Alþýðumaðurinn - 30.08.1960, Qupperneq 4
Er þetta lœgt!
HvaS vill stjórnarandstaðan í
þessu landi? Hefir hún nokkrar
tillögur um lausn vandamála
þjóöarinnar?
Þannig spyrja menn, en lítið er
um svör. Hins vegar er hægt að
draga saman nokkur höfuðatriði
þess, sem kommúnistar og fram-
sóknarmenn segja við þjóðina, og
athuga hvernig sá boðskapur
stenzt:
1) Kommar og framsókn segja,
að vinnandi menn og konur
þurfi að fá kauphækkun vegna
hækkandi verðlags.
2) Kommar og framsókn telja,
að útgerðin verði að fá meira
í sinn hlut, ella verði ekki gert
út á næstu vertíð.
3) Framsóknarmenn segja, að
bændur verði að fá hærra verð
fyrir afuröir sínar.
4) Framsóknarmenn segja eftir
reynslu kaupfélaganna, að á-
lagning sé alltof lág og þurfi
að hækka, en vextir að lækka.
5) Kommar og framsókn segja,
að útlán til bygginga og ann-
arra framkvæmda verði að
hækka verulega.
Nú er rétt að glíma við það
reikningsdæmi, hvernig forustu-
menn kommúnista og framsóknar-
manna gætu staðið við allt þetta,
ef þeir tækju við völdum í dag.
Ej kaupgjald hœkkar í landinu,
hœkka einnig útgjöld útgerðar og
verzlunar, sem þá þurja enn meira
í sinn hlut. Það er ekki liœgt að
veita útgerðinni meira nema taka
aukna skatta af fólkinu í nýjar
uppbœtur, eða lœkka gengi aftur.
Það er ekki hœgt að veita verzlun-
inni meira nema hœkka verðlag-
ið. Það er ekki hœgt að veita
bœndum meira, nema hœkka af-
urðaverðið. Það er ekki hœgt að
lœkka vexti, nema taka fé af eig-
endum sparifjár, og það er ekki
hœgt að auka útlán nema með
auknu sparifé.
Svona fer, þegar reynt er að
finna einhvern ábyrgan kjarna í
yfirboðum og fullyrðingum
stjórnarandstöðunnar. Hún reyn-
ir að vera öllum allt, segja það
sem menn í svipinn vilja heyra.
En á þann hátt er því miður ekki
hægt að stjórna landinu.
Alþbl. 24. ágúst 1960.
SKÁKKEPPNI
Ráðgert er að um helgina 3.—
4. september komi til Akureyrar í
heimsókn úrvals skákmenn úr
Skákfélagi Reykjavíkur til þess
að keppa við félaga úr Skákfélagi
Akureyrar og nærliggjandi sýsl-
um. Lögð verður áherzla á að ná
í beztu skákmenn á Norðurlandi.
Meðal væntanlegra keppenda
frá Skákfélagi Reykjavíkur eru:
Friðrik Olafsson,
Ingi R. Jóhannsson,
Freysteinn Þorbergsson,
Guðm. S. Guðmundsson,
Kári Sólmundarson,
Jónas Þorvaldsson,
Guðmundur Lárusson.
Einnig kemur Jón Þorsteinsson
með þeim og teflir með Akureyr-
ingum.
Munið norrænu sund-
keppnina.
MþyÐUMAÐURINN
Þriðjudagur 30. ágúst 1960
Er ÞjtiTirn ai gliðna sundur!
Það hefir nýlega vitnast, að
mikil ólga er meðal ráðamanna
Þjóðvarnarflokksins út af þátt-
töku sumra flokksmanna í fund-
arhöldum með kommúnistum
gegn herdvölinni.
AS sjálfsögðu er enginn ágrein-
ingur um andstöðuna við her-
dvölina, en verulegur hluti helztu
forystumanna Þjóðvarnar telur
vonlaust og nánast forkastanlegt
að vinna með kommúnistum að
burtför hersins, þar sem kommún-
isminn sé aðalforsendan fyrir her-
dvöl hér og víðar.
Eins og kunnugt er, urðu veru-
leg átök um forystu Þjóðvarnar-
flokksins á síðastliðnum vetri og
voru þá fyrstu stríðskempur hans
eins og Valdemar Jóhannsson og
Þórhallur Vilmundarson settir til
hliöar, en menn, sem ekki voru
eins andvígir samstarfi við komm-
únista og þekktii vinnubrögð
þeirra minna, settust í valdastóla
flokksins.
