Víðir - 15.12.1934, Blaðsíða 1
VI. árg.
Vestinannaeyjuin, 15. descniöer 1934
38. tbl.
Þungi fisks.
M*ðal annars ftóðlaiks, sem
„íslensktSjómannaalmanak" flyt.ur,
er um þunga fisks á ýmsu stigi,
miðað við skippund aí fullverkuð-
um fiski.
Maður skyldi ætla að í riti, sem
flytur jafn mikinn fróðleik og
"íslenskt Sjómannaalmanak", sæj-
ust ekki órökstuddar fullyrðingar,
án athugasemda, en svo er þö,
þar sem talað er um þunga fisks.
Það er langt frá þvi að sami
þungi af óslægðum fiski geri skip-
pund af fullverkuðum fiski, hvar
og hvenær seiu hann er veiddur,
þó að Sjómannaalmanakið geri
ekki mun á því.
Það vita allir swm við flskveiðar
.fást á ýmsum tímum árs, að
miklu munar á þunga þess, sem
'lnnan í fiskinum er, eftir því á
hvaða ársfíma hann er veiddur.
Á sumrin er t. d. lítið annað
innan í fiiskinum en 'hálftómur
maginn, og getur yel verið rétt að .
600 kg. af þeim fiski geri 1 skpp.
af honum fullverkuðum. En aé
það rétt, þá má fullyrða ao alt
að 700 kg. fara í skpp. af fiski,
sem veiddur er í febrúar, mars og
aprilmánuðum. Þá er fiskurinn,
eins og sjómerm og aðgerðarmenn
kannast við, stundum úttroðinn af
síli og altaf þungaður af hrognum
eða sviljum.
Það eru því engar öfgar þó að.
gert sé ráð fyrir að 10% meiri
þunga af öslægðum fiski veiddum
á vetrarvertíð, þúrfi til að gera
skpp. af fullverkuðum fisk'i, huldur
en af sumarveiddum fiski. Reynsla
þerra manna hér, sem athugað
hafa þunga fiskjarins, sýnir 12—
17°/0 meiri þunga af óslægðum
flski, en Sjómanna-almanakið telur
að t-urfi til þess að gera skpp. af
honum fullverkuðum.
Það er eðlilegt að me.nn tiúi
tölum þeim, sem á hverju ári
standa, athugasemdalaust, í riti
því er sjálft Fiskifélagið gefur út,
en engu að siður munu þessar
tölur ærið villandi. Það hafa líka
verið, og eru enn, mjög svo skift-
ar skoðanir manna um, hvaða
þyngd fliskjar a hinum ýmsu stig-
um þurfi til þess að gera skpp. af
horium full verkuðum. þetta er
líka ofur eðlilegt, því ekki svo
litlu munar hvort fiskurinn er
ÍTTBREIÐIÐ VÍÐI
Portúgals-hertur eða Barcelóna-
þur.
Það er því ofur skiljanlegt að
ekki gildi sömu tölur um þunga ó-
slægðs fisks í þuvfiskskippund, hvort
fiskurir.n er veiddur um hrygning-
artímann og seldur til Poitúgai,
eða veiddur að sumarlægi og seld-
ur til Barcelöna.
Þetta ættu útgerðarmenn og
sjómtnn, í félagi, að athuga næstu
vertíð, eins nákvæmlega og unt
er, svo að um þuifi ekki að
deila.
Sitt af hvcrju.
Hvar er kviknað í?
Þannig spyrja menn jafnan, jafn-
skjótt ,og biunalúðurinn öskrar.
Allt kemst á ferð og flug, ein-
hverstaðar er kviknað í. Fólkið
þýtur frá vinnu sinni tjl þess að
hjálpa þeim, sem fyrir brunanum
veiða og allir spyrja í fyvstu hins
sama: Hvar er kviknað í?
Ef eldsvoða ber að á.næturþeli,
þá þjóta: menn upp úr rúmum
sinum: klæðast í skyndi, og hlaupa
, út á götu. Þeir spyrja þá fyrstu
er þeir mæta hinnar, sömu spurh-
ingar : Hvar er kviknað í?
Flestum ætla eg að bregði eitt-
hvað þá, er þeir heyra bruna-
lúðurinn gjalla. Hljöð hans eru svo
)jót, ljótari, og méryjiggur við að
segja, djöfullegri en flest önnur
hljóð. Þó muq það ekki einasta
astæðan til þess að fólki bregði,
helttur miklu fremur hitt, að ösk-
ur þetta boðar hættu og tjón. Það
segir manni, að einhver bygging
só að brenna og allir vita það, að
húsbrunar geta verið hættulegir
heilsu og lífi manna ef ekki næst
að stöðva eldinn nógu fljótt.
Vitandi þetta alltsaman þjóta
allir góðir mahn, sem til þess eru
færir, undireins á vettvang til
þess að hjálpa og til þess að
bjarga því sem bjargað verður.
