Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.09.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 23.09.1965, Blaðsíða 7
 \WV MINNING Jón Arngrímsson Fæddur 11. júlí 1910 . Dáinn 12. ágúst 1965 7 FLESTUM er þann veg farið, að er þeir mæta sér ókunnug- um manni, verður þeim fyrst fyrir, að líta á yfirbragð mnns- ins og leggja á það einhvern dóm. Hversu sem sá dómu’r- stenzt við nánari kynningu. Svo fór mér þegar ég hitti Jón Arngrímsson fyrsta sinn, og leizt mér svo á manninn, að engum mundi hann til miska gera, eða cþæginda á nokkurn hátt, að eigin vilja. Þeim dómi varð aldrei hnekkt alla okkar við- kynningu. Aldrei leitaði ég mér hjá Jóni, nákvæmrar vitneskju um ætt hans og uppruna, enda var kunningsskapur okkar með þeim hætti, að næg voru um- ræðuefni önnur. Okkar við- kynning hófst til sjós, og þar endaði hún á svo sviplegan hátt, sem raun ber vitni. Það mætti kannske segja sem svo, að slík atvinna væri ekki til þess fallin að gera menn milda í lund og viðkvæma. Á það skal ég engan dóm leggja. En Jón Amgrímsson var sjómaður, og hann er einn þeirra fáu manna, sem ég hefi mætt á lífsleiðinni og get með sanni sagt, að hafi reynzt mér á allan hátt ljúf- menni. Hann var ekki alltaf klæddur í kjól og hvítt, né vel fyrir kallaður, en engan hefi ég enn fyrir hitt, sem haft gæti eftir honum styggðaryrði um aðra. Barngæzka hans var ein- stök, og sjaldan sá maður hann svo á götu, að ekki væru börn þar í nálægð. Aldrei vissi ég hann blaka til þeirra hendi, þó að þau gerðuSt hávaða- og ærslagjörn, svo sem börnum er títt. Oftar vék harin að þeim einhverju góðgæti eða smápen- ingum. Ekki veit ég hvort þeir peningar hafa allir farið til þarfa, en söm var hans gjörð: Að gleðja. — Eitt sinn sagði Jón mér sögu, sem mér er mjög minnisstæð. Atvik það, er sagan greinir frá, gerðist þegar Jón var vinnu- maður að vetrarlagi, á bæ ein- um á Suðurlandi. Það var haust og öll nálæg vötn ísilögð, nema einn hylur þar skammt frá bænum. Á þessum hyl, héldu til álftahjón með unga sína tvo. Jón hafði haft mikla ánægju af þessum fuglum og oft virt fyrir sér tign þeirra og fegurð, og dáðst að. Einhverju sinni bar svo við, að Jón þurfti erinda á aðra bæi, og dvaldist daglangt. Þegar hann kom heim ‘ um kvöldið, sá hann að álftirnar voru horfnar af hylnum. „Og þegar ég gekk inn göngin, þá lagði lyktina á móti mér. Þá höfðu þeir,“ sagði Jón. „Hugs- aðu þér. Þá höfðu þeir skotið blessaða fuglana“. Og ennþá eftir öll þessi ár, viknaði Jón, þegar hann minntist álftanna sinna á hylnum. Það var- þessi ást, sem hanri bar til alls lífs, og þó einkum þess gróðurs, sem í skugganum óx, sem mér fannst ætíð ein- kenna Jón. Stjórnmálaáhugi Jóns var mjög mikill og þurfti enginn að vera í vafa um hans meiningu á þeim málum, en þar sem annarsstaðar fylgdi hann þeim að málum, sem hann áleit að bezt mungu gagnast smælingjanum.. Til sjós var Jón allra manna samvizkusamastur við verk sín, og mátti oft sjá, að þegar líkamann þraut máttinn, var mikíll vilji eftir. En Jóns sannasta og mesta áhugamál var orðsins list. Bund in og óbundin íslenzk tunga var honum ætíð efst í huga. Hann mun eitthvað hafa ritað óbund- ið, en ekki veit ég til þess, að neitt af því hafi birzt á prenti. Eina Ijóðabók gaf hann út, sem hann nefndi „Úr eski móður =>CKX* =s Kveðjur í Dæli EG ÆTLA, þótt seint sé, að biðja Alþýðumanninn fyrir beztu kveðjur að Dæli í Skíða- dal, til hjónanna Kristínar Ósk- arsdóttur og Gunnars Rögn- valdssonar, en þann 16. þ. m. átti Gunnar fimmtugsafmæli, en Kristín 