Víðir


Víðir - 23.06.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 23.06.1934, Blaðsíða 2
V I Ð I R Didir Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNtfS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. Hann hefir mesta hæfileika, mesta reynslu og þvj langsamlega ]ík-' legastnr til að verða kjOrdæminu að liði. Minnist þess, kjósendur góðir, á sunnudaginn, kjósið Jóhann. fá er rétt kosið. Loforð - Slagcrð. Kommúuistar mega eiga það, að þeir predika stefnuskrá sina: „Blóðuga byltingu og tortýming þjóðfélagsins*, án nokkurs flátt- skapar. Meðan situr við orðiu tóm mun aimenningur skoða stóryrði þeirra, sem heimskulegt hjal. I fram- kvæmd er stefnuskrá þeirra glæp- ur gegn landi og lýð, sem leiða mundi óumræðiiegt, böl yfir þá, sem erfiðasta lífsbaráttu heyja í þjóðfélaginu. 'Baráttuaðferð kratanna er hins- vegar lævísari og þessvegna á ýmsan veg þjóðinni hættulegri í bráð. Baráttuaðferð þeirra er: Stór loforð um bætt kjör og taum- laust slagorðamoldvirði. Alstaðar þar sem Kratar hafa náð völdum hefir eyðsla brodd- anna verið sett í hásæti og ríkj- um á stuttum tíma vorið steypt í gjaldþrot. Kratasaga síðustu ára hermir alst.aðar það sama: Taumlaus eyðsla til handa pólitiskum spá- kaupmönnum, aukið atvinnuleysi, auknir ska.ttar og þrot héraða og ríkja. Skulu nú nokkur dæmi tekin. Á Englandi, rikasta landi ver- aldar, náðu Kratar völdum 1924. 5 árum seinna hratt alþýða mauna þeim frá völdum. Þingmönnum þeirra fækkaði úr 250 niður í 50. Völdum náðu þeir með fögrum loforðum um aukna atvinnu, hækkað kaup, bætt kjör. Efndhnar urðu þær, að atvinnuleysingjum fjölgaði og ríkið var komið í greiðsluþrot. Eftir að íhaldsrnenn tóku við stjórnaitaumunum hefir atvinnuleysingjum fækkað um rúma miijón. Atvinnuieysisstyikir hafa verið hœkkaðir að nýju. Nú nýtur England sama trausts og áður. Er álitið fyrirmynd annara um stjórnháttu. í Þýskalandi 'riktu Kratar um nokkur ár. Svo taumlaus var óstjórn þeirra þar, að þýska þjóðin öll, rois sem einn maður gegn þeim. Svo hafði flokkur Krata þar gjörsamlega glatað holiustu sinni hja þjóðinni, að hann þurk- aðist út. Framdi bókstaflega póli- tískt sjáifsmotð með hegðan sinni. Sama sagan er að endurtaka sig í Ðanmörku. En þar njóta Kratar þess að Danmörk er ríkt land, svo að af miklu er að taka. Hjá Stauning, post.ula hinna islensku Krata, er atvinnuleysi meira en nokkru sinni áður og til þess að halda jafnvægi á rek- stri þjóðarbúsins hafa verið, toll- aðar mestu nauðþurftir almennings. f’annig er 40°/o framleiðslutollur á smiörlíki, 20 aura neyslutollur á hverju kílo af kálfskjöti en 10 aura tollur á nautakjöti. Á viku hverri lœtur riki Krat- anna í Danmörku brenna 2000 nautgripi. Margur fátækur liður skort. Atvinnuleysi er vaxandi. Á íslandi var leikinn sami harmaleikurinn á árunum 1927— 1981. Kratabroddarnir gengu á mála hjá Framsókn. Ríkið var komið að gjaldþroti þegar sam- vinnan brast. Efndir hinna fögru loforða voru hækkun á mörgum tollum, fjölgun nýrra embætta og gegndarlaus óþarfa eyðsla. Sama skripaleikinn hyggjast Kratar að endurtaka nú. Fó eiga verkaskiftin að þessu sinni að vera þau, að hin deyjandi Framsókn gangi á mála hjá Krötum. Laun Fiamsóknar, samkvæmt yfirlýsingu Framsóknarmanna í út- varpinu eiga að vera, heimild S. I. S. til þess að „skipuleggja“ þ. e. einoka landbúnaðarafuiðir bænda i kaupstöðum. M. ö. o. Programmið danska innanlands toll á kjöti, mjólk, smjöri og smjörlíki. Hverborgar? Alþýðan til sjávar. Með þessa stefnuskrá í veru- leikanum og 4 ára plan Hitlers, í lauslegri þýöingu, hyggjast Krat- arnir að sigra að þessu sinni. Annaðhvort treysta þeir því, að þjóðin sé óvenju heimsk eða gleymin. - Magni. Heimskuleg ósannindi. Þegar ísleifur Högnason sagði á fundinum á fimtudaginn, að bur- geisar einir hefðu not af Bása- skersbryggjunni, sem eins og kunn- ugt er, er lang stærsta bryggja, sem bæjarbúar hafa t.il notkunar, þá fanst víst flestum skörin fær- ast upp í bekkinn. Eftir þessari kenningu eru sjó- mennirnir einu burgeisarnir. f*ví öllum er það