Víðir - 18.01.1930, Blaðsíða 2
2
¥ 1» I f
- Kemur út einu sinni í viku. -
Ritstjóri:
ÓLAFUR MAQNÚSSON:
Sími 58. Pósthólf 4.'
Verð:
Innanbæjar kr, 0.50 á mánuði,
úti uni laiid kr. 6.50 árgangurinn:
Auglýsingaverð: kr. L50 cm.
hönd Alþýðusamband íslands, að
þeir vseru hlutlausir í þessu máli.
Jafnaðarmenn vildu Framsókn
frá völdum eins og íhaldsstjórn-
ina, því þeir ætluðu sjer völdin
sjálfir.
Eftir nokkurt þjark sem sner-
ist um ýms mál, önnur en van-
traustið, var till. Guðm. Eggers
borin upp til atkv. og feld með
nokkrum atkvæðamun. Atkvæða-
greiðsla var mjög óregluleg og
fjöldi manna sat hjá, og móti
vantraustinu greiddu ýmsir at-
kvæði úr hópi jafnaðarmanna,
sem ekki voru kosningabærir.
M. þá varborin upp tillaga frá
Jóni Rafnsyni um mótmæli gegn
afnámi sjóveðs, svo hljóðandi:
„Fundurinn skorar á Alþingi
að samþykkja ekki frumvarp það
um afnám sjóveðs, sem fram
kom á síðasta þingi“.
Tillögumaður var genginn af
fundi. þingm. barfram rökstudda
dagskrá svo hljóðandi:
„Með því að fundurinn treyst-
ir því , að í sambandi við lög-
gjöf um lánsstofnun fyrir sjávar-
útveginn, verði sjeðj fyrir því,
ef breyta þarf sjóveðsákvæðinu,
að hásetar haldi rjetti sínum
óskertum".
Eftir nokkurt þjark var dag-
skráin feld, en tillagan samþ.
með nokkrum atkvæðamun.
12. Jóhann P. Jónsson^bar fram
tillögu um síldareinkasöluna,
svo hljóðandi:
„Fundurinn skorar á Alþingi
að nema úr gildi lög um einka-
sölu á síld, vegna þess að Einka
salan hefur nú með tveggja ára
starfi sinu sýnt það, að hún er
þjóðinni elngöngu til tjóns, eins
og hún er rekin nú. Einnig skor-
ar fundurinn á Alþingi að sam-
þykkja engin lög, er heimili einka-
sölu á vörum, í hverri mynd sem
er>.
Talaði flutningsm. fyrir tillög-
unni og sýndi fram á hinar ó-
heppilegu afleiðingar síldareinka-
sölunnar tvö undanfarin ár, mis-
tökin og tapið, sem sjómenn
þeirra vegna hefðu orðið fyrir.
Færði hann mörg og góð rök
fyrir rjettmæti tillögu sinnar
Urðu engir tii að andmæla. Var
tillagan borin upp og samþ. með
öllum greiddum atkvæðum.
13. Árni J. Johnsen og Guð-
mundur Jónsson, fyrir hönd stúk-
unnar „Sunnu“, báru fram tillögu
um takmörkun á sölu áfengra
kökudropa, svo hljóðandi:
^Futfdurinu skorar á alþingis-
mann kjördæmlsins að vinna að
því af alefli á komandi Aiþingi,
að takmarkaður verði innflutn-
ingur áfengra kökudropa og sölu
þeirra sje komið undir opinbert
eftirlit”.
Talaði hann (Á. J. J.) um ó-
fremdar ástand það, semstafaði af
sölu hinna svokölluðu vanille-
dropa og bað þingm. að koma á
mótmælum gegn sölu þeirra fram-
vegis, eins og hún væri rekin hjer
Sama gerði Guðm Jónsson,
þingm. tók það fram, að hjer væri
um reglugerðarákvæði að ræða
og hefði verið rjettast fyrir tillögu
menn eða stiíkuna „Sunnu", sem
að tillögunni mundi standa, að
snúa sjer beint til stjórnarinnar.
Hinsvegar mundi hann koma
tilmælum þeirra á framfæri, ef
tili. yrði samþykt. — Guðlaug-
ur Br. Jónsson tók þá til máls
og sagði þetta alt vera banninu
að kenna. — Tiliagan var borin
undir atkvæði og samþ.með öll-
um greiddum atkvæðum.
