Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.12.1960, Page 1

Alþýðumaðurinn - 06.12.1960, Page 1
XXX. árg. Þriðjudagur 6. desember 1960 40. tbl. 30% kjarabótakröfur. NÝAFSTAÐIÐ Alþýðusambands- þing ályktaði, að stéttarfélög þess skyldu í kjarabótaskyni leita á næstunni eftir 15—20% kaup-' hækkunum og öðrum lagfæring- um kjara, svo að alls má meta fyrirhugaðar kjarabótakröfur til 25—30% kauphækkana. Þetta var ályktun þeirra full- trúa þingsins, sem lýstu sig and- víga núverandi stj órnarstefnu í eínahagsmálum, en þeir voru í meiri liluta. Minni hlutinn, er taldi núverandi efnahagskerfi miða í rétta átt, vildi leita hags- bóta fyrir verkalýð og aðra laun- þega eftir leiðum verðlækkana og annarra aðgerða, er ykju kaup- mátt launa, þótt þau hækkuðu ekki að krónutölu. Óskhyggja eða rökhyggja. Þar sem segja má, að kaup og kjör stéttarfélaga verkalýðsins — og hreytingar á þeim — hafi af- gerandi áhrif á kjör meginþorra launþega í landinu, fylgist al- þjóð rnanna að sjálfsögðu mjög með stefnu og fyrirætlunum A. S. I. í launamálum. Þess vegna spyrja menn nú: Er grundvöllur fyrir kauphœkkanir? Við athugun á ályktunum þings A. S. I. kemur hvergi fram, að þessi undirstöðuspurning hafi verið brotin til mergjar, heldur hafi sú skoðun, að kauphækkana væri þörf vegna lífskjara verka- lýðsins, hvað svo sem greiðslu- getu atvinnuveganna liði. Óþjóðhoil sfjórnarandsfaða. Það er háttur allrar stjórnar- andstöðu hér í landi að beita hyers konar ráðum til að gera all- ar stjórnarathafnir, sérstaklega í efnahagsmálum, óvinsælar og tor- tryggilegar. Ollum, sem óskuðu vinslri stjórninni farsældar, er í fersku minni, hve stjórnarandstaða Sj álfstæðisflokksins var ófyrir- leitin um vinnubrögð. Nú er skipt um hlutverk, þann- ig að Framsókn og kommúnistar leika leik hinnar ófyrirleitnu stjórnarandstöðu og beita flestum sömu vopnunum og Sjálfstæðið fyrr, og þá alveg sérstaklega því að ala á óánœgju manna með hlut sinn af þjóðartekjunum. — Þetta er oftast tiltölulega auðveld- ur leikur. því að flestir geta sem bezt þegið að hafa meira handa milli en þeir hafa, og lái það þeim liver sem vill. En hitt cr svo annaS mól, a3 mcnn skyldu ætíð gæta þess að lóta óróSur ekki ginna sig til þess a3 vinna skemmdarverk ó eigin efnahag, og hér er þaS sem ó- byrgS vcrkalýSsins og annarra launþega hefst ekki hvað sizt i þessum mólum. Þess vegna er höfuðnauðsyn, að launþeginn glöggvi sig á aðal- dráttunum í núgildandi efnahags- kerfi og hverju það breytti frá uppbótarkerfinu svonefnda. Bar dauðann í sér. Ástæðan til þess, að horfið var frá uppbótarkerfinu var aðallega tvíþætt: Menn sáu, að það bar dauðann í sjálfu sér fyrr eða síð- ar, þar eð það grundvallaðist á viðvarandi og vaxandi gjaldeyris- halla við útlönd, og það fól í sér örvun til svika og spillingar í út- flutningsatvinnuvegunum, sem blátt áfram var farið að ógna heilbrigðu atvinnulífi. Auk þessa kallaði kerfið á sí- auknar uppbætur og síauknar á- lögur á gj aldþegnana, og í ár hefði verðfall lýsis og mjöls kall- að á enn auknar uppbœtur, þann- ig að það er alger misskilningur, að forðast hafi mátt verðhækkan- irnar í ár með því einu að breyta ekki genginu. Þær hefðu þá kom- ið vegna hækkaðra yfirfærslu- gjalda, svo sem raunin varð með „bjargráðunum“ 1958, en við hefðum ekki eygt fram úr öng- þveitinu-eftir sem áður. Skal nú eyðileggja óunnið. Nú er hins vegar málum kom- ið svo, c3 ver3i ekki ófyrirsjóanleg rösk- un ó núverandi efnahagskerfi, ó ekki aS þurfa a3 koma til neins konar nýrra aSgerSa um komandi óramót né þurfa a3 kvíSa meiri kjaraskerSingu vegna ver3hækk- ana en komnar eru fram. Nú kann einhver að segja, að þær séu líka meiri en nógar, og skal aldrei of lítið úr því gert, sem almenningur hefir orðið á sig að leggja, en eru ekki launin og nokkurs virði: 1) Viðreisn lánstrausts erlend- is. 2) Verulega bætt gjaldeyris- staða við útlönd. 