Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.02.1965, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 25.02.1965, Blaðsíða 3
3 Að klæða landið Hákon Bjarnason skógræktar- sljóri heíur nýlega skýrt frá því, að á komandi sumri muni um 1.3 milljónir trjáplantna verða gróðursettar í landinu á vegum Skógræktar ríkisins og skógrækt arfélaganna. Er það nokkru minna en áætlað var fyrir nokkr um árum, en þá var svo ráð fyr- ir gert, að gróðursettar yrðu 1.5 milljónir plantna árlega. Þá bend ir skógræktarstjóri á það, að þótt mörgum sýnist þetta liáar tölur, sé svæðið, sem plöntur þessar séu gróðursettar í litlu stærri en Vaglaskógur einn eða heldur stærra en Reykjavík inn- an Hringbrautar. Bendir hann á, til huggunar þeim, sem óttast að náttúru og fegurð landsins verði spillt með ræktun skóga, að með þessu áframhaldi muni það taka 15000 ár að klæða landið skógi milli fjalls og fjöru, eins og það var, þegar forfeður vorir litu það fyrst. Þá skýrir skógræktarstjóri frá því, að í Nordlandsfylki í Nor- egi, þar sem staðhættir og lofts- lag er að ýmsu leyti líkt og hér, séu nú gróðursettar um 8 millj- ónir plantna á ári, og áætlað sé að auka þá tölu um helming. Er það talin nauðsynleg ráðstöfun þar í landi, lil þess að halda við byggðinni í þeim héruðum og gera mönnum lífvænlegt við land búnað. En búskapur leggst þar óðum niður á smábýlum, ef bændurnir geta ekki haft stuðn- ing af skógi. Þetta eru athyglisverðar frétt- ir fyrir oss, þar sem vér eigum á marga lund við sömu erfið- • leika að etja og bændurn.ir í Norður-Noregi. Eftir því sem bezt verður séð, þá ættu vand- kvæði á skógrækt ekki að vera miklu meiri hér á landi en þar, og sums staðar mun jafnvel létt- ara að rækta nýskóg hér en þar er kostur. Aldagömul hjátrú og þröngsýni hefur hins vegar feng ið oss til að haida, að skógrækt sé einhver fásinna hér á landi, og það sem enn er fjær sanni, að skógræktin sé eins konar á- rás á landbúnaðinn. Það er korninn tími til að vér lærum af frændum vorum Norð- mönnum ný viðhorf til þessara mála. Skógræktin er, eins og önnur jarðrækt. lyftistöng land- búnaðarins og sveitanna, en hef- ur einnig það til síns ágætis, að hún skapar skilyrði til aukins iðnaðar og fjölþættari fram- leiðslu. Eitt af vandamálum sveitanna er strj álbýlið. Skógræktin skap- ar möguleika á þéttbýliskjarna í hverri sveit, þar sem skógur vex og er nytjaður. Má hún jíannig verða ein sterkasta lyfti stöngin til þess að halda við hinu margnefnda jafnvægi byggðanna. Oss ber að fanga hverju því átaki, sem gert er til aukinnar skógræktar, og það er skylda hvers manns að leggja því máli lið með hverjum þeim hætti, sem honum er hentast. Það er þegar reynsla vor, og sömu sögu Naumast hlustum vér svo á útvarpsfrétt, að ekki kveði þar við orðin „ögranir heimsvalda- sinna“, þegar hermd eru á orð og ummæli kommúnistaleiðtog- anna um heimsmálin og deil- urnar í Viet-Nam, Kongo og víða annars staðar. Og svo mjög staglast hið íslenzka útvarp á þessu, og blöðin taka undir són- inn, með kommúnistablöðin í fararbroddi, að líklega fer al- menningur að trúa því áður en langt Iíður, að hér sé um ögranir að ræða, og hin vestrænu ríki séu einu heimsveldissinnarnir í heiminum. Enda munu refirnir til þess skornir. En í hverju eru þessar ögranii fólgnar? Jú, þær