Þessu næst gerðist það, að Jón
Helgason, ritstjóri Frjálsrar
þjóðar, fór frá blaöinu, en rit-
stjóri þess var gerður Ragnar
Arnalds, sem kom þangað beint úr
kommúnistaflokknum, auðvitað
að eigin sögn „hreinsaður“ af
þeirri trú og orðinn Þjóðvarnar-
maður.
Næsti liður í þeirri hernaðar-
áætlun kommúnista að ná Þjóð-
vörn í greip sína var það bragð
að láta Jónas Arnason ganga úr
Sósíalistaflokknum „til að helga
sig utan allra flokka baráttunni
gegn her í landi“.
í kjölfar þessa hafa svo siglt
fundarhöld gegn hersetunni nú í
sumar, þar sem kommúnistar hafa
myndað aðalræðumannakjarnann,
en Þjóðvarnarmenn teknir með
eftir beztu getu og Framsókn, svo
sem til hefur náðst. Ekkert blað
hefir auglýst fundina nema Þjóð-
viljinn og Frjáls þjóð. Tíminn hef-
ir farið með þá sem feimnismál.
Nýlega var svo haldinn mið-
stjórnarfundur í Þjóðvarnar-
flokknum og kom þar fram hörð
gagnrýni frá 12 mönnum á funda-
bröltið með kommúnistum. Bentu
þeir á, að svo liti út, sem Þjóð-
varnarflokkurinn hefði fylkt liði
með kommúnistum (enda tilætl-
un kommúnista) þótt staöreyndin
væri sú, að einungis tveir menn
úr forystuliði Þjóðvarnar hefðu
forgöngu um þessa samvinnu, Gils
Guðmundsson og Bergur Sigur-
björnsson.
Tólfmenningarnir létu bóka eft-
ir sér yfirlýsingu, þar sem vítt var
samfylking Gils og Bergs með
kommúnistum í baráttunni fyrir
brottför hersins. I yfirlýsingunni
var m. a. harðlega gagnrýnt, að
Gils skyldi hafa verið í sameigin-
legri fundaferð með ýmsum kunn-
um áróöursmönnum kommúnista.
Miklar umræður urðu um fram-
komu Gils og Bergs og því harð-
lega mótmælt, að menn í trúnað-
arstöðum flokksins gengju þann-
ig fram í samvinnu við kommún-
ista, að slík einkasamvinna liti út
sem flokkslegar aðgerðir.
En kommúnistar standa nú á-
lengdar og skellihlæja. Þeir hafa
náð öllu, sem þeir ætluðu sér með
herbragðinu:
1) Látið Þjóðvörn haltra í and-
stöðunni við sig, sem var eitt hið
skýrasta í línu hennar í upphafi,
og rekið tortryggnisfleyg í for-
ystuliðið.
2) Náð með hjálp ÞjóÖvarnar
og Framsóknar sambandi við
ýmsa úti um land, sem þeir höfðu
engan aðgang að fyrr. Þetta sam-
band á síðan að rækta og nota
fyrir þeirra flokk. Um hersetu eða
herdvöl er kommúnistum nefni-
lega alveg sama út frá öðru sjón-
arhorni en því, hvort þeir geta
haft flokkslegt gagn að þeim að-
stæðum eða ekki.
I sannfæringu hugsjónamanna
í þessu máli „spekulera“ þeir
bara.
Aðgæzlu er þörf — og raun-
hæfra rannsókna
Forystulið Alþýðubandalagsins'
hefir nú dregið gunnfánann að
hún í komandi kosningum til Al-
þýðusambandsþings. Kjörorðið
er: Kjósum eingöngu þá, sem
heimta kauphœkkanir og eru
reiðubúnir til verkfalla.
Alþýðubandalagið þykist báð-
um fótum í j ötu standa með kosn-
ingarnar, þar eð Framsókn styðji
það nú í einu og öllu, en vel skyldu
verkamenn og aðrir launþegar at-
huga, hvers konar stefnu er hér
boðið upp á.
