Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1962, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 17.07.1962, Qupperneq 1
XXXII. árg. Þriðjudagur 17. júlí 1962 27. tbl. Astlun gerð um varmaveitu til Verkfræðing'arnir Gnnnar Böðvar§§on og Nveinn S. Einar§son skila álitsgerð. Fréttadálkurinn Hreinlætis- og þrifnaðar- vika Fegrunarfélag Akureyrar bein- ir því til bæjarbúa að snyrta og fegra hús sín og lóðir sem mest og bezt fyrir 100 ára afmæli bæj- arins 29. ág. n.k. Þessu til áréttingar og fram- gangs beitir félagið sér fyrir hreinlætis- og þrifnaðarviku dag- ana 20. júlí til 1. ág. og hefur samið svo um, að rusli verði ekið ókeypis burtu, ef íbúar heilla gatna geti sameinazt um hreins- unina og tilkynni formanni fé- lagsins eða heilbrigðisfulltrúa, hvenær þeir æski brottaksturs ruslsins. Það væri vissulega ánægjulegt, ef við gætum öll orðið samtaka um að fegra bæinn okkar enn betur fyrir aldar afmælið, og á Fegrunarfélagið lof skilið að beita sér fyrir nefndri hreinlætis- viku. * 21 þús. mól í Krossanes Heita mátti stanzlaus löndun síldar í Krossanesverksmiðju frá fimmtudegi til laugardags í sl. viku og hafði verksmiðjan þá tekið á móti 17.-300 málum, lét vinna í tveim vöktum og hafði síld til viku vinnslu. Á laugardagskvöld kom svo Sigurður Bjarnason með 1506 mál síldar til verksmiðjunnar og flutnigaskipið Una í gær með um 3000 mál, þannig að í gær- kveldi mun verksmiðjan hafa verið búin að taka á móti rúml. 21 þús. málum. * 490 þúsund mól og tunnur. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags- ins var síldaraflinn orðinn sl. laugardagskvöld 489.982 mál og tunnur, en á sama tíma í fyrra var hann 576.430 mál og tunnur. Af nefndum afla höfðu 413.525 mál farið í bræðslu, 61.151 tn. verið saltað og 15.306 tn. frystar. Þrjú aflahæstu skipin voru: Víðir II, Garði 9037 mál og tn., Höfrungur II, Akranesi 8069 mál og tn., Ólafur Magnússon, Akur- eyri 7551 mál og tn. Næst Ólafi Magnússyni af norð- lenzku skipunum er Helgi Fló- ventsson, Húsavík, með 5028 mál og tn., þá Sigurður Bjarnason, Akureyri, með 4788 mál og tn. og Súlan, Akureyri, með 4301 mál og tn. Á s.I. hausti fól bæjarstjórn Akureyrar verkfræðingunum Gunnari Böðvarssyni og Sveini S. Einarssyni að gera áætlun um varmaveitu til Akureyrar, en varmaveita í stað hitaveitu er það nefnt, ef hugsanlega þarf að nota til ígripa eða með annan hita en jarðhita. Verkfræðingarnir hafa nú skil- að áætlun eða álitsgerð um varmaveituna og er það hið ýtar- legasta plagg, en að sjálfsögðu er reiknað með nokkrum óþekkt- um stærðum, þar á meðal jarð- hitanum sjálfum, sem er höfuð- þátturinn, svo að margt kann að breytast í áætlun þessari, þegar gleggra liggur fyrir um hann. Niðurstaða verkfræðinganna er í fám orðum þessi: 1. Varmaveita á Akureyri, miðað við þjónustu við 10 þús. manns þarf um 60—80 sek.lítra jafn- rennsli af 70—95° heitu vatni. Reiknað er með rennslisstjórn- un og dælingu úr borholum. 