Víðir - 02.02.1946, Blaðsíða 4

Víðir - 02.02.1946, Blaðsíða 4
RABB Vertiðin er nú byrjuð. Allir bátar hafa senn hafið róðra. Sú var tíðin, að gott þótti, þegar bátar gátu verði tilbúnir um miðjan febrúar og jafnvel febrúarlok. I fyrravetur var óvenju góður afli strax í janúar. Ennþá er ekki að marka afla- magnið, því að gæftir hafa eng- ar verið það sem af er, fyrr en nú síðustu dagana. Hagnjting aflans verður sennilega með sama hætti í vet- ur og undanfarið, að hann verð- ur mest hraðfrystur og fluttur út í ís. Síðastliðið ár var flutt út héð- an í ís 15.000 smálestir af fiski mest hausuðum og slægðum fyr- ir um 10 milj. krónur frítt um borð. Þá var fryst úr um 5.000 smá- lestum af slægðum fiski eða um 2.500 smálestir af flökum fyrir um 5 milj. krónur frltt um borð. Alls hefur aflazt hér 1945 um 20.000 smálestir miðað við haus- aðan og slægðan fisk. ísfiskflutningaskip eru nú í eigu Vestmannaeyinga sem hér segir Sæfell, flytur 375 smál Fell - 15° - Álsey - 135 “ Helgi _ 130 - Skaftfellingur — 60 — Samtals: 850 smál. Skipin geta farið um 2 ferðir á mánuði, ef þau fá fisk við- stöðulaust. Þau geta því flutt út á mánuði um 1700 smálestir. Mikið af skipum úr öðrum byggðarlögum hafa keypt hér fisk á vetrarvertíð. Útgerðar- menn þeirra hafa sagt upp samn- ingum, en skipin sigla enn með fisk úr Faxaflóa upp á væntan- lega samninga. Eigendur færeyskra skipa hafa ekki óskað enn eftir að kaupa hér fisk, en nokkur skip hafa verið boðin til leigu. Hraðfrystihúsin hér eru fjög- ur. Geta þau afkastað ótrúlega miklu fiskmagni, ef þau hafa nóg fólk. Hraðfrystistöðin afkastar 110 tn. Fiskur & ís — 40 — Isfélagið — 30 — H. 30 — 20 — Samtals 200 — á sólarhring eða um 4000—5000 smálestum á mánuði allt miðað við hausaðan og slægðan fisk. Sem dæmi um fólksekluna má geta þess að í vetúr eru 30 stúlk- ur í Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja, í Jyrra voru þær 60 og ár- ið þar áður go. Leiguskip. Þeir, sem gera út vélbáta með dragnót eru að hugsa um að taka 3 skip á leigu til að flytja út dragnótaraflann. Þeim þykir, sem von er, hart að verða að sæta 30 aura verðlækk- un á kg. á afla sínum — flatfisk- inum — á sama tíma og verð á öðrum fiski stendur í stað, ef annars er kostur. Flatfiskur hefur þó lækkað er- lendis um 38 aura kg. Um helm- ingur má fara í kostnað, ef fisk- urinn seldist á hámarksverði, til þess að núverandi innanlands- verð fengist fyrir flatfiskinn. HVATVÍSI Framhald af 1. síðu. minni en 24°—250 C, en það er athugandi, að komið var haust, þegar verkinu var lokið og er alls ekki ósennilegt, að þessi hiti náist í lauginni í sumar. Nú hafa verið gerðar ráðstaf- anir til setja miklu stærri og af- kastameiri hitara við nýju vél- arnar í rafstöðinni. Þá verður sundlaugin rekin hér allt árið eins og vera ber, hvort sem þessi laug, verður notuð sem sumar- laug og höfð opin eins og hún er og gamla rafstöðin notuð sem vetrarlaug, eða þá að byggt verður yfir laugina, svo að hún verði nothæf á veturna. Aðdróttun greinarhöfundar um greiðslu styrksins til í. R. V. er lítt sæmandi íþróttamanni, þar sem drenglyndið er í háveg- um haft. Að lokum biður þessi ungi maður kjósendur að hafa það, sem hann hefur sagt, hugfast við kjörborðið og til þess voru nú refirnir líka skornir. En varpa má fram þeirri spurningu, hvort hann hefði rokið í blöðin undir sömu kring- umstæðum og svívirt stjórnend- ur fyrirtækis þess, er hann vinn- ur hjá á þennan lúálega hátt. Vel má vera, að Alþýðuflokk- urinn, er hann ber fyrir brjósti, hafi hlotið atkvæði fyrir þessa ritsmíð og notar hann þá von- andi hið aukna fylgi til að sýna, íþróttahreyfingunni, að eitthvað hafi verið meira meint með þvi Flaf-sængin Loksins í fyrrakvöld munu ■ Alþýðuflokkurinn og kommún- istarnir hafa lokið við samning um