Efnahagsaðgeröir núverandi
ríkisstjórnar, þær sem komu til
framkvæmda á sl. ári, eru við það
miðaðar, að atvinnuvegir okkar
geti þróast og dafnað, án sér-
stakra styrkja. Styrkjakerfið
hafði gengið sér til húðar í aug-
um almennings og þá ekki sízt sú
svikamilla, að hver kauphækkun-
in var af launþegum tekin í hækk-
uðum styrkjum til atvinnuveg-
anna, af því að þeir töldust ekki
geta svarað kauphækkunum út á
annan hátt.
Hafi útreikningar ríkisstjórnar-
innar verið nærri lagi og réttum
sanni, er atvinnuvegunum nauð-
synlegur friður um kaup þetta ár
út. Stjórnarandstaðan hefir að
vísu lialdið því eindregið fram,
að efnahagsráðstafanirnar hafi
þrengt hag launþega meir en þörf
var á, en því hafa þeir einnig
haldið fram um hag atvinnuveg-
anna. Veröur þá erfitt að koma
því heim og saman, að hægt sé að
hækka kaup launþega á kostnað
atvinnuveganna, sem hafi þó ver-
ið hlunnfarnir af ráðstöfunum
ríkisstj órnarinnar.
Hér þurfa því verkalýösstétt-
irnar og aðrir launþegar vel að
hugsa ráð sitt. Það er almennt
viðurkennt, að því aðeins geti at-
vinnuvegirnir greitt góð vinnu-
laun að þeir beri sig vel. Að blóð-
mjólka þá í þessum skilningi get-
ur aðeins leitt til eins: þeir verða
aflóga sem góð mjólkurkýr.
Grundvöllurinn undir skynsam-
legri launapólitík hlýtur því að
vera raunsönn vitneskja um það,
hvað kaupgjald má vera, svo að
atvinnurekstur geti fremur blómg-
ast en gengið úr sér.
Hér stangast fullyrðingar.
Stjórnarflokkarnir segja:
Við erum að reyna að koma at-
vinnuvegunum á traustari grunn,
svo að þeir geti borið hærra kaup-
gjald og boðið upp á almenna vel-
megun, en til þess að færa alla
steina vel í grunninn, þá veröur
að gefa ráðstöfunum okkar frið
til að verka, m.a. mega ekki verða
teljandi launabreytingar þetta ár.
Stjórnarandstaðan segir: Það
er verið að kvelja ykkur efna-
hagslega séð, alveg af óþörfu.
Hver skynsamur maður veit,
að hyggilegt er að vera þess alltaf
minnugur, að sá, sem ræður, vill
að ráðin takizt, en hinn, sem er á
móti ráðunum, vill að þau mis-
takizt. Því er það gætinna manna
háttur að taka fullyrðingum með
varúð, hvaðan sem þær koma, en
athuga sinn gang, eftir beztu getu,
á raunsönnum grundvelli, og hér
er það, sem verkefniö býður
verkalýðsforystunnar. ASÍ hefir I
látið undir höfuð leggj ast að at-!
huga sem skyldi, með því að fá
hagfróða menn sjálft og í samráði
við Hagstofu íslands, hvort
hyggilegt sé og þá á hvaða grunni i
reisa skuli kaupkröfur.
Enginn sanngjarn maður vill,
að launþegar séu afskiptir í hlut-
deild þjóðarteknanna, en jafnfrá-
leitt er, að þeir séu að veita sjálf-
um sér það ólánshögg að krefjast
meira en þeim ber, svo að at-
vinnuvegirnir rísi ekki undir.
Hér hefir forystulið Alþýðu-
sambandsins, sem ræður ASÍ aö
meiri hluta, brugðizt skyldustörf-
um.
Og hverjir trúa því, að það sé
allt í einu endurfætt til betri
vinnubragða?
ÞRÍR
TIL VIÐBÓTAR
I síðasta Alþm. voru birt nöfn
8 umsækjenda um framfærslu-
fulltrúastarfið. Við nánari eftir-
grennslan hefir blaðinu verið
tjáð, að umsóknirnar hafi verið
11. Þeir, sem Alþm. vissi ekki um
sl. þriðjudag, að sótt hefðu, voru
þessir:
Björn Guðmundsson, varðstjóri
Rafn Hjaltalín, skrifstofum.
Stefán Haukur Einarsson, skrif-
stofumaður.
