Alþýðumaðurinn - 06.11.1962, Blaðsíða 1
XXXII. árg.
Þriðjudagur 6. nóvember 1962
37. tbl.
SKÁTAHREYFINGIN Á ÍSLANDI
50 ÁRA
Heíur starfa3 45 ár hér í bæ.
Skátar á Akureyri minntust 50
ára starfsemi hreyfingarinnar hér
á landi með hófi í Lóni s.l. föstu-
dagskvöld. Meðal gesta voru bæj-
arstjóri og bæjarráð.
Fyrir hófi þessu gekkst St.
Georgs gildi, félag fullorðinna
skáta hér í bæ, stofnað skátastarf-
seminni til bakstuðnings, en for-
maður Gildisins er Dúi Björnsson,
og stjórnaði bann hófinu.
Undir borðum ávarpaði Magn-
ús E. Guðjónsson, bæjarstjóri,
skáta og tilkynnti þeim, að bæjai'-
stjórn Akureyrar hefði ákveðið að
afhenda Skátafélagi Akureyrar til
eignar húsið Hafnarstræti 49,
gamla amtmannshúsið, og lóð þess
til umráða fyrir starfsemi þeirra.
Auk bæjarstjóra töluðu í hófinu
Margrét Hallgrímsdóttir, er lýsti
starfsemi kvenskáta, Tryggvi Þor-
steinsson, formaður Skátafélags
Akureyrar, er þakkaði Akureyrar-
bæ mikilsverða gjöf til skátanna
og þá viðurkenningu á starfsem-
inni, er fælist í gjöfinni, en síðan
rakti ræðumaður í stórum dráttum
upphaf og þróun skátahreyfingar-
innar hér í bæ, en 45 ár væru nú
liðin, síðan hún hefði verið stofn-
sett hér fyrst.
Loks talaði Sigurður Guðlaugs-
son af hálfu Gildisfélaga og lýsti
því, hvað fyrir þeim vekti með
samtökum sínum.
Hófið fór hið bezta fram.
Húsin hans Erlings voru hús Byggingafclags Akureyrar við Eyrarveg lengi kölluð, og eru svo jafnvel enn af sumum.
Byggingafélagið hefur á síðari órum reist 2 tvibýlishús og 1 fimmbýlishús við Sólvelli og 2 fjórbýlishús og 3 fimm-
býlishús við Grenivelli. Að vori er í róði að byggja fjölbýlishús með 10 ibúðum úti i Glerórhverfi vestan Hörgórbrautar.
Núvcrandi formaður félagsins er Stcfón Þórarinsson, húsgagnasmiður.
Launabœtur aj ágóða atvinnufyrirtshja
Fyrsfu vistmennirnir
komnir í Elliheimili
Akureyrar
Á laugardaginn var tóku fyrstu
vistmennirnir — sjö talsins — sér
dvöl í Elliheimili Akureyrar, en í
þessari viku og þeim næstu munu
vistmenn þeir, sem ákveðið hefur
verið að taka inn á heimilið í
vetur, koma til dvalar.
Enn er ekki lokið að ganga frá
eldhúsi heimilisins og tefur það
fyrir því, að heimilið geti tekið
þegar að fullu til starfa, en von-
andi dregst það ekki lengi úr
þessu.
Forstöðukona heimilisins er
frú Ásthildur Þórhallsdóttir,
hjúkrunarkona, en matráðskona
hefur verið ráðin ungfrú Svana
Ásgrímsdóttir frá Hálsi í Oxna-
dal.
Þá hafa þrjár starfsstúlkur
verið ráðnar að heimilinu og tvær
til viðbótar, þegar vistmenn verða
allir komnir.
Á HVERFANDA HVELI
Hinn 25. okt. s.l. varð Helgi
Valtýsson, rithöfundur, 85 ára. Á
þeim tímamótum gaf bókaforlagið
Helgafell út ljóðabók eftir skáldið,
og heitir hún A hverfanda hveli.
Hefur hún að geyma Ijóð á þrem-
ur tungum: íslenzku, nýnorsku og
ríkismáli norsku.
Helgi Valtýsson er eins og al-
þjóð veit eldheitur hugsjónamað-
ur, og gætir þess að sjálfsögðu
mjög í þessum Ijóðum hans, sem
mörg hver eru ýmist varnaðar-
eða hvatningarljóð, þrungin af
sannfæringarkrafti.
Jón Þorsteinsson hefur lagt
fram á alþingi svofellda tillögu til
þingsályktunar um launabætur til
starfsfólks af ágóða atvinnufyrir-
tækj a:
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að láta athuga, hvort
fært sé að setja löggjöf, er geri
atvinnufyrirtækjum, sem rekin eru
með hagnaði, skylt að verja hluta
af ágóða sínum til launauppbóta
handa verkamönnum, verkakon-
um og öðru starfsfólki, sem vinn-
ur í þjónustu þeirra.“
Með tillögunni fylgir þessi
greinargerð:
„Mikið er um það rætt, að finna
þurfti nýjar leiðir í kjaramálum
til að tryggja hag verkafólks og
Iaunþega. Hin þrautreynda leið
vinnudeilna og verkfalla með til-
heyrandi hækkun kaupgjalds í
krónutali hefur sýnt æ minni ár-
angur, því að meiri hlutinn af
þeirri kaupmáttaraukningu, sem
af þess konar kjarabreytingum
hefur leitt, hefur aðeins haldizt í
mjög skamman tíma vegna eftir-
farandi verðhækkana. Er sú saga
öll of kunn til þess, að hana þurfi
að rekja frekar. Krónufjölgunar-
leiðina, sem jafnframt skapar
verðminni krónur, þyrfti því að
reyna að leysa af hólmi með nýj-
um og árangursríkari aðferðum.
