Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.05.1966, Qupperneq 7

Alþýðumaðurinn - 26.05.1966, Qupperneq 7
Sumaráætlun Flugfélags Islands 1966 Fleiri ferðir - betri samgöngur en nokkru sinni fyrr innan lands og milli landa I SUMARÁÆTLUN Flugfélags íslands gekk í gildi um síð- astliðinn mánaðarmót og fjölgar nú ferðum, í áföngum, á flug- leiðum innanlands og milli landa. < Sumaráætlunin.í ár, er sú yfir gripsmesta til þessa í sögu fé- fagsins. Milli íslands og útlanda verða, þegar áætlunin hefir að . íullu gengið í gildi, sautján ferð jr í viku, og frá Reykjavík verða 73 ferðir í viku til hinna ýmsu staða innanlands, auk ferða milli staðá úti á landi. Efíir að sumaráætlun innan- lands hefir að fullu tekið gildi munu Friendship skrúfuþoturn- ar annast innanlandsflugið að meirihluta. í mai mánuði munu DC-3 flug vélar fljúga á nokkrum flugleið um, sem áætlaðar höfðu verið með Friendship vegna þess að afhendingu TF-FIK seinkar þar til síðast í maí. Samkvæmt heim ildum frá Fokker verksmiðjun- um, er ástæðan sú, að seinkun varð á afhendingu hluta, sem framleiddir eru í öðrum verk- smiðjum. MiIIilandaflugið. Sem fyrr segir fljúga „FAX- AR“ Flugfélagsins nú fleiri ferð ir milli landa en nokkru sinni íyrr. Þegar sumaráætlunin hefir að fullu gengið í gildi verða átta ferðir í viku til Glasgow, fjórar beinar ferðir til London, á þriðjudögum, föstudögum, laug ardögum og sunnudögum. Til Kaupmannahafnar verða þrettán ferðir í viku, þar af þrjár beinar ferðir frá Reykja- vík, á miðvikudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Til Osló verða tvær ferðir í viku, á mánu dögum og fimmtudögum og til Færeyja, Bergen og Kaup- mannahafnar á þriðjudögum. Brottfarartími í millilandaflug- inu verða: Til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 08.00. Til London kl. 09.00. Til Færeyja, Bergen og Kaupmannahafnar kl. 09.30. Beinar ferðir Reykja- vík—Kaupmannahöfn kl. 10.00. Til Osló og Kaupmannahafnar kl. 14.00. Innanlandsflug. Elns og í millilandafluginu, fjölgar einnig áætlunarferðum innanlands að mun. Þegar sum- aráætlunin hefir að fullu geng- ið í gildi verður fluginu hagað þannig: Frá Reykjavík til Akureyrar verða þrjár ferðir á dag, nema á miðvikudögum, þá eru tvær ferðir. Af þessum tuttugu ferð- um í viku verða 18 með Friend- ship og tvær með DC-3 flug- vélum. Til þessa hafa miðdagsferðir milli Reykjavíkur og Akureyr- ar oftast haft viðkomu á fleiri stöðum norðanlands. í sumar verða þessar ferðir að mestu leyti flognar beint milli stað- anna t. d. á föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Til Vestmannaeyja verða 18 ferðir í viku, þar af þrjár á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum, en tvær ferðir aðra daga. Fjórtán ferðir verða flognar með Friend ship og fjórar með DC-3. Til Egilsstaða verða ellefu ferðir í viku beint frá Reykja- vík, en auk þess ferðir um Akur eyri á þriðjudögum, fimmtudög um og á sunnudögum frá fsa- firði, Akureyri og Höfn í Horna firði. Til ísafjarðar verða ferðir alla daga vikunnar. Til Hafnar í Hornafirði verða 4 ferðir í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Sauðárkróks verða einnig fjórar ferðir, og sú