2. Jarðhita til veitunnar má hugs- anlega vinna (1) að Lauga- landi á Þelamörk, (2) að Krist- nesi og (3) „ef til vill í næsta nágrenni Akureyrar“. Heildar borunar- og vinnslukostnaður er áætlaður 30—70 millj. kr., allt eftir vinnslustað. „Þetta er óviss niðurstaða“, segir í áætl- uninni. Sjálfur borunar- og rannsóknarkostnaður er áætl- aður 8 millj. kr. miðað við að verkið taki 2 ár. 3. Stofnkostnaður veitunnar er áætlaður 100—120 millj. kr„ allt eftir vinnslustað. „Þessi upphæð er þó í óvissu vegna óvissra vinnsluaðstæðna, “ seg- ir í áætluninni. Ranosóhn jarðhitasvsðis í ndgrenni Ahureyrar í fyrri viku kom Guðmundur Pálmason eðlisfræðingur hingað norður ásamt 5 aðstoðarmönnum til að rannsaka jarðhitasvæði í nágrenni bæjarins, sérstaklega í Kristnesi og norður um Lauga- land á Þelamörk. Kannað er, hvernig hljóð frá allaflmiklum sprengingum berst eftir berglög- unum, en af því telja kunnáttu- menn sig geta dregið ályktanir, er auðveldi leit að heitu vatni m.a. 4. Leyfilegt hámark stofnkostn- aðar varmaveitunnar er um 110 millj kr. Fyrirtækið virð- ist því vera á mörkum þess að vera raunhæft. Með hliðsjón af óvissum liðum má segja, að fjárhagslega séð sé fyrirtækið tvísýnt, en þó umtalsvert. 5. Höfundar áætlunarinnar eru þeirrar skoðunar, að niður- staða athugana þeirra réttlæti frekari athugun aðstæðna. í hinu fróðlega erindi, sem dr. Jóhannes Nordal flutti fyrra sunnudag á fundinum hér um virkjun Jökulsár á Fjöllum, vék hann lítilsháttar að kísilgúrnámi úr Mývatni og verksmiðjurekstri í sambandi við hann. Dr. Jóhannes Nordal, sem er formaður stj órnskipaðrar nefnd- ar er fjallar um hugsanlega stór- iðju á Islandi, taldi athugunum og undirbúningi kísilgúrverk- smiðjumálsins svo langt komið, að hugsanlega hæfust framkvæmd- ir á næsta ári. Væri kísilgúrinn, sem framleiða mætti við Mývatn, sambærilegur því bezta, er þekkt- Fró Áfengisvanarnefnd kvenfélaganna Áfengisvarnanefnd kvenfélaga á Akureyri hefur á fundi sínum 25. júní 1962 gert svohljóðandi ályktun: „Áfengisvarnanefnd kvenfélaga á Akureyri skorar á lögreglustjóra Akureyrarbæjar að láta fara fram ýtarlega rannsókn á leynivínsölu í bænum, svo að ljóst verði hvar og af hverjum hún er stunduð. Eins og vitað er, má ekki selja ungmennum innan tuttugu og eins árs vín í Áfengisverzlun rík- isins né annars staðar, þar sem vín er selt lögum samkvæmt. En þar sem drykkjuskapur unglinga er nú mjög áberandi, er augljóst, að til eru þeir staðir, þar sem vínið er auðfengið. Hér þarf að spyrna við fótum, áður en dýpra sekkur í svaðið. Leynivínsala er ólögleg, og hana verður að upp- ræta. Taka verður málið föStum tökum og sýna enga linkind. Þess væntir Áfengisvarnanefnd kven- félaga á Akureyri fastlega.