I kjaradeilum er vinnuveitend-
um mjög tamt að vitna til þess, að
atvinnuvegirnir geti ekki borið
hærra kaupgjald. Stundum á þetta
við rök að styðjast, en stundum
ekki. Segja má, að þegar til lengd-
ar lætur ákvarðist kaup og kjör
launþega í meginatriðum af því,
sem miðlungsfyrirtæki í höfuð-
atvinnuvegum þjóðarinnar geta
borgað. Er það algild regla hjá
okkur, að sama kaup er greitt fyr-
ir sömu störf hjá hinum ýmsu at-
vinnufyrirtækjum án tillits til fjár-
hagsafkomu þeirra. Verkamaður-
inn hefur með öðrum orðum sama
kaup, hvort sem hann starfar hjá
vinnuveitanda, sem græðir eða
tapar. Þótt svo kunni að vera á
ýmsum tímum, að raunhæfur
grundvöllur fyrir almennar kaup-
hækkanir sé ekki fyrir hendi, geta
samt einstök vel rekin atvinnu-
fyrirtæki, er skila hagnaði, verið
vel fær um að skila starfsfólki sínu
hluta af hagnaðinum í launabætur.
Hlutdeild starfsfólksins í rekstr-
arhagnaði atvinnufyrirtækjanna
væri spor í þá átt að finna réttlát-
an launagrundvöll án vinnudeilna
Tveir þingmenn Alþýðuflokks-
ins, þeir Ragnar Guðleifsson og
Birgir Finnsson hafa borið fram á
alþingi eftirgreinda tillögu til
þingsályktunar um senditæki í
gúmbj örgunarbáta:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta endurskoða
reglugerð um eftirlit með skipum
með það fyrir augum að fyrir-
skipa, að gúmbjörgunarbátar
verði búnir senditækjum.“
Með tillögunni fylgir svohljóð-
andi greinargerð:
„í gildandi lögum um eftirlit
með skipum er svo fyrir mælt, að
á hverju skipi skuli vera gúm-
björgunarbátur, einn eða fleiri,
og sé stærð þeirra miðuð við, að
þeir rúmi minnst þá, sem á skip-
inu eru.
Sú reynsla, sem fengizt hefur af
gúmbjörgunarbátunum, hefur leitt
í ljós, að þeir hafa ýmsa kosti
fram yfir trébátana. Þeir eru létt-
ari, auðveldara að koma þeim á
og verkfalla og þeirra fórna, sem
af þeim leiðir. Slíku fyrirkomu-
lagi mundi fylgja nánara samstarf
vinnuveitenda og verkafólks.
Starfsfólk atvinnufyrirtækjanna
mundi með þessa hagnaðarvon
fyrir augum leggja sig fram um að
bæta úr ágöllum í rekstrinum og
benda á leiðir til að koma fyrir-
tækjunum á sem hagkvæmastan
rekstrargrundvöll. Af þessu leiddi
væntanlega, að verkafólk fengi
íhlutunarrétt um stjórn og rekstur
þess fyrirtækis, sem það starfar
hjá, en það ætti að geta orðið öll-
um aðilum til góðs, enda réttmætt,
að það séu ekki eingöngu sjónar-
flot. og þola meira hnjask. Hins
vegar sjást þeir verr á sjó, og einn-
ig berast þeir hraðar með vindi
en trébátarnir.
Því er það til, að þótt slysstað-
ur sé tilkynntur frá sökkvandi
skipi í hvassviðri, hafi gúmbátur
borizt langt frá, þegar leitarskip
kemur á staðinn eftir langan tíma.
Það mundi því oft geta orðið til
hjálpar, að í gúmbátnum væri
senditæki, svo að hægt væri að
miða bátinn frá leitarskipum eða
stöðvum í landi.
Nú eru komin á markaðinn
tæki, sem taka hinum eldri fram
að því leyti, að þau eru sérstaklega
varin fyrir raka. Þau mundu því
henta til þeirra nota.
Vildum við sérstaklega vekja
athygli á þessum tækjum, ef verða
mætti, að þau leystu hér mikið
vandamál og gætu þannig orðið
til þess að auka öryggi manna á
sjónum.“
mið fjármagnseigendanna, sem
ríki í stjórn fyrirtækjanna.
Verði lögfestar reglur um hlut-
deild starfsfólks í ágóða atvinnu-
fyrirtækjanna, má ætla, að þar
skapaðist grundvöllur til sannra
launabóta fyrir þúsundir launþega
í landi þessu.“
SKÍÐABREKKA —
SKAUTASVELL
Skíðaráð Akureyrar beitir sér
þessa dagana fyrir skíðakennslu
barna við Brekkugötu, og kennir
Magnús Guðmundsson, skíða-
kennari.
Hefur íþróttaráð samþykkt, að
brekkan sé lýst með rafurmagni
frá leikvangshúsinu.
Þá hefur íþróttaráð samið við
Baldur Sigurðsson, Aðalstræti 68,
að hann annist gerð og rekstur
skautasvells á æfingavellinum á
leikvanginum, en hann sá um
skautasvell þar í fyrra. Gjald fyrir
börn verður kr. 2 — og fullorðna
kr. 5 — inn á svellið.
GETRAUM
A. Hvaða maður hér i bæ er hvorl
tveggja í senn formaður í
verkalýðsfélagi og formaður i
stjórn hlutafélags, sem rekur
atvinnufyrirtæki?
B. Hvaða maður hér í bæ ótti á
liðnu hausti í vinnudeilu við
starfsmenn sína sem atvinnu-
rekandi, en var fóum dögum
eftir oð deilan lcystist kosinn
fulltrúi eins stéttarfélags hér i
bæ é þing A.S.I.?
Senditæki í gúmbjörgunarbáta