45 ára afmæli, og einnig hinn sama dag áttu þau 20 ára hjúskaparafmæli. — Al- þýðumaðurinn hefir fregnað, að dalsbúar hafi fjölmennt að Dæli á afmælisdaginn, enda hjónin vinmörg. BúskapUr þeirra hefir verið farsæll og má með réttu segja, að Ðæli sé með stærstu jörðum í Svarf- aðardal. Gunnar er nú formað- ur Búnaðarfélags Svarfdæla. minnar“. Þetta Ijóðakver gaf hann mér einu sinni, og ætlaði að rita nafn sitt á það síðar. Það dróst á langinn eins og oft vill verða, enda fannst okkur ekkert liggja á, við ættum eft- ir að verða mikið saman enn. En á skammri stund skipast veður á lofti, og nú á ég aðeins lítið ljóðakver með auðu saur- blaði. Já, samvistir okkar end- uðu of fljótt, en minningin lifir í huga okkar allra skipsfélaga hans. Minningin um verk hans um borð, og vísurnar, sem hann orti og festi upp í borðsalnum við ýmisleg tækifæri. Við þökk- um honum af heilum hug, og vonum að nú geti hann horft á álftirnar sínar synda á bláum vötnum, sem aldrei verða ísi lögð. í heimi, þar sem enginn kaldlyndur bóndi freistast til að bera þær hjúum sínum á borð, á köldu vetrarkvöldi. Hafðu þökk, Jón. Sigurður Anton Friðþjófsson. N Y K O M I Ð : Mikið úrval af GLÖSUM í settum, mjög falleg. BITLASTYTTUR BLOMABUÐ VASAR á leiði. BLÓMABÚÐ Afar fallegar ÞYKKAR ORLON-PEYSUR nýkomnar. Einnig: HVÍTAR og SVART- AR LANGERMA NET-PEYSUR Verzl. ÁSBYRGI GJAFAVÓRUR í miklu úrvali. VERZLUNIN HÖFN. Dalvík ^ "=s lí A R N A'SAG A ÁLÞÝÐUM ANNSINS Ffallgangan % eftir ,MÁ SNÆDAL 1 íjEIR voru löngu vaknaðir bærðurnir á Heiði, áður en *- morgunsólin reis yfir Klettafjall, sunnudagsmorgun einn á túnaslætti.ÁliiiÖrðjuií iþeirra frá í gærkveldi, þá er þeir voru að flytja- lirQssín i' haga, mun hér hafa um valdið. Þeir ætluðu nefnilega að klífa Klettafjall, konung fjallanna í dalntim. Fjallið -er þeir höfðu oft liorft löngunaraugum til, fjallið er bæði freistaði þeirra og læddi kölduin hroll niður bak þeirra, þá er állur dalurinn dunaði og næstum titraði er stórgrýtisbjörg brugðu sér á leik í hlíðum þess og sentust sillu af sillu í tröllauknum dansi, unz þau kvörnuð- ust sundur í urðinni fyrir neðan rætur fjallsins. Meðan þeir voru minni greip þá alltaf skelfing, er þeir heyrðu að fjallið var farið að ,,hlægja“ eins og þeir kölluðu það og flúðu þá oft inn til mömmu silinar er „hláturinn“ varð úr hófi fram tröllslegur en smátt og smátt, eftir því sem þeir urðu stærri vaknaði hjá þeim löngun um að kynnast fjallirtu meira en álengdar og nú var svo komið að Klettafjal 1 var eina fjallið í dalnum er þeir höfðu ekki klifið og nú átti það að ske í dag. Því var það engin furða þótt svefninn væri léttur og beðið eftir því að mamma vaknaði. Þeir þurftu að biðja hana um leyfi til að skreppa upp á Brún. Að þeir ætluðu að klífa Klettaf jal 1, varð að vera leyndarmál, mamma myndi aldrei leyfa það. Hún vissi að fjallið var hættulegt. Þar hafði einn bróðir hennar hrapað til bana í fjárleitum. Já, en þá var ausandi haustrigning, en nú var heiður júlídagur og sólin var risin upp yfir gnípur fjallsins. Bara að mamma færi nú að vakna. (Framhald í næsta blaði). S .......... S Frá Sjálfsbjörg: Góðir Akureyringar og nærsveitamenn! Hinn árlegi fjáröflunardagur Sjálfsbjargarfélaganna verður næstkomandi sunnudag, 26. þ. m. Eins og að undanförnu leitunr við til ykkar allra um stuðning, nteð því að sel ja merki og blöð samtakanna, sem ungl- ingar munu bjóða á sunnudaginn. Takið þeim vel. Kaffisala verður að Bjargi kl. 3 e. h. NEFNDIN.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.