Víðir


Víðir - 01.08.1931, Side 2

Víðir - 01.08.1931, Side 2
5 VíBit I IHZir : - Kenrur út einu sinni í viku - TJtgefandi: ! Eyj apr entsraiöjan h, f. Afgreiðslumaður! Sig. S. Scheving Sími 129. Pósthólf 16. Verö: ; Innanbæjar kr. 0.50 á mánuði, ; úti um land kr. 6.50 árgangurinm Auglýsingaverð: kri 1150 cm.' kynna menningu vora og bók- mentir út á við. Tel ég sjálfsagt að hver Íslendingur, sem les ensku bregði nú við og kaupi bókina og lesi. þeir sem vilja eignast hana geta fengið að sjá eitt ein- tak af henni í bókaverslun Ein- ars Sigurðssonar. Liggur þar og frammi áskriftalisti tii 1. september. Ættu menn nú að grípa tæki- færið, með því að hún er ófáan- leg hér í Vestmannaeyjum. Mun bókin verða fengin með stuttum fyrii vara. Vænti ég þess að menn sýni þessum ágæta íslandsvini, prófes- sor Kirkconnell þann sóma, að kaupa bók hans og lesa. Ég er þess fullviss, að menn sjá ekki eftir slíkum bókakaupum. í júlímánuði 1931 Árni Guðmundsson Háeyri. Forníeifafundur. Fyrir austan „Skansinn", svo sem 10 — 12 faðma: þar sem sagt er að bærinn „Höfn“ hafi staðið, en eyðilagst um það leyti er Skansinn var byggður, árið 1900, (sambr. jarðabók Árna Magnússonar og P. Vídalíns) sjáifsagt áf uppblæstri bakkans, sem nú um 50 — 60 ár hefur gengist upp um ca. 8 —9 faðma, fanst 28. þ. m. í lausri mold, sem úr bakkanum hefur hrunið ný- lega, allmerkilegur steinbolli, með úthöggnum eyrum og útflúri á hlið. Er boliinn og vel höggvinn, svo aÖ hann er jafn víður í botni og barmi og tekur ca. 1 líter. Mætti ætla að hér sé fund- inn blótbolli, sem tilheyrt hafi blótum á Hörgeyri, þar sem þeir ientu Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason með Kirkjuvið Ólafs konungs Tryggvasonar og byggðu kirkju árið 1000, sem kunnugt er. 'G'ögt sést rauður iitur í botni bollans, sem gæti verið eftir storkið blóð. Sá er fann bollann, heitir Agúst Sveinbjörnsson Skálanesi. Bollinn er til sýnis í búðar- glugga Kf. Drífanda. G. JStasié r27íÓi Óþokkaskapur. Nokkrir ungir iðnnemar hér í bæ, hafa í sumar legið, sér tii hressingar og skemtunar, i tjöld- um vestur i hrauni. þeir hafa unnið inn í bæ á daginn en farið svo vestureftir á kvöldin. En svo virðist sem einhverjir þokkapiitar hafi séð ofsjónum yfir þessari útivistarveru þessara ungu manna, því þeir hafa ekki haft frið með nokkurn hlut. Tjöldin hafa verið rifin upp og þar stolið og eiði- iagt. þar var t. d. stolið Dívan- ábreiðu, rifii sem geymdur var innan í sængurfötum og einnig brotist inn i iokaðan skáp, sem piltarnir geymdu í matvæli og annað því um líkt. þessir ungu menn hafa í fri- stundum sínum verið þarna að girða landsvæði sem þeir hafa fengið og hugsa sér að planta þarna skógi. Er þetta falleg hugsjón, að um leiö og þeir reyna að haida í heiisu sína og krafta, eru þeir að prýða Eyjuna. Er þvi ömurlegt til þess að vita að þeir skuli ekki geta haft frið fyrir óþokkum og ódrengjum. þar sem ungu mennirnir sota í tjöld- um á nóttunni eru þessi ódáða- verk framin á daginn. — Ætti hver einasti maður að gera það að skyldu sinni að reyna að hafa hendur í hári þessara óþokka, því vera má að þeir leiki þetta víðar þvi margir liggja í tjöldum á næturnar, yfir sumartímann sér tii heilsubótar, sem vinnu stunda iun í bæ á daginn. I tjöldunum hafa menn sæng- urfatnað og annað sem ekki er hægt að flytja með sér i hvert sinn, en geta átt á hættu að koma að tómum kofanum að kvöldi ef þessum óþokkum helst uppi að leika þessar ránsferðir sínar ó- áreittum. Lögreglan ætti að láta þetta mál til sín taka, því ekki er vist nema þessir ræningjar ráðist á sumarbústaðina líka. V. Smásálarskapur. ^egar iþróttafélögin hér, fengu 2. fl. K. R. tii þess að keppa við sig hér, urðu félögin að sjáifsögðu, að leggja í nokkurn kostnað. Til þess að fá eitthvað upp í þann kostnað, fengu félögin leyfi bæjarfógeta tii þess að eelja að- gang að kappleikjunum. Fjöldi fólks kom og horfði á kappleik- ana.en saman borið við þann fjölda kom mjög lítið inn fyrir seldar slaufur. Sá smásálarskapur ríkir hér hjá ýmsu fólki að engin á- stæða sé að kaupa aðgang að úti- skemtunum. Aldrei myndi þó þessu fólki detta í hug að fara á bíó og segja við dyravörðinn „ég hefi enga aura á mér.