Víðir - 14.06.1930, Side 1
II. árg.
Vestmannaeyjum, 14. júní 1930.
K j ö r s e ð i I I
við hiutbundna kosning til Alþingls 15. júrí 1930.
A l isti B-1 isti x C -1 i sti
Haraldur Guðmundsson alþingismaður, Reykjavík Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, Reykjavík Pétur Magnússon málaflutningsm., Reykjavík.
Erlingur Friðjónsson alþingismaður, Akureyri Jakob Lárusson prestur, Holti Guðrún Lárusdóttir frú, Reykjavík
Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi, Hafnarfirði Jón Hannesson bóndi, Deildartungu Kári Sigurjónsson bóndi, Hallbjarnarstöðum
Elísabet Eiríksdóttir kenslukona, Akureyri þorsteinn Jónsson kaupfélagsstj., Reyðarfirði Skúli Thorarensen bóndi, Móeiðarhvoli
Guðlaugur Jónasson bæjarfulltrúi, Seyðisfirði Kristinn Guðlaugsson bóndi, Núpi Sigurður Kristjánsson ritstjóri, ísafirði
Finnur Jónsson póstmeistari, ísafirði Tryggvi Þórhallsson forsætisráðh., Reykjavík Magnússon Gíslason sýslumaður, Eskifirði
Svona lítur kjörseðillinn út, þegar búið er að kjósa C-listann
Gætið þess að setja krossinn framan við bókstaf þess lista, sem þér ætlið að kjósa.
Hkki má kjósandi hagga neitt við hinum listunum, sem hann kýs ekki, hvorki strika út af
þeim né setja önnur merki á þá, né heldur nein merki önnur en téð kosningamerki á lista þann,
sein hann kýs, ella verður seðill hans ónýtur.
Setjið kross fyrir framan C ið og þá Iítur kjörseðillinn út eins og hér að ofan.
31. tbl.
Ferðasaga.
þegar vertíðin var um garð
gengin og farfuglar atvinnulífs-
ins tóku að leita norður á bóg-
inn, þá vaknaði einnig hjá mér
löngun til að lyfta mér dálítið
upp og losna um hríð við ó-
frelsið og argið. Eg afréð því
að taka mér ferð á hendur til
Norðurlands og slá með því 3
Högur í höggi. Sú fyrsta var
að fá mér svolítið sumarfrí, önn-
ur að sjá mitt gamla kæra Norð-
urland og sú þriðja að reka of-
an í Tímann, þetta óráðvandasta
stjórnmálablað Norðurevrópu,
nokkuð af þeirri lygi og þeim
rógi, sem hann hafði beitt ís-
lenska lækna undanfarið, en þó
einKum og sér í lagi minn gamla
skólabróðir dr. Helga Tómasson.
í því skyni ákvað ég að flytja á
nokkrum stöðum norðanlands
fyrirlestur minn um geðveikis-
málið, sem ég hafði áður haldið
við mikla aðsókn í Reykjavík í
2 skifti og í síðar í Hafnarfirði,
Vík og Vestmannaeyjum. Hafði
ég fengið áskoranir frá mörgum,
bæði læknum og öðrum, að tak-
ast slíka ferð á hendur.
Dronning Alexandrine átti að
f'ara úr Reykjavik þriðjud. 27.
maí kl. 6 síðdegis og ætlaðí ég
mér að ná henni með því að
fara héðan með Lyru á mánud.
Nú hittist svo iila á, að Lyra
var sólarhring á eftir áætlun
Óskar Halldórsson útgerðarmað-
ur var hér í Eyjum úti og þurfti
líka að ná Djotningunni og feng-
um við því v.b. Kristbjörgu til
að flytja okkur til Stokkseyrar,
stigum beint af bátsfjöl upp í
bíl og náðum niður á uppfyll-
ingu í Reykjavík 10 mínútum
fyrir kl. 6.
Við hreptum vont veður fyrir
Vestfjörðum, enda hafði snjóað
niður í fjöru á fsafirði og var
því kuldalegt þar um að lítast.
