Alþýðumaðurinn - 15.10.1963, Qupperneq 4
»8amdráttnr« Tímaiis
I skdlaKiy^iu^uin
Fyrir nokkrum dögum hóf dagblaðiS Tíminn árás á ríkisstjórnina
— og þá sérstaklega menntamálaráðherra — fyrir „mikinn samdrátt“
í skólabyggingum. Blaðið þagnaði þó fljótt. Orsökin voru eftir-
farandi upplýsingar, er Alþýðublaðið birti:
„Fjárframlög ríkisins til skólabygginga hafa verið sem hér segir
síðasta áratug:
1953 .......... 7.490.000 kr. (Framsókn í stjórn)
1954 .......... 7.990.000 — (Framsókn í stjórn)
1955 ........ 12 805.000 — (Framsókn í stjórn)
1956 .......... 16.490.000 — (Framsókn í stjórn)
1957 .......... 19.060.000 — (Framsókn í stjórn)
1958 .......... 18.679.500 — (Framsókn í stjórn)
1959 ......... 21.509.115 — (Framsókn EKKI í stjórn)
1960 ......... 31.220.203 — (Framsókn EKKI í stjórn)
1961 ......... 37.191.848 — (Framsókn EKKI í stjórn)
1962 ......... 47.403.174 — (Framsókn EKKI í stjórn)
1963 ......... 63.595.986 — (Framsókn EKKI í stjórn)“
1962 ........ 47.403.174 — (Framsókn EKKI í stjórn)
1963 ........ 63.595.986 — (Framsókn EKKI í stjórn)“
BIRGIR IIHNSSON HOSIHH
FORSETI SANEINAÞS NN(S
Deildarforsetar sömu og voru.
Krafa Alþýðusambands IVorðnrlandis:
Styttri vinnutími og houpluehhun
Alþingi var sett 10. þ. m. af
forseta íslands. Fyrsta fundi
stjórnaði aldursforseti þingsins
Olafur Thors forsætisráðherra, og
var kosið í kjörbréfanefndir.
Þrír nýir þingmenn sitja nú Al-
þingi: Matthías Bjarnason, 11.
landskjörinn, og Sverrir Júlíus-
son, 7. landskj örinn, báðir fyrir
Sjálfstæðisfl., og Ragnar Arnalds,
5. landskjörinn, fyrir Alþýðu-
bandal. Hann er yngstur þing-
manna, 25 ára.
Sl. föstudag, 11. þ. m. skiluðu
kjörbréfanefndir áliti og lögðu til,
að öll kjörbréf þingmanna væru
tekin gild, og var svo samþykkt.
Þessu næst var kjörið í deildir,
og þingforsetar kjörnir.
Efri deild skipa 20 þingmenn:
8 Sjálfstæðismenn, 6 Framsóknar-
menn, 3 Alþýðufl.menn og 3 Al-
þýðubandal.
Neðri deild skipa 40 þingmenn:
16 Sjálfst., 13 Frams., 6 Alþýðu-
bandal. og 5 Alþfl.
Forseti sameinaðs þings var
kjörinn Birgir Finnsson, A., með
32 atkv. Karl Kristj ánsson, F.,
hlaut 19 og Hannibal Valdemars-
son, Alþýðubandal., 9.
Fyrsti varaforseti var kjörinn
Sigurður Agústsson S., og annar
varaforseti Sigurður Ingimundar-
son, A.
Forseti neðri deildar var kjör-
inn Jóhann Hafstein, S. með 21
atkv. Einar Olgeirsson, Alþýðu-
bandal., hlaut 6, og Halldór Ás-
grímsson, F., 13.
Fyrsti varaforseti var kjörinn
Benedikt Gröndal, A., og annar
varaforseti Jónas G. Rafnar, S.
Forseti efri deildar var kjörinn
Sigurður Ó. Ólafsson, S. með 11
atkv., Karl Kristjánsson hlaut 6
atkv. og Björn Jónsson, Alþýðu-
bandal. 3.
Fyrsti varaforseti var kjörinn
Eggert G. Þorsteinsson, A., og
annar varaforseti Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson.
