Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1962, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 06.11.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. nóvember 1962 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 r' Aframhaldsflutn- ingsgjald óbreytt Fyrir vörur, sem skráðar eru erlendis frá á hafnir úti á landi, eru áframhaldsflutningsgjöld óbreytt frá því sem verið hefur. Að gefnu tilefni og til þess að leiðrétta misskilning vill Eim- skipafélagið taka fram eftirfar- andi: Eimskipafélagið tekur að sér flutning á mat- og fóðurvörum í sekkjum og stykkjavörum erlendis frá og til hafna úti á landi fyrir sama flutningsgjald og reiknað er . fyrir sams konar flutning til Reykjavíkur, og gildir einu, hvort vörurnar eru umhlaðnar í Reykja- vík eða ekki. Hins vegar verður ekki hjá því komizt, að sú regla sé viðhöfð um vörur, sem Eim- skipafélagið kostar flutning á til hafna úti á landi, að þær séu skráðar og merktar móttakendum á viðkomandi höfnum. Yert er að veita því athygli, að tvö af skipum Eimskipafélagsins, m.s. „Goðafoss“ og m.s. „Detti- foss“ ferma vörur í New York, Rotterdam og Hamborg og flytja þær til hafna úti á landi án um- hleðslu í Reykjavík. Þessi skip, sem koma til landsins um næstu mánaðamót, munu afferma vörur á höfnum úti á landi, eftir því, sem þörf krefur og samkvæmt síðari ákvörðun. Skrásetning vara íil ákvörðun- arhafna, í stað þess sem oft hefur tíðkazt áður að skrá vöruna til Reykjavíkur, mun auka möguleika á því að beina skipum beint frá erlendum höfnum til hafna úti á landi og komast þar með hjá kostnaði og töfum, sem óhjá- kvæmilega orsakast við umhleðslu vörunnar í Reykjavík. (Fréttatilkynning frá Eimskip). NÝR BÁTUR S.l. laugardag var hleypt af stokkunum nýjum báti, er smíð- aður hefur verið hér í bæ af þeim Trausta Adamssyni og Gunn- laugi Traustasyni, en Tryggvi Gunnarsson, skipasmiður, teiknað og haft yfirumsjón með smíðinni. Báturinn er 15 lestir að stærð og heitir Faxi. Eigendur eru Bjarni Þorvalds- son og Steingrímur Aðalsteins- son. BÍLASALA HÖSKULDAR Urval af flestum tegundum og gerðum bíla. Alls konar skipti. — Lækkað verð, sérstaklega á eldri bílum. Greiðsluskilmálar. BÍLASALA HÖSKULDAR TúngÖtu 2. — Sími 1909. GÓLFTEPPI - WILTON-GÓLTEPPI Þeir, sem ætla að TEPPALEGGJA hjó sér íyrir jólin, þurfa að hafa samband við okkur, sem fyrst, vegna gífurlegrar eftirspurnar ó WILTON-TEPPUM fró ÁLAFOSSI. Tökum mól og leggjum teppin. Læknaskipti Þeir meðlimir Sjúkrasamlags Akureyrar, sem óska að skipta um lækni frá næstu áramótum, gefi sig fram á skrif- stofu samlagsins fyrir 15. des. næstkomandi. Jafnframt aðvarast þeir samlagsmenn um, sem eigi hafa gort full skil, að greiða nú þegar vangoldin iðgjöld. Sjúkrasamlag Akureyrar. SÍMASKRÁIN Þar sem verið er að undirbúa prentun nýrrar símaskrár, eru þeir símanotendur, sem óska að koma breytingu við skrána, beðnir að tilkynna mér það skriflega fyrir 10 nóv- ember. Símastjórinn. HAB - HAB Dregið um flunkunýjan TAUNUS-BÍL — að verðmæti 170 þús kr. á morgun, 7. nóv. Nú er hver síðastur að endurnýja! Umboðsmaður HAB ó Akureyri er STEFÁN SNÆBJÖRNSSON, Véla- og raftækjasalan, Hafnarstræti 1 00. ORÐSENDING til foreldra barnaskólabarna. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að bæjarsjóður eridurgreiði helming kostnaðar við einfaldar tannviðgerðir barna á barnaskólaaldri á Akureyri, þar til öðruvísi verður ákveðið. Til þess að reikningur fáist endurgreiddur, þarf að vera tilgreint á honum: Nafn barns, heimili, fæðingardagur, skóli og bekkur, svo og hvers konar tannviðgerðir voru fram- kvæmdar og á hve mörgum tönnum. Reikningum tannlækna má framvísa til endurgreiðslu sam- kvæmt framangreindu til bæjargjaldkera Akureyrar. Framangreint fyrirkomulag tekur gildi 15. nóvember 1962. Fræðsluróð Akureyrar. TILKYNNING um lögtaksúrskurð um útsvör og fleira. Þriðjudaginn 30. október s.l. var uppkveðinn í fógetarétti Akureyrar lögtaksúrskurður um eftirgreind gjöld til bæjar- sjóðs og hafnarsjóðs Akureyrar 1962: 1. útsvör, 2. aðstöðugjöld, 3. fasteignagjöld, 4. gjöld til hafnarsjóðs Akureyrar. Lögtök fyrir gjöldum þessum mega fram fara þegar átta dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar. | . Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, 3. nóv. 1962. Sigurður M. Helgason, settur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.