“ Einkum telja þeir rétt að fram- kvæma nauðsynlegar rann- sóknarboranir (1) að Lauga- landi á Þelamörk, (2) að Reyk- húsum (Kristnesi) og (3) 1 næsta nágrenni bæjarins. Þeir leggja til, að boraðar verði holur niður á allt að 1000 m dýpi. „Allt útlit er fyrir, að einhver árangur verði af rann- sóknarborunum þessum, og ber því engan veginn að telja ist, og úrvinnsluefnið nægilegt til mörg hundruð ára miðað við þá framleiðslu, sem fyrirhuguð væri. Reiknað væri með, að verk- smiðja sem slík, kostaði um 100 millj. kr. og mundu 70—80 manns starfa við hana, þegar eða ef rekst- ur hæfist. Með venjulegri fjöl- skyldustærð á Islandi svo og því fólki, er þessi starfsemi drægi að Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var kosin sérstök leik- vallarnefnd til að gera tillögur um nýja barnaleikvelli í bænum og stuðla að gerð þeirra. Nefnd- ina skipa: Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur, Páll Gunn- arsson, kennari, Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Sigmar Sæ- valdsson, rafvélavirki, og -Hlín Stefánsdóttir, frú. Nefndin hefur nú þegar gert þessar tillögur til bæjarstjórnar um leikvelli: 1) Girt verði og lagað svæði vestan Kringlumýrar og norð- an Kambsmýrar og komið upp leiktækj um. 2) Leikvöllur verði gerður sunn- an Aðalstrætis 23 á uppfyll- ingunni þar, og hann girtur. 3) Athugað sé um stað undir bráðabirgðaleikvöll í Byggð- unum, t.d. sunnan Þrúðvangs, en framtíðarleikvöllur síðar gerður sunnan Norðurbyggð- ar, en norðan raðhúsanna. 4) Skipulagt verði svæðið austan Löngumýrar með það fyrir augum, að þar komi gæzlu- leikvöllur til frambúðar. Ahnreyrar þær óarðbæra rannsókn, þótt möguleikar varmaveitu Akur- eyrar séu í óvissu,“ eins og segir í síðasta lið niðurstöðu- ályktunar verkfræðinganna. I niðurlagi áætlunar sinnar segja verkfræðingarnir enn frem- ur orðrétt: „Að Laugalandi og Reykhúsum má fastlega gera ráð fyrir árangri af rannsóknarborunum. Þetta verk verður því vart fyrir gýg unnið, þótt alger óvissa ríki um möguleika varmaveitu til Akur- eyrar. Aukinn hagnýtilegur jarð- varmi á svæðinu hlýtur ætíð að sér — verzlun, verkstæði, skóla- hald o.s.frv. — risi þá við Mývatn innan tíðar 500—600 manna þorp í kringum kísilgúrverksmiðjuna. Dr. Nordal kvað ekki þurfa mikið rafmagn til þessa reksturs. Þar væri hugmyndin að nota jarð- hitann sem mest og mundu jarð- boranir senn hefjast við Náma- skarð þessu til frekari athugunar. 5) Bætt verði leiktækjum við á völlinn í Glerárhverfi, og jafnframt stefnt að því að koma upp leikvelli við Þver- holt í náinni framtíð. 6) Nefndin æskir þess, að bætt verði aðstaða unglinga til íþróttaiðkana á ýmsum svæð- um í bænum, t. d. með því að koma upp mörkum til knatt- leika. Sé þess gætt í skipulagi íbúðahverfa að ætla jafnan nægilegt rými til leiksvæða og leikvalla. N Ý MATSTOFA KEA mun opna nýja matstofu í Hafnarstræti 89 (gamla blóma- búðin) í þessari viku og sér Kjöt- búð KEA um rekstur hennar. Þar eru sæti fyrir 44. Allur mat- ur verður afgreiddur frá sérstöku hitaborði og afgreiða menn sig að mestu sjálfir. Mjólk, öl og gosdrykkir eru hins vegar afgreiddir beint úr kæli. Máltíðir eiga að verða ódýrar, svo og kaffi. Matstofan verður opin frá kl. 7.30 til 23.30 dag hvern. Verður riisið 600 iiiaiuia kauptun i Reykjahlíð iiinan fárra ára ? Tillogur lcihvallarncjndar

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.