Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.03.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 18.03.1965, Blaðsíða 4
FIJNDUR ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR heldur fund að Hótel Varðborg (uppi) fimmtu- daginn 18. þ. m. kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: Útgerðarmál. Félagsmenn fjölmennið og takið með gesti. Stjórnin. t Frá barnaskcmmtun Oddcyrarskólans. Börnin fara með kvæðið „Litlu hjónin" eftir Davíð Stefánsson. (Ljásm. N.H.). FERÐA- KYNNING í SJALFSTÆÐISHUSINU á Akureyri. Fimmtudaginn 18. marz kl. 20.30 verffur flutt stutt ferffa- kynning og sýndar myndir frá Kanaríeyjum og Rúmeníu í Sjálfstœffishúsinu á Akureyri. Dans á eftir. Allir velkomnir. — Aðgangur ókeypis. FERÐASKRIFSTOFAN LÖHD & m AKUREYRI viff Geislagötu SÍMI 12940 NÝKOMIÐ Mikið úrval af SÆNGURVERALÉREFTI Ennfremur D AM AS K m. teg. Kaupfélag verkamanna VEFNAÐARVÖRUDEILD Léleg hrognkelsoveiði Netin dregin upp vegna ísreks. Húsavík, 13/3. Atvinnuástandið hér er mjög alvarlegt og hefur ekki um ára- hil veriff jafn ískyggilegt. Brezkur togari strandar við Vestmannaeyjar Brezki togarinn Donwood frá Aberdeen strandaði við Heimaklett s.l. mánudag. Hafði skipið stöðvað fyrir utan höfn- ina í Vestmannaeyjum og beið eftir hafnsögumanninum, en þá bilaði vélin og skipið rak stjórn- laust upp að Heimakletti. Nem- ur stefni togarans alveg við klettinn, og fjaran þar sem skip- ið liggur er mjög stórgrýtt. Mik- ill leki kom að skipinu og er með öllu talið vonlaust að tak- ast megi að bjarga því af strand- staðnum. Skógraektarmenn þinga Framhald af bls. 1. Góður rómur var gerður að ræðum framsögumanna, og hófust síöan fjörugar umræður, þar sem margir tóku til máls og lýstu .sínum sjónarmiðum. Ekki verða þær raktar hér, þó verður að minna á tvennt, sem fram kom. Jón Rögnvaldsson taldi, að ekkert væri betur fallið til þess að gera bændur virka affila í skógræktinni, en að auka skjólbeltarækt, og að skógrækt- arfélögin tækju höndum saman við bændur í þeim efnum. En Tryggvi á Laugabóli skýrði frá merkilegri fjársöfnun meðal manna í Þingeyjarsýslu til skógræktar, hefðu. þegar safn- azt um 50 þúsund, en hann von- aðist eftir að söfnunin mundi ná 100 þúsundum, og væri það félaginu ómetanlegur styrkur. AS öðru leyti bar margt á góma, auk félagsmálanna, svo sem landspjöll og gróöurvernd. Var fundurinn allur hinn ánægj ulegasti. Greinilega kom fram, að vel er unniö að þessum málum hér nyrðra, en þó skortir enn á að félögin séu nægilega fjölmenn, og hafi nægjanlegt fé undir höndum. En slarfsemU þeirra sannar ótvírætt, að þar er rétt stefnt. Það verði skógræktar- félög.in, sem skapi málinu það almenna fylgi og áhuga, sem nauðsynlegt er til þess að sigur náist. Og eitt er víst, skógrækt- armáliö er eitt af velferðarmál- um þjóðar vorrar, og því mikið undir því komið að því megi vel vegna. Þrír af bátunum, sem héðan hafa róið að undanförnu eru farnir á net suður. Freyjan verð- ur í Keflavík og Farsæll og And- vari í Ólafsvík. Hvorttveggja er, að algert aflaleysi hefur verið hér í vetur og svo gerir ísinn það að verkum að ekkert verð- ur aðhafst og hafa bátarnir leg- ið í landi í góðu veðri undan- farna daga vegna hans. íshröngl