nýbreytni FERMINGARBÖRN á MöðruvöIIum hvítasunnudag, 29. maí kl. 2. Hafsteinn Baldursson Hjalteyri. Jón Viðar Þorsteinsson Brak- anda. Klængur Stefánsson Hlöðum. Sveinn Jóhann Friðriksson Bragholti. Valgeir Guðmundsson Auð- brekku. Valgeir Anton Þórisson Auð- brekku. Þórarinn Helgason Kjarna. Þröstur Þorsteinsson Mold- haugum. Eygló Gunnarsdóttir Djúpár- bakka. Helga Elísabet Ólafsdóttir Gils- bakka. Jónína Aðalsteinsdóttir Baldurs heimi. Sigrún Arnsteinsdóttir Stóra- Dunhaga. tekin upp, að flogið verður milli Reykjavíkur og Sauðárkróks án viðkomu annars staðar, á mánu dögum, miðvikudögum, föstu- dögum og laugardögum. Til Húsavíkur verða þrjár ferðir í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Patreksfjarðar verður einnig flogið þrisvar í viku, á »þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Fagurhólsmýrar verður flogið á miðvikudögum. Til Þórshafnar og Kópaskers verður flogið þrisvar í viku, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. í sambandi við sunnudagsferð ina frá Reykjavík til ísafjarðar skal þess getið, að flugvélin held ur áfram frá ísafirði til Akur- eyrar, Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði, snýr þar við og hef- ir viðkomu á sömu stöðum. Fyr- ir þá, sem vilja skoða landið úr lofti er hægt að fljúga með þess um ferðum kl. 10.00 á sunnu- dagsmorgni frá Reykjavík, fara alla leið til Hornafjarðar og aft- ur til Egilsstaða, en taka þar flug beint til Reykjavíkur. í sambandi við flugferðir inn anlands verða í samráði við um ferðardeild póstþjónustunnar og sérleyfishafa, skipulagðar áætl- unarbílferðir til byggðarlaga í nágrenni flugvallanna. Brautskráðir iðnnemar (Framhald af blaðsíðu 4) Stefán Baldursson, húsasm. Stefán Stefánsson, bifvélav. Sveinn Ríkarðsson, rafvirki. Sverrir V. Pálmason, húsgagnasm. Sævar Jónatansson, húsasm. Sævar G. Kristjánsson, húsgagnasm. Sævar Sæmundsson, rafvirki. Tómas Sæmundsson rafvirki. Tryggvi Valdimarsson, bifvélav. Tryggvi D. Friðriksson, húsasm. Valur Baldvinsson, rafvirki. Viðar Daníelsson, húsasm. Þorsteinn Þorsteinsson, skipasm. Þórarinn Kristjánsson, vélv. Þórhallur Ægir, skipasmiður. Ævar Jónsson, múrari. Orvar Kristjánsson, bifvélav. Brautskráðið úr 3ja bekk: Dagur Hermannsson, kjötiðnaðarmaður. Ragnheiður Ólafsdóttir hárgr.m. Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, hárgr.m. Jóhann K. Sigurðsson, húsasm. Jón Dan Jóhannsson, ketil- og plötusmiður. Jón M. Óskarsson, rafvélavirki. Július Björnsson, pípul.m. Kristinn H. Jóhannss., bifvélav. Kristján Jóhannesson, bifvélav. Kristján Karlsson, bifvélavirki. Magnús A. Ottósson, rennism. Númi Friðriksson, húsasmiður. Ófeigur Jóhannesson, rafvirki. Páll A. Alfreðsson, húsasmiður. Páll Pálsson, húsasmiður. Pétur Pétursson, skipasmiður. Reynir Brynjólfsson, múrari. Sigtryggur Benediktss., húsasm. Sigurður Jakobsson, húsasm. Smári Sigurðsson, múrari. Snæbjörn Þórðarson,' þrentari. Stefán Árnásoh, húsasm. ÞÓRARINN Á TJÖRN ÁTTRÆÐUR í" DAG á Þórarinn Kr. Eldjárn hreppstjóri á Tjorrr í Svarþ- aðardal 80 ára afriiaéli. Þórarinn á Tjörn er héraðsþekktur mað- ur og meira en það. Hann er landsþekktur fyrir farsæl störf um áraraðir. AM sendir Þórarni