Víðir


Víðir - 31.03.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 31.03.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestmannaeyjum, 31. mars 1984 6. tbl. Skemtanalíf. Margir munu hafa veitt því eft- iitakt, að aá, sem ekki er ánægð- ur, eða jafnvel er óánægður með hlutskifti sitt í lífinu, eldist fyr en hinn, sem eigi lætur á sór festa þó að ekki leiki alt í lyndi. Það er eins og matur og drykk- ur hafl ekki mikið að segja í því tilfelli. Sá, sem hefir nógan mat og góðan, og klæðnað eftir eigin óakum, á stundum svo erfltt með að dylja óánægju sína, að jafnvel fallegu fötin fara honum ver en þau ella myndu gera, ef geðsmun- irnir væru í góðu lagi. Svo er annar, sem ef til vill brestur gott fæði og falleg klæði en gengur þó glaður og reifur að starfl sínu. Þetta á einB við karl og konu. Það er eins og slík persóna flytji með sér ljós og líf — fegri alt og betii. Þeir eru auðvitað fáir, sem eru sjálfum sér nógir í þessu efni, og enn fæiri munu þeir, sem gera öðrum lífið bjartara, nema um samúð, eða uppörfun annarstaðar frá só að ræða. Ýmsir telja hollar og góðar skemt- anir álíka nauðsynlegar og góða fæðu. Það getur vel verið of mik- ið sagt, en hjai tanleg gleði á góðri stund heflr meiri áhrif en margan grunar á þrif mannsins og þroska unglinganna. Hollar skemtanir, eins og t. d. skauta- og skíðahlaup, ættu helst ar vera fastur liður í fræðslukerfl barnaskólanna, þar, sem því verð- úr við komið. Gönguferðii geta einnig verið góðar, ef eigi er ann- ars kostur. Það mun flestum vitanlegt, sem komið hafa í fleiri kaupstaði en Vestmannaeyjar, að f engum bæ á voru landi er jafn fábreytt skemtanalíf og hór í Eyjum. Það má segja að hér só eigi um ann- að að tala en bíó og ball. í þóssu efni hefir orðið greini- leg afturför hin síðari árin. Fyrir tug ára, og nokkuð löngu áður, var hér starfandi leikfélag, sem mörgum veitti hressandi skeintun. Leikkraftar voru víst sæmilega göðir yflrleitt, og ein- stakar persónur ágætai. Só það félag lifandi enn, Þá hefir það furðu hljótt um sig. Fyrir nokkrum árum voru haldn- ar hór svoneíndar „Kvöldvökur". Voru það aðallegagamansámir upp- leptrar og stundum fróðlegir. Þær „Kvöldvökur" voru sæmilega sótt- ar, og höfðu margir gaman af. Einnig þær lögðust niður. Að nokkur hór kunni að syngja lag, heyrist varla utan kirkjunn- ar, nema ef /Vera skyldi á Þjóð- hátíðinni. Nú eru hór búsettir um hálft fjórða þúsund manna. Séu ekki til í þeim hópi 20—30 sæmilega góðar karlmannaraddir, þá hlýtur það að vera loftslaginu að kenna. En sóu raddirnar til, þá hlýtur að vanta mann, sem bæði hefir þekkingu og tíma til að flnna þær og þjálfa. Fyrir allmörgum árum létkarla- kór nokkrum sinnum heyia til sín hér, en er nú steinþagnaður. Munu nokkrir þeirra félaga vera enn hér í bænum, þó að lítið séu þeir syngjandi. Af því, sem að framan er sagt, er greinilega afturför að sjá hér á sviði menningarinnar, því góðar og göfgandi skemtanir tilheyra menningu nútímans. J Eru nú engir hór til, sem taka vilja það að sér að færa nýtt líf í það besta, sem áður var hér til á sviði skemtana ? Stofnfundur í kvennadeild slysavarnarfél. Hann var haldinn 25. mars í húsi K. F. U. M. Undirbúningur var hafinn og listar höfðu gengið um bæinn til áskrifta. Nær 200 konur sóttu fundinn en nokkru fleiri höfðu skrifað sig á og nokkr- ar bættust við á fnndinum. Alls hafa hátt á þriðja hundrað konur skrifað sig á félagsskrá. Á fund- inum var rætt um nauðsyn þess að halda uppi áhuga á siysavarna- málum alment og styðja Slysa- varnafél. íslands í starfl þess. Lög fyi'ir fólagsdeildina Voru samþ. á fundinum og kosin Ptjórn, endurskoðendur