Víðir


Víðir - 08.12.1928, Blaðsíða 3

Víðir - 08.12.1928, Blaðsíða 3
Víðir 3 Veggfóðu r, bæjarins stærsta úrval, 50 teg. — Verð við allra hæfi — rúllan frá kr. 0.40. — Einnig loftrósir (rósettur). — Gipslistar. — Veggpappi (í stað striga). — Maskínupappi. Helgi Jónsson, Síeinum, Vandræðarnál. í öðru tbl. Víðis var getið um spítalaniálið, skýrt frá klofning spítalaneFndar og aðal-ágreinings- atriðunum. — Vonaði blaðið að mál þetta gengi að öðru leyti óskapalaust af, — en því miður hafa þetta orðið tálvonir. Mál þetta er sem sje orðið vandræðamál. það heíur vakið allmiklar óþarfar æsingar og deilur manna í millum og auk þess spilt ný'ega fengnum friði milli læknanna hjer. það hefur fyr verið grunt á þyí góða milli þessara manna, og deildu þeir þá all-óvægilega hvor á annan. — Endirinn varð þó sá, að þeir sáu sóma sínn í að sættast. En nú er ekki lengur friði að fagna. — Allir hugsandi menn hljóta að gera sjer ljóst, liversu óheppilegt og jafnvel hættulegt það getur orðið, að einmitt þess- ir menn skuli ekki geta að sárs- höfði setið og vjer Vestmanna- eyingar getum að minsta ko*ti gert þær kröfur til þeirra, að þeir ónýti ekki starfskrafta hvor annars með ómerkilegum deilum. En sökin er ekki læknanna einna. Allir þeir, sem taka blinda afstöðu öðru hvoru megin og bera slefsögur um bæinn eiga sinn þátt í sökinni og óskifta skömm skilið. Alt fieipur um ágengni, gróðafíkn og togstreitu út af væntanlegum ágóðahlut af sjúklingum er illmælgi um menn þessa, og slíkt innræti aetlar enginn öðrum, nema þeir sem sjálfir eru sníkjudýr. Jeg hef unnið með báðum læknunum hjer og er því kunn- ugt um samviskusemi þeirra og umhyggju fyrir sjúklingum, og veit, að þeir eiga síst skilið, að verða fyrir slíku aðkasti. Hlutverk bæjarbúa á að vera að sætta þessa menn, en því miður hafa margir gert sig seka í því, að ala á erjunum. — þó kastar fyrst tólfunum, þegar að- skotadýr, ókunn málavöxtum, taka til að gjamma ábyrgðarlaust út í loftið og sletta svívirðingum á báða bóga. Slík aðferð er aum- ingjaleg og hæfir aðeins þeim andiegum örkumlamönnum, sið- ferðilega sljóum, sem ætíð þurfa að geifia sig og glefsa. Ábyrgðar- leysi þeirr.t er einstakt og ó- svifnin ótakmörkuð, — sundur- lyndi og úlfúð fylgir fótsporum sltkra manna, hvar sem þeir fara og flækjast. 0. M. msm GamEa öíó mm Kvenfólkið. Ljómandi skemtiiegur gamanleikur. Aðalleikandi Norma Shearer. Sýning á sunnud. kl. 8V2. Frjettir. Messað á morgun kl. 5 e. h. Sóknarlýsing sjera Jóns Austmanns, sem birt er á öðrum stað hjer í blað- inu, hefur aldrei áður verið prentuð. Munu margir fróðleiks- fúsír menn hafa ánægju af því, aö lesa lýsingu þessa merka manns og bera saman við síðari tíma. Jóhann Gunnar Ólafsson lög- fræðingur hefur skrifað lýsingu þessa upp eftir handritinu. Mun Jóhann Gunnar meðal fróðustu manna hjer í öllu er að sögu Vestmannaeyja lýtur. — Aðrir ágætlega fróðir menn í þessum efnum eru þeir sjera Jes A. Gíslason, sem safnað mun hafa heiinildum aö sögu Eyjanna, og Gísli