“ Nú á að fara að halda hér í- þróttamót og þjóðhátíð. Knatt- spyrnuflokkur kemur til þess að keppa við Vestmannaeyinga. Félögin héreru þess ekki megn- ug, að taka allan þann kostnað, sem af þessu ieiðir nema eitthvað komi í aðra hönd. Iþróttamenn, búið svo um hnút- ana að þeir sem koma til þess að horfa á kappleiki ykkar og aðrar skemtanir borgi lítilsháttar inngangseyrir. það er engin ástæða að sleppa fólki, sem getur e'tt tugum þús- unda í alskonar prjál fyrir þjóð- hátíðir o. þ. h. við að borga nokkra aura fyrir ágætar skemt- anir. Hafið slaufurnar áberandi svo að ég og aðrir, sem kaupa þær geti séð þá, sem ekki bera þær, en gerast boðflennur á þessum skemtunum ykkar. Áhorfandi. IþróUir. Hér í biaðinu í dag eru aug- lýstar íþróttir þær sem háðar verða á Meistaramótinu og þjóð- hátíðinni. Menn eru um þessar mundir mjög önnum kafnir, svo margir hverjir sem annars myndi taka þátt í iþróttum eiga mjög erfitt með það. Vér Vestmannaeyjingar eigum því láni að fagna, að við eigum marga ágæta íþróttamenn. þess vegna ber okkur að hiúa að þess- um ungu íþróttamönnum og styðja þá í starfinu. Við eigum er þeir halda íþróttasýningar, eða skemt- anir, að sækja þær vel og kaupa merki þegar þau eru seld. íþróttamennirnir hér ætla nú að verja kröftum sínum í það [ framtíðinni að hér komi upp heit sundiaug. Aliir vita hve nauðsynleð hún er, ekki síst hér þar sem svo margir hér erusjó- menn. þetta spor sem -þeir nú stíga er því stórt spor, og nyt- samlegt. Allir góðir menn hljóta því að styðja íþróttamennina eftir megni og vera þeitn hjálpsamir. Eitt af þeim mörgu störfum sem fylgja þjóðhátíðinni er það, að raða niður tjöldunum. þetta, að skipuleggja tjöldin er stór vottur um smekhvísi íþróttamanna og einnig vottur um það, að þeir vilja skemta fólkinu sem mest. Verið því allir hjálplegir, þegar kemur að því að raða niður tjöidunum, hjálpina látið þér í té með því að fara nákvæmlega eftir fyrirmælum skipulagsnefnd- arinnar. T. F r é 11 i r. Messað á sunnud. kl. 2 e. h. Betel samkoma á sunnud. ki. 5e.h. HATTaR HÚFUR SKYRTUR BINDI SOKKAR og aðrar fatnaðarvörur í úrvali hjá V——,/ Símfregnir. þingfréttir. F. B. R.vík 31. júlí 1931 Húmæðisfrumvörp stjórnarinn- ar fyrir Reykjavík, stækkun Iög- sagnarumdæmis Reykjavikur og verðtollurinn voru áðaldeilumálin í gær í þinginu, þau urðu eigi útrædd, þingmenn Reykjavíkur andmæltu húsnæðisfrumvarpinu, töldu það mundi gera illt verra. í Efri deild voru umræður um verðtollinn og framlengingu hans til ársloka 1933. Nefndin klofn- aði. Jón þorláksson, vildi eigi framlengingu nema til ársloka 1932, og í öðru lagi skildu nokkr- ar nauðsynjavörur vera undau- skyldar verðtolli. Úlendar. F. B. R.vík 31. júlí 1931 Flugmennirnir Boardman og Pólando flugu 4984 mílur frá Ameriku til Konstantinopel án viðkomu, á 49 stunduum og 5 mínútum. Lögþing Færeyinga var sott í fyrra dag. Danski fáninn var dreginn við hún á þinghúsinu en Færeyingafáni blakti á stöng fyrir framan þiughúsið. Sambandsmenn mótmæitu en Flaggfélagið gekk t fánaskrúðgöngu til Tingenes í sambandi við Ólafsvöku. Mitens var kosinn forseti með 11 atkvæðum. Poulsen sam- bandsmaöur fékk 8 atkvæði. F. B. 31. júli 1931 Knattspyrnufélagið Valur vann í kappleik við úrvalslið frá Kolding Esbjerg og Fredericia með 6 gegn 2. Hefir unnið alis- staðar í Danmörku nema fyrsta leikinn í Kaupmannahöfn. Gestlr eru margir hér í bænum um þessar mundir munu sumir af þeim ætla að dvelja hér fram yfir þjóðhátíð, Sagt er að mjög margt fólk muni sækja þjóðhátíðina að þessu sinni frá Reykjavík. Naesta blað Víðis kemur út á mið- vikudag. Auglýsingar í blaðið komi á Prentsmiðjuna eigi síðar en fyrir hádegi þriðjudags Skipaferðir Botnia er væntanleg hingað i kvöld frá útlöndum, og Island á morgun. Esja fer frá Rvík í kvöld austur urrt land. Fisktökuskip kom hér í gær og tók 2500 pakka af Labradorflski. Fór aftur í gærkvöld.

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.