Víðir


Víðir - 09.08.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 09.08.1934, Blaðsíða 2
V I Ð I R Á Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1934.. Lag: Hvað er svo glatt... Jeg veit þeir eiga lengri og atærri strengi sem striúka fiðlubogann hér í dag, en enginn hærri óak um giftugengi og gullið með og allra bættan hag. Það er svo létt, að óska alls hins besta, en öllu meiri vandi að starfa þar og stofna nýtí og gamalt, gott að festa við gæfu hins unga og tryggð við það, sem var. Til ykkar horfir Islendingur víða um efndir þess, sem loforð ykkur gaf. Hann veit að hér er sól og sumarblíða og sj'ór með auð og land með brimsins traf og hjerna sterkt, við hætturnar og föngin fær hugardáðin þróast, vaxið hátt við sólskinsdyr og döpru heljargöngin með dug og kraft og blíðu — alt í Bátt. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. og hvelfing með Ijómandi litbrigð- um, og svo stórir, að fara má um þá á árabátum og trillubátum. Þegar geislar sumarsólarinnar eru að teygja sig inn í þá til að líta á dýrðina, þá nær fegurðin hámarki. Á sunnudögum heyrist hér oft sagt: Eigjm við ekki að fara kringum eyjuna í dag ?“ Jú margir eru fúsir á það. Slíkar gamanferðir eru hér oft farnar, og er áreiðan- lega holl skemtun og góð. Vitan- lega er í þeim ferðum oft meiri hiutinn ungt fólk, en eldra fólkið hefir lika gaman af að fyfta sér upp. Og þó að einhver væri svo gerður,aðland — eða lagarsýn hefði engin áhrif á hann, þá er ekki svo lítil ánægja að sjá gleðina geisla af andlitum samferðafólksins Við erum á leiðinni Vestur að Álsey, og komin í Smáeyjasund. Þar liggur mótoibátur íuliur af fólki, sem auðsjáanlega hefir verið að skoða einn af merkustu hell- unUm hér, Kafhellir, sem er undir Hænu. Okkar bátur þýtur á fleygiferð fram hjá hinum bátnum. Hattar, húfur og ýmiskonar veifur á lofti, og húrrahrópin dundu við svo að undir tók í berginu. Öllu til skila haldið að kórdjákni hell- isins, eigi hafi rumskað við há- vaðann. Áfram haldið með sömu ferð alt að Alsey. Þar liggur motor- bátur, sem er að taka lunda hjá veiðimönnum, sem þar halda til. Pólkið fer i land. Veiðimennirnir taka knálega á móti ungu stúlk- unum, styðja þær og leiða gæti- lega upp brattann. Allir í sólskins- skapi. Inni í veiðimannakofanum fer fram kaffidrykkja, og ávextir og annað sæigæti gengur frá maDni til manns. — Lífið getur verið leikur. Það liður á daginn, — Verið þið sælk, kátu veiðimenn, þökk fyrir móttökurnar. — Haldið heimleiðis. Báturinn klýfur blæ- kyrran sjóinn. Fer austurleiðina, fram hjá Stórhöfða, Brimurð, Stakk, Flúð og óteijandi örnefnum alt 'að bryggju. S:ðan þakkar hver öðrum brosandí fyrir samveruna. Svona skemtiferðir munu fáar bygðir landsins hafa upp á að bjóða, íbúum sínum og gestum. AUGLÝSIÐ 1 VÍÐI Sig. Sigurðsson skáid, frá Arnarholti, er nú staddur hér í bænum. Þegac hann för héðan fyrir rúmum tveim árum, hafði hann verið, eins og flestir Eyjabúar hljóta að muna, mikið lasinn um alllangan tíma, og elst fyr að þrótti en árum. Enn er hann þó með af- brigðum karlmannlegur á velli að sjá og höfðinglegur, og sama er enn gáfulega yfirbragðið. þegar Sig. Sigurðsson nu sést á gangí hér um bæinn, er líklegt að fjöldi fólks, og ekki síst sjó- mennirnir minnist þess, þegar hann hér á árunum, gekk bejserks- gang um bæinn, fuliur áhuga fyrir stofnun Björgunarfélagsins. Það hefir fráleitt verið þá metið eins og verðugt heíði verið, hið mikla staif, sem hann lagði í það að hrinda því heillaríka máli fram til sigurs^Enginn einstakur maður var bjðrgunarmálinu eins þarfur og hann, og enginn einstaklingur mun hafa lagt eins mikið fé í það og hann. Pað er óhugsandi annað en að allur fjöldi manna hér minnist þess í hvert skifti, sem hans er getið, og þá ekki síður þegar hann