eru fólgnar í því, að veita yfirgangi komm- únistisku rikjanna viðnám. Síð- ustu áratugina hafa engin ríki unnið markvíst að því að leggja undir sig önnur lönd og undir- oka aðrar þjóðir en kommún- istaríkin. Framsókn Rússa vest- ur á bóginn var í bili stöðvuð með stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Bandaríkin stöðvuðu sókn Kínverja i Kóreu, og hafa um langt skeið leitast við að stöðva sókn kommúnista í Viet- Nam, þótt erfiðlega hafi gengið. En að verjast yfirgangi komm- únista heitir á þeirra máli ögrun heimsvaldasinna. Hins vegar er vandlega þagað um það, hversu kommún.istaríkin hvarvetna um heim skapa óró og veita upp- reisnarmönnum gegn löglegum stjórnum stuðning bæði leynt og Ijósl. Það var ekki ögrun við neinn að þeirra mati, þólt settar væru upp herstöðvar á Kúbu. Það er ekki ögðrun við heims- friðinn, þótt haldið sé uppi skæruhernaði í Kongó, og Rúss- ar og fylgifiskar þeirra séu vel á veg komnir að eyðileggja sam- lök Sameinuðu þjóðanna, af því er að segja úr nágrannalöndum vorum, að skógræktarfélögin séu einn bezti stuðningurinn, sem almenningur getur veitt þessum málum. Þau tengja fólkið sam- an um hugsjónina, og þótt skerf- ur hvers einstaklings sé smár, þá safnast þegar saman kemur. Eg vil því skora á menn að ganga í skógræktarfélögin, og leggja hönd að því sameiginlega átaki ,sem þarf til þess að klæða fjallið, heldur fyrr en síðar. að þær liafa leitast við að koma þar á friði. Og út um allan heim er sami áróðurinn rekinn, með blekking- um og hugtakabrengli er leitast við að ryðja kommúnismanum braut, og um leið yfirráðum Rússa og síðar Kínverja. Ef vér v.iljum líta á málin eins og þau eru í raun og veru, þá er stefna kommúnistaríkjanna eina ákveðna heimsveldisstefn- an, sem rekin er í heiminum, og kommúnistar einu heimsvalda- sinnarnir. lleynt er að blekkja binar fákænu þjóðir, sem ný- lega liafa losnað undan nýlendu- okinu til fylgis við kommún- ismann undir því yfirskini, að liann sé leið þeirra til frelsis. Enda þótt liann einungis færi þeim nýja fjötra, og yfirdrottn- un erlends valds. Og raunalegt er til þess að vita, að góðir og gegnir menn Framhald af 1. síðu. þessu sambandi séu veittar á yfirstandandi þingi.“ Eins og sjá má af ofanriluðu, er nú komin nokkur lireyfing á þessi mál. Utreikningar þeir, sem getið er i álykluninni og Knútur Ottersledt rafveilustjóri hefur gert, sýna ljóslega, að nývirkjun Laxár er fjárhagslega eins hag- stæð eða öllu hagstæðari en há- spennulína frá Búrfellsv.irkjun. Einnig má fullyrða, að Laxár- virkjun veitir meira öryggi en umrædd lína. Það er því fullkomið nauð- synjamál, að keppl verði að því einhuga að fá þá lausn virkjun- armála hér. Annað mál er svo, að ekki verður fullyrt á þessu sligi málsins, hvenær hagkvæm- Frá Raufarhöfn Framhald af hls. 1. skipið, sem strandaði hérna í vetur, Susanna Reith. Nú er bú- ið að ná því í tvennt og taka aflurhlulann frá, því meiningin er að fleyta honum annað hvort hingað inní liöfn, eða jafnvel suður, þar sem takast mætti að bjarga vélum og öðru nýtilegu. Þá vil ég einnig geta þess í lokin, að Jóhann Jónsson, sem verið befur kaupfélagsstjóri hér, lætur nú af störfum, en við tek- ur Þorvarður Ólafsson úr Reykja vík. skuli láta blekkjast, annað hvort vegna þess, að þeir nenna ekki að hugsa