Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.12.1966, Blaðsíða 10

Alþýðumaðurinn - 14.12.1966, Blaðsíða 10
- Við brúagerð (Fratnhald af blaðsíðu 3) cneira á okkur og því afar örð- ugt að vinna í því með skóflu, ■hvað þá haka. Veður var gott og farið að hlýna, í ánni, því komið var fram yfir miðjan dag, svo okkut' leið sæmilega eftit' atvikum. Ég tók eftir því, að félagi minn stóð tímum sam- an og studdist fram á reku- haldið, sem aðeins stóð upp úr vatninu. Hann virtist ekki gera neitt, nema hvað hann iðaði sér til lítils háttar. Stöku sinnum fór hann með rekuna ofan í vatnið og lyfti henni síðan upp úr því, voru þá á skóflublaðinu 2—3 steinvölur og stundum engin. Þegar ég hafði horft á þessu vinnubrögð góða stund, sagði ég: „Hvað ertu eiginlega að gera, maður? Ertu alveg hættuL- að reyna nokkuð?“ „Nei, blesaður vertu, ég er alltaf að, ég er alltaf að losa.“ „Losa! Hvað áttu við mað- ur?“ „Ég er alltaf að losa með fót- unum. Ég get ekki losað öðru vísi.“ Nú fór ég fyrst að skilja ið- ið í manninum. Og það var ekkert undarlegt, þótt hann kin okaði sér við að böðlast með rekuna niðri I vatninu og með handleggina á kafi, stundum upp undir axlir, og ná þá litlu, þrátt fyrir alla viðleitni. En lít- il var eftirtekjan af starfstíma hans þann daginn. En þrátt fyrir erfiða aðstöðu og tækjaleysi vannst verkið furðanlega og mátti þakka það dugnaði og áhuga verkstjórans. Skömmu eftir að vinna hófst, tóku bændur úr nágrenninu að fala vinnu fyrir sig eða syni sína, og fjölgaði því nokkuð í skákinni hjá okkur um skeið. Tókust vegna þessa nokkur kynni milli okkar og eyfirzku bændanna. Mér fyrir mitt leyti geðjaðist prýðilega að þessu óbrotna og vingjarnlega bænda fólki, og ég held, að svo hafi verið með hina félaga mína, og víst er um það, að vel talar Sveinn Víkingur um eyfirzku bændurna í síðara bindi minn- inga sinna. Mér virtist Eyfirðingar vera glaðlyndir, iðnir og atorkusam- ir, lausir við dtíldni, dramb og þyrkingshátt, sem ég hefi orð- ið var á öðrum stöðum, — þó ekki víða. Sumir bændurnir, sem við unnum með, tóku að bjóða okkur heim, bráðókunn- ugum mönnunum, og þat- feng- um við sykrað skyr og rjóma eða kaffi með pönnukökum, og þetta var veitt af velviid og hlýju. Og húsfreyjurnar voru fúsar að greiða fyrir okkur á 4 marga lund, enda vorum við mjög þurfandi fyrir hjálpsemi þeirra. Við þurftum að fá föt í Eyjafirði 1913 okkar. þvegin, brauðið bakað (stórar pottkökur, sem entust allt að hál|um mánuði) og kjöt soðið, því ekki var annað eldað í tjaldinu en vatn. Það var hit- að um morgun og miðjan dag, í kakó eða te eftir geðþótta neyt- enda og hafragrautur soðinn að kvöldi. Kaffi var forboðinn drykkur í tjaldinu, því enginn nennti að búa það til eða þvo upp kaffiílát. Alltaf var okkur tekið hið bezta er við komum heim á bæina til að sækja þvott eða aðrar nauðsynjar. Söm varð reynsla mín næstu sumur með- an ég vann við Eyjafjarðar- brautina. Nokki-um árum síðar var ég um skeið við vegagerð vestur á Þelamörk, og ekki var reynsla mín lakari af Hörgdæl- um. En það er önnur saga. Síð- an hefir mér alltaf verið hlýtt til Eyfirðinga. Eitt sinn er við vorum að vinna við veginn yfir Finna- staðareyrar kom til okkar aldraður maður. Hann var að koma frá Akureyri, og hefir ef til vill haft eitthvað pínulítið í kollinum. Hann heilsaði okkur glaðlega og tók okkur tali. Fór hann að spyrja okkur hvaðan við værum o. fl. Er við spurð- um hann að heiti, hvaðst hann heita Sigtryggur og vera bóndi á Halldórsstöðum langt frammi í friði. Einhverjir okkar höfðu heyrt þess getið, að bóndi þessi ætti óvenju fagrar dætur. Og því gall í einhverjum: „Átt þú ekki margar fallegar dætur?“ Karl hló við og svaraði: „Sá talar mest um Ólaf konung, sem aldrei hefir heyrt hann né séð. En þær eru nú flestar gift- ar, svo lítið er eftir handa ykkur.“ Þá tóku strákarnir að spyrja, hvernig honum litist á sig fyrir tengdason. Man ég nú ekki nema eitt tilsvar karls. Einn okkar var miklu lengstur og líklega grennstur. Þegar hann bar upp sína spurningu, svaraði karl: „Þú ert nú rétt eins og hálfbrotið hrífuskaft og ekki líklegur til mikils.