3) Aukin sparifj ármyndun í landinu. 4) Horfur á öryggi og festu í efnahags- og atvinnumálum okkar framundan, sé ekki vegið að örygginu innan frá. Tap og ávinningut*. Fyrir þá, sem mikla fyrir sér verðhækkanirnar í ár, er nauð- syn á að rifja upp fyrir sér eftir- farandi: 1) Núverandi útreikningur fram- færsluvísitölu var upp tekinn 1. marz 1959 á grundvelli til- lagna, er fulltrúar verkalýðs- ins og annarra launþega töldu sér hagkvæmari en gamli grundvöllurinn var og sýna betur raunverulegan fram- færslukostnað. 2) Samkvæmt núverandi vísitölu- reikningi hafa verðhækkanir á neyzluvörum vísitöluf j öl- skyldu (hjón með 2.2 börn þ. e. meðalfjölskyldu) numið á árinu 16% að meðaltali (sumt miklu hærra, annað miklu minna eða jafnvel lækkað, svo sem kjöt). 3) Hcekkun fj ölskyldubóta, lœkk- un skatta og útsvara og hœkk- un niðurgreiðslna á sumum helztu neyzluvörum veldur um 12—13% kjarabótum til vísi- tölufjölskyldunnar móti 16% kjaraskerðingu verðhækkan- anna, þannig að kjaraskerð- ing vísitölufjölskyldunnar í ár er 4%, hins vegar minni til fjölskyldu með fleiri börn eða engin til hjóna með 4 börn og fleiri, en meiri til hjóna með 1 barn og barnlausra svo og mest fyrir einhleypinga. Að sjálfsögðu er kjararýrnun- in mjög breytileg eftir neyzlu- venjum fólks, en hér er þó fast mark við að miða, og minnast skyldu allir þess, að það er óraun- hæf mynd af ástandinu að horfa á mestu verðhækkanirnar og gleyma öllu, sem á móti kemur, en þannig túlkar einmitt stjórnar- andstaðan núverandi efnahags- ástand. Hyer hefir beinin fil? Eins og allir vita, er sjávarút- vegurinn meginútflutningsat- vinnuvegur okkar. Eftir honum fer að langmestu leyti, hvað lands- búar hafa til skiptanna eftir hvert árið. Af þessu liggur ljóst fyrir, að mjög er undir því komið, að þessi alvinnuvegur sé vel rekinn og gangi vel. Nú vita allir, að tvenns konar áföll alvarleg hafa hitt þennan at- vinnuveg í ár: mikil aflatregða hjá togurum og verðfall á mjöli og lýsi, en það gerði enn tilfinn- anlegra fyrir okkur, hve mikill hluti síldaraflans fór í bræðslu en ekki söltun. Af þessu er Ijóst, að sjávarút- vegurinn er ekki vel undir það bú- Framhald á 2. sí&u. Fré bóbnrnrkfldinam Að venju eru blessaðar bækurn- ar teknar að streyma á jólamark- aðinn, og eru margar nýjar og forvitnilegar komnar fram í bóka- búðargluggana, þó að hér verði fárra einna getið og engra svo, að ritdóm megi kalla, heldur aðeins getið þeirra stuttlega. Mörgum mun vera mest for- vitni á nýrri ljóðabók frá hendi Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi og heitir I dögun, en Helga- fell gefur út. Er þetta stór ljóða- bók 197 blaðsíður og geymir um 60 ný kvæði, en 4 ár eru nú liðin frá útkomu síðustu ljóðabókar skáldsins, svo að hann hefir ekki slegið hörpu sína með hanganda hendi, þó að ár færist yfir, enda sannast sagna, að I dögun er rnargt gullfagurra kvæða, fersk og snjöll, sum glettin, önnur hlý og innileg, en nokkur eins og svipu- smellir yfir rotblettum þjóðlífs- ins. Yrkisefnin eru margvísleg og meðferðin margbreytileg, svo að gneistar af. Þar er Blómasaga, yndislegt kvæði í þjóðkvæðastíl, Stj örnudraumur, djúpt og tært ástar- og lífsreynslukvæði, Gam- all sjómaður, dæmigert líkinga- ljóð, Sjófuglar, kvæði, sem hleyp- ur upp í fangið og býr þó yfir djúpri dul, Klakastíflur, þrungið spámannlegum myndugleik, Hans þögn er