Lárusson. Athygli vill Víðir vekja á auglýsingu þorsteins Magnússonar söngvara á öðrum stað í blaðinu í dag. — Mun söngur hans á morgun verða betri skemtun en bæjar- búar eiga nú alment kost á að njóta. — E*- þorsteinn að vísu enn ekki kominn langt í söng- námi sínu, en mun tvímælalaust. vera listamannsefni. — List og fegurð hins frábæra undirleiks frú Önnu Pálsdóttur þekkja allir. Taugavelki. Eyrir skömmu andaðist á sjúkra- húsi bæjarins Erna Gunnarsdótt- ir, 8 ára stúlkubarn, systurdóttir frú Sigríðar Einarsdóttur, konu Gísla Magnússonar útgerðarm. — Banamein hennar var tauga- veiki. Víðir hefur haft tal af báðum læknunum hjer og vita þeirekki um nema þetta eina taugaveikis- tilfelli og álíta ekki ástæðu til að ætla að veikin breiðist út. Víðir er 6 siður í þetta sinn. Teiefunken. Telefunken loftskeytafjelagið mikla í Berlin framleiðir þau bestu útvarpstæki, sem nú eru á heimsmarkaðinum. Eftir nákvæma reynslu hefur það sýnt sig, að tæki frá þessu firma munu vera þau allra heppilegustu fyrir útvarpsmóttöku hjer á landi. Einn af fagmönnum Telefunken er hjer staddur og hefur meðferðis nokkr- ar gerðir af þessum frægu tækjum. þar á meðal tæki, sem hentug eru fyrir mótorbátaflotann hjer, — og gefur hann upplýsingar um notkun þeirra. — Einnig eiga inenn kost á, að hlusta á tæki þessi í Miðgarði (Vestmannabraut 13 A) frá kl. 8 e. m., í íbúð hr. Páls Oddgcirssonar, sem er umboðsmaður Telefunken hjer í Eyjum. Tæki þessi kosta sama hjá hr. P. Oddgeirssyni umboðsmanni vorum og hjá aðalumboðsmönnunum fyrir ísland Hjalti Björnsson & Co. Smíðatól. Sagir 3 stærðír, Siresigsagir 3stærðir, Siingsagir, Bakkasagir, Járnsagir, Járnsagablöð á kr. 0,35 H amrar 3 tegundir, Axlr 3 stærðir, Nagibííar 2 st., Spsrjárn allar stærðir, Nafarsveifar 2 teg., Nafrar allar stærðir, Skrúfjárn, Tólabrýni, Kítiisspaðar, Múrskeiðar, Vasahnífar, fjölbr. úrval. Alt nýkotnið í verslun G. Ólafsson & Co. Lampaglös, flestar stærðir. Brennarar. Vegglampar 3.75. Graetz- kveikir. Ofnkveikir. Náttlampar og kúplar. Eldhúsaxir. Brauðhnífar. Brauðbakkar, Ryðfríir borðhnífar 1.25 —3.00 og eldhúshnífar, þvotta- grindur með tilheyrandi. þvottasnúrur. Bórðgafflar sjerstakir. Kaffi- skeiðar. Kolaausur. Rykausur. — Vasaljós, margar tegundir, ásamt rafhleðslum. „Osram“-ljóskúlur, 5—75 watt. — — Alt nýkomiðl Slajúsjotv. Telefunken. Nýkominn er hjer til bæjarins Gísli Finsen frá Hjalta Björns- syni & Co, sem hefur aðalum- boð fyrir Telefunken hjer á ís- landi. — Hefur hann meðferðis nokkur tæki tfl sýnis, sbr. augl. á öðrum staö hjer í blaðinu. Telefunken er með allra stærstu Ijelögum, sem framleiða útvarps- tæki og þykja þau mjög örugg, enda hafa þau verið notuð t hættulega leiðangra, þegar raikið þykir undir öryggi loftskeytanna komið. — Ómetanlegt gagn gæti orðið að því, að vjelbátar hjer væru útbúnir með öruggum loft- skeytatækjum og væri betur, að sem fiestir eignuðust þau. Umboðsmaður Telefunken hjer er Páll Oddgeirsson kaupm.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.