“ Var þá mikið hlegið, Áður en við skild um, bauð karl okkur að heim- sækja sig einhvern sunnudag Um sumarið. Hétum við því. Einhvern veginn tókst okkur að Útvega hesta til fararinnar. Og svo rann upp hinn ákveðni sunnudagur, bjartur og fagur. En þá gerðist nokkuð, sem næStum hafði siglt þessari fyr- irætlun í strand. Kristinn átti þáð til að vera mjög stríðinn. Tók hann' að stríða Georg með ýmsu rrióti, Georg var friðsam- ur alvörumaður og hinn bezti drengry, en viðkvæmur og ■ þoídr illa, kersknina. Endaði þétta með því, áð hann réðst á Kristin. Urðu þar hörku áflog, svo við Gunnar máttum ganga í að skilja þá, en Sveinn V. og Helgi skemmtu sér konunglega. Leit nú ekki vel út með ferða- lagið um tíma. En svo fóru hestarnir að tínast að, sem ætl- aðir voru til ferðarinnar. Og smátt og smátt lægði ófriðar- öldurnar, svo endirinn varð sá, að við fórum 4 í heimsókn til gamla mannsins. Var okkur tekið forkunnar vel og sátum lengi dags hjá bónda við ágæt- ar veitingar og fjörugar sam- ræður. Dóttir bónda gekk um beina, var hún ógift heimasæta, myndar stúlka og fönguleg, en gleymt hefi ég nú, hvað hún hét. Þess má geta, að Sigtrygg- ul* var faðir Sigurlínu á Æsu- stöðum, sem var stórglæsileg og gáfuð kona, og nú er látin fyrir nokkrum árum. Yfirleitt var samkomulag ágætt meðal okkar í tjaldinu, aldrei átök nema í þetta eina skipti. En nokkrar glettingar voru milli þeirra Sveins Vík- ings og Gunnars Benediktsson- ar, sem þá var staðráðinn í að verða prestur „og steinrota ger vallan helvítisher með hugvekj um, bænum og ræðum“ eins og skáldið segir. En Sv. Vík. dá- lítið gamansamur og hætti til að gagnrýna sumt er í Biblí- unni stóð. Hefi ég oft hugsað um örlög þessara félaga minna síðan, sem báðir urðu prestar. Enginn slys eða meiðsli urðu hjá okkur þetta sumar og allir voru stálhraustir allan tímann, þrátt fyrir lélegan aðbúnað að sumu leyti og fábreytt fæði. — Eitt sinn lá þó við slysi, en varð þó aðeins að gamanmálum, því betur. Það var einn heitan sólskins- dag, að við vorum að koma frá miðdegisverði við Djúpadalsár- brú. Sumir okkar höfðu blund- að og voru ekki fyllilega vakn- aðir. Búið var að slá upp fyrir brúnni að miklu leyti. Göngu- brú af plönkum lá frá norður- bakka árinnar suður yfir hana, og var hún tengd við uppslátt- inn. Við stöpulhornið var all- knappt horn, sem sveigja varð fyrir. Óstætt vatn var undir. Einn félaga minna var rétt á undan mér. Bar hann sjóhatt á höfði til að hlífa sér fyrir sól- skininu. Skipti það engum tog- um, að þegar kom að stöpul- horninu, gekk hann beint í ána. Ég bjóst við, að hann hefði farið á bólakaf, en er ég leit niður, sá ég á sjóhattinn upp úr vatn- inu og þóttist vita, að eigand- inn hefði náð taki á uppslætt- inum. Enda reyndist svo, og innan stundar hafði pilturinn komizt upp á göngubrúna með sterklegum tökum, en ekki var á honum þurr þráður. Nú hitt- ist svo á, að gömul kona sat á suðurbakkanum og átti erindi við brúarmenn. Hún hét Guð- rún og var daglega nefnd Gunna frá Rauðhúsum. Naum- ast þarf að taka það fram, að ekki var hún gædd fegurðar- ljóma æskunnar lengur og því stakk einn gárunginn meðal okkar upp á því, að félagi okk- ar hefði orðið svo töfraður af fegurð konunnar, að hann hefði þess vegna gengið beint í ána. Varð að þessu mikill hlátur. En ekki fékkst félagi okkar til að skipta klæðum, þó verk- stjórinn byði honum það, enda veðrið mjög gott. Þetta sumar lærði ég að hræra og blanda steypu. Þótti okkur félögum næsta erfitt að hræra til að byrja með. Verk- stjórinn kenndi okkur handtök in og hrærði oftast með okkur, einkum fyrst. Hrærði hann sem vænta mátti af kunnáttu og skerpu, og var okkur erfitt um að fylgjast með í byrjun. Man ég, að einhver hafði orð á því í miðdegishléinu, að einhver yrði þreyttur, ef svona yrði haldið áfram allt sumarið. — Steypan