Víðir - 04.04.1946, Blaðsíða 3

Víðir - 04.04.1946, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 fáeinar línur af þínu bréfi. Það er þá fyrst, eins og margir segja, að niinnast á veðurfarið. Siimarið var gott og góð uppskera bæði með hey og korn, en núna þennan sein- asta mánuð kalt. Mælirinn liér er allt öðruvísi en lieima, en kuldinn liefur verið 50 og stundum 60. Við sem erum frá íslandi segjum hérna: Mikið er að heyra með all- ar framfarirnar í Eyjunum og er alveg lilessa. Ég fór til Ameríku 1905 og ég var í bænum Selkirk í 3 ár, svo fór ég hingað sem ég er. Ég var fyrst úti á landi og hafði dálítið af skepnum og leið alltaf vel, en svo fór ég liingað í þennan bæ, og líður vel. Hér missti ég konuna. Svo lief ég ver- ið einn síðan og alltaf líður mér vel. Nú er verið að fiska bér á vötn- unum. Þau eru mörg og Manitoba- vatnið er liér mest, eittlivað um 8 mílur liéðan, og þeir fiska vel, en fiskitúrinn er ekki nema 4 mán- uðir. Ég á 3 dóttursyni og þeir fóru allir í stríðið. 2 eru komnir beilir og lieilbrigðir, en einn er á leiðinni. Ég skrifa ekki meira núna, kannske skrifa seinna. Vertu svo blessaður og sæll og guð veri með þér. Með beztu óskuin til ykkar ■d'ra í framtíðinni. GuSlaugur SigurSsson. Á aukablaði, sem fylgdi með bréfinu frá Guðlaugi gamla, stóð þetta: Ég bæti við á þetta blað fá- einum línum. Ég fékk stóran blaðaböggul og það var skrifað utan á liann eins og utan á bréf- ið og ég veit að það er frá þér og það eru allra handa blöð alls- staðar af blessuðu Islandi. Ég vildi að ég væri kominn Iieim að sjá allt í Vestmannaeyjum, en ekki get ég trúað því að ég rati ekki upp fyrir hraun eins og ég befi góða sjón. Ég liefi ekkert tapað af sjón og ablrei brúkað gleraugu. Svona er guð góður við mig. Nú er blessað nýja árið kom- ið og er mikið mildara en þegar garnla árið fór út* Svo bið ég þig að fyrirgefa skriftina. Mér liefur ahlrei verið sýnt að draga til stafs, °g aldrei sezt á skólabekk. Að end- uigu bið ég að heilsa þeim, sem muna eftir mér í Eyjum, ef þú kemur þar. GuSlaugur Sigurðsson. Rúsínur í pökkum og lausri vigt Sveskjur ÍSHÚSIÐ EYJ Þangskurður Eyjarnar eru eldiviðarsnauðar, þar sem ekki finnst notliæfur mór hér í jörðu. Þó er lítilsliáttar lorf- mór í Torfmýri, en liann er svo vondur, að Iiann liefur ablrei ver- ið tekinn neitt sem heitir. Sá eldiviður, sem bér féll til, var skán, tað, lundabrýlur, báfur, rekaviður og svo þang. Fjara var liér óskipt að öllu leyti fram undir síðustu aldamót og mátti liver liirða, þar það sem liann náði í. En þá var ójöfnuð- urinn og óróinn út af reka, þang- og sölvatekju orðinn svo mikill, að Þorsteinn læknir Jónsson og Sigurður lireppstjóri Sigurfinns- son gengust fyrir fundi, þar sem fjöru liér var skipt. Tómthúsmenn fengu Torfmýr- ina og Lágasker, en jarðarbændur bitt. Þangskurður var beztur á Urð- unum, Ilörgeyri og Lágaskeri, þar næst í Brimurð, vestur af Torf- mýri og með Skönsum, þar til þangfjaran eyðilagðist þar við lirapið lir Klifinu jarðskjálftaárið 1896. Til þangskurðar var farið á haustin, ]»egar stórstreymt var. Lagt var upp með góðlega hálfút- föllnum sjó, svo að þangskurður- inn gæti farið fram um fjöruna. Sexróin skip, sem voru nokkuð stór, voru notuð til þessara ferða. Misjafnt var, hve margir tóku þátt í ferðinni. Venjulega 6—8 karlar, konur og unglingar. Bátn- um var lagt við skerið, meðan ])angskurðurinn stóð yfir og gætti einn bátsins. Lágaskerið var flatt sker fyrir innan Klett, á að gizka 1 hektari að