Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.12.1960, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.12.1960, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 6. desember 1960 eeeM&ocæsecesi ALÞÝÐUMAÐURINN Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON, ‘ Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrai Verð kr. 50.00 á ári. Lausasala kr. 1.50 blaðið. Prentsm. Björns Jónssonar hf. Er grundvöllur.. Framhald af 1. síðu. inn að taka á sig auknar kaup- greiðslur nema eitt af tvennu sé, að honum hafi veriS hlíft of mj ög undanfariS, hvaS enginn hefir sannaS, eSa hann geti stórlega lagfært rekstur sinn og þannig meS aukinni hagkvæmni orSiS fær um meiri kaupgreiSslur. Ekki studdi þó þing A. S. I. á- kvarSanir sínar um kauphækkun- arkröfur meS þessum rökum, en þaS hefSi einmitt ekki verið ó- eðlilegt, ef verkalýðurinn af langri reynslu sinni af sukki út- vegsmanna í rekstri þeirra hefði talið rétt aS benda á þennan möguleika, því aS hann er ta.ls- vert hafður á orði. Um landbúnaðinn þarf ekki að tala. Ilann veitir orðið svo fáum launþegum atvinnu, að hækkaS kaupgjald skijrtir hann þannig ekki máli. Hins vegar lilyti verð landbúnaðarvara að hækka við hækkað kaupgjald, því að bænd- ur yrðu að sjálfsögðu að fá bætt kjör til samræmis við launþega, og það táknaði kjararýrnun til neytenda landbúnaSarvaranna. En bvað um iSnaðinn þá? Getur hann borið hærra kaup- gjald? Margt bendir til, að iðnaðurinn gæti það helzt atvinnuvega, eins og nú er, en þá komum við að því einkennilega fyrirbrigði íslenzkra launamála, að hækki kaup einnar launastéttar, kemur öll skriðan á eftir. Þetta er hættan við að taka steininn nú úr varðandi kaup- gjaldsmálin, og þetta er ástæðan til þess, að margir launþegar vilja bíða og lofa efnahagskerfinu að festast betur í sessi, áður en ný kjarabótabarátta sé hafin. Að vinna á sjálfum sér. Þeir sjá sem sé, að óraunhæfar kauphækkanir, sem annaðhvort lömuðu atvinnuvegina eða leiddu til nýrrar gengislækkunar, eru ó- skynsamlegar og koma ekki síður þeim sjálfum í koll en hverjum öðrum. Aukin hagkvæmni í reksfri undirsfaðan. Ályktun þessara manna er sú, að enn sé ekki grundvöllur fyrir almennar kauphækkanir*, en hins * Hér gildir að sjálfsögðu annað um lagfæringu á kvennakaupi til jöfnunar við kaup karla. vegar þurfi og eigi ríkisvaldið að knýja á um það, að útgerðin og atvinnuvegirnir yfirleitt ástundi stóraukna hagkvæmni í rekstri sínum, og þeir undrast, að hin voldugu stéttarsamtök verkalýðs- ins hafi ekki lagt á þetta þunga áherzlu. Stjórnmálaályktun 27. þings Alþýðuflokksins 27. flokksþitig Alþýðuflokksins lýsir ánægju sinni yfir þeirri stefnu, sem minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins fylgdi þann tíma, sem hún var við völd, þeirri breytingu á kjördærrBaskipuninrei, sem fram- kvæmd var sumarið 1959 og þeirri fylgisaukningu, sem Álþýðufickkurinn hlauf í kosningunum á síðast Eiðnu ári. — FEokksþingið staðfestir þá ákvörðun miðstjórnar að ganga til stjérnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn á grundvelli þessarar stefnuyfirlýs- ingar, sem samkomulag varð um milli flokkanna s nóvember 1959. FSokksþingið telur stefnu þá, sem ríkissfjórnin