ljóð, innilegt, dapursárt og fágað, Mariutása, létt, leikandi og glettið, Skógarhind, angurvært og dulúðugt, og Byrðin, spakvit- urleg ályktunarorð. Þannig mætti lengi tína til og telja. En sem sagt, enginn ritdómur, aðeins ritfregn, og I dögun nýtur enginn nema lesa vel. Bókaforlag Odds Björnssonar hf. hefir sent frá sér bækurnar Aldamótamenn II eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, Nú brosir nóttin skráð af Theodór Gunn- laugssyni, Ast og hatur eftir Ingi- hjörgu Sigurðardóttur, og Salo- mon svarta eftir Hjört Gíslason. Aldamótamenn Jónasar verður ugglaust eftirsótt bók. Sumir draga að vísu nokkuð í efa sann- fræði sagnaritunar hans, og per- sónulegar ályktanir hans um menn þá, er hann ritar um, kunna að þykja umdeilanlegar. Hitt eru Framhald á 4. síðu. fiðnndnr ÞAU furSulcgu fiSindi gerSust í hóííðcsal Héskóla Islands 1. dcs. sl., a3 kommúnistar söfnuSu aS eigin sögn 70—80 manna Ii3i é fullveldishétiS þar til oð geta sýnt ræðumanni dagsins, Gu3m. I. Guðmundssyni, utanríkismóla- róðherra, sérstaka évild sina. Samkoma þessi er venjulega fómenn, þar sem henni er út- varpaS, og séu kommúnistar sér því sérstakan leik é borSi a3 i3ka þcr brellur sinar. Ekki var leiksýningin þó eins vel undirbúin og ætla mætti af þvi ,a3 þeir höfðu Ijósmyndara vi3 höndina til a3 Ijósmynda „frumsýninguna", því að þeir gættu þess ekki vegna „sviðs- skrekks" að sýna forseta íslands og frú venjuhelgaða virðingu með þvi að riso úr sætum, er þau hjón- in gengu í salinn. Hins vegar reis þessi söfnuður úr sætum, er Guðmundur í. Guð- mundsson hóf ræðu sina um land- helgismél íslendinga. Skelltu þessir néungar sætum og gengu út, en létu Ijósmyndara Þjóðvilj- ans mynda auð sæti sin og að sjólfsögðu önnur auð sæti. Mun mörgum þykja þessi leik- þéttur kommúnista hinn furðu- legasti, sem heyrðu hina hlutlausu og hógværu ræðu Guðmundar í. Guðmndssonar. Enn meir undrandi munu þó margir yfir afstöðu Tímans, sem tekur fcgnandi undir skrilslæti kommúnista. Eru engin takmörk fyrir því, hvert kommúnistar geta nú teymt þetta vesæla bla3 é asnaeyrun- um? spyrja margir. JÓN INGIMARSSON skókmeistari Norður- lands # Nýlokið er skákþingi Norð- lendinga að Blönduósi. Tveir keppendur tóku þátt í því héðan frá Akureyri í meistaraflokki, þeir Jón Ingimarsson og Margeir Steingrímsson, og einn frá Húsa- vík, Jón Jónsson. Aðrir þátttak- endur voru Húnvetningar. Jón Ingimarsson bar sigur úr býtum^ í meistaraflokki, hlaut 6 vinninga. Annar varð Jónas Hall- dórsson frá Leysingjastöðum (skákmeistarinn frá síðasta þingi) hlaut 5y2 og þriðji varð Jón Hannesson frá Undirfelli með 3y> vinning. Sigurvegari í 1. flokki var Björgólfur Einarsson, Móbergi, með 51/2 vinning. FRiÐRSK GLAFSSON sigraði í Hollandi Lokið er millisvæðamóti í skák í Hollandi og varð Friðrik Olafs- son efstur með 7^2 vinning, tap- aði engri skák, vann 6 og gerði 3 jafntefli. Næstir og jafnir urðu Duckstein og Teschner með 7 v. og 4. í röðinni var Larsen með 5Y2 vinning. VETRARKOMA Þegar vika var eftir af nóvem- ber, brá hér norðanlands til kald- ara veðursfars og fölgvaði um byggðir undir mánaðarlokin. Með desember drýgði hríðaráköst og gerði alhnikið frost sumar nætur, en kippti úr í milli. Aðfaranótt sl. föstudags hríð- aði talsvert og á laugardag hélzt slydduhríð. Gerði Vaðlalieiði ó- færa vegna snjóa og mjög þung- fært varð, að því er Alþm. er hermt, um sveitir Þingeyj arþings, en í Eyjafirði hélzt færi gott, a. m. k. víðast, og ekki lokaðist Öxnadalsheiði. Á sunnudag var kalsanorðanátt með hríðaréljum, og í gær liríð- aði líka, en frostminna var.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.