og skemtinefcd sjö konur. Félagið nlaut nafnið „Eykyndill". - Árstillag var ákveðið 2 kr. í stjórn voru kosnar sjö kon- ur: Formaður frú Sylvía Guð- mundsdóttir, ritari frú Dýrflnna Gunnarsdóttir, gjaldkeri frk. Kátrín Gunnarsdóttir, frú Magnea PórÖar- döttir, frú Elinborg Gísladöttir, frú Soffía Þórðardóftir og frú Þorgerð- ur Jónsdöttir. Endurskoðendur: Frú Asdís Jes- dóttir og frú Anna Eiríksdóttir. Arstillag er 2 kr. en æfitillag er 50 kr. Það var og ákveðið að þær kon- ur, sem innrita sig í deildina og greiða árstillag sitt fyrir 15. apríl, teijast stofnendur. Frk. Katrín Gunnarsdóttiv i Barnaskólanum tekur á móti áskriftum og árs- tillögum. — tt » Eins og getið er á öðrum stað hér í blaðinu, stofnuðu konur hér, »ú í vikunni, slysavarnadeild, sem vinna á í sambandi við Slysa- varnafélag íslands, að öryggi og björgum sjómanna. „Eykýndill" er nafn deildarinnar. Frú Sylvía Guðmundsdóttir mun mest hafa gengist fyrir féiags- stofnuninni. Hélt hún þar ræðu og mælti meðal annars á þessa leið : „Heiðruðu konur! Það gleður mig, að sjá ykkur fjölmenna hér í dag, við erum allar komnar f sömu erindum, við erum komnar til þess að rétta þeim hjálparhönd Sem í háska kunna að vera staddir, Lífsbarátta Eyjamanrta, sem lifa af siósókn, er fram fer veLrar- mánuðina, oft eins og nú í storma og ógæftatíð, er sannarlega hörð og hœttumikil, Ægisdægur senda vínum BÍnum ekki altaf hlýjar kveðj- ur. Sjómennirnir sem heyja þessa hörðu baráttu, til bjargar sér og landinu í heild, eiga sannariega kröfu til styrktar sór, gegn slys- urn og voða, frá öllum jafnt, kon- um sem körlurn. 0 Karlmenn hér i Eyjum hafa gert sitt til varnar sjómönnum í lífs- háska, konur hafa ekki fyr en nú haflð skipulagsbundna baráttu þessum málum til styrktar. Mark- mið þessa félagsskapar kvenna, er að verja sjómenn slysum, eins og hr. skólastjóri Páll Bjarnason hefir óftar en einu sinni skrifað um í vikubl. „Víði“. Og mun þessi deild starfa sem deild i Slysa- varnafél. Islands, á sama grund- velli og kvennadeildir, sem stofn- aðar hafa vórið víðsvegar um land- ið. — Þó að við konurnar séum ekki altaf á sama máli um önn- ur mál, þá ber okkur öllum und- antekningarlaust skylda að taka höndum saman í þessu sjálfsagða mannúðarmáli". ,Er það vel að konur hér hafa tekið þetta mál að sér, því áreið- anlega láta þær eitthvað gott eftir sig liggja á því sviði, einá og öðrum mannúðarmálum, sem þær hafa unnið að. Fiskiveiðarnar. „Mbl.“ hefir það eftir Árna Frið- rikssyni fiskifræðing, að fiskur sá, sem veiðist nú,;hér við Suðurland, muni vera á aldrinum 10—20 ára (árgangamir 1922—1924). Aftur á móti segir Á. F. að fiskur, sem veiðist úti fyrir Horna- flrði sé mikið eldri og stærri. Tel- ur Á. F. að svo megi að orði kveða, að á mótum hlýja og kalda straumsins sé elliheimili þorsksins „Um helmingur af þeim flski, sém þar veiðist, er meter á lengd, miklu stærri flskur heldur en veið- st á V6sturmiðum“. Eftir skýrslum um fiskiveiðar Vestmannaeyinga s.l. þrjú ár, heflr mikið meira en helmingi minni fiskur veiðst hér nú að meðaltali á hverja þúsund öngla lóð, en árið 1932, á timabilinu frá miðjum febrúar til miðs mars. Þó að einhverju kunni að skakka með önglafjöldann, því ekki er kunnugt að skýrslum hafl verið safnað uin það hvað marga öngla hver bátur leggi í sjóinn, þá er líklegt að hlutfallstölurnar séu nokkurnveginn réttar, því skakk- að getur álika miklu um öhgla- fjöldann bæði árin. En síst munu færri önglar lagð- ir i sjóinn nú að meðaltali en áð- ur hefir verið. Gleraugu hafa tapast. Vinsaml. beðið að skila þeim að Steinholti. 4

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.