Kl. var þá orðin nær 5. f. h.
og þótti öllum sem fundurinn
væri orðinn nógu langur.
þakkaði þingm. mönnum fyrir
komuna, og þolinmæðina þeim,
sem enst hefðu til að vera allan
tímann. Sömuleiðis þakkaðihann
fundarstjóra og aðstoðarmönnum
hans fyrir góða sjórn á- fund-
inum, sem að öllu leyti fór vel
fram. \
Tóku menn þessu með almennu
lófaklappi.
Var svo fundi slitið.
(Sign ) J. A. Gís/ason,
fundarsxjóri
(Sign.) Sigurður Bogason
(Sign.) Georg Gíslasón
Að gefnu tilefni’
í Bíðasta tölublaði Víðis skrif-
ar Ársæll Sveinsson útvegs-
bóndi grein um björgunarskips-
málið og þingmálafundinn og
hótar þar að taka mig tali,
ef. . . Mjer skaut skelk í bringu.
Svo langt er þá gengið, að jafn-
vel hann getur ekki lengur
»sitið hjá«.
Qeta má því nærri, að við
slíkar hótanir, og það úr þess-
ari átt, þori jeg ekki annað fyr-
ir mitt líf, en láta hjer i ljós
skoðun mína um björgunar-
skipsmálið, enda þótt jeg hafi
gert það áður á öðrum vett-
vangi.
Á þingmálafundinum 3. þ. m.
lýsti jeg yfir þvi, að jeg hefði
sömu skoðun og þingmaðurinn
um gjaldið til björgunarskipsins
úr bæjarsjóði Vestmannaeyja-
Tel það gjald, eins og nú standa
sakir, skilyrði þess, að bæjar-
búar geti haft í fullu trje við
Btjóruarvöldin um stöðug not af
skipinu, enda sje þá staðið i
skilum með gjaldið. Það má
hverjura verá ljóst, að starf
skipsjns hjer við Eyjar eralveg
sjerstætt í sinni röð hjer við
land, og gjaldið smámunir, þeg-
ar um öryggi mannslífa er að
ræða.
Jeg vildi heldur ekki, á sínu-
um tíma, fremur en háttvirtur
greinarhöf. gefa stjórninni of
mjög undir fótinn, með því að
gleypa við Hermóði, og lagði þá
til, að stjórninni yrði með skýr-
um orðum gefið i skyn, að hún,
en ekki bæjarstjórn Vestmanna-
eyja, bæri byrðarþungan af
gagnsleysi Hermóðs, ef illa tæk-
ist til og slys hlytist af á kom-
andi vertíð.
Á bæjarstjórnarfundi 9. þ. m.
tók jeg það fram, að frá mínum
bæjardyrum sjeð, væru Eyja-
búar að miklu leyti björgunar-
skipslausir fyrir Hermóði, að
minsta ko3ti fyrri part vertíðar
meðan sjór er þyngstur, veður
hörðust og þeirra tíðast von; því
ekki stærra skip en Hermóður
mundi eiga nóg með sjálft síg
undír flestum kringumstæðum,
þegar komið er það veður, að
lífum sjómanna hjer er sjerstök
hætta búin og bráðust þörf á
björgunarskipi.
Þetta er þá það litla, sem jeg
hef lagt til þessa máls. Hefði
háttv. greinarhöf. verið nær að
leita sannleikans um orð ntfn og
álit í þessu mikilverðasta máli
Eyjabúa, en gera mjer upp ili-
ar getsakir að ástæðulausu.
Við verðum um frarn alt að
bera vit og gæfu til þess að
halda þessu máli utan póltísks of-
stækis og úlfúðar. Allir sem einn
ogeinnsem allir vei ðum viðað
vinna þessu máli það gagn, sem
við getum á nolckurn liátt látið
í íje. Þetta mun jeg gera brjef-
lega og munnlega, hvað svo
sem Á. S. ímyndar sjálfum sjer
og «innprentar» öðrum um vilja
minn og gerðir i þessu mál.
