Víðir


Víðir - 13.04.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 13.04.1934, Blaðsíða 2
V I D I & Að gefiati tilefni. í blaði sem Páll Þorbjarnarson kaupfélagsstjóri er talinn gefa út, birtist níðskrif um mig fyrir skemstu utaf erindisrjekstri mín- um í Þýskalandi fyrir hönd ís- lensku stjórnarinnar. Greinin er skrifuð mjög í anda Þorsteins þess er stendur fyrir hinum viðfræga Gagnfræðaskóla hér í Eyjum, þótt Páll sé látinn leppa óhróðurinn. Er því líkast sem Þorsteinn muni nú vera far- inn að þjóðnýta þennan mann, en framkoma þorsteins sjálfs er orð- in því lík uppá síðkastið, sem hann sé orðinn hræddur við sjalf- ann sig. — Með þvi hér er ráðist af litlu viti en mikilli illgirni á starf er eg hefi haft með höndum fyrir þjóðarinnar hönd, tel eg rétt að upplýsa hvað rétt er í því máli sem greinarhöfundur vill koma á mig höggi fyrir, og reiðir hátt. Þessar' upplýsingar eru ekki vegna níðgreinar höfundarins, hon- um mun ekki ant um að vita hið réttara, honum hentar sennilega betur að hampa ósann- indum í þessu máli svo tilgang- inum verði náð. En vegna almennings hér í Eyj- um ,sem skrif þessaar manna eiga að blekkja, eins og sýnilegt er af greininni, tel ég skylt að benda á nokkrar staðreyndir í sambandi við erindisrekstur minn í Þýska- landi í þau tvö skipti sem eg hefi farið í umboði ríkisstjórnarinnar til að semja við þjóðverja. Fyrri ferðina fór eg siðla árs 1931 og þá að tilhlutun Fram- sóknarstjórnarinnár. Svo var mál með vexti að það haust höfðu nokkrir íslenskir togarar „landað® í Þýskalandi. En alt í einu var fyrir það tekið af hálfu þýskra yflrvalda, er bönnuðu að yfirfærsla fengist á andvirði flskjarins og lika notkun þess þar í landi. Féð lá því „innifrosið" sem kallað er í þýskum bönkum og eins og á stóð ekki hægt að hafa þess nein not. Ferðir lslenskra togara stöðvuð- ust náttúrlega samtímis til Pýska- Iknds. Markaðurinn var þeim lokaður. Þetta var hin beina ástæða til þess að ég var þá sendur, og var mér falið þetta tvent sérstaklega : 1. Að fá hið „innifrogna" fé laust, og 2. að freista þess fiað fá leyfl til að selja íslenskan tog- ara — eða bátaflsk fram- vegis á þýskum markaði og yfirfærslu á andvirði fiskj- arins. Ég var ytra frá því í byrjun Desember og til áramóta. Kom heim aftur snemma ársins 1932. Mér heppnaðist að fá hvoru- tveggja til leiðar sem farið var fram á. Hið „innifrosna" fé nokkuð á annað hundrað þusund Mörk var geflð laust, og íslendingum var gert mögulegt að selja árlega ís- fisk á þýskum markaði fyrii um 1 miljón króna. Áður var sala á ísfiski íslenskra togara á þýskum markaði mjög lítil. í skjóli þessa samkomulags fó'u íslenskir tog-arar 44 feiftír til Þýskalands árift 1932 otr seldu íyrir samtais 1 miljón 108 þús- und krónur. Snemma ársins 1933 var sett- ur innflutningstollur á allan flsk i Þýskalandi, sem flyst þangað á útlendum skipum eða frá útlönd um á antian hátt. Pessi tollur er mjög hár m. ö. o. 10 Ríkismörk á hver 100 kg. Tilíiunanlegastur er tollurinn sem er þyngdartollur á hinum, ódýrari fiski, en einmit.t þann fisk, Þorsk, Upsa og Karfa flytja íslendingar til Þýskalands. Norðmenn og Danir flytja yflr- leitt mikið dýrari flsk þangað, Kola og Ýsu og