár- aukningu. Meðan þessar orsakir haldast, hlýtur hallinn að haldast, hversu mjög sem útflutningsfram- leiðsla og gjaldeyristekjur aukast. Gengisskráning hins opinbera hefir verið röng síðan 1951. Ráð- stafanir hafa verið gerðar æ ofan í æ til að leiðrétta gengið með bátagjaldeyri, útflutningsbótum, ! yfirfærslubótum o. fl. Lögin um 1 útflutningssjóð vorið 1958 sam- svöruðu til dæmis 35—45% gengislækkun í útflutningsverzlun inni. Mismunandi gengi. Enn þýðingarmeira er, að gengi á meginhluta innflutnings- ins (155%) er langt fyrir neðan gengið á meginhluta útflutnings- ins. Þetta hlýtur að leiða til óeðli- legrar eftirspurnar sumrar er- lendrar vöru og skapa stöðuga hættu á greiðsluhalla. Áætlað er, að 1959 hafi útflutn- ingssjóður greitt bætur á útflutn- inginn 86.7% af fob verðmæti, en haft tekjur af innflutningi 68.5% af fob verðmæti hans. Erfitt er að tryggja fjárhæð sjóðsins við slík- ar aðstæður. Það er nauðsynlegt, til að tryggja jöfnuð sjóðsins, að hafa mikinn greiðsluhalla við út- lönd, eyða gjaldeyrisforða og safna gjaldeyrisskuldum! Gallar bófakerfisins.. Samkvæmt framansögðu er að- eins hægt að afla nægilegra tekna í bótakerfið með miklum halla á greiðslujöfnuði. Þessi galli einn er svo veigamikill, að bótakerfið getur ekki staðið til frambúðar. Ýmsir aðrir gallar bótakerfis- ins eru þess eðlis, að rekstur at- Asakláká Síðastliðinn laugardag brá til sunnanþíðviðris, og varð asa- hláka undir kvöld með sterkviðri og miklum hlýindum, 10-12 stiga hita víðast um land. Var svo hvasst hér á sunnudagsnótt, að hélt við skemmdum. Á sunnudag hélzt sama hlákan og var leysing svo ör og stórfelld, að lækir og ár urðu hér við Eyja- fjörð sem í meiriháttar vorleys- ingum; í gær var suðvestan- stormur og þíðviðri, en talsvert minni hiti en á sunnudag. Alautt er orðið í byggð. -----------□-------- Þrir efitir 09 jofnir í Kiitirifttki Skákþingi Norðlendinga lauk sl. laugardag og urðu úrslit þau, að efstur varð á mótinu gestur þess, Freysteinn Þorbergsson með 9l/2 vinning, en næstir og jafnir Jóhann Snorrason og Jónas Hall- dórsson frá Leysingjastöðum í Þingi með 9 vinninga. Þriðji varð Margeir Steingrímsson með 8^/2 vinning. Þar sem Jóhann og Jónas gerðu báðir jafntefli við Freystein, en Margeir tapaði sinni skák við hann, hafa þessir þrír menn, Jó- hann, Jónas og Margeir, allir 8^/2 vinning út úr þeim-skákum, sem reiknast til úrslita um skákmeist- aratitil Norðurlands og verða þeir því síðar að þreyta keppni sín í milli um titilinn. -------□--------- M finnst bændtim! Hvað finnst bændum um fóst- bræðralag Framsóknarforystunn- ar og kommúnista nú? spyrja ýmsir. Fyrir nokkru komu saman hér í bæ þrír kommúnistar, sem telj- ast í stjórn Alþýðusambands Norðurlands — dauðs sambands til annars en veita svonefndum forseta sínum fjárstyrk til komm- únistisk áróðurs á sambandssvæð- inu — kommúnstahetjur þessar voru: Tryggvi Helgason, Oskar Garabaldason og Þorgerður Þórð- ardóttir, allt landskunnar streng- brúður flokksforystu sinnar. — Forystan hafði kippt í spottann og strengbrúðurnar gerðu sam- þykktir, eins og fyrir þær var lagt. Þjóðviljinn birti samþykktirnar sem forsíðufrétt og Tíminn, bændablaðið, líka. Einhvern tíma hefði líkt þessu ver.ið óhugsandi, en einhverntíma verður allt fyrst, segir órðtakið. vinnuveganna verður óhagkvæm- ari en ella hefði verið og afrakst- ur þjóðarbúsins þar af leiðandi minni. Eina Kaftalandið. Gjaldeyris- og innflutningshöft eru ekki eðlilegur hluti heilbrigðs efnahagskerfis, heldur neyðarúr- ræði kreppu- eða stríðsára. í Vestur-Evrópu er Island eina landið, sem hefur enn víðtæk við- skiptahöft. í kjölfar þeirra fylgir margskonar misrétti og jafnvel spilling, þau eru dýr í framkvæmd og hafa óhagstæð áhrif á rekstur þjóðarbúsins og afkomu almenn- ings.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.