málin, eða af því að þeir trúa því, að allir viðhlæj- endur séu vinir. Vér íslendingar höfum löng- um hæll oss af því, að þjóðin væri gáfuð og vel menntuð, samt leyfum vér oss það kæruleysi og hugsanaleti, að stagast á slag- orðum kommúnista, sem þeir varpa fram í áróðursskyni. Með því er smámsaman verið að svæfa þjóðina. Það þurfti blóðuga heims- styrjöld, til þess að bjarga heim- inum úr helgreipum nasismans. Hörmuleg væru þau örlög frjálsra þjóða, ef öllu því blóði hefði verið úlhellt til þess eins, að þær yrðu síðar malaðar undir járnhæl rússnesks eða kínverks kommúnisma, en enginn veit hvað koma kann, ef flotið er sofandi að feigðar ósi. ast sé að byrja framkvæmdir, enda þótt gera megi ráð fyrir, að þær dragist ekki leng.i úr þessu. Þá sýna útreikningarnir, að þótt virkjunin sé dýr, geti hún þó fullkomlega staðið und- ir kostnaðinum, og er slíkt vit- anlega höfuðatriðið, þegar um er að ræða útvegun lánsfjár til framkvæmdanna, og hag almenn ings á orkusvæðinu. Eins og ályktunin ber með sér, ef nú þegar send áskorun á ríkisstjórn og Alþingi, að veita nauðsyidegar heimildir og fyr- irgreiðslur um hina nýju virkj- un. Er þess því að vænta, að eigi líði á löngu áður en einhver tíð- indi gerast í þessu mikilvæga hagsmunamáli vor Norðlend- inga. æ\if Ki/psin GdI^IÍIIdM Messa: Messað verður í Akur- eyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 434, 106, 226, 203. B. S. Æskulýðsfélag Akurcyrarkirkju - Drengjadeild heldur fund fimmtu- dagskvöldið kl. 8. — Stúlknadeild- inni er boðið á fundinn. — Mætið vel. — Nýir félagar velkomnir. — Stjórnin. Framlög til Daviðshuss: Asta og Pétur Jónsson kr. 1000 - Kristján Kristjánsson 300 - Sigtryggur Þor- björnsson 500 - Sigriður Kristjáns- dóttir 100 - Helga Kristjánsdóttir 100 - Kristín Jónsdóttir 100 - Guð- rún Gunnarsdóttir og Steingrímur Davíðsson 400 - Guðrún Bene- diktsdóttir 200 - Elsa Lára Svavarsdóttir 200 - Björg og Svavar Jóhannsson 400 - Aðalheiður Gunn arsdóttir og Hallur Sigurbjörnsson 400 - Ingibjörg Sveinsdóttir og Arni Jóhannesson 400 - Sigrún Bjarna- dóttir og Matthías Sveinbjörnsson 200 - Jónína Guðmundsdóttir og Sveinbjörn Matthíasson 200 Kristin Jóhannesdóttir 100 - Ein- hildur Sveinsdóttir og Marteinn Sig urðsson 1000. -— Leiðrétting við lista yfir söfnun til Davíðshúss, sem birtur var 10. þ. m. Standa átti: Jóhann G. Sigfússon 500 - Hall- grímur Sigfússon og Rósa Stefáns- dóttir 500. —- Beztu þakkir. Söfn- unarnefndin. Framlög i Davíðshús: Jón Þorsteinsson og Margrét Elíasdóttir 1000 - Steinþór Helgason 500 - Guðríður Brynjólfsdóttir 500 - Guð- rún Sigtryggsdóttir 300 - Bjarkey Gunnlaugsdóttir 200 - Björg Stein- dórsdóttir og Kristján Sævaldsson 400 - Halldóra Ólafsdóttir 500 - Sigurður Ólafsson 500 - Trausti G. Hallgrímsson 400 - Þórður Jóna tansson 1000 - M. G. G. 500 - Jakobína Vilhjálmsdóttir 500 - Kol brún Jónsdóttir, Akranesi 100 - Fjölskyldan Hrafnag.str. 23 500 - Arni Friðgeirsson og Kristin Bene- diktsdóttir 500 - Snorri Sigfússon 1000 - Safnað af Katli Indriðasyni, Fjalli 3300. — Beztu þakkir. — Söfnunarnefnd. Hinir margejtirspurðu TEKATLAR úr leir loksins Icomnir. Þrjár stœrðir. Iiagstœtl verð. Kaupfélag verkamanna Kjörbúð ,Ögranir heimsvaldasinna' iXyvirkjiiu Laxár

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.