Hélt ég þar fyrirlestur minn um
kvöldið fyrir troðfullu húsi og
við ágæta áheyrn. Vilmundur
héraðslæknir sýndi mér gamal-
mennahæli bæjarins og sjúkra-
hús, sem er allmiklum mun
stærra en sjúkrahúsið hér, —
tekur um 50 sjúklinga.
Rafmagn er dýrt á ísaflrði,
kr. 1,00—1,10 k\v. tíminn, enda
er það framleitt með vélaafli
eins og hér. Nú hafa ísfirðing-
ar ákveðið að virkja á eina þar
inni f firðinum og er kostnaður-
inn áætlaður'um V* m'ljón króna.
þeir hafa fengið ríkisábyrgð fyr-
ir upphæð þessari, en lániðfæst
hvergi og er það sama sagan og
með Sogsvirkjunina. Sú stjórn,
sem ætlaði að drepa annan aðal-
banka landsins, þrátt fyrir gott
árferði, og ræna bæði hlutafé og
inneign manna, nýtur hvergi
lánstrausts erlendis. þjóðin verð-
ur að sætta sig við frestun nauð-
synlegra framkvæmáa og fram-
fara meðan hún heldur við völd
þeirri stjórn, sem sett hefur ó-
reiðumark og skrælingjnblæ á
land og þjóð. Á því fáum við
Vestmannaeyjingar líka að kenna
og verðum að bíða eftir því að
fá hér þá höfn, sem er lifsnauð-
syn fyrir bæinn, þangað til láns-
traust landsins batnar erlendis.
Dýpkunarskipið Uffe var á
ísafirði að gera uppfyllingu út 1
höfnina, en leðjuna úr höfninni
sjálfri var ekki hægt að nota og
varð því að sækja leðju alla leið
út í Hnífsdal, svo uppfylling
þessi verður alldýr.
Fregnir höfðu komið um ís
fyrir Horni og fór Drotningin
þvi ekki frá ísafirði fyr en und-
ir morgun. Dimmviðri var á og
kalsaveður, svo ekki sá til fjalla
fyr en komið var austur undir
Siglufjörð. Á Siglufirði höfðúm
við litla dvöl í þessari ferð, en
héldum áfram til Akureyrar um
kvöldið.
Akureyri ber eins og gull af
eiri af öðrum bæjum jafnstórum
á landi hér, enda hefur náttúran
búið þar margt í haginn. Upp-
landið er mikið og gott, höfnin
sjálfgerð, svo ekki þarf að kosta
öðru til en bryggjum, bærinn
liggur vel við vatnsveitu og afl
er yfrið n®g i Glerá til raforku.
Akureyri hefur því flesl það sem
Vestmannaeyjar brestur, og hef-
ur fengið það lagt upp í hendur
sér kostnaðarlítið. Auk þess
stendur bærinn á gömlum merg
sem höfuðstaður Norðurlands og
býr því við eldri og rótgrónari
menningu en hinir kaupstaðirn-
ir. Setur það einnig mark sitt
á fólkið, sem er frjálslegt og
mannalegt eins Norðlendinga er
háttur. Bærinn hefur stækkað
mikið á síðari árum og eru hús
flest mjög myndarleg ogvelmeg-
unarbragur á öllu. þar er verið
að byggja nýjan barnaskóla, en
því miður hafði ég ekki tíma til
að skoða hann, en minni þótti
mér hann en skólinn oksar hér
og er þó Akureyrarbær orðinn
stærri. Aftur á móti skoðaði ég
spítalann, sem er orðinn gamall
og að sumu leyti á eftir tfman-
um, þótt myndarhús hafi verið
á sfnum tima.
Á Akureyri hélt ég fyrirlestur
minn, en fékk minni aðsókn en
ella hefði orðið (lítið yfir hundr-
að), því hús var ekki fáanlegt
nema um miðjan dag og alt var
á öðrum endanum út af 50 ára
afmælishátíð Möðruvallaskóla,
sem áti að byrja daginn eftir.
Viðstaðan á Akureyri var eins
og víðar of stutt, svo ég hafði
ekki tíma tii að fara fram í
Eyjafjörð 'né sjá berklahælið í
Kristnesi. Við lögðum af stað
seint um kvöldið, komum aftur
Munið að kiósa C-listann, lista sjálfstæðismanna.