Ef liáttv. greinarhöf. skyldi
nú samt, eftir þessa yfirlýsingu
mína’, finna hvöt hjá sjer til að
taka mig tali, þá vildi jeg mæl-
ast til þess, að hann sýndi mjer
þá nærgætni að gera boð á
undan sjer, svo jeg mætti ná
til hans Páls Kolka eða Ólafs
og fá mjer eitthvað hjartaatyrkj-
andi, því þótt jeg undanfarnar
vikur hafi orðið að Btanda aug-
liti til auglitis við nokkra hálf-
vilta, ofstækisþembda byltingar-
sinna og engan bilbug fundið á
hjarta eða taugum, þá veit jeg
ekki hvað ske kynni, ef háttv.
greinarhöf. liti mig auga í „viga-
ham.“
þorsteinn þ. Víglundsson.
Athugasemd.
í 9. tölublaði Víðis, sem út
kom H. jan. þ. á., skrifar Ár-
sæll Sveinsson langa og fróð-
lega grein um, að jeg held, björg-
unarmálið í Vestmannaeyjum;
það er að segja fróðlega fyrir
þá, sem ekki hafa heyrt neitt
um það mál fyr.
Ekki ætla jeg að reyna að
hrekja neitt af því, sem hann
segir um björgunarskipið þór,
það vita allir Eyjamenn, hvert
gagn það hefur gert beinlínis,
en það gagn sem við höfum
haft af þvi óbeinlínis, geri jeg
ekki ráð fyrir að nokkur mað-
ur geti sýnt með tölum, jafnvel
ekki Ársæll sjálfur. En hitt er
víst, að það er mikið. En þeg
ar frara í grein Ársæls kemur,
verður honum það á, eins og
svo mörgum öðrum, að hann
hallar rjettu raáli. En jeg tek
ekki svo hart á því sökum þess,
að jeg veit, að það er ekki af
illvilja, heldur af misskilningi,
að liann rangfærir þar svo þau
orð, sem hann hefur eftir mjer
í grein sinni, og spinnur við þau
töluverða viðbót, eða snýr þeim
við. Hann segir að jeg hafi
sagt á þingmálafundinum, sem
þingmaður kjördæmisins hjelt
3. jan.: »Við sjómenn og þið
sjómannakonur, við munum ekki
samþykkja vantraust á þá menn,
sem eru okkur svo velviljaðir
að vilja láta okkur hafa bátinn
Herraóð*. Jeg held nú, að jeg
þurfi ekki að bera þetta af mjer,
því jeg veit, að það hefur eng-
inn annar eu Ársæll iieyrt mig
tala þeasi orð. Sú ræða, sem
jeg hjelt á þingmálafundinum
var ekki svo löng eða torskilin,
að honum hefði verið vorkunnar-
laust að muna hana rjetta að
mestu leyti. Jeg sagði, að það
væri nú búið að ieggja mörg og
vandasöm störf fyrir þingmann-
inn og jeg vonaði, að hann
reyndi að leiða þau til lykta á
sem bestan hátt eftir vana, en
eitt málið væri mjer og mundi
vera fieirum viðkvæmast þeirra
allra og það væri björgunar-
máiið, en nú væri það sjáanlegt
eins og sakir stæðu, að lands-
stjórnin hefði það í hendi sinni,
livernig sú starfsemi yrði rekin
á þessum vetri, og þá findist
mjer það ekki heppileg leið til
þess að stjórnin láti eitthvað
gott af sjer leiða i þessu máli,
að samþykkja á hana vantrausts-
yfirlýsingu.
Þetta er það, sem jeg sagði,
og hver sem unnir mjer sann-
mæIÍ8, hlýtur að sjá, að það sera
Ársæll ber á mig, er eingöngu
heilaspuni hans sjálfs, því það
er ekki eitt einasta orð rjett
annað en það, að þegar til at-
kvæðagreiðslunnar kom, þá sagði
jeg:' »Sjómenu og sjómanna-
konur, gætið þið að, hvaða af-
leiðingar þessi tillaga getur haft
fyrir björgunarmáliðc. Þetta
var það seinasta, sem jeg sagði
á þessum fundi, en Ársæli hef-
ur þótt það fara betur á því,
að liafa það fyrst.
Jeg læt Ársæl um »Síðuhallc,
og um alla fræðslu um sjómanna-
lífið hjer. Vil aðeins minna
hann á, að rembingur hans
villir honum sýn um þann sann-
leika, að jeg hef stundað hjer
sjó eins lengi og hann og ætti
því ekki að standa honum að