málefni og samstarf í bæjar- stjórninni. Óráðið er þó víst enn um bæjarstjóra. Helzt, munu hafa komið til orða Ólafur Á. Kristj- ánsson, Ljósalandi og Jón Guð- jónsson, bæjarstjóri á ísafirði, en þar hefur Alþýðuflokkurinn tapað meirihluta eins og kunn- ugt er. Forseti bæjarstjórnar verður sennilega Árni Guðmundsson. Eftirhreitur I kosningabaráttunni ráku kommúnistar ósvífnasta kosn- ingaáróðurinn. Þeir hikuðu ekki eitt augnablik við að fara hvað eftir annað með vísvitandi ósannindi. í blöðum þeirra, á fundum og hinni skipulögðu sellustarf- semi á vinnustöðum og gatna- mótum, allsstaðar var rógurinn og blekkingarnar. Framsókn notaði það lúalag í kosningabaráttunni að ljúga á á- kveðna menn, að þeir hefðu vilj- að samstarf við Framsókn. Ösannindi þessi voru svo ó- sennileg, að ekki þótti einu sinni taka því að reka þau ofan í hana. Nú hefur Framsókn . séð á- rangurinn af þessari iðju sinni. Flokkur henn'ar hefur tapað nær helmingi af fylgi sínu frá bæj- arstjórnarkosningunum síðustu. að fá piltinn til þessarar grófu á- rásar en að níða atkvæði af Sjálfstæðisflokknum. smeygt yfir axlirnar og bundn- ar svo með snæri yfir um brjóst- ið og bornar þannig alla leið heim. Rótin var notuð í heimili og var ekki talin slæmur matur. Vanalega var höfð með henni brædd tólg, fýlabræðingur eða smjör og borðuð söl með. Hverjar rótarbuxur voru seld- ar á to mark (66 aura). Rótin var geymd í stíu eða í- látum og breitt yfir. Það þótti vont verk og hættu- legt að fara til róta í Dufþekju. Til þess völdust jafnan góðir fjallamenn, er voru kunnugir og vel vanir. Einn kvenmaður fór þó í rót- arferðir, Þorgerður Glsladóttir, fyrri kona Sigurðar Sigurfinns- sonar, hreppstjóra, fluggáfuð, dugleg og myndarleg kona. Rótarferðir munu hafa lagzt hér niður um síðustu aldamót. (Heimildarmaður: Magnús Guðmundsson, Hlíðarási). EYJALIF RÓTARFERÐIR. Hvönn vex á nokkrum stiið- um hér á Heimaey, en þó eink- um í Dufþekju, norðan í Heima- kletti. Dufþekja dregur nafn af Duf- þaki, þræli Hjörleifs, er Ingólf- ur Arnarson elti þangað og drap. Hún er stór, snarbrattur berg- flái með þremur stórum bekkj- um frá því að stuðlabergshamr- inum, sem er fyrir ofan hana, sleppir. Á berginu er grunnt lag af sandmold. Þegar farið var um hana til fýlatekju, þurfti í skollafestina, sem lá ofan frá brún og niður úr henni, 4 bönd (trossur) og var hver 12 —15 faðmar, svo að eftir því er Dufþekja um 50 faðmar niður á brún. Hún er ekki eins breið og hún er löng. Gil liggur með henni að austan, sem heitir Rauðupallagil, eitt af verri gilj- um hér. Talið er, að 24 menn hafi hrapað í Dufþekju og að hún hafi talið á við Jökulsá á Sól- heimasandi. Menn hröpuðu einkum af því, að þeir slepptu böndunum og fóru lausir vestur í kekkina. Hvannarætur voru áður fyrr notaðar til manneldis. Þær mátti ekki taka, fyrr en búið var að gera gadd og þiðna aftur og ekki fyrr en seint í febrúar eða fyrst i marz. Um þetta leyti árs er ekkert orðið eftir af leggjum þeim, sem spretta upp af hvannarótunum á sumrin og er þannig eins um hvönnina og rabarbara. Þessar ferðir voru kallaðar rótarferðir. Þegar farið var til róta í Dufþekju, var farið að morgni og haft meðferðis eitt gott sauðaband, sem notað var til að fara á upp og niður ham- arinn. Spaði, líkur skóflublaði, nema um helmingi minni og festur á tréskaft, var notaður til að stinga upp ræturnar og nefndur rótar- páll. Rótin var misjöfn. Hún var talin fallegust, þegar hún var einhala eins og gulrófa, en vana- Iega var hún með kömpum og þurfti því að kampa hana. Hún var að því búnu látin í lausar utanyfirbuxur. Bundið var fyrir skálmarnar. í buxurn- ar komust tíðast 65 pund af rót- um. Slíkar buxur voru þægilegar að bera, því að skálmunum var

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.