Víðir - 15.01.1938, Side 3
T I Ð I R
i
3
bera það af sór, en það kom til
af því, að jafuframt og ég bar
þessar sakir á manninn, þá tók
ég það fram, að ef hann mót-
mælti þessu eða öðru, sem ég
sagði í varnarskjölum mínum,
þá mundi ég tafarlaust heimta
opinbera rannsókn.
Það nægði, hann mótmælti
engu.
Nú segir Linnet, að sektar-
dómurinn á hendur mér sé bygð-
ur á vottorði eða vitniframburði
Georgs Gíslasonar. Þetta mun
rétt vera.
Georg Gíslason mætti eitt
sinn í rétfcinum, Þar heyrði ég
hann samþykkja, að hann hefði
skrifað nafn sitt undir skjal
eða skjöl, sem Linnet hafði bú-
ið til, en sem þó ekkert ltom
nálægt aðalefni málsins, fjár-
tökunni. Það var játning Georgs
um það, eins og rétt var, að
hann hefði um tíma haft ferju-
menskuna á hendi fyrir fóget-
ann og fengið borgun fyrir.
Hann fékk, eins og altaf hefir
verið síðan Linnet byrjaði út-
gerð þessa, nokkurn part af
bátsreikningnum, eða reikningi
yfir kostnaðinn, er jafnan var
sérstaklega stilaður til skipsins,
fyrir að flytja tollara og lækni
um borð og fyrir að sækja sjúkl-
inga út í skipin. Um slíkan
reikning var aldrei þráttað og
eiginlega aldrei að því fundið
þó Linnet tæki í eigin vasa
mikið af þessum reikningi, án
þess að hafa nokkuð til þess
unnið.
Það voru 20 krónur sem fó-
geti setti á afgreiðslureikning-
inn, frá embættinu, og sem
hann kallaði „klareringu,u sem
hann var sakaður fyrir. Þar
notaði hann beinlíhis, eins og
reikningarnir sýndu, embættis-
stöðu sína til þess að ná í þess-
ar krónur.
Georg segir eitthvað á þá leið
í vottorði sínu, að hann hafi
„klarerað11 skipin fyrir fógeta,
og er það kallað á íslensku að
afgreiða skipin. Pyrir þetta tek-
ur ríkissjóður afgreiðslugjald af
hverju skipi, vitagjald ogfleira,
sem innheimt er samkvæmt
lögum. En Linnet hafði þann
sið, alt þangað til ég vandi
hann af því, með því að hóta
klögun, að hann bætti nýjum
lið á embættisreikninginn, sem
ekki átti þar að vera og kall-
aði hann „klareringu11 oftast
kr. 20,00. Þetta tók hann í sinn
vasa umfram það, sem átti að
vera og faldi það á embættis-
reikningnum, en gerði svo jafn-
an sérreikning fyrir ferðunum
út í skipin. Þetta frá kr. 35,00
upp í kr. 110,00 eða meira.
öllu þessu er nákvæmlega
lýst í málsskjölunum frá minni
hendi.
Ég lét það afskiftalaust í rétt-
inum, þegar Linnet var að fá
samþyktar undirskriftir Georgs
Gíslasonar, undir það skjal eða
þau skjöl, sem alls ekki komu
málinu við eða fjártökunni. En
þegar þessu var lokið lét ég
færa inn í þingbókina ofurlitla
athugasemd. Hún er eins og hér
segir:
Ég álít vitnaleiðslu þá, sem
hér hefir farið fram, algerlega
óviðkomandi þessu máli. Hún
(þ. e( vitnaleiðslan) snertir ekk-
ert það, sem tekið er fram í
rskj. nr. 2 (þ. e. stefnunni), né
heldur það, sem ég hefi borið
á stefnandan um ólöglega fjár-
töku, eða þessa svokölluðu klar-
eringu, sem sett var á embætt-
isreikningana, og læt ég því
vitnaJeiðslu þessa afskiftalausa,
En það er í samræmi við það,
sem ég hefi tekið fram bæði í
rskj. nr. 8 og rskj. 31.
Nú er dómurinn, eftir því,
sem Linnet segir, bygður á þessu
algerlega gagnslausa og málinu
óviðkomandi vottorði. Það sann-
ast því hér engu síður en endrai
nær hve fógeti er seinheppinn.
Vitanlega hefir hann með til-
kynningu sinni í Víði, ætlað
að þvo af sér það, sem nú ligg-
ur á honum og alt af mun á
honum liggja, hvernig sem dóm-
ar ganga. En mér sýnist að
honum hefði verið réttara að
bíða æðri dóms, úr því hann,
eins og áður er sýnt, ekki gat
bent á að undirréttardómurinn
væri bygður á rökum.
Meðal þess er ég sagði í Mbl.
en sem Linnet átaldi ekki, var
það, að hann hefði verið óhepp-
inn að komast hingað í það em-
bætti, sem hann alls ekki væri
hæfur til að gegna, og að það
hefði verið ólán fyrir Eyjabua
að fá slíkan mann hingað. Þetta
sannast sí og æ, í embættis-
verkum mannsins.