Hjúskapur. Ungfrú Sigríður Jakob-
ína Hannesdóttir stúdent, Akureyri, og
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, stúd.
raed., Dalvík. — Ungfrú Rannveig
Björnsdóttir Grænumýri 4 og Eyjólfur ■
Gunnlaugsson verkamaður. Heimili I
Brekkugata 8 Akureyri. — Ungfrú Erla
Hallsdóttir og Emil Andersen afgrm.
Hafnarstræti 21 Akureyri.
Mristilegt sskulýðsmót
ó Lðngunýri
Laugardaginn og sunnudaginn
6. og 7. ágúst var haldiÖ æskulýðs-
mót að Löngumýri í Skagafirði.
Um 170 unglingar víðs vegar að
tóku þátt í mótinu og átta prestar
voru mættir. Undirbúning höfðu
annazt sumarbúðastjórinn sr. Lár-
us Halldórsson og stjórn Æsku-
lýðssambands Kirkjunnar í Hóla-
stifti (Æ. S. K.).
Stór tjaldborg reis á túninu
sunnan við skólann síðari hluta
laugardags, því að flestir urðu að
gista í tjöldum.
Mótið hófst með kvöldvöku í
kapellu skólans. Sr. Pétur Sigur-
geirsson setti mótið og stjórnaði
því. Þá las Valdimar Snævarr
fyrrv. skólastjóri upp frumort
ljóð-og flutti síðan hvatningarorð
til æskunnar.
Því næst komu fram þrír ungir
menn frá Akureyri, þeir Ingólfur
Sverrisson og Magnús Aðal-
björnsson, er sögðu frá ferðalagi
um Bretland og Sviss og fyrir-
komulagi á Æskulýðsmótinu í
Lausanne, er haldið var í júlí í
sumar. Ennfremur Völundur
Heiðreksson, sem einnig er einn
af Lausanneförunum, las hann
upp þýdda smásögu. Síöan flutti
sr. SigurÖur Guðmundsson,
Grenjaðarstað, ræðu um Æsku-
lýðsmótið í Lausanne og hvatti
unglingana til starfs fyrir kirkj-
una hver á sínum stað.
Sungið var á milli atriða, en
gefið hafði verið út fjölritað hefti
með söngvum fyrir mótið.
Eftir kvölddrykk var sýnt stutt
kvikmynd frá starfi ÆskulýÖsfé-
lags Akureyrar.
Síðar um kvöldið var svo varð-
eldur suður á túninu. Tryggvi
Þorsteinsson, skátaforingi á Ak-
ureyri stjórnaði þeirri stund. Var
farið í ýmsa leiki og mikið sung-
ið. AS lokum var skotið upp flug-
eldum. Þegar eldurinn tók að
dvína, gengu allir heim í skóla og
þar fóru fram kvöldbænir, er sr.
Andrés Olafsson, prófastur á
Hólmavík annaðist. En hann hafði
komið á mótið með 20—30 ungl-
inga að vestan.
Veður hafði verið heldur
drungalegt á laugardag, en fór þó
óðum batnandi. Og á sunnudags-
morgun skein sól í heiði og Skaga-
fjörður skartaði sínu fagra sum-
arskrúði.
Dagurinn hófst með fánahyll-
ingu og morgunbænum, sem sr.
Lárus Halldórsson haföi.
Eftir morgunverð var svo frj áls
tími til hádegis. Var hann notað-
ur til að skoða sig um eða til í-
þrótta.
Margir fóru og skoðuðu minn-
ismerki Stephans G. Stephansson-
ar á Vatnsskarði, og sáu þá vítt
yfir Skagafjörð, baðaðan í sól-
skini. AÖrir fóru í sundlaugina í
Varmahlíð. Daginn áður höfðu
sumir skoðað byggðasafnið í
Glaumbæ. Nokkrir fóru þangað
á sunnudaginn.
Eftir hádegisverð var ekið heim
að Hólum. Þar skyldi mótinu
ljúka með hátíðarguðsþjónustu.
Sr. Þórir Stephensen, Sauöár-
króki prédikaði, en altarisþjón-
ustu önnuðust sr. Árni Sigurðs-
son, Hofsósi og sr. Björn Björns-
son, prófastur, Hólum.
Að guðsþjónustu lokinni sleit
sr. Lárus Halldórsson mótinu með
stuttri ræðu.