nú á ný sést hér á gangi. Það er vitanlegt að Björgunarfélag Vest- mannaeyja, sem Sig. Sig. var langfremsti brautiyðjandi að, hefir fætt af sér Slysavarnarfélag íslands sem nú þegar hefir mörgu manns- lílinu bjargað, og einnig landhelgis- gæsluna. Sá maður, sem fremstur stóð í flokki til framgangs slíku máli, á heiður og þökk skilið, ekki ein- ungis Vestmannaeyinga, heldur allrar þjóðarinnar. Ósiðun Ef þú, lesari góður, gengur hér vestur Strandveginn, eða niður Bárustíginn, hjá húsi því er Dríf- andi nefnist, þá muntu sjá hjá steinsteiptum garði framan við húsið, standa flokk manna. Oft er hópur sá mest unglingar, en þó eru þar menn á ýmsum aldri. I miðjum hópnum stendur venju- lega gamalmenni, sem mun vera meðal allra elstu manna hér í bæ. Ekki er það óvanalegt að garnli maðurinn sjáist reiða upp staíinn sinn og slá til einhvers eða kannske einhverra í hópnum. Hvers vegna ? Vegna þess að þeir eru þá að þvæla eitthvað marklaust bull við gamla mannínn, striða honum. Petta er Ijótur siður, sem ung- lingar og eldri menn ættu að leggja niður þegar í stað. t>að er alls eigi víst að þeir, sem mest gera að því að erta karlinn, séu meiri menn en hann var á þeirra aldrj, og vel getur veiið að þeir eigi eftir að veiða gamalmenni, sem gjarnan vill fá að vera í friði. Hver gamli maðurinn er, er 6- þarft að nefna. Flestir bæjarbú- ar munu þekkja hann og kannast við það, sem hér er sagt. Bæjarstjórnar- fnndur 2. á.gúst 1934. Fundur þessi var langur, eins og jafraan hefir verið síðan komm- únistar komust .í bæjarstjórn, og leiðinlegur, sögðu margir, sem á hann hlýddu. Sumir kváðu svo fast að orði að engu hefði verið likara en að fundur þessi hefði verið út.breiðslufundur fyrir komm- únisma. Bannig hefðu ræður komm- anna verið: blaður út i loftið um eiginhagsmunapólitík þeirra, sem ekki kærni okkar bæ við, fremur en einhverjum kotbæ vestui í Kalifoiníu. Dagskrármálin drukkn- uðu í vaðlinum: Fjöldi mála var á dagskrá. Þetta, sem hér á eftir verður tal- ið er_hið helsta, sem aamþykt var á fundinum. 1. Kosning 1 manns í Skóla- nefnd, í stað P. V. G. Kolka. Kosningu hlaut Haraldur Ei- ríksson. 2. Kosning 1 inanns í stjórn Ekknasjóðsins, í stað Sig. Snorrasonar. Kosningu hlaut Jes A. Gíslason. 3. Kosning 1 marins í Bókasafns- nefnd, í stað Karls Sig. Jón- assonar. Kosningu hlaut Sig- fús Scheving. 4. Samþykt að Ijósmœfur bæj- arins, fengju afnot- síma, án kostnaðar fyrir þær. 5. Sundkenslustarfið "var reitt þeim Fnðþjófi Johnsen og Þuríði^Þorkelsdóttur. 6. Ráðsinannsstartið var veitt Jóni Einarssyni Gjábakka. 7. Dppsögn Þórunnar Jóusdótt- ur á Jjósmoðurstarfinu, og samþykt að auglýsa stöðuua lausa. Ennfremur samþykt að Stefaníu Hannesdóttur sé falið að starfa um stundar- sakir, þar til staðan verður veitt. 8. Samþykt að ábyrgjast fyrir Standley Guðmundsson alt að 1000 kr. af kaupverði efnis í húa, sem hann ætlar að byggja við Sölhlíð, hrökkvi ekki lán frá Veðdeild Lands- bankans til greiðslu á öllu kaupverði efnisins, Ábyrgðin er þó ek.ki bind- andi fyrir bæjarsjóð, fyrr en Veðdeildarlán hefir fengistút á húsið og er því skilyrði bundin að ábyrgðin sé trygð með II. veðrétti í husinu, næst á eftir Veðdeildinni. 9. Samþykt eftiifarandi tillaga hafnarnefndar: Með því að . ekki heflr enn fengist samþykki rikisstjóin- arinnar um kaup á dýpkun- arskipi eða loforð um greiðslu á hluta rikissjóðs samkv. þingsál yktun artiliögu frá síð- asta þingi, samþykkir nefnd- in að feia bæjarstjóra að fara nú þegar til Reykjavíkur og fá endanlegt loforð ríkis- stjórnarinnar, um þátttöku ríkissjóðs og ganga frá kaup- ' unum. 10. Samþykt tillaga hafnarnefnd- ar að hafna tilboði Útvegs- bankans um kaup á svo- kallaðri Edinborgarbryggju fyrir 25 þús kr.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.