Víðir - 02.04.1936, Qupperneq 3
fi——
VÍfilB
Ýlustráið
í nEftirmála“, sem hangir neð-
an í Árna Guðmundssyni í siðaata
tbl. Viðis, er beint nokkrum orð-
um að „einum“ manni í Leikfé-
laginu hér. Segir hann, að þessi
maður hafi borið ut um bseinn
slúðursögur um það, að Árni hafi
með ströngum dómum og rógburði,
spilt fyrir leik þeim, sem nú er
verið að sýna. Mér hefir skilist á
Árna, að eg eigi að vera þessi
vondi maður.
En þetta er ekki rétt hjá Árna.
Fyrst og fremst hefði mér aldrei
doftið í hug, að Árni væri maður
til að spilla fyrir leiknum. Til
þess er of lítið mark tekið á hon-
um sem leikdómara.
Hitt er aftur á móti satt, og
Árni Guðmundsson veit það vel,
og þýðir ekkert fyrir hann að
bera á móti því, að hann hefir í
mín eyru borið Loft Guðmunds-
son og Friðrik Jesson fyrir slúður-
sögum, sem þeir hafa aldreí látið
sér um munn fara, en sem hann
hefir þö óhikað slegið fram,
þrátt fyrir það. Hefði þess vegna
verið að öllu leyti betra fyrir
Arna að þegja um þetta atriði.
En það er nú einhvern veginn
svbna samt, að ef maður andar
«
eða geiir eitthvað, sem ekki fellur
í „kramið* hjá þessum manni, þá
er hann óðara farinn að skrifa.
Hér var ekki fyr farið að sýna
sjóoleik í vetur, en Arni var
séstur niður og farinn að skrifa,
Bjarni Björnsson var svo óláns-
samur, að hneykBla Arna með
gamanvísunum sínum. Allir muna
endalokin. Árni skrifaði um Bjarna
— og lét í það skiftið ekki sitja
við orðin tóm, heldur fór að
syngja gamanvísur sjálfur. Von-
andi fáum við bráðum að sjá hann
sem leikara. Þá verða vist ekki
innrammaðir leikhæfileikar á boð.
stólumi
Um leikdóm hans í Víði vil ég
ekki fjölyrða, þar sera mór er
málið skylt. Hitt ætti aftur á móti
að vera mér leyfilegt, ah sýna
smá dæmi um það, hve slunginn
leikdómari Árni er, og vona að ég
hneyksli engan með þvi.
fegar hann er að dæma leik
Valdemars Ástgeirssonar, ogbúinn
að hrósa honum að makleikum
sem leikara, segir hann að Valde-
mar sé þá fyrst í essinu sínu,
þegar Skrifta-Hans breytir sér í
bóndagerflð. Árni virðist ekki einu
sinni skiija það, að þegar Skrifta-
Hans er að villa á sér sýn og
bregður sór í bóndagerfið, þá er
hann ekki að leysa sitt vandasam-
asta hlutverk af hendi. Nei, þá
rsynir fyrst alvarlega á leikhæfi-
leika Valdemarsí hlutverki Skrifta-
Hans, er kemur að Skiifta-Hans
sjálfum, þegar hann er að skrifta
fyrir Eibekk, og trúir honumfyrir
ölium raunum sínum. þá fyist
reynir alvarlega á leikarann. En
á þetta minnist Árni ekkert, enda
þótt það sé það, sem mestu máli
skiftir. Og ég ætla að leyfa mér
að segja það, að þá er Valdemar
Astgeirsson í essinu sínu sem
/eikari, því þar koma hæfileikarnir
ótvíræðast i ljös.
Aftur á móti munu krakkarnir
hafa mest. gaman af Skrifta-Hans
þegar hann er að viila á sér sjón-
ir. Það væii því ekki svo viflaust
að ætla það, að stílar um þetta
efni hjá yngstu nemendum Arna
Guðmundssonar gætu fallið vel í
„kramið“ hjá kennaranum.
Fleira mætti nú telja upp úr
þessum „leikdómi", sem veitværi'
að benda á, jafnvel þó maður
slept.i öllu þvi háfleyga. En hér
skal nú látið staðar numið.
Arni má svo skrifa um leik-
list i Vlði eins mikið og hann
vill mín vegna. En fyrir mér vei ð-
UT' hann aldrei annað í þessu máli
en ýlustráið, sem þykir svo gam-
an að láta hvína í sér.
Sig. S. Stheving.
Frétlir
Mcssur
Pálmasunnudag. 5. þ. m., kl. 2.
Skírdag kl. 5, altarisganga, Föstu-
daginn langa kl. 2. Páskadaginn
kl. 2 og 6. Annan páskadag kl. 5.
Betcl.