er nú komið hér inn á miðjan flóa, rokkar til eftir Mcrlir Útsýnisflug með „Friendship“ Að sumri efnir Flugfélag Is- lands til útsýnisflugferða með hinni nýju „Friendship“ skrúfu- þotu, sem félagið mun taka í notkun á ílugleiðum innan lands í byrjun maí. „Friendship“ skrúfuþoturnar eru sérlega vel til slíkra flug- ferða fallnar; vængur ofan á bol og stórir sporöskjulagaðir gluggar á farþegarými veita far- þegum ákjósanleg skilyrði til útsýnis. Tvær leiðir, önnur yfir suður- Verkfall hjá nokkrum iðnfyrirfækjum á Akur- eyri Akureyri, 17. marz. A mánudag hófst verkfall hjá nokkrum iðnfyrirtækjum á Ak- ureyri. Undanfarið hafa deilu- aðilar gefið út fréttatilkynning- ar varðandi deiluna, sva að að- dragandi hennar verður ekki rakinn hér. Sáttasemjari heraðs- ins, Steindór Steindórsson, hélt fund með deiluaðilum s.l. föstu- dag, en samkomulag náðist ekki. Formaður Iðju, Jón Ingimars- son sagði, er Alþm. leitaði frétta hjá honum, að engar viðræður hefðu síðan farið fram og engin tilboð borizt. Deilan stæði um 3% launahækkun sem þeir teldu að öllum iðnrekendum bæri að greiða sem samsvörun til vinnu- vikustyttingar er kom til fram- kvæmda eftir samninga milli Iðju og verksmiðja S.I.S. og K.E.A. 60 til 70 manns eru í þessu verkfalii. Samninganefnd Iðju skipa þessir menn: Jón Ingi- marsson, Jón Laxdal, Hjörleifur Hafliðason, Kjartan Sumarliöa- son og Guðmundur Hjaltason. Síðustu fregnir sem fengizt hafa af verkfallinu eru þær, að boðaður hafi verið samninga- fundur í dag kl. 4. vindátt og má búast við að það reki á fjörur þá og þegar. Menn voru nýbyrjaðir að leggja grásleppunætur, en í gær tóku menn almennt upp, af ótta við að missa veiðarfærin, og svo mikið skrið var á ísnum að sumir náðu ekki öllum netun- um. Annars hefur hrognkelsaveiði verið mjög rýr það sem af er. Rauömagaveiöi hefur líka verið rýr, en hann hefur að mestu verið fluttur á bílum til Akur- eyrar. Rigféligsím hluta landsins og hin yfir vest- anvert landið, hafa verið valdar og munu veðurskilyrði ráða livor leiðin verður flogin hverju sinni. Bæklingur með leiÖbeining- um, myndum og upplýsingum um það sém fyrir augu ber í út- sýnisflugferðunum, er í undir- búningi hjá félaginu og mun verða afhentur farþegum áður en lagt er af stað í ferðirnar. Ráðgert er að fyrsta útsýnis- flugferöin meö „Friendship“ verði farin sunnudaginn 6. júní. Kynnisferðir til Grœnlands. Grænlandsferðir Flugfélags íslands með skemmtiferðafólk, hafa frá upphafi átt vinsældum að fagna og eftir því sem árin líða hafa fleiri og fleiri lagt þangað leið sína. Á sumri komandi ráðgerir Flugfélag íslands sextán ferðir til Grænlands með skemmti- ferðafólk, þar af tíu eins dags ferðir til austurstrandarinnar og sex fjögurra daga ferðir til hinna fornu íslendingabyggða á vesturströndinni. Eins dags ferðirnar hefjast 27. júní. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 8.30 að morgni og flogið til Kulusuk, þar sem dvalizt verður um daginn. M. a. veröur þorpið Kap Dan heirn- 1 sótt. Bifreið til sölu Tilboð óskast í bifreiðina \—35 Mercedes Benz 1960, gerð 180. Tilboðunum sé skilað í pósthólf 197 fyrir 21. þ. m. ALÞÝOU rvi A O IJ N I N N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.