Alþýðumaðurinn - 11.06.1964, Side 1
Straumhvörf í vinnubrögðum varð-
flodi hdup- og hjaramdl verhdfólhs
HiS nýja skip Þórður Jóncsson, eigendur Valtýr Þorsteinsson útgerðarm.
Nýtt fishiship bcetist i
M/s Þórður Jónasson RE 350. Eigendur Valtýr
Þorsteinsson, Akureyri og Sæmundur Þórðar-
son, Stóru-Vatnsleysu.
• Ríkisstjórn, verkalýðssamtök og atvinnurekendur
nó samkomulagi um órlangan vinnufrið.
í dag kom hingað til Akureyr-
ar frá Noregi nýtt 300 tonna
fiskiskip, Þórður Jónasson R.E.
350. Eigendur eru Valtýr Þor-
steinsson, útgerðarmaður hér,
og Sæmundur Þórðarson, skip-
stjóri, Stóru-Vatnsleysu, er sigldi
skipinu heim og verður skipstjóri
á því. Sæmundur hefur síðast-
liðin tvö ár verið skipstjóri á
Akraborg, og áhöfnin að kalla
sú sama og þar var.
Samningur um smíði skipsins
var gerður við A/S Akers mek.
Verksted Oslo, en skipið byggt
hjá Stord Verft, Stord, en Stord
Verft er ein af þeim skipasmíða-
stöðvum, sem eru í Akers grupp-
unni, og er m/s Þórður Jónasson
fyrsta skipið, er þeir byggj a fyrir
íslendinga. Umboðsmaður hér á
landi fyrir Akers mek. Verksted
er Pétur 0. Nikulásson, Reykja-
vík.
Þórður Jónasson er stærsta
fiskiskip, sem byggt hefur verið
fyrir íslendinga, þegar frá eru
taldir togarar og verður að lík-
indum stærsta skipið, sem í sum-
ar stundar síldveiðar fyrir Norð-
ur- og Austurlandi.
M/s Þórður Jónasson er
byggður í klassa Norsk Veritas
-f- 1A1 IS C Havfiske og sam-
kvæmt kröfum skipaskoðunar
ríkisins og er vandaður að allri
gerð. Skipið er búið öllum beztu
öryggis- og fiskileitartækjum,
svo sem tveimur dýptarmælum,
sem báðir eru með sj álfleitandi
asdic útfærslu, öðrum af Simrad
gerð og hinum af Atlas gerð.
Kelvin Huges radar, Arkas sjálf-
stýringu, Koden miðunarstöð og
Koden Loran, Simrad sendistöð
100 vatta. Frystilest er í skipinu
og tvær aðskildar fiskilestar með
aluminium uppstillingu og plast-
klæddri innsúð. Er hægt að kæla
báðar fiskilestarnar.
íbúðir fyrir 14 menn eru allar
aftur í skipinu, í eins og tveggja
manna klefum.
Aðalvél er Wickmann 700
hestafla og þrjár Lister hjálpar-
vélar, er geta framleitt um 100
kw af rafmagni. Allar vindur eru
olíudrifnar og má frátengja þær
úr stýrishúsi.
Hægt er að hafa tvær nætur í
senn á bátaþilfari.
A heimsiglingu frá Noregi
og Sæmundur Þórðarson, skipstjóri.
flttann
reyndist skipið mjög vel. Gang-
hraði þess í reynsluför varð 13
mílur.
Stýrimaður á m/s Þórði Jón-
assyni verður Sigurður Krist-
jánsson, Hafnarfirði, og vél-
stjórar þeir Björn Sigurbjörns-
son, Reykjavík, og Tómas Krist-
jánsson, Akureyri.
Skipið mun hefja síldveiðar
næstu daga.
STEFÁN STEFÁNSSON/
jórnsmiður, lótinn
1. þ. m. lézt í Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri eftir nokkurra
mánaða dvöl þar Stefán Stefáns-
son, járnsmiður, Glerárgötu 2.
Hann var á 79. aldursári, fæddur
5. nóv. 1885, Skagfirðingur að
fæðingu og uppvexti.
Stefán Stefánsson rak járn-
smíðaverkstæði hér í bæ um
langt árabil, virtur og vel met-
inn í iðn sinni, drengur hinn
bezti og ráðdeildarmaður.
Jarðarför Stefáns heitins fór
fram frá Akureyrarkirkju s.l.
laugardag að viðstöddu fjöl-
menni.