Samkomur á sunnudögum kl. 5
e.h. og á fimmtud. kl. 8 s.d.
/, . , V
Nýlega er látlim
hér í bænum Einar Símonarson í
London, velþektur og góður borg-
ari. Er jarðsunginn í dag.
Trúlofun
sína hafa nýlega opinberað ung-
frú Stefanía Bjarnadóttir og Eirík-
ur Friðbjarnaison, bæði til heim-
ilis á Bakkastíg 1.
Aflabrögð
f’egar gerður er samanburður á
aflabrögðum nú og í fyrra, eða
undanfarin ár, þá veiður að taka
það með í reikninginn, að nú byrj-
aði V6rtíðin heilum mánuði seinna
en s.l. ár, en þá byrjaði hún í síð-
aralagi. Línufiskirí byijaði nú vel
en varð brátt stopult. Fiskur heflr
vafalaust veiið búinn að vera hér
lengi þegar byrjað var að reyna að
ná honum. Sðkina á þessu á verk-
fallið. — Netaflskirí stunda nu
næstum allijr bátar og hefir að
nndanförnu verið sæmilega gott.
Sumii afla mikið aðrir minna eins
og gengur. Mest heflr einn bátur
fengið á einum degi 24 tonr. Fisk-
urinn vigtaður öaðgeiður. Fiskur
er nú mikið vænni en undanfarin
ár og vel lifraður. Daglega erróið
og sjóveður eru góð.
Hjartans þakklæti votta ég öllum þeim, sem auð-
sýndu mér samúð við fráfall og jarðarför drengsins míns.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Haukfelli.
pllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII^
= Innilegt þakklæti vottum við Öllum þeim, skyldum og vanda- j
§} lausum, sem á einn eða annan hátt hœttu okkur tjón ]>að, er við s
M urðum fyrir í brunanum 20. janúar s.l. Sérstaklega viljum við ||
H þakka hjónunum Guðfinnu og Georg Gíslasyni, svo og Ba/rna- M
M verndarnefnd.
H ||
Sólrún Ingvarsdóttir. Sveinn Sigurhansson.
52 =
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
!
I
Miðvikudaginn 15.p.m.
vevður ýmislegt lausafé,
eign þrotabús Svavars
Kristjánssonar veitinga-
manns, selt á opinberu uppboði, sem haldið verður
hjá húsinu Óskasteinn hér í bænum.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum 2. apríl 1936
Kr. Linnet
Tréskóstigvél
ódýrust i bænum.
Leirtau, þar á meðal silf-
uriöndín.
Matar- Kaffi- og ávaxta-
stell, sömuleiðis einstök
st.ykki sömu tegundar.
Gunnar Ólafsson & Co.
FATNAÐARVÖRUR
Vmnufatnaðui, Spoi rfatnaður, Regn
kápur, Olíukápur, Nærfatnaöur,
Sokkar, Enskar húfur, Oliufatnaður,
Manchetskyrtur, Flibbar, Bindi,
Treflar.
Vöruhúsid
Á kvöldborðid
Smjör, Mjólkurostur, Mysu-
ostur, Kæfa, Pylsur, Sardín-
ur. Gaffalbitar, Egg, Harð-
fiskur, Riklingur, Te, Tekex,
og allskonar niðursuða.
ÍSHÚSID.
Straud
Enskur linuveiðari „Hilaria"
frá Grimsby strandaði á Meðal-
landsfjöiu aðfaiarnótf 23. f. ni.
Skip^höfniri 14 inanns, bj,t gaðist,
í land með aðstoð maniia úr landi.
Skip þetta er sagt. aamaR og úla
útbúift. Var það að koma að
heiman og 'sigld; beird upp í fjorn.
Dimmviðri er kent um strandið.
Ennþá
höfum við:
Nýir ávextir:
Appelsínur 10 aura stk.
Vínber 1 krónu pundið.
Laukur 50 aura pundib.
Þurkaðir ávextir:
Aprikósur, Rúsinur, sér-
staklega góðar Sveskjur,
G.iáfíkjur, Kórenur, Glæ-
börkur,
Niðursoðnir ávextii:
Peiur, Apricpts, Grænar
baunir.
VÖRUHÚSIÐ
Kjöt & fiskur
sími 6
1. fl. Dilkakjöt. Saltkjöt, feitt og
gott. Bjúgu, reikt. KjötfarSFiskfars
Áskurður
■! Rúllupyisur,Lifrarkæfá,
Kæfa, Dilkasvið, Kjöt,
niðui soðið. Fiskibollur, nið-
ursoðnar
Sósur, Súputeningar, Lárberjalauf,
Kryddvörur.
Dilkakjöt
spaO.saltað i tunnuin.
Kirtöfiur til matar og
útsæðis.
Guimar Ólafss. & Co