Ftatej d djgskró
I fyrra var altalað, að Flatey-
ingar hygðust allir með tölu flytja
í land sökum erfiðra samgangna
og hafnleysis, en nú er mjög rætt
um hafnargerð þar með það fyrir
augum — auk hagsmuna sjálfra
Flateyinga — að þar verði at-
hvarfshöfn fyrir báta frá Eyja-
fjarðarhöfnum og jafnvel Húsa-
vík, þegar snögglega veðrar á
veiðisvæðunum út af Gjögrum,
Skjálfanda og Grímseyjarsundi.
M. a. hafa alþingismennirnir
Bjartmar Guðmundsson, Jónas
G. Rafnar og Karl Kristjánsson
verið að kynna sér þessi mál í
sumar og haust.
Mjög stutt er á smábátamið úr
Flatey og lífsskilyrði þar góð, ef
hafnleysi bagaði ekki, og ekki er
ósennilegt, að margur smábáta-
eigandinn við Eyjafjörð kysi að
hafa þaðan útræði tíma úr árinu,
ef höfn yrði þar sæmileg.
Er þess að vænta, að mál þessi
verði gaumgæfilega athuguð, fyrr
en Flateyingar sjá sig nauð-
beygða til að fiýja eyna.
8. þing Alþýðusambands Norð-
urlands var haldið á Akureyri 5.
—6. október 1963. Forseti A. N.
Tryggvi Helgason, form. Sjó-
mannafélags Akureyrar setti þing-
ið kl. 16 á laugardag og því var
slitið laust eftir kl. 20 á sunnu-
dagskvöld.
Til þings mættu 36 fulltrúar og
auk þess sat forseti Alþýðusam-
bands íslands, Hannibal Valde-
marsson þingið.
Þingforseti var kjörinn Jón
Ingimarsson, formaður Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks á Akureyri
og varaforseti Óskar Garibaldason
formaður Verkamannafélagsins
Þróttar á Siglufirði. Ritarar þings-
ins voru kjörnir Þórir Daníelsson,
Akureyri og Kolbeinn Friðbjarn-
arson, Siglufirði.
Þingið gerði ályktanir í kaup-
gjaldsmálum og atvinnumálum á
sambandssvæðinu. Einnig voru
gerðar nokkrar lagabreytingar og
allmikið rætt um skipulagsmál
verkalýðshreyfingarinnar o. fl.
I stjórn sambandsins til næstu
tveggja ára voru kosin:
Miðstjórn:
For/eti: Tryggvi Helgason, Ak-
ureyri.
Varaforseti: Björn Jónsson, Ak-
ureyri.
Ritari: Þórir Daníelsson, Akur-
eyri.
Meðstjórnendur: Jón Ingimars-
son, Akureyri, Freyja Eiríksdótt-
ir, Akureyri.
Varamenn: Hreinn Ófeigsson,
Akureyri, Þorsteinn Jónatansson,
Akureyri, Arnfinnur Arnfinnsson,
Akureyri.
Fjórðungsstjórn auk miðstjórnar:
Óskar Garibaldason, Siglufirði,
Guðrún Albertsdóttir, Siglufirði,
Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðár-
króki, Ásgrímur Gunnarsson, Ól-
afsfirði, Kristján Larsen, Akur-
eyri, Þorgerður Þórðardóttir,
Húsavík, Páll Ólafsson, Akureyri,
Páll Árnason, Raufarhöfn, Valde-
mar Sigtryggsson, Dalvík, Björg-
vin Jónsson, Skagaströnd.
Varamenn: Sveinn Júlíusson,
Húsavík, Kolbeinn Friðbjarnar-
son, Siglufirði, Líney Jónasdóttir,
Ólafsfirði, Jón Ásgeirsson, Hrís-
ey, Margrét Þorgrímsdóttir, Hofs-
ós, Sigríður Guðmundsdóttir,
Raufarhöfn.
Endurskoðendur: Sigurður
Rósmundsson, Haraldur Þorvalds-
son.
Varamaður: Sigurður Karls-
son.