hugheilar árnaðaróskir og vænt ir þess að enn megi Svarfaðar- dalur lengi njóta starfs hans, drenglyndis og göfugmennsku. Karlakór Akureyrar KARLAKÓR AKUREYRAR hélt nýlega þrjár söngskemmt- anir hér á Akureyri við ágætar undirtektir. Síðan söng hann á Grenivík 15. þ. m., og annan hvítasunnudag heldur karlakór- inn samsöng í Laugarborg kl. 9.30 e.h. Á eftir verður haldinn dansleikur. Söngstjóri er Guðmundur Jó- hannsson og einsöngvarar 8 tals ins. Undirleikari er Kristinn Gestsson. ÞRESTIR í HEIMSÓKN KARLAKÓRINN ÞRESTIR í Hafnarfirði fljúga til Norður- lands á laugardaginn, syngja á Húsavík þann dag og í Skjól- brekku um kvöldið. Til Akur- eyrar koma þeir um nóttina og syngja í Samkomuhúsinu kl. 5 á hvítasunnudag. Héðan fara Þrestir til Sauðárkróks og halda söngskemmtun þar. Stjómandi kórsins er Herbert Hriberschek. r Avextir: NÝIR NIÐURSOÐNIR ÞURRKAÐIR Danskar FORMAKÖKUR og KRINGLÚR KAUPfÉLAG VERKAMANNA Menntaskólanemar til Noregs IVIÐTALI við Karl Jörunds- son forstjóra Ferðaskrifstof- unnar Sögu kom það fram, að 5. bekkur MA mun leggja leið sína til Noregs á hvítasunnudag og munu þátttakendur verða 82. Ferðin mun taka 8 daga, og far- arstjóri verður Steindór Stein- dórsson yfirkennari. S........"00»'"...... FERMINGARBÖRN í Vallakirkju annan í hvíta- sunnu, 30. maí 1966. Anna Kristín Halldórsdóttir Melum. Ingibjörg Hjartardóttir Tjörn. Sigrún Hjartardóttir Tjörn. Ingibjörg Arnfríður Snævarr Völlum. Steinunn Aldís Helgadóttir Más stöðum. Hafliði Hallur Friðriksson Há- nefsstöðum. Jóhann Ólafsson Ytra-Hvarfi. Sigurhjörtur Sveinn Þórarins- son Bakka. Snorri Ragnar Kristinsson Hnjúki. Sölvi Haukur Hjaltason Ytra- Garðshorni. - Úrslit bæjarstjórn- arkosninganna (Framhald af blaðsíðu 8). hér á íslandi sem fer eftir hug- sjónum jafnaðarstefnunnar. Við sem styrkjum Alþýðuflokkinn hljótum að vera að gera rétt, en mér finnst fylgisaukningin of hægfara enda þótt flokkurinn hafi aukið fylgi sitt um rúmlega 65% hér á Akureyri í bæjar- stjórnarkosningunum núna. Ég verð ekki ánægð fyrr en Alþýðu flokkurinn verður stærsti flokk ur íslands. Því segi ég að kosn- ingu lokinni: Ég vissi að við fengjum 2 menn í bæjarstjórn og var það vel, en betur má ef duga skal. Valgarður Haraldsson segir: Já, vissulega er ég ánægður með sigurinn og þakklátur öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins. Sigurinn verður okkur hvatn ing til að vinna enn betur og standa saman um hugsjónir jafn aðarstefnunnar. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég tek virkan þátt í kosningabar- áttunni og fannst mér afar gam an og lærdómsríkt að starfa með hinu unga og áhugasama fólki flokksins. Þá var ekki sið- ur ánægjulegt að finna það traust og þann hug, sem eldri og reyndari liðsmenn og bar- áttuménn flokksins báru til okkar nýliðanna. Sem sagt, — framtíð Alþýðuflokksins hefur aldrei verið bjartari en nú. 1 Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, INGIBJÖRG BALDVINSDÓTTIR, Laxagötu 6, sem lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 28. maí kl. 1.30 e. h. Ólafur Magnússon, Magnús Ólafsson, ; Sigríður Ólafsdóttir, Hrólfur Sturlaugsson.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.