flatarmáli. Milli þess og Mið- kletts er sund, er Faxasund heitir, fjölfarin siglingaleið. Á Lágaskeri er kunnugt um, að orðið liafi skipsströnd, og ein- bverju sinni synti strokuliestur þangað lit af Eiðinu og sáu sjó- menn hann, þegar þeir voru að koma úr róðri, en láðist að skilja eftir mann bjá honum, á meðan þeir fóru í land að gera aðvart. En þegar komið var að vitja lians, var liann farinn. Fannst bann síð- ar rekinn upp á sandana og liafði þá lialdið áfram, en sprungið á sundinu. Þangið er mest á sunnanverðu skerinu. Það er tvennskonar, blað- þang og blöðruþang, og þótti það síðarnefnda lakara, því að það voru meiri smellir og leiðindi, ])egar því var brennt. ALÍ F blautt þang. Stundum var göslað út í sjó upp í liné eða jafnvel dýpra í sogunum á flám og í lón- um, því að þar var oft loðnast, og þegar ekki féll út, teygðu menn sig niður í sjóinn við ])angskurð- inn. Þangið var skorið með venju- legum fiskibnífum. Það var borið jafnóðum burt í pokum og var það beldur ekki góð vinna að bera þunga poka með sjóblautu þanginu á bakinu á ó- sléttu, sleipu skerinu, og voru þeir, sem það gerðu, skiljanlega boldvotir, ekki síður en þeir sem við skurðinn stóðu. Þangskurðurinn stóð yfir um 3 klst. Fólkið liafði með sér bita og snæddi hann á skerinu, þegar búið var að fylla bátinn og tilbúið var að leggja af stað lieim. Ferðin livora leið tók upp undir 1 klst. Þegar komið var lieim, var lent við Steinbryggjuna norður af Garðinum. Þangið var svo borið upp á Garðstún og dreift þar úr því. Það þótti gott, þegar rigndi ofan í það fyrst. Þangið varð að þurrka vel, til þess að það yrði góður eldi- viður og var þá breitt og sett í dríli á milli ög brigði yfir. Þegar þangið var orðið þurrt, var það bundið í bagga og þá skipt og flutt síðan á hestum heim til húsa. I einni slíkri þangferð fengust um 12 liestburðir af þangi. Þangið var geymt í útibúsi og var oft dreift um það fýlaslori og vængjum og þegar bitnaði í öllu saman, smurðist slorið inn í þang- ið, svo að það sást varla, þegar þanginu var brennt. Þótti það þannig miklu betri eldiviður. Flestir böfðu ])á eingöngu lilóðar- eldhús. Allir búandi inenn í Eyjum reyndu að afla sér þangs til ebli- viðar, jafnt ríkir sem fátækir. Ef greitt var fyrir ferðina, var það 1 króna, en það gerðu yfirleitt ekki aðrir en kaupmennirnir, því að binir fóru sjálfir eða heimamenn þeirra. Um leið og Jiangið voru tekin söl, sem notuð voru til manneldis og fjörugrös, sem notuð voru einkum til skepnufóðurs, og lítils- báttar í brauð, þegar bart var í ári. I þangfjöru mun hafa verið liætt að fara upp úr síðustu aldamótum. Þó eru einstök dæmi til að seinna htjfi verið farið. (Heimild: Magnús Guðmunds- Magnús Jónsson Solvang Horfinn á braut frá heimsins þraut í himins shaut og hei&ur hlaut. Sé eg í anda sœgarp standa og sigling vanda til sólarlanda. Seggur af bar er sigldi of mar fár betur far sitt fœr&i í var. Gifta þér ré& og gaífa lé& skáldfáka ge& skrýddi „Hallfre&“. Voru hér margir moldu orpnir minntist þii þeirra í mœtu Ijó&i. Því skal þökk klingja þér hei&ur syngja fallinn upp yngja og klukkum hringja. Sé eg í hœ&ir sorg hvar ei hrœ&ir sár eigi blœ&ir né sjúkan mœ&ir. Þar muntu þjóna þekktri prý&i dag hvern nýjan drottni þínum'. Sel ýmsar hannyrðavörur og ieikna á — Afgreiðslu- fimi aðeins á þriðjudögum og föstudögum kl. 4 til 7 siðdegis. ILLE GUÐNASON Pingvöllum DILKASVIÐ í dósum ÍSHtJSIÐ Ávalt nýtt SKYR ÍSHIJSIÐ

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.