I ályktun um kaupgjaldsmál, er
að framan getur, segir orðrétt,
„að óhj ákvæmilegt sé, að verka-
lýðshreyfingin befji án tafar að-
gerðir og beiti öllu valdi sínu að
réttum lögum til þess:
Ár 1963, föstudaginn 11. okt.
kom bæjarráð Húsavíkur ásamt
hreppsnefnd Reykjahrepps saman
lil fundar á skrifstofu bæjarstjóra
Ilúsavíkur.
Á fundi voru: bæjarstj. Áskell
Einarsson, Ásgeir Kristjánsson,
Páll Kristjánsson (í fjarveru Jó-
hanns Hermannssonar) Ingi-
mundur Jónsson, Atli Baldvins-
son, Jón Þórarinsson og Vigfús
Jónsson, Þrír þeir síðast töldu í
breppsnefnd Reykj ahrepps.
Þetta gerðist á fundinum:
Bæjarstjóri, Áskell Einarsson,
gerði grein fyrir því í hvaða til-
gangi hann hefði boðað til fund-
arins, en fundinn hafði hann boð-
að til umræðu um möguleika á
heymjöls- og fóðurköggla fram-
leiðslu í sambandi við ræktunar-
og hitavatnsskilyrði í Reykja-
hverfi (Þar með Hvammsheiði).
Eftir umræður um málið var
svofelld ályktun samþykkt ein-
róma:
„Bæjarráð Húsavíkur og hrepps-
nefnd Reykjahrepps beina því til
alþingismanna úr Norðurlands-
1. Að ná fram kauphækkunum,
sem svari til verðlagshækkana
síðustu 4—5 ára, eðlilegrar
hlutdeildar í aukinni þjóðar-
framleiðslu og launahækkana
betur launaðra starfsstétta.
2. Að knýja fram styttingu á hin-
um óhóflega langa vinnudegi
verkafólks, t. d. að samnings-
binda styttingu vinnutímans í
áföngum næstu 2—3 árin.
3. Að knýja fram lagalegan rétt
verkalýðssamtakanna til þess
að þeim sé frjálst að semja
við atvinnurekendur um raun-
veruleg laun, en ekki aðeins
krónuupphæðir launa eins og
' ií
nu er.
kjördæmi eystra, að hlutast til
um að athugaðir séu möguleikar
til þess að koma upp fóðuriðnaði
í sambandi við nýtingu jarðhil-
ans í Reykjahverfi.
Bæjarráð og hreppsnefndin
leyfa sér að benda á, að í Reykja-
hverfi og á Hvammsheiði eru
óvenjulega góð skilyrði til stór-
felldrar og samfelldrar ræktunar
í nábýli við mikinn ónotaðan
jarðhita.
Telja bæjarráðið og hrepps-
nefndin að þar séu mjög ákjósan-
leg skilyrði frá náttúrunnar hendi
fyrir grasmj ölsframleiðslu og
annan fóðuriðnað, og jafnframt
fyrir fóðurbirgðabúr, er þjóni
heilum landshlutum.
Því beinir bæjarráðið og
hreppsnefndin því sérstaklega til
alþingismannanna, að könnuð séu
til hlítar skilyrði fyrir fóður-
birgðastöð Norðurlands staðsettri
í Reykjahverfi.“
Hér er framfara- og fram-
kvæmdamáli hreyft, sem sjálfsagt
er, að vel sé athugað.
NáttúrugripasajniS, Hafnarstræti 81,
4. hæð. — (Gengið inn að austan). —
I vetur verður safnið opið almenningi
á sunnudögum kl. 14—16. Þeir sem
vilja skoða safnið á öðrum tímum hafi
samband við safnvörð, Ilelga Hallgríms-
son, í síma 2983.
Amtsbókasajnið er opið alla virka
daga kl. 4—7 e. h.
ALÞÝÐU
MADURINN
RAF, Geislag’ötu 12
auglýsir:
Nú er búðin opin aftur alla daga. — Margs konar lampar og
rafáhöld. — Allar teg. af hinum viðurkenndu Philips perum.
— Japönsk ferðaútvörp með bátabylgjum. — Dyrasímar,
sjónaukar o. fl.
GÚSTAV JÓNASSON, rafvirkjameistari.
Verður Reykjahveríi fóður-
birgðastöð Norðlendinga
Áhugamenn vilja koma þar upp heymjölsverksmiðju.