Aðfaranótt sl. föstudags náð-
ist samkomulag milli ríkisstjórn-
arinnar, Alþýðusambands ís-
lands og Vinnuveitendasambands
Islands um leiðir til að stöðva
verðbólgu og ráðstafanir til
kjarabóta fyrir verkafólk. Mæltu
þessir aðilar með, að samningar
yrðu gerðir milli verkalýðsfé-
laga og vinnuveitenda á grund-
velli þessa samkomulags, og hafa
mörg félög þegar gert svo, þ. á.
m. öll eða nær öll verkalýðsfélög
norðan- og austanlands, sem
höfðu lausa samninga.
Áðalatriðin í því almenna
samkomulagi, sem náðist milli
ríkisstjórnarinnar og verkalýðs-
hreyfingarinnar, eru þessi:
Samningar við verkalýðsfélög-
in gildi til ekki skemmri tíma en
eins árs.
Ekki eigi sér stað hœkkun
grunnlauna á því tímabili.
Sett verði lög um verðtrygg-
ingu kaupgjalds, sérstök kaup-
gjaldsvísitala reiknuð út fjórum
sinnum á ári og kaupgreiðslur
miðaðar við vísitöluna 1. maí sl.
Miðað er að styttingu vinnu-
tímans með því að eftirvinnuá-
lag lœkki í 50%, en dagvinnu-
kaup sé jafnframt hœkkað þann-
ig, að tekjur verði óbreyttar þrátt
fyrir styttingu vinnutímans um
stundarfjórðung og lœkkun eft-
irvinnuálags. Nœtur- og lielgi-
dagakaup standi óbreytt í krónu-
tölu.
Lög verði sett um lengingu or-
lofs verkafólks úr 18 dögum í 21.
Víðtœkar ráðstafanir verði
gerðar í húsnœðismálunum. 250
millj. kr. verði aflað til lána
nœsta árið og lán út á hverja
íbúð verði ekki minni en 280
þús. krónur. Tryggð verði bygg-
ing 1500 íbúða á ári.
15—20 millj. kr. verði varið
til viðbótarlána til verkafólks eft
ir tillögum verkálýðsfélaganna.
Lagður verði á 1% almennur
launaskattur til húsnœðisfjáröfl-
unar og íbúðarlán verði vísitölu-
bundin með 4% vöxtum til 25
ára.
Heildarsamkomulagið fer hér
á eftir:
Undanfarnar vikur hafa farið
fram viðræður milli ríkisstjórn-
arinnar, Alþýðusambands ís-
lands og Vinnuveitendasam-
bands íslands. Ræddar hafa ver-
ið leiðir til stöðvunar verðbólgu
og til kjarabóta fyrir verkafólk.
Þessar viðræður hafa nú leitt
til samkomulags um þau atriði,
sem hér fara á eftir, og mæla
aðilar með því, að samningar
milli verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda séu nú gerðir á þeim
grundvelli.
I. Verðfrygging kaupgjalds.
1. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir
því, að verðtryggingu kaupgjalds
sé komið á með lagasetningu.
Verðtryggingin sé miðuð við
vísitölu framfærslukostnaðar í
Reykjavík. Þó nái verðtrygg-
ingin ekki til hækkunar þeirrar
vísitölu, sem stafar af hækkun á
vinnulið verðgrunns landbún-
aðarafurða vegna breytinga á
kauptöxtum eða vegna greiðslu
verðlagsuppbótar á laun.
2. Reiknuð sé út sérstök kaup-
greiðsluvísitala fj órum sinnum
á ári, miðað við þann 1. febrúar,
I. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.
Þessi vísitala sé miðuð við sama
grundvallartíma og núverandi
vísitala (marz 1959).
3. Kaup breytist samkvæmt
hækkun kaupgreiðsluvísitölunn-
ar frá því, sem hún var 1. maí
1964. Þessar breytingar fari
fram ársfj órðungslega mánuði
eftir að kaupgreiðsluvísitalan
hefur verið reiknuð út, þ. e. 1.
marz, 1. júní, 1. september og 1.
desember. Kaup breytist með
'hverri hækkun eða iækkun vísi-
tölunnar um eitt stig eða meira
4. Aðilar samkomulagsins
mæla með því við Kauplagsnefnd
og Hagstofuna, að hafin sé end-
urskoðun grundvallar vísitölu
framfærslukostnaðar. Nýr vísi-
tölugrundvöllur taki því aðeins
gildi á samkomulagstímabilinu,
að samkomulag sé um það milli
aðila.
II. Viku- og mónaðarkaup
verkafólks í samfelldri vinnu.
Verkalýðsfélög og vinnuveit-
endur semji um, að verkafólki
(Framh. á 2. síðu).