hinn göða Norð- ursjávarþorsk sem Danir flytja þangað meðal annars. Afleiðingar tollsins urðu því þær að Danir og Norðmenn hafa hald- ið áfram að flytja flsk sinn til Éýskalands svipað og áður, en vér íslendingar höfum enga aðstöðu til að selja þar þann flsk sem við höfum á boðstólum sé tollsins af oss kiarfist eins hár og hann er nú. Markaðurinn í Þýskalandi hafði sýnt það 1932 að hann er togur- unum íslensku mikill búbætir eink- um á haustin, og var því talið rétt að reyna hvort nokkru feng- ist um þokað í þessum málum, er gerði sjómönnum vorum kleyft að halda þeirri atvinnu er þeir hafa haft af hanstferðunum til Þýska- lands, og var eg fenginn til að rann- saka möguleika fyrir þessu meðal annars síðastliðið haust. Ég hefi skýrt ríkisstjórninni og utanríkismálanefnd frá eriridisiok- um mínum,og þessir aðilar hafa lagt samþykki á bráðabyrgðasamkomu- lag það er náðist í haust, eftir þá tveggja mánaða dvöJ er ég hafði ytra í samningaerindum. Einstökum atriðum verður eigi skýrt frá hér, nema a$ þvi er snertir hin umræddu kartöflukaup, það þarf ekkert leyndarmál að vera hvað ég hef gert þeim viðvikjandi. Hinsvegar er um bráðabyigðar- samkomulag að iæða og mér ekki heimiit að skýra frá þeirri hlið þess er að Þjóðverjum veit. Samn- ingum verður haidið áfram i vor um ísflsk og ef til vill fleirí ís- ienskar afurðir, sero vér getum selt til Þýskalands. J'akmarkið er það, af hálfu ís- lendinga, að reyna að ná sem best- um söluskilyrðum á ísfiski, síid og fleiru í Þýskalandi og Miðríkj- unum yfir höfuð að tala, og með þvi að reyiia sem unt er að tryggja atvinnu- og afkomu þeirra iandsmanna vorra sem hér eigi hlut að máli og þá aðallega sjó- mannanna. Með aukinni framleiðslu síldar og síldarafurða hér á iaudi, er það sýnt að vér verðum meir og meir hiðir því, að markaðir fyrir vör- ur þessar séu sæinilegir í Þýska- iandi og annarsstaðar t.. d. Pól- landi. Síldariýsið og síldarmjölið verða með ári hverju þýðingarmeiri lið- ir framleiðslu vorrar, og mark- aðurinn er aðallega í Þýskalandi. I ferð minn i haust fór eg líka til Póliands og Danzig, í erindum rikisstjórnarinnar, vegna síldar- sölunnar tii Pollands, og veit eg ekki bet.ur en sildarútgerðaimenn og útflytjendur hHÖ talið nokkurn árangur af, að þvi er snerti að- stöðu þeirta í Danzig og Póllandi siðast.liðið haust.. Kunnugt er að Éjóðverjar hafa keypt mikið af síld á Austfjörðuin í haust, og flutt í is til Þýskalands. Þetta er nýlunda hér á landi að síid sé flutt út í ís. Ég átt.i nokkuin þátt í því siðastliöið haust — og hef reyndar áður gert nokkurn undirbúning í því efni — að Þjóð- verjar gerðu út skip hingað. til kaupanna. Nú er þessi útflutning- ur hafinn og munu Austfirðingar telja sér talsverðann hag af. Þær skýrsjur er eg hefi látið ifkisstjórninni í té um afskipti mín af hinum ýmsu málum t. d. ísfisksölunni, síldarsölunni ásamt innflutningsieyfum tii PóilandB, Fersksíldai sölu o. s. frv,, hafa ver- ið sendar til þeirra landsmanna er þær varða inestu, út.gerðar- manna og félaga í hinum ýmsu veiðist.