Víðir


Víðir - 13.09.1930, Qupperneq 3

Víðir - 13.09.1930, Qupperneq 3
hefur búið út, og líka mér þær prýðilega. Ættu allir þeir hér ! bæ,sem ann- ars láta sér ant um að hafa hreint og tært neysluvatn, að fá hann tii að setja síur við brunnana, þvt með þeim útbúnaði sem hann hefur á þessu, síast öll óhrein- indi úr vafninu. Menn verða ætíð að muna að regnvatnið getur verið ágætis neysluvatn, ef það óhroinkast ekki í forugum og skítugum brunnum, eins og ávalt verður ef óhreinindi af húsþökununum ekki er náð burt, áður en þau lenda I þá. Ól, O. Lárusson. Síðasti útilegukappinn. Á sunnudagskvöldið var and- aðist einn af elstu mnnnum hér í bæ, Bjarni þorsteinsson í Vall- arnesi. Hann mun vera fæddur 1. nóvember 1841 og var þvi nær 89 ára. Með honum mun vera fallinn i valinn hinn aíðasti af köppum þeim, sem tóku þárt i útilegunni miklu 25. febr. 1869, en hún var, eins og kunnugt, er ægilegasta þrekraunin, sem sjó- mannalið Vestmannaeyja komst í á síðustu öld, enda láu þá úti 13 skip, en eitt fórst með 14 mönn- um og 3 eða 4 menn af þeim, sem úti láu dóu úr vosbúð og kulda. Hugsanlegt er, að á landi sé einiiver enn á lífi af þeim, sem úti láu, en hér í Eyjum var Bjarni heitinn hinn síðasti, sem aður er sagt. Sá næstsíðasti var Ólafur heitinn í Nýborg. P. V. G. K. Gjöf. ' i Um miðja vikuna barst barna- Skólanaum kærkomin sending. það var gott eggjasafn, um 60 stykki, yfir 50 teg., alt vel útlít- andi. Gefandinn er Trausti Ein- arsson stúdent, sem átt hefur heima hér í bænum til þessa, en er nú fluttur burt. Eggjasafn þetta er góður feng- ur fyrir skólann, því hann á enn engan vísir að náttúrugripasafní, sem þó er taiið nauðsynlegt hverjum skóla. Vonandi verður þess ekki langt að biða að hann fái einhverja viðbót af náttúru- gripum með einhverju móti. Grös og fiska og önnur sjávardýr, sem Skólanum hafa borist öðru hvoru, hefur ekki tekist að geyma vegna þrengsla. Óvíða hagar betur til en hér að safna sjávardýrum, en öll tæki vantar til að geyma þau. Fuglasafn er ekki heldur hægt að geyma, nema lítinn vtsir, en steinasafn má vel geyma og grasa- safn nokkurt nú orðið. Gefandinn að eggjasafninu hef* ur undanfarin ár stundað nám í stjörnufræði við háskóla í þýska- landi, fyrst í Göttingen ogsíðan Munchen, og nú er liann á för- um þangað til að halda náminu áfram. þessi gjöf hans ber vott um sérstaka ræktarsemi við barna skólann og átthagana. Kann ég konum bestu þakkir fyrir, fyrir hönd hlutaðeiganda. Vonandi bíður hans[mikill frami. Páll Bjarnason, Kvittun. Grein hr. Georgs Gíslasonar í 42 tbl. »Víðis« gefur í rauninn ekki mikið tilefni til andsvara. þö getum við ekki látið hjálíða að athuga hana nokkuð nánar. Manninum finnst auðsjáanlega málstaður sinn ektd góður, og afneitar af miklum „jötunmóði" öllum sínum fyrri orðum og gjörðum. Auðvitað er hannsjálf- ráður að því, en ekki þykir það karlmannlegt, og ekki mun það vera háttur íþróttamanna alment, en vorkunnarmál er þetta nokk- urt, og eftir ástæðum ofur eðli- legt og lýsir manninum vel. Hann byrjar á því að ávarpa okkur með nokkrum velvöldum orðum og vill leggja málið und- ir dóm almennings. Ekki skorumst við undan því, en það skilyrði verðum við þó að setja, að hann gangi ekki svo mjög á bug við sannleikann, sem raun ber vitni um. En sérstak- lega verðum við þó að krefjast þess, að hann gangist hreinlega við „tukarlinum", því við hann losnar hann ekki hvort sem er. það er skemtilegur og skýr snáöi og sver s'g greinilega i ættina. Finst okkur það blátt áfram illa gert af Georg að ýta greyinu frá sér, enda þýðingarlaust með öllu. Næst biður hann »Víðir« að prenta hátíðaræðu sína. það var vel valið, og þykir mönnum al- ment mjög vænt um það. Eigin- lega ætti hann að gefa hana út sérsprentaða. Myndi það verða bókmentum vorum ómetanlegt gagn og sómi mikill. Svo kemur nu kaflinn með »rauðu duluna«. þykir okkur Georg sýna hugdirfð mikla að veifa henni. Héldum við satt að segja að hann ætti, það sameigfn- legt við »gripina með klaufirnar* að honum værl bölvanlega við hana. Næstu málsgrein skiljum vér alls ekki nema niðurlagið, en nennum ekki að eltast við þann útúrsnúning. Nú koma nokkur orð á víð og dreif um þjóðhátíðina og ómak það, sem henni sé samfara. Er- um við því sammála, enda hagg- ar það í engu því, sem við hof- um áður sagt. í næstu málsgrein er ofur sak- leysislega reynt að læða því inn hjá almenningi, — undir hvers dóm Georg vill leggja málið, — að við höfum farið fram á 150 kr. fyrír aðstoðina. þetta erekki réti. Okkar fyrsta og síðasta boð var bundið við 100 kr., hvorki