kunnugt, að lang- mest notin hafa þeir af bryggj- unni. fetta er svo augljóst, að í raun og veru er óþarft að ræða urn það. Það fer^ venjulega svo hjá Is- leifi, þegar hann er að viðra sig upp við sjómennina, og þykist klappa þeim á aðra kinr.ina, að þá slær hann þá hina. fegar Isleifur fór að tala um bryggjuna, sá hann i huganum alt í einu Gunnar Ölafsson og Jóhann f\ Jósefsson, — en þeir eru í hans augum ógurlegir bur- geisar, — datt honum þá í hug að - reyna að koma fólkinu til að trúa því að þeir hetðu mest not af bryggjunni. Svona heimskulegri lýgi truir enginn sjómaður í Vestmannaeyj- um. Og tæplega munu þeir vera Isleifi þakklátir fyrir bm geisanafn- ið, sem hann var að heiðra þá með. það er ekki mjög álitltgt þing- manns efni, sem lýgur svona heimskulega. Það er sjáanlegt á þessu, að Isleifur hefir, þegar hann var út- gerðarmaður, lítið fundið til þess, hvoit skipshöfn hans var fjóra tíma að losa bátinn, eða aðeins einn tíma. Það er augijóst mál, að ein- mitt Básaskersbryggjan er hinn mesti erfiðisléttir, og besta þæg- indi, sem sjóinenn í Vestmanna- eyjum hafa enn hlolið. — Og engu síður fyrir það, að sjálfstæð- ismenn eiga heiðr.rinn af þvi, að að mannvirki það er til orðið. Atkvædi mitt vid aiþiíigis’ kosningarnar. Eins og Vestmannaeyingum er kunnugt, hefi ég verið hljóður um stjórnmálin, og sem betur fer ekki tekið þátt í deilunum, eða sót.t stjórnmálafundi. — En altaf hefi ég látið atkvæði mitt þar, sein ég hefi talið það verða að mestu lifti fyrir heill og sóma föðurlandsins. Dreg ég enga dul á, að ég hefi ávalt fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins, og er skoðun mín sú enn í dag, að i Sjálfstæð- isflokknum séu fleiri dugandi menn, en i nokkrum öðrum flokki héi á landi, í hvaða grein sem er. — Um það ber sagan vitni. Atkvæði mitt iegg ég að þessu sinni, eins og áður, hiklaust til Sjálfsiæðisflokksins. — Því í ein- lægni sagt og laust við alt flokka hatur, treysti ég Sjálfstæðisflokkn- um best, til að varðveita fengið sjálfstæði iandsins. Til þess að reisa við reirinn brotna, hinn aðþrengda, tóma rík- issjóð. Að lyfta undir atvinnu möguleika til lands og sjávar. Að sllta verslunarhöft. Að eyða sundr- nngu og sameina alla, utan þings og innan, undir merki samúðar og samvinnu. Og í þeim samúðar-' anda sigrast á örðugleikum þjóð- arinnar. Þá má aftur segja: allir eitt — íslandi alt. Rætist sú von mín, að' sjálfstæðismenn sigri, þá mun brátt sjást merki nýs vorgróðurs í athafnalífi þjóðarinnar. Páll Oddgeirsson. Kosningablad Hrifiu-Jónasar „Nýja dagbiadið** hampar því mjög, að Sjálfstæðis- flokkurinn í Eyjum sé sundur- þykkur vegna læknastríðsins al- kunna. Þetta segir blaðið, mun bitna á Jóh. Jós. við kosningarn- ar, og hlakkar mjög yfir. Vestmannaeyingar munu sýna það. að þeir vita vel hvað þessar kosningar snúast um, nefnilega stjórn Jónasar og Sósanna eða stjórn Sjálfstæðismanna i næstu fjögur ár. Vestmannaeyingar vita það, að eitt einast.a atkvæði getur rið- ið baggamuninn í þessu efni. Þess vegna munu þeir allir, sem afstýra vilja fjárhagslegu hruni og óst.jórn mæt.a á kjörstað og kjósa Sjálfstæðismann. Litíl athugasemd. Kratablaðið, véi^krifaða, er kom út 22. þ. m. lætur, að því er virðist G. H. Guðmund Helgason? segja að ég, noti dulnefni undir greinar, er ég skrifi í Víði, svo sem „Baldur" ofl. Að visu skiftir það litlu máli hvað blaðið segir eða þessi G. H., en þó þykir mér réttara að hnekkja þessari lýgi blaðsins. Ég hefi aldrei, hvorki fyrir né síðar skrifað í Víði og notað dulnefni, heldur annað hvort merkt greinarnar G. 0. eða þá skrifað mitt fulla nafn. Níði eða lygum um mig eða aðra í blaðsneplinum svara ég ekki frekar, því að mór er enginn ami í' þó að G. H., þessi fulltrúi allrar ómensku um langan aldur, njóti ánægjunnar af þessu skrifi sínu, eða öðru þvílíku. G. H. segir í sama blaði, að al- þýðuflokkurinn hafi skorað á rík- isstjórnina, að létta af síldarút- veginum áhvílandi tollum. Ef þetta væri satt, þá eru hinir svo-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.