Jæja, ég bið að heilsa honum
Linnet með dóminn.
G. Ó.
’tfifi á Þrfdrfingum.
Það eru óskiptar skoðanir um
það, að eitthvert mesta nauð-
synjamál sjómanna hér sé það
að fá vita, sem lýsi þeim leið
fram hjá Dröngum og Dranga-
skerjum. Er þar um að ræða
hættulegustu og fjölförnustu
siglingaleið vélbátanna hér með-
an á vertið stendur. Best ör-
yggisráðstöfun til varnar slys-
um á þessu svæði mundi verða
að setja vita á einhvern af
Þrídröngum. Um það eru allir
formenn hér væntanlega sam-
dóma. — í vitalögunum er gert
ráð fyrir því, að viti fyrirþessa
siglingaleið verði settur á Eaxa-
sker. Það eru mikil líkindi til
að viti á Þrídröngum mundi
verða ódýrari heldur en viti á
Faxaskeri. Verður hann nokkru
hærra yfir sjó, svo að brim
mundi ekki mæða á honum,
eins og vita á Faxaskeri. Við
Þrídranga er ekki síður hægt
að lenda en við Faxasker. En
höfuðkosturinn við Þrídranga-
vita er þó sá, að til hans mundi
altaf sjást, er farið væri um
hættusvæðið suður af dröngun-
um, en Faxaskersviti mundi
varla sjáanlegur fyrri en kom-
ið væri fram hjá því, ef dimt
væri veður. Yfirburðir vita á
Þrídröngum eru svo augljósir,
að ekki er áhorfsmál, að þetta
mál sé rannsakað gaumgæfiiega
áður en horfið verður að því að
byggja vitann á Faxaskeri.
Ýmsir, sem komið hafa að
Þrídröngum, telja að viti yrði
best kominn á Stóradrang og
sé nægilegt landrými uppi á
lionum fyrir vitabyggingu. Mætti
auðveldlega koma þar fyrir
gálga eða álíka tæki til þesa
að draga npp efni í bygging-
una (járn eða sement) og síðan
mætti nota gálgann til þess að
koma upp gasbirgðum til vit-
ans.
Ég hefi vakið máls á þessu
eftir beiðni nokkurra formanna,
og mælist til að fleiri sérfróðir
menn láti til sín heyra um
þotta.
J. G. Ó.
Hið aýliðna ár.
Hið nýliðna ár var að ýmsu
leyti erfitt fyrir Vestmannaey-
inga, en að sumu leyti þó gott
ár.
Eftir að vertíð byrjaði,snemma
í febrúar, voru sjógæftir íbesta
lagi, það svo, að svo að segja
livern dag var fjöldi báta á sjó
þangað til hætt var að róa
nokkru fyrir vertíðarlok sökum
fiskleysis.
Fiskur var tregari en hann
m
hefir verið i mörg undanfarin
ár, og samanborið við veiðitæki
má kalla árið sem leið, afla-
tregðuár.
Vorið var kalt og grasspretta
hægfara. Þó spruttu sum tún
8æmilega vel, en önnur laklega.
|[ tÞegar að fiskþurkun kom hóf-
ust óþurkar, sem héldust, að
segja má, látlaust fram á haust.
Gekk því fiskþurkun óvenju-
lega illa, og samanborið við
flskmagn, þurfti að nota þurk-
hús meira en nokkru sinni áður.
Heyþurkun gekk betur, en þó
ekki vel og mun taða nokkuð
hrakin hjá sumum.
Alt frá veturnóttum heflr ver-
ið hér einstakt blíðviðri. Um
nokkra daga var að vísu dá-
lítið frost, en þó oftast logn,
annars yfirleitt hlýtt og stilt
veður.
Heilsufar á árinu má segja
að hafi verið sæmilega gott. In-
flúensan gekk hér að vísu um
vertíðina, en stöðvaði útgerðina
ekki svo teljandi sé, mun hafa
verið langtum vægari hér en t.
d. í Reykjavík.
Mannskaðar á sjó urðu hér
engir á vertíðinni. Tveir bátar
sukku, en skipshöfnum var
bjargað.
Saltkjöt
og
Baunir
best að kaupa í
ISHÚSINU.
Rjétnabússmjör
og
Skyr
ISHÚSIÐ
m"m""^mmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Myndablaðíð.
Það var svo sem óþarfur
kostnaður, sem komma- og
krata-foringjar lögðu í, er þeir
fóru að kosta upp á blað til
að sýna myndir af sér.
Hinar dýrlegu ásjónur eru
öllum Vestmannaeyingum kunn-
ar, en eðli mannanna og innri
smæð dylst fyrir ókunnugum, á
hinum glæsilegu myndum.
Sjáiístæðisieim leitið upplýsinga á losningaskrifstoínnni.