hefir markað og fylgt í efnahagsmálum, hafa verið nauðsynlega og rétta, eins og málum var komið í íslensku efnahagslífi, og felur miðstjórn, þingflokki og ráðhemtm að vinna áfram að fram- kvæmd þessarar stefnu í því skyni að leggja trausf- an grundvöll að heilbrigðu afvinnu- og viðskiptalífi á Islandi. EfnahagsmáL FlokksþingiS telur 1) að ríkisstjórnin eigi að skoða það höfuðtakmark sitt að halda uppi stöðugri atvinnu í landinu og tryggja hagnýtingu allra arð- bærra atvinnutækja. 2) að stefnan í efnahagsmálum skuli vera við það miðuð, að þjóðar- búið sé ekki rekið með halla á greiðsluviðskiptum við útlönd um- fram það, sem leiðir af notkun framkvæmdalána til arðbærra framkvæmda. Jafnframt sé kappkostað að þjóðin eignist sem fyrst eigin gjaldeyrisvarasjóð. 3) að núgildandi gengi og kaupgjald tryggi útflutningsatvinnuveg- unum heilbrigðan rekstrargrundvöll, en til þess að stuðla að vax- andi afköstum í sjávarútveginum og vinna bug á tímabundnum erfiðleikum, sem að honum steðja, sé nú nauðsynlegt að endur- skipuleggja fjármál útvegsins og gera ráðstafanir til bættrar hag- kvæmni og aukinnar sparneytni í rekstrinum. 4) að höfuðnauðsyn beri til að korna í veg fyrir, að verðbólguhjólið taki að snúast á ný. Þegar jafnvægi í efnahagslífinu sé orðið traust, beri að stefna að lækkun verðlags með lækkun aðflutnings- gjalda og auka þanriig kaupmátt launanna. \ 5) að hafin verði samning árlegrar þj óðhagsáætlunar, sem verði ríkisvaldinu leiðarvísir í stjórn þess í efnahagsmálunum. Jafn- framt verði samin sem fyrst framkvæmdaáætlun fyrir þjóðarbúið í heild fyrir næstu fimm ár og rannsakað í því sambandi hvaða framkvæmdir séu líklegastar til þess að auka afköst atvinnuveg- anna mest á næstu árum, en erlendra lána til langs tíma síðan afl- að til þess að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd, að svo miklu leyti-«em innlendur sparnaður hrekkur ekki til. 6) að stefnan í bankamálum verði við það miðuð, að sparifé þjóðar- innar sé beint í framleiðsluatvinnurekstur, þar sem hann skilar þjóðarbúinu mestum afrakstri, en útlánum sé jafnframt haldið innan þeirra marka, að ekki hljótist af verðbólga. Vextir verði lækkaðir smám saman, og lækkunin hafin strax og verðlag er orðið stöðugt og jafnvægi hefir náðst í efnahagskerfinu. 7) að stefnan í viðskiptamálum sé við það miðuð, að innflutningur sé sem frjálsastur til þess að tryggja sem fj ölbreyttast vörufram- boð og sem lægst vöruverð. Verðlagseftirliti sé jafnframt beitt til þess að halda verðlagi niðri. 8) að fjármálum ríkis og sveitafélaga sé hagað þannig, að þar sé ekki um hallarekstur að ræða. 9) að skalta- og útsvarslögin verði endurskoðuð þannig, að skatta- byrðin dreifist sem réttlátast á borgarana og veiti atvinnurekstri landsmanna heilbrigð vaxtarskilyrði. 10) að unnið verði áfram að aukinni tekjujöfnun með eflingu al- mannatrygginganna. S j ávarútvegsmál. Flokksþingið telur 1) að þar sem sjávarútvegur hefir úrslitaþýðingu fyrir efnahagsaf- komu þjóðarinnar beri áfram að leggja höfuðáherzlu á að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur hans, og stuðla að því að hann geti jafnan hagnýtt skilyrði til sem mestrar framleiðslu. 