var öll borin í fötum í mótin. Það var einnig mjög erfitt. En þegar fyrsta brúin hafði verið steypt, kom vél, sem hrærði steypuna. Þótti það mikil bót, en steypan var sem áður borin í fötum í mótin. Öll þessi vinna fór í vana. Við lærðum að beita vöðvaorkunni á réttan hátt og vöðvarnir æfð- ust og stæltust, svo þegar frá leið, fundum við lítið til erfið- isins. , Ég sá um vegagerðarhestana þetta sumar. Var það mismun- andi erfitt, eftir því hve fjarri haginn var, og hvort hægt var að hafa þá í girðingu. En verk- ið var fólgið í því að flytja hest ana í haga að loknu dagsverki og sækja þá á morgnana, áður en vinna hófst. Ekki man ég, hvað ég fékk fyrir þetta á dag en minnir það svaraði eins tíma kaupi eða vel það. En miklu meiri tími fór til þess. Alltaf V2 tími að kvöldi og IV2 að morgni. Tvisvar kom ég ekki með hest- ana fyrri en komið var langt fram í vinnutíma, því þá höfðu þeir lent í hestastóði langt af- leiðis, svo mér varð mikil leit úr þeim. Skýrði ég frá því, er ég kom, og var ekki frekar um það rætt, enda ég ekki vændur um leti. Mikill sparnaður ríkti í tjaldi okkar um sumarið. Við vorum allir félausir og áttum enga að, er veitt gætu teljandi stuðning. Það var því enginn annar kost- ur en að vinna og spara eins og frekast var unnt. Mig minnir, að fæði mitt kostaði 65 aura á dag og svipað mun það hafa verið hjá hinum. Fremur var skófrekt í vinn- unni og var þar unnið út úr allskonar skóræflum, sást þá oft í bera hæla og tær gegnum skóplöggin. Þykir mér líklegt, að Eyfirðingum hafi þótt útlit okkar tötralegt, þótt ekki heyrði ég það nefnt. En aldrei man ég, hvorki fyrr en síðar, að hafa séð vegagerðarmenn jafn illa til fara við vinnu og þá. En þrátt fyrir þröng ytri kjör, ríkti oftast meðal okkar gleði, fjör og gamansemi, og hún mun meiri, en ég varð oft var við eftir að aðbúnaður og laun höfðu stórum batnað. Við áttum allir okkar æskuvonir og framtíðardrauma. Við litum á sumarstarfið sem áfanga að séttu marki, og því var lítt fár- ast um erfiðleikana. Þegar fyrsta brúin hafði ver- ið steypt og farið að slá frá henni, fengum við trjávið í rúm stæði, sem við bönguðum sam- an. Þótti okkur að því ekki lít- ill fengur. Eftir það svaf ég aldrei í torfbálki í tjaldlegum. Þegar á sumarið leið og steypuvinnu að mestu lokið, tók við ýmis konar frágangur á brúnum og auk þess vegagerð milli þeirra. Var vinnan þá oft létt og, að því er mér fannst, skemmtileg. Veðrátta var ágæt og okkur leið eftir atvikum vel. Þrír félagar okkar hættu nokkru fyrr en við hinir. Héldu þeir þá ofurlítið uppboð á dóti, er þeir vildu ekki taka með sér, og seldu Eyfirðingum, sem voru þama í vinnu. Létu þeir þær upplýsingar fylgja sumum hlutunum, að þeir hefðu aldrei verið þvegnir. Átti þetta að sýna hve nýr hluturinn væri. Vöktu þessar upplýsingar mikla kátínu, því menn skildu, að hér var líka verið að skopast að þrifnaðinum. Laugardaginn 4. október um haustið kvöddum við Gunnar og Georg, kóng og prest og hættum vinnu síðla dags. Rölt- um við í hægðum okkar til Ak- ureyrar glaðir og ánægðir eft- ir sumarið. Mitt fyrsta verk, er þangað kom, var að stinga mér inn til Jóns rakara. Daginn eft- ir byrjaði ég í skólanum, en það er önnur saga. Þegar ég nú, gamall maður, lít yfir þessa liðnu daga, hvílir alltaf yfir þeim viss bjarmi og yfir þeim er mun bjartara en ýmsum sumrum eftir þgð, þá er ég átti við miklu hagstæðari ytri kjör að búa. Þetta mun nokkuð stafa af því, hve fólkið í grenndinni var hlýlegt óg gott að leita til þess. Þá höfðum við einnig ágætan verkstjóra, sem var glaðvasr, skemmtinn og hjartahlýr. Hann lifir enn í hárri elli á Akureyri og hafa vináttutengslin milli okkar aldrei rofnað frá þessu sumri. Enn má nefna það, að Eyjafjörð ur er fagurt og hlýlegt hérað, og veðráttan góð, betri en við flestir áttum að venjast. Allt rennur þetta saman í eina heild er vaL*par bjarma á þessa sum- ardaga, þrátt fyrir allt. Gleðileg jól.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.