öðum hér á iandi. Stjórnin hefir líklega látið und- ir höfuð leggjast að senda Páii og Þorsteini nokkuð um þessi mái, enda þeim svona hlutir iítið við- komatidi. Páll krati, eða sá sem hann leppar fyrir níðgreinina er áður er á minst, telur, að vart muni óheppilegri maður vera tii að semja við Þjóðveija heldur enn ég. Ekki skal eg efa það að völ sé á mér hæfari manni í þessu efní, en þó mun eg ekki metast um það við Pál Þorbjarnarson né þann sem fyrir hann skrifar, hvaða skilyrði ég hnfl til að reka erindi landsins i þeim efnum er hór um ræðir svo vammlaust sé. Þeir Páll og félagi hans ættu að reyna að sanrifæra flokksbræður sína í R.vík og annarsstaðar um það að ég sé óheppilegastur allra og fá þá til að útvega hæfari mann. Rað yrði eflaust vel þegið, því all- ir mega vita það, að meiri er vandi en vegsemd að koma ár sinni fyrir borð í þessum efnum á út- iendum vettvangi, fyrir aðra eins smælingja og vér erum í alþjóða- viðskiftum. Atvinna vor öli, til lands og sjávar, er svo mjög háð því að utanríkisverslun vor gangi sæmi- \ lega, að vart mun nokkur önnur þjóð álfunnar eiga hlutfalssllega — miðað við fólksfjölda — meira í húfl á þessu sviði. í sambandi við það er hér að ofan er sagt, og til að hnekkja þeim ó- sannindum er borin eru á mig í áminstri níðgrein, þar sem sagt er meðal annars, að ég hafl samið svo um að iandið keypti aliar kartöflur af Þjóðverjum fyrir hvaða verð sem væri, þá vil ég geta þess sem hér segir: Þær uppástungur um kartöflu- kaup frá Þýskalandi í notum ann- ara og meiri fríðinda fyrir íslensk- ar afuiðir í Þýskalandi, ei ég lagði fyrir ríkisstjórnina og utanríkis- málanefnd, og samþyktar voru af þessum aðilum, giltu hvorki allann kartöfluinnflutning vorn og vorn heldur «kki skilyrðialausar hvað verðlag snerti, heldur bæði tak- rnarkað magn og greinilegt skil- yrði um að hóflegt verðlag yrði tryggt, miðað við aiment markaðs- verð vörunnar á hverjum tíma. Fyrir þessu eru til óræk gögn i vörslum rikisstjórnar og utan- ríkismálanefndar. Fullyrðing Páls, eða þess er fyr- ir hann skriíar, um skilyrðislaus kartöflukaup af Þjóðverjum og alt er þar að lítur, er því á ósann- indum bygð. Hinsvegar heflr þessi hvatvís- lega árás geflð mér tilefni til þess að skýra almenningi í stuttu máli frá réttum málavöxtum og aðal- dráttum í þeim erindisrekstri er ég hefi haft með höndum fyrir landið, og mun hverjum góðfúsum lesara verða ijóst af þvi, að fyrir atvinnulíf landsmanna er nauðsyn- legt að hagsmuna landsins sé að einhverju gætt í þessum efnum. Svo margir mætir menn, og það engu siður stjórnarandstæðingar mínir, hafa látið mig njóta sann- mælis í þessum efnum, að ég gæti sjálfs mín vegna látið mér i léttu rúmi liggja hinar ærumeiðandi að- dróttanir sem Páll kaupfélagsstjóri eða sá er fyrir hann skrifar, færa fram í áðurminstri níðgrein. En þar sem þessi áburður er fram- settur í sambandi við' trúnaðarstarf sem mér var faiið að vinna fyrir landið, tel ég mér skylt að hnekkja honum fyrir dómstólunum og mun ég því gera ráðstaf- anir til að koma fram ábyrgð á hendur ábyrgðarmanni blaðsins fyrir þau meiðandi ummæli sem hann iætur blað sitt og þeirrafél- aga flytia um mig í sambandi við samningana við Pýskaland. J6h, I\ Jósefsson. H c y gott og ódýrt, selur gegn greiðslu við móttöku Magnús Guðm.son Vesturhúsum.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.