2) að efnahagsráðstafanir þær sem gerðar voru á síðastliðnum vetri geti tryggt þetta við venjulegar aðstæður. 3) að vegna sérstakra erfiðleika sem eru óháðir hinni almennu stefnu í efnahagsmálum en stafa af aflabresti og verðfalli sjávarafurða á erlendum markaði og ógætilegri fjárfestingu, sé nauðsynlegt að veita sérstaka aöstoð til þess að vinna bug á þessum tímabundnu erfiðleikum með því að: a) útvega sjávarútveginum löng lán með hagkvæmum vöxtum til greiðslu á stuttum lánum, sem hann hefir nú, og á lausaskuld- um. b) nota tekjuafgang Utflutningssjóðs á þessu ári til hagsbóta fyr- ir sjávarútveginn, þar sem svo verður að líta á að hann sé eign útvegsmanna sjálfra. c) lækka vexti í áföngum, eins og tilætlunin var, jafnskjótt og að- stæður í efnahagslífinu leyfa. 4) að brýna nauösyn beri til þess að sjávarútvegurinn sjálfur geri myndarlegt átak til þess að auka hagkvæmni í rekstri, bæta vinnu- brögð og leggja höfuðáherzlu á vöruvöndun. 5) að vinna beri að því, að sjávarútvegurinn fullnýti aflann með sem fj ölbreyttastri vinnslu. 6) að efla beri vísindarannsóknir í þágu sjávarútvegsins m. a. með smíði hafrannsóknarskips, þar sem íslenzkum fiskifræðingum verði veitt sem fullkomnust aðstaöa til starfa. Iðnaðarmál. Flokksþingið telur t 1) að efling heilbrigðs iðnaðar sé eitt brýnasta verkefnið í íslenzk- um atvinnumálum enda starfa nú fleiri menn í iðnaði en nokkr- um öðrum atvinnuvegi og hlýtur iðnaðurinn að veita viðtöku mestum hluta fólksfjölgunarinnar í framtíðinni. 2) að halda þurfi áfram stórvirkjunum íslenzkra fallvatna, enda grundvallast nær allur iðnaður á raforku. 3) að tímabært sé orðið að vinna að því að fá erlent fjármagn til landsins, til uppbyggingar stóriðnaðar í sambandi við virkjun orkulinda í því skyni að skapa nauðsynlega og aukna *fj ölbreytni í atvinnulífi þjóðarinnar, þó þannig að tryggt sé, að þjóðinni stafi ekki fjárhagsleg eða félagsleg hætta af. 4) að gera heri ráðstafanir til þess að iÖnaðurinn hafi hliðstæð skil- yrði til öflunar stofnlána og rekstrarlána og sjávarútvegur og landbúnaður og við sömu kjör. 5) auka þurfi rannsóknir í þágu iðnaðarins. 6) að ríkið eigi að byggja og reka hin stærstu iönfyrirtæki, sem talið verði rétt að reisa. Landbúnaðarmál. Flokksþingið telur 1) að þjóðarbúinu sé nauðsynlegt að íslenzkur landbúnaður hafi heilbrigð starfs- og vaxtarskilyrði. 2) að hag landbúnaðarins sjálfs og þjóðarheildarinnar sé bezt borg- ið með því að stefnt sé að stækkun húa, svo að rekstur þeirra verði sem hagkvæmastur en vinnuafl og vélakostur nýtist sem bezt. 3) að landbúnaðarframleiðsluna eigi fyrst og fremst að miða við innlendan markað og gæta þess að ekki sé stuölað að offram- leiðslu, sem síöan þurfi að selja við lágu verði á erlendum mark- aði og greiða útflutningsbætur á. 4) að hæta þurfi búnaöarmenntunina og efla hagnýtar búnaðarrann- sóknir m. a. með stofnun landbúnaöarháskóla. Viðskiptamál. Flokksþingið telur 1) að leggja beri áherzlu á, að gera utanríkisverzlunina sem hag- kvæmasta, enda hafi Islendingar hlutfallslega meiri utanríkisvið- skipti en nokkur önnur þjóö og eiga því sérstaklega mikið undir því að svo sé. (Framhald á 4. síðu)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.