meira né minna, og lýsum vér því þessa sögu hér með raka- laus ósannindi. , Næst kemur Bió í 6 þáttum. Ekkj er það nú skemtilegt, þó munum við líta á það nánar. í fyrsta lagi fá meðlimir Lúðra- sveitarinnar sem einstaklingar aldrei neitt fyrir vinnu sína, eins og takið var fram í fyrri grein okkar. það sem við vinnum inn renn- ur í félagssjóð, og er þvi varið félaginu til viðhaids, alveg á sama kátt og það sem »þór« hlotn- ast í ágóða.rennur í félagssjóð, en ekki til meðlima beint. Hér er félag sem semur við annað félag, en ekki einstaklingur við einstakling, og blandar Georg þessu tvennu um of saman. Öðrum þætti er þegar svarað. í þriðja lagi gefur Georg t skyn að meðlimir Lúðrasveitarinnar vinni ekki annað að þjóðhátíð- inni en að spila á lúörana, og með því komi vinna þeirra á móti vinnu annara meðlima íþróttafól. þetta er ekki rétt. Sem með- limir íþróttafélaganna vinna þeir að undirbúningi þjóðhátíðanna engu síður en hverjir aðrir. I fjórða lagi er það rétt, að á sínum tíma styrktu iþróttafélög- in okkur með fjárframlagi, og var heitið aðstoð á móti. Sú að- stoð er þegar veitt, með því að við höfum spilað á þjóðhátíðum, iþróttasýningum og dansleikjum félaganna fyrir ekki neitt, og get- ur Georg varla vænst þess með sanngirni, að eiga tiikall til okk- ar alla æfi fyrir þetta. I fimmta lagi, hvað viðvíkur gömlu lúðrunum, þá er því fyrst til að svara, að þeir voru als ekki frá íþróttafél. »þór“, og á það því enga kröfu á handnr okkur þess vegna. Annars voru lúðrar þessir ekki á neinn hátt mikils virði og því nær ónot- hæfir nema með mikilli viðgerð. I sjötta lagi. Um ferðalag flokksins i aðrar sýslur er það að segja, að viðkomandi félag eða félög lögðu allmikið á sig til þess að fá okkur. Við vorum sóttir og fluttir fram að sjó og er hestlán það og tími sem í það fór mikils virði ef til peninga væri metið, og kom því greiði á móti gréíða þar sem margir úr Lúðrasveitinni ætluðu á þetta um- rædda héraðsmót hvort sem var. Við könnumst fúslega við að við spilum altof sjaldan úti, og er það eitt af því, sem er öðru- vísi en það á að vera. Aanað af því tagi eru t. d. sumar úti- æfingar, sem Georg Gíslason á að standa fyrir. Lúðrasvcit Vestmannaeyja. Ungiingur 16—17 ára (ekki yngri) getur komist að sem nemandi á Rak- urastofunni. Arni Böðvarsson. Bók um Rússland. Niðurl. Móðirinn getur bent á fleiri en einn barnsföður. Rétturinn úrskuröar hver sá rétti barns- faðir sé, og það er skylda réttar- ins, eftir ný rússneskum lögum að líta á hag barnsins, frekar öllu Öðru, og fyrir því ersá efnaðasti venjulegast dæmdur til þess að greiða meðlögin með króanum. Kona og karlmaður búa sam- an eftir vild, eins og áður er greint. Hjónabandið er meðöllu úr sögunni. Fóstureyðing er leyfileg, og frjálsræði kvenna í ástamálum engum takmörkum bundið. Konurnar hafa á öllum svíðum sömu réttindi og karlmenn. Við manndrápi liggur ekki dauðahegning, en líflát ar þó lög- heimilað, ef einhver sýnir andúð gegn stefnu kommúnista eða sovjetstjórninni. Ríkisútvarpið. (Jónas þorbergsson útvarps- stjóri hefur beðlð blöðin fyrir eftirfarandi greinargerð um und- irbúning og starf útvarpsins.) Vegna sívaxandi fyrirspurna al- mennings um ýms ajriði viðkom- andi útvarpsmálinu, skal eg leyfa mér að gefa í eftirfarandi línum nokkra yfirlitsfræöslu um það, hvat 'komið er um þessar mund- ir undirbúningi málsins. Elns og fyr hefur veríð skýrt frá í blöðunum, hamlaði veður- harka nálega öllum framkvæmd- um síðastliðinn vetur. Og vegna frosta i jörðu tafðist vinna langt fram á vor. Uppsetning véla hófst því ekki fyr en um miðjan júli. Síðan hefur verkinu miðað eftir fylstu vonum. Eins og kunnugt er varð Marconifélagið I London hlutskarpast í tilþoðum utfi smíði og uppsetningu véla og sendi- tækja stöðvarinnar. En smiði og uppsetning á loftnetSstöngum hlaut Telefunkenfélagið í Berlín. Uppsetning stanganna hefur mið- að vel og er nú bráðum lokið. Eru þær gerðar úr stálgrindum* 150 metra háar og er hvor stöng fest 12 stögum í grunnmúruðum festarhöldum, meginsterkum. Að öllu eru stengurnar mikið og lurðulegt mannvirki. Má ogsvlp- að segja utn útvarpsvélarnar. að þær eru furðuleg dvergasmíð, lyrir sjónum þeirra mannu sem ólærðir eru um þau efni. Bæði félögin, sem standa fyr- ir þessum verkum, hafa sent híngað dugandi menn til þess aw annast verkin og staðið að öllu leyti við skuldbindingar sínar. Allmiklar kviksögur gengu um það, að íslendinga bristi hug til þess að vinna í hinni miklu hæð. En ekki voru slíkar sögur á nein i

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.