Víðir - 13.07.1946, Blaðsíða 4

Víðir - 13.07.1946, Blaðsíða 4
í áftina til okkar Frestur í tvo daqa í síðasta Eyjablaði getur Árni Guðmundsson þess, að treglega gangi að slá lán út á togarana, og ferst hálf aumingjalega vörn- in gegn Jóhanni Þ. Jósefssyni vegna togaraúthlutunarinnar í N ýbyggingarráði. Hann getur þó þess, að ef öll sund lokist með öflun fjárins þá muni hann stuðla að því, að Ársæli Sveinssyni verði gefnir i veir dagar til umráða að útvega peningana! Svo mikinn greinarmun gerir Árni á áhrifum og vinnubrögð- um Árslæs og sinna manna, og má hér unna honum málshátt- arins, er segir, að sá er drengur, sem við gengur. JÓN GUÐMUNDSSON F. 2. september 1868. D. 23. maí 1946 KVEÐJA FRÁ SYNI Eg clrúpi höfði hljóður, er hold þitt, faðir góður, skal hinstu hvílu fá. En sál. í Ijösi, er lifir, fer landamœr.in yfir. — Það er margs að minnast pá. Og rnœtast. mun að grunda pá, mimiing œskustunda er pabbi og mamma min, sem gerðu guði að t.reysta, minn gheddu trúarneista við ástúðleg armlög sín. Þótt föl. sé föðurhöndin, sem fram á proskalöndin mig leiddi urn langa tíð. Já, hennar afl og ylur pó aldrei við rnig skilur og l.ét.tir sérhvcrt lífsins strið. Mín liinsta kveðja hljómi af hjartans innsta rómi við blund, er lokast brár. Þinn lifi og auðgist andi' á œðri heima landi, í Drottins friði urn cilif ár. NÝKOMIÐ Fyrir herra Drengja- og karlrnannabuxur Gúmmí-vinnuvettlingar Ullarsokkar Vasoklútar Naerföt Peysur Gúmmístígvél og margt fleira. VERZLUNIN ÞINGVELLIR SJOGEYMIR Eitt af því sem nauðsynlegt er að komið verði upp hér sem allra fyrst, er sjógeymir, sem standi það hátt, að liægt verði að nota sjó í öll íbúðarhús bæj- arins til salerna og sjóbaða. Það er kunnugt mál, að sjó- böð eru mjög heilsusamleg og auk þess er vatnsskortur hér mjög tilfinnanlegur þegar lang- varandi þurrkar ganga. Vatnsboranir munu að vísu verða framkvæmdar hér, á. næstunni og fæst þá úr því skor- ið, livort nægilegt vatn finnst hér í jörðu. Verði það ekki, þá verður að vinda að því bráðan bug áð byggja sjógeymirinn. í þessu máli þarf bæjarstjórn- in að hafa nána samvinnu við þingmanninn, en hann hefur á- huga fyrir, að þetta mál verði rannsakað svo fljótt sem verða má, og hrundið í franrkvæmd, til stórþrifnaðar og hægðarauka fyrir alla bæjarbúa. Sigur Sjálfstæðismanna Framhald af 1. síðu. Æskumenn víðsvegar á land- inu taka nú virkari þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins en oft áður. Hér í Eyjum eru ungir Sjálfstæð