. Annars hafa Vestmannaeyingar
verið giftudijúgir í þessum efnum^
því að enn bafa ekki svo ég muni
brunnið hór hús til kaldra kola,
nema Sambandshúsið á Eiðinu forð-
um, fuiir, af ull, eða hálfftúlt frá
Landeyja-Biandi, er siðar varð
Blöndu-Brandur. Ullin hafði ekki
verið þurkuð jneira en góðu hófi
gengdi og fór því um hana likt
og hey, sern vott er hirt. Það
kviknaði í henni sögðu flestir.
Nokkrir fundu þb betra ráð,
gamalt ,og gott framsóknarráð.
Þeir sögðu að kaupmennimii' hefðu
kveikt í ullinni, en Brandur lagði
kollhúfur og ekkert varð nánara
upplýst um brunann, annað en
það, að húsið brann og ullin
sviðnaði og eitthvað af henni brann.
Þetta gerðist um hábjai tan sum-
ardag í bliðu veðii. Sumir héldu
að þarna hefði einhver framleitt
„landa", eldfiman og góðan landa,
dýrindis drukk. Enn fatt benti
þó á að svo hefði verið.
Það er hvoitveggja i senn, a,ð
bæjarbúar hafa veiið giftudrjúgir í
þessum efnum og hitt, að þeir hafa
til þess unnið, með því að bregða
skjótt við þtigar eldsvoða ber að
höndum og duga vel til þess að
leggja óvininn að velli, þ. e.
slökkva eldinn.
Menn eru, þegar i það fer, hug-
aðir qg hrau?tir yið þetta eins og
annað. Það er ekki laust við að
þeim svipi til Þorgilsar Böðvars-
sonar, er alment var kallaður
Þorgils skarði.
Sturlunga segir, meðal annars,
frá atburði, er áttí sér stað i Björ-
gyn á dngum Hákonar konungs
gamla 1245 eða nálægt því. Þor-
gils var hiiðmaður Hákonar kon-
ungs, svotil nýkominrt að hirðinni
19 áia gamall, þióttmikill og rik-
lundaður og hið mesta höfðinga-
efni eins og síðar kom fram.
Ég tek hér npp kafla úr frá-
sögninni um atburð þennan, þar
segir: Sá atburður gerðisk at eina
nótt varð þar eldur laus í bænum,
var þá blásit úm allan bæinn. Ok
er þetta herboð kom í konungs-
herbergi, klæddist hann nú sjálfur
skjótt og hét á þá menn, er hjá
honum vóru. Hann lét blása út
allri hnðinni ok öllum bæjarlýðn-
um til þessa ofriðar og vopuuðusk
menn sem til baidaga, ok skipaði
konungur hirð sinni þar, sem hon-
um þótti mest þöifin. Bað kon-
ungur menn fara varlega ok þó
djarflega. Var eldurinn svo ákaf-
lega mikill, at ólíklegt þótti at
slökkt mundi verða. Var þá margs
leitað, bovit í vatn ok sjór ok
brotin viða herbergi. Konungur
kvað á hvar þorgils skyldi standa
en hann vildi framganga miklu
iengra, fekk hann svá mikinn háska
viðþat, at þat þbtti með ólikindum,
er hann hélt lífi ok Jimum meið-
ingarlaust.
Um .síðir lét konungur taka
langskipssegl ok gera alvátt ok
bera at eldinum. Varð þat þá um
síðir at eldurinn sloknaði með
Guðs miskuun ok hamingju kon-
ungs.
En Þorgils fekk þann orðróm af
konungi sjálfum ok öllum öðrum,
er vissu, at engi maður hefði þar
jafnvel bovið aig og borgisk sem
hann í jafn miklum háska.....
Ok þess naut Þorgils jafnan síðan
hjá konungi, svá at hann þoldi
honum betur en flestum öðrum
jafnar tilgerðir. Næsta dag eftir
brennuna kom Þorgils í herbergi
drotningar, tók hún honum vel
ok þakkaði honum hve di engilega
hann hafti gefiBt um nöttina. Ok
er hún sér at klæði hans eru
brunnin, þa gaf hún honum vel
sex álnav af skarlati.
Einsog jafnan er héi vel og
skemmtilega frasagt, bæði um
atburðina og þá menn, sem við
þá eru riðnir.
Það er auðfundið á öllu að
mikils hefur það þótt vei t, að geta
sigrast á eldinum og þeim háska,
er hann boðaði og eiga nútiðar-
menn fyllilega sammerkt fyrri
alda mönnum í þeKsum efnum.
Margrét diotning var dóttir
Skúla jaris, er oft er nefndur Skúli
hertogi, og sem raikið kvað að
um tima. Skúli jarl var mikill
vin Sturlunga einsog fleiri Noregs
höfðingjar á þeim timum, enda
voru Sturlungar, fllestir, miklir
menn, audlega og likamlega skoðað.
En þeir báru ekki gæfu til sam-
þykkis svo sem kunnugt er, en
af því leiddi margra alda áþján og
hnignum landsmanna, er seint eða
aldrei fæst bætt.
Framhald.
AUGLÝSID í VÍÐI