Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.11.1963, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.11.1963, Blaðsíða 1
ALÞYÐU MAÐURINN Lyndon B. Jolmsm tehur við JorsetdcndNEtti Bonddríkjonna Hann er 30. Lyndon B. Johnson, varafor- seti Bandaríkjanna, meðan John F. Kennedy sat í forsetastóli, hef- ur tekið við forsetaembætti, og er hann 36. forseti Bandaríkj- anna. forseti þeirra j Lyndon B. Johnson kom í stutta heimsókn hingað til lands í sept. s.l. Fáa mun þá hafa grun- að, að hann sæti innan fárra vikna í forsetastól lands síns, en Islendingum gazt vel að varafor- setanum, og það mun ósk þeirra sem og flestra góðviljaðra manna um allan heim, að þessum nýja ' höfðingja Bandaríkjanna takist vel um stjórnarstörf sín og honum auðnist að halda svo fram, sem fyrirrennari hans. Hinn nýi forseti er 55 ára að aldri, fæddur 27. ág. 1908 í Texas. Vel menntur maður og vinsæll og hefur um fjölmörg ár verið einn áhrifamesti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, svo að hér hefur enginn viðvaningur sezt á valda- stól. Ntórhugra flugmaður Tryggvi Helgason, flugmaður,' hefur nýverið fest kaup á 4 10 farþega flugvélum í Bandaríkjun- um, en fyrir á hann 3 kennsluflug-; vélar og sjúkraflugvél að hálfu á móti Rauða kross deildinni hér og slysavarnardeild kvenna. Hinar nýkeyptu vélar eru Twin Bolli Þórir Gústavsson vígður t-il Hríseyjar- prestakalls Síðastliðinn sunnudag var Bolli Þórir Gústavsson, cand. theol., vígður prestur til Hríseyjarpresta- kalls. Vígslan fór fram í dóm- kirkjunni í Reykjavík og fram- kvæmdi biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, vígsl- una, en vígsluvottar voru séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri, séra Magnús Guðmundsson, Set- bergi, séra Ingólfur Þorvaldsson, áður sóknarprestur í Ólafsfirði, og Björn Magnússon, prófessor. Beech vélar, árgerð 1954, en til- tölulega lítið notaðar. Þær eru tveggja hreyfla, meðalflughraði J um 300 km. á klukkustund, flug- þol um 8 klst. við létta hleðslu, þurfa flugbraut frá 450—800 m eftir hleðslu. Þær eru búnar ísvarnartækjum og blindflugs- tækjum ásamt góðum radíótækj- um. Taka 9—10 farþega. Vélunum þarf að sjálfsögðu að breyta og endurbæta nokkuð (herflugvélar) og munu þá kosta Tryggva Helgason um 1 millj. kr. hver, en nýjar kostar vélar af þessari gerð um 6 millj. kr. Fyrstu vélina vonast Tryggvi til að geta sótt með vorinu eða jafnvel tvær þeirra, en að sjálf- sögðu taka breytingarnar nokk- urn tíma. Messur. Æskulýðsmessa verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Þess er vænzt, að foreldrar mæti með börnum og ungmennum. — Sóknar- prestar. John F. Kennedy, Banda- ríkjaforseti myrtur í Texas Horðið veknr and§tyggð og harm 11111 allan heim. Virðing,armcim 50 rikja nm víða veröld fylgfdn liinnm látna forseta til grafar í gær. Þau hörmulegu ótíðindi gerð- ust s.l. fimmtudag, að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn úr launsátri á götu í Dallas í Texas. Forsetinn var á leið í sjúkra- hús, þar sem hann ætlaði að halda ræðu. Hann ók í opinni bifreið í fylgd konu sinnar og ríkisstjóra Texas. Banaskotið hæfði forsetann í gagnaugað og mun hann hafa lát- izt nær strax. Ríkisstjórinn særð- ist hættulega. Maður að nafni Lee Harvey Oswald var skömmu síðar hand- tekinn, grunaður um morðið, og bárust bönd fastlega að honum, en áður en mál hans væri full- rannsakað, var hann skotinn í höndum lögreglunnar í Dallas. Vekur það mál grun um, að víð- tækt samsæri standi að baki morð- inu á Kennedy, og virðast flestir á þeirri skoðun, að svertingja- hatur ýmsra Suðurríkjamanna sé ábyrgt fyrir þessum liörmungar- atburði. John F. Kennedy varð aðeins 46 ára gamall, umdeildur nokkuð í forsetastól, en virtur af sam- herjum sem andstæðingum sem mikill persónuleiki. Fár eða enginn atburður mun hafa vakið líkan harm og and- styggð um víða veröld í sama vet- STÓRTJÓN AF ELDS- VOÐA í AÐALDAL Fyrra sunnudag kom upp eldur í verkfærageymslu að bænum Miðhvamnii í Aðaldal en bóndi þar er Arinbjörn Kjartansson. Var Arinbjörn að vinna í geymsl- unni og var með logandi prímus. Gekk hann frá stundarkorn en er hann kom aftur til baka stóð geymslan í björtu báli. Brann geymslan og allt sem í henni var, þar á meðal Volkswag- enbíll, dráttarvél, snúningsvél og fleiri tæki. Var allt óvátryggt nema dráttarvélin og hefur bónd- inn því orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Helzt er haldið að prímus- inn hafi sprungið og síðan kvikn- að í út frá sprengingunni. fangi og hjá öllum sem víg hans, er það fréttist. Allur heimurinn er höggdofa yfir, að slíkt voða- verk skyldi hafa getað verið unn- ið, og öllum virtist samstundis ljóst, að hér var ekki einungis mikilhæfur foringi felldur, held- ur hafi launmorðingj avopni verið lyft gegn markvissum sóknarferli til friðsamlegri sambúðar þjóða, aukinni víðsýni í samskiptum ein- staklinga, og víðtækari mannrétt- indum. Þjóðhöfðingjar og virðingar- pienn fjölmargra þjóða vottuðu Bandaríkjaþjóð þegar dýpstu hluttekningu sína og harm yfir vígi forseta hennar og við útför hans, sem gerð var í gær, að við- stöddum gífurlegum mannfjölda voru æðstu virðingarmenn frá fjölmörgum ríkjum, svo að með eindæmum má telja. Víða um lönd drúptu fánar í hálfa stöng daginn eftir morðið og í gær, jarðarfarardaginn og í fjölmörgum ríkjum fóru minn- ingarathafnir fram í gær, m. a. í dómkirkjunni í Reykjavík, þar sem biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti minn- ingarorð, en meðal kirkjugesta voru ríkisstj órn og handhafar forsetavalds. Þá var hins látna forseta minnzt á alþingi í gær, þar sem Birgir Finnsson, forseti sameinaðs þings, flutti um hann minningarorð. Fulitrúar íslands við jarðarför Johns F. Kennedy í Washington voru Guðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, og Thor Thors, ambassador. Leikflokkur fró Ólafsfirði kom hingað til bæjarins um síð- ustu helgi og hafði þrjár sýningar í Samkomuhúsinu á gaman- og söngleiknum Þrír skálkar eftir Gandrup. Leikstjóri var Kristján Jónsson, Rvík, en leiktjöld hafði Kristinn Jóhannsson, skólastjóri í Olafsfirði, en Akureyringur að uppvexti, málað. Leikendur voru 12 auk dans- fólks, og var leiksýning Ólafsfirð- inganna létt og hressileg og gerðu áhorfendur góðan róm að henni, en þeir fylltu Samkomuhúsið. Ólafsfirðingar setja venjuleg- ast tvo sjónleiki á svið á vetri hverjum og ber það vott um mik- inn dugnað og leikgleði og leik- áhuga í ekki stærri bæ. Það var líka auðséð, að í sumum hlutverk- unum í Þrem skálkum voru engir viðvaningar á ferð. Hafi Ólafsfirðingar þökk fyrir komuna og góða skemmtun.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.