Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.08.1960, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 30.08.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. ágúst 1960 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Nógir peningar - en ekkert iyrir þá að fá Eftirfarandi gat síöastliðinn sunnudag að lesa í Tímanum, systurblaði Þj óðvilj ans síðast- liðna mánuði: „Verðbólga er ekki ósjaldan nefnd á Vesturlöndum, en ekki heyrum við mikið um slíkt frá löndunum austan tjalds. Nat White, einn af fjármálasérfrœð- ingum Christian Science Monitor í Bandaríkjunum hefir heimsótt Sovétríkin og hér fer á eftir nokk- uð af upplýsingum hans um verð- lag og vörugœði þar austur frá: í stuttu máli sagt, hafa menn mikið af peningum, en fá ekki fyrir þá vörur eins og þeir vilja. Laun hafa hækkað um allt að 35% sl. ár, en það er ekki hægt að kaupa meira en áður. Fólk leggur því peningana í banka eða geymir þá á kistubotninum heima hjá sér. Til þessa liggja margar ástæð- ur: Ekkert offramboð er af nauð- synjavarningi, ekki þarf að greiða skóla- eða sjúkrakostnað, húsa- leigu er haldið niðri og nýjungar eru takmarkaðar. Því hefir fólkið nóg af seðlum, sem lítið er hægt að kaupa fyrir. t Gæði varanna eru léleg og verð- ið hátt. Dollarinn er keyptur á 10 ; rúblur. Bómullarskyrta kostar þrisvar sinnum meira en vestan hafs miðað við þetta gengi. í verzlunarhúsinu GUM í Moskva var mest ösin við ilmvöru- deildina, segir White. Rússneskar konur vilja einnig eiga snyrtivör-1 ur, en gæði þeirra eru ekki mikil. Það er dálítið um svartan mark- að austan tjalds, segir White, en yfirvöldin hafa mikið eftirlit með að koma í veg fyrir hann. Það eftirlit er vel skipulagt og alls staðar eru menn á verði, þar sem von er ferðamanna og fljótt hefst upp á þeim, sem bjóða meira en 10 rúblur fyrir dollarann. Engar upplýsingar eru um seðlaveltuna í Sovétríkjunum. Það varðar menn ekkert um.“ Mönnum gæti dottið í hug við þennan lestur, að Tíminn sé að velta því fyrir sér, hvort ástandið í Rússlandi sé eftir allt saman svo eftirsóknarvert, en sjálfsagt fær hann rétta línu, þegar Þórarinn ritstjóri kemur heim úr boðinu til Powerréttarhaldanna. Hnuplað lir Árbók Þingeyinga 1959 Ekki þjáist auðnin grá, yndisfáa og nauma, heldur sá, er ann og á ástarþrá og drauma. * Góða, mjúka gróna jörð, græn og fögur sýnum, hví er alltaf einhver hörð arða í skónum mínum? • Minn er tími að færast fjær, fymist sálargróður: Ég er eins og barnlaus bær burstalár og hljóður. Kristján Ólason. * Gjarnan vil ég gera skil, gleðst, ef kröfur þagna, en hefi ekki um árabil átt því láni að fagna. * Fénaðurinn fer úr hor, fölna strá og blikna greinar, þakki drottni þetta vor þeir, sem skilja,hvað hann meinar. * Máninn var þeim ljúfur og lipur, er lifðu í skini frá honum, en nú er hvefsnis- og kuldasvipur Krutsjoffs-megin á honum. * Léttu blaðri lokið er, ljóðaþvaðrið dvínar. Hinir og aðrir eigna sér ígangsfjaðrir mínar. Egill Jónasson. Blik, ÁRSRIT GAGNFRÆÐASKÓLANS í VESTMANNAEYJUM. Hið myndarlega ársrit Gagn- fræðaskólans í Vestmannaeyjum, Blik, hefir Alþýðumanninum bor- izt fyrir nokkru. Flytur það að venju margs konar lesefni auk margra mynda. Ritstjóri er sem fyrr Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastj óri. Ritið hefst á Hugvekju eftir rit- stjórann, fluttri í G. V. 1959. Þá er minnzt 3j a látinna nemenda, en þessu næst flytur ritið 2. kafla rit-1 gerðar Þ. V. Þ. Saga barnafræðsl- unnar í Vestmannaeyjum. Enn er 1 stuttur frásöguþáttur af Tóta í Berjanesi. Stutt frásögn er af Sig- urði Sigurfinnssyni, hreppstjóra, einum stofnanda ísfélags Vest- mannaeyja, en á eftir kemur Saga félagsins skráð af Þ. V. Þ. Þá er þáttur nemenda, greinin Útvörður Suðurstrandar eftir Ein- ar Sigurfinnsson, Gengið á reka eftir Árna Árnason, og síðan kemur stutt frásögn af húsinu Nöjsomhed, hinum konunglega embættisbústað í Eyjum. Fylgir teikning af húsinu og er hún einn- ig á forsíðu Bliks. Enn er ritgerðin Þórarinn Haf- liðason, fyrsti mormónatrúboð- inn í Vestmannaeyjum, eftir Sig- fús M. Johnson, skýrsla skólans 1958—1959, Þáttur spaugs og spés og sitthvað fleira smávegis. Margt mynda prýðir ritið, eins og fyrr segir, og frágangur allur er hinn vandaðasti. BORGARBÍÓ Sími 1500 VOPNA- SMYGLARARNIR Hörkuspennandi og viðburða- rík, ný, frönsk kvikmynd í lit- um og byggð á skáldsögu eftir Georg- es Godefroy. — Danskur texti. — Aðalhlutverk: DOMINIQUE WILMS JEAN GAVEN. Bönnuð yngri en 16 ára. Hý stndlni popplinkápur Fallegir litir. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar Eimreiðin, 2. hefti þessa árgangs, er nýkom- in út. Flytur hún kvæði eftir Þóri Bergsson, Vilhjálm frá Skáholti og Þórólf Jónasson, og þýdd ljóð eru eftir Tom Kristiansen og F. G. Lorea; smásaga er eftir Oddnýju Guðmundsdóttur og þýdd saga eftir Kathleen Rivett; greinar eru eftir Guðmund G. Hagalín, Krist- mann Bjarnason og Sigurð Jóns- son. Sitthvað fleira er í ritinu, sem er hið læsilegasta. Leiðrétting. í síðasta tbl. Alþýðumannsins, þar sem sagt var frá viðurkenn- ingum fyrir skrúðgarða, var frá því greint, að Jón Kristj ánsson, formaður Fegrunarfélags Akur- eyrar, hefði farið sérstökum við- urkenningarorðum um vörzlu- mann tjaldstæðanna á Sundlaug- artúni, Pétur Söebeck, átti að vera Benedikt Söebeck. Mfltnrsiell Kaffistell Ávaxtasett Skálasett Glerbakkar Ölglös Blómavasar Sykursett. Kaupfélag verkamanna Kj örbúð. ÁRBÓK ÞINGEYINGA 1959 Nýkomin er út Árbók Þingey- inga 1959, en áður hefir Árbók 1958 komið út af þessu riti. Rit- stjóri er Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður, en útgefendur eru Suður- og Norður-Þingeyjar- sýsla og Húsavíkurkaupstaður. Árbókin 1959 er hin fjölbreytt- asta að efni, sem og Árbók 1958. Hefst hún á ágætri grein eftir Sig- fús Bjarnason um Þórarin Jóns- son á Halldórsstöðum, en af öðr- um greinum má nefna Egill Jón- asson, sextugur, eftir Bjartmar Guðmundsson og „Hann er alltaf að hlýna“ eftir Karl Kristjánsson. Ljóð eru eftir Kristján Ólason, Pál H. Jónsson, Jakobínu Sigurð- ardóttur, Starra í Garði og xxx og smásaga eftir Bjartmar Guð- mundsson. Þá er þátturinn í fám orðum sagt og Tíðindi úr héraði, og margt fleira er í Árbókinni, sem of langt er hér upp að telja. Alls er ritið um 220 bls. og frá- gangur hinn smekklegasti. Frd BflriMSkálmn Akurerrar Skólarnir taka til starfa þriðjudaginn 6. september næstk. klukkan 10 árdegis. Mæti þá öll börn fædd 1951, 1952 og 1953. TILKYNNA ÞARF FORFÖLL. Glerárskólinn tekur þó ekki til starfa að sinni vegna við- gerða á skólahúsinu. Skólasfjórarnir. BlLLINN 0PEL KAPITAN DE-LUXE, verð 250.000 kr., er aðalvinningurinn í Happdrætfi Sfyrktarfélags vangefinna. En auk hans eru 9 aðrir ágætir vinningar. Forgangsréttur bifreiðaeigenda til kaupa á happdrœttismið- um með skrásettum númerum bifreiðanna er í gildi til 31. ágúst næstkomandi, en ekki lengur. Eftir þann tíma verður sala miðanna frjáls. Hver vill láta einhvern annan fá vinning á bílnúmerið sitt? Auðvitað enginn. — Gleymið þess vegna ekki bifreiðaeigend- ur, að taka ykkar eigin miða, áður en þeir lenda í klónum á öðrum. Munið, fyrir 31. ágúst. Þessir einstæðu happdrættis- miðar eru til sölu hjá Bifreiðaeftirlitinu og frú Björgu Bene- diktsdóttur, Bjarkarstíg 1, sími 1656. Styrktarfélag vangefinna. um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila ó söluskatti og útflutningssjóðgjaldi. Samkvæmt heimild í lögum nr. 10 22. marz 1960 verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt II. ársfjórðungs 1960, svo og eldri söluskalt og útflutningssjóðsgjald stöðvaður, þar til þau hafa gert fuil skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera full skil til skrifstofu minnar eigi síðar en miðvikudaginn 31. þ. m. Bæjarfógeti. ¥inber Cltronur Appelsinur Nglenduvorudeild KEA 09 útibú NÝKOMIÐ Appelsínusafi Hindberjasafi Orangesafi Ananas, niðursoðið Kökukrem Plastlínsterkja. Kaupfélag verkamanna Kjörbúð, útibú. Tékkuesklr strigoshór fyrir börn, kvenfólk og karl- menn. Oklaháir og lágir. • Mjög gott úrval af hinum þekktu gervi-rúskinnsskóm fyrir börn og fullorðna. Skóbnð KEA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.