Alþýðumaðurinn - 15.10.1963, Síða 1
ALÞYÐU
MAÐURINN
Ályktun fundar kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðausturþingi:
Hiðurjœrsluleiðin verði reynd d ný til
nð sporna gegn verðbólgunni
HVATT TIL NÝVIRKJUNAR Á LAXÁ.
TALIÐ NÝRRA LEIÐA ÞÖRF í LANDBÚNAÐI.
Sigurður Bjernason, Akureyri, varð aflahæst norðlenzkra síldveiðiskipa
sumar, aflaði um 28.500 mól og funnur, hósetahlufur um 150 þús. kr. Skip-
stjóri ó Sigurði Bjarnasyni er Tryggvi Gunnarsson, Akureyri. Eigandi skipsins
Leó Sigurðsson.
Eins og greint var frá í síðasta
Alþra., hélt kjördæmisráð Alþýðu-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra ársfund sinn á Húsavík 6.
okt. s.l.
A fundinum var gerð eftirfar-
andi ályktun um ýmis mál kjör-
dæmisins, sem og nokkur önnur,
er snerta landsmenn alla.
Ályktunin er svohljóðandi:
„Fundur kjördæmisráðs Alþfl.
í Norðurlandskjördæmi eystra,
haldinn á Húsavík 6. okt. 1963,
gerir svofellda ályktun:
Helztu framkvæmdar-
mólin
Kjördæmisráð lítur svo á, að
Um áfeagúsöiuna d Abureyri var drukkið út í sumar andvirði 12
vandaðra íbúða eða hdlfs nýtízku síldveiðiskips með öllam útbúnaði
Frá fundi áfengisvarnarráðunautar ríkisins og
áfengisvarnarnefndar Akureyrar með skólastjór-
um bæjarins og blaðamönnum.
Síðastliðinn laugardag boðaði
áfengisvarnarnefnd Akureyrar
skólastjóra bæjarins og blaða-
menn til fundar við sig í Varð-
borg. Á fundinum var mættur
Kristinn Stefánsson, áfengisvarn-
arráðunautur ríkisins, en hann
var kominn norður í tilefni bind-
indisdagsins sl. sunnudag að pre-
dika í Akureyrarkirkju.
Tilefni fundarins var að skipt-
ast á skoðunum um, hvað gera
mætti til að sporna gegn vaxandi
drykkjuskap.
Ármann Dalmannsson, formað-
ur áfengisvarnarnefndar gerði
grein fyrir tilefni fundarins og
bauð Kristin Stefánsson, áfengis-
varnarráðunaut sérstaklega vel-
kominn.
Hann kvað það vafalaust sam-
dóma álit allra, að áfengisneyzla
væri óhugnanlega mikil og færi
enn vaxandi. Hins vegar greindi
menn talsvert á, hvað gera ætti
og gera mætti til úrbóta. Hann
vildi hér nefna þrennt, sem hann
teldi mikilsvert: að skólarnir væru
sjálfum sér nógir um skemmtana-
hald, að félög ástunduðu meir
skemmtanahald án áfengis og ríki
og bæir takmörkuðu mjög vín-
veitingar í veizlum.
Kristinn Stefánsson rakti í
stórum dráttum störf áfengis-
varnarráðunautar og áfengisvarn-
arnefnda, 127 að tölu í landinu.
Allir spyrðu: Hvað er hægt að
gera til úrbóta? Og vissulega væri
það sitt af hverju, en því miður
stundum lítið sem ekkert, ef vilj-
inn væri ekki fyrir hendi til að
þiggja hjálp hjá þeim, er hjálpar
væru þurfi. Hér liefðu áfengis-
varnarnefndir t. d. þrengra vald-
svið en á Norðurlöndum, eða
raunar ekkert valdsvið.
Það yrði líka að segjast eins
og væri, að alltaf yrði erfitt um
vik til úrbóta, meðan ríkisvaldið
hefði fj árhagslegra hagsmuna að
gæta í mikilli áfengisneyzlu,
enda færi áfengissalan alltaf vax-
andi, hér á Akureyri hefði t. d.
áfengissalan yfir 3 sumarmánuð-
ina júlí—sept. orðið um 6 millj.
kr., eða hærri en nokkru sinni fyrr.
Því miður virtust heimili, skól-
ar og kirkjan ekki valda hlutverki
sínu sem uppalendur, fyrirmynd-
irnar væru ekki slíkar, sem æskan
þyrfti til að hljóta kjölfestu í líf
sitt, en um farsælt heimilislíf,
trausta skóla og gróandi trúarlíf
lægi leiðin til hófsemi og bind-
indis að áliti sínu.
Valdemar Óskarsson, sveitar-
stjóri á Dalvík og formaður fé-
lags áfengisvarnarnefnda við
Eyjafjörð, benti á gildi ung-
(Framhald á bls. 2).
brýnustu framkvæmdarmál í kjör-
dæminu séu uppbygging hafna,
endurlagning og nýlagning vega
og framhald rafvæðingar. Fagnar
ráðið þeim framkvæmdum, sem
þegar hafa verið gerðar í þessum
málum, en leggur áherzlu á, að
fast beri að vinna að framhaldi
þeirra.
I því sambandi vekur ráðið at-
hygli á, að aukning virkjunar á
Laxá er þegar að komast í ein-
daga.
Þá hvetur ráðið mjög eindregið
til aukinnar athugunar og notkun-
ar á jarðhita í kjördæminu, og
vísar til fyrri yfirlýsinga sinna
um stuðning við og hvatningar til
aukins iðnaðar í sambandi við
notkun rafurmagns og jarðhita,
m. a. kísilgúrnám úr Mývatni.
Aukning skipaflotans
Kjördæmisráð vekur athygli'á,
að útvegur í kjördæminu er yfir-
leitt rekinn af miklum dugnaði og
hagsýni, og aflabrögð t. d. á síld-
veiðunum í sumar — hafa verið
sérlega góð á mörg skipanna.
Kjördæmisráð telur, að hér sé
ein meginstoðin undir velmegun
kjördæmisbúa og hvetur eindreg-
ið til, að ráðandi menn byggðar-
lagsins — svo sem alþingismenn
þess — stuðli eftir megni með
fyrirgreiðslu sinni að aukningu
skipaflotans og vinnslustöðva afl-
ans.
Raunhæfar kjarahætur
Ýmis félög í Reykjavík og ná-
grenni, sem ekki lúta forystu
kommúnista, komu saman til fund-
ar s.l. föstudag og laugardag og
ræddu kaup- og kjaramál.
I ályktun er fundurinn sam-
þykkti um þessi mál, leggja fé-
lögin áherzlu á, að verkalýðsfélög-
in verði að fá bætt í hækkuðu
kaupi þær miklu verðhækkanir,
sem orðið hafi nú upp á síðkastið,
og þá ekki sízt búvörur, og einnig
að hljóta sína hlutdeild í auknum
þjóðartekjum og til samræmis við
miklar launabætur, sem ýmsir
stéttarhópar hafi fengið í sumar.
Fundurinn lagði áherzlu á, að
tryggja yrði, að þessar kjarabæt-
ur yrðu raunhæfar, þ. e. yrðu ekki
teknar aftur í hækkuðu verðlagi.
Enn fremur taldi fundurinn,
að kröfur til kjarabóta bæri að
miða við það, að laun fyrir 8
stunda vinnudag væru lífvænleg.
Fundurinn vildi láta auka verð-
lagseftirlit og endurskoða verð-
lagningu landbúnaðarvara.
Stærstu félögin, sem að þessum
fundi stóðu, voru Sj ómannafélag
Reykjavíkur, Iðja, Verzlunar-
mannafélag Rvíkur, Verkakvenna-
félagið Framsókn og Félag ísl.
rafvirkja.
Aukinn jöfnuður í hag
bænda
Kjördæmisráð lýsir yfir af-
dráttarlausum stuðningi sínum
við bættan hag landbúnaðarins,
en telur, að sú stefna, sem nú og
lengi hefur verið fylgt í þeim efn-
um, sé í ýmsum atriðum röng.
Aukna áherzlu beri að leggja á
samfærslu byggðar og samvinnu
og samhjálp í búskap, og ríkis-
valdinu beri að athuga, hvort eigi
sé hagkvæmara í ýmsum tilfellum
að kaupa upp afskekktar jarðir
og hús þeirra og gera þannig eig-
endum þeirra kleift með andvirði
eigna þeirra að koma sér upp býli
í þéttbýli, fremur en verja stórfé
í vegi og raflagnir að afbýlum,
sem svo þrátt fyrir allt fara þó í
eyði.
Kjördæmisráð bendir á, að hin
geysimisjafna aðstaða bænda eftir
jarðargæðum, markaði, veðráttu
o. s. frv. valdi því, að í engri
einni stétt hérlendis sé bilið jafn-
breytt milli fátæks og ríks og hjá
bændum. Sá ójöfnuður verður
aldrei bættur með hækkun á verði
búvöru, heldur verður að ráðast
að rót meinsins: jafna aðstöðuna.
Kjördæmisráð telur, að ríkis-
valdinu og samtökum bænda beri
að beita sér drjúgum meir að
þessu verkefni en verið hefur.
Byggingamál
Kjördæmisráð fagnar því, að
lögin um verkamannabústaði hafa
nú fyrir forgöngu Alþfl. verið
endursamin að núverandi aðstæð-
um, svo að auknu gagni koma.
Kjördæmisráð telur og Alþfl.
vegsauka að því, hve farsællega
félagsmálaráðherra Emil Jóns-
syni hefur tekizt í auknum mæli
að útvega fé til byggingasjóðs
verkamanna og Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins. Hins vegar
bendir ráðið á, að verulega skort-
ir á, að byggt sé svo hagkvæmt og
ódýrt sem framast er kostur, og
telur, að samstillt átak ríkisvalds,
bæjar- og sveitarfélaga og áhuga-
samra einstaklinga þessu til úr-
bóta gæti orkað miklu, og hér heri
ríkisvaldinu að hafa forystu.
Jafnframt ítrekar ráðið fyrri
ályktanir sínar um, að lokamarkið
um lán til íbúðabygginga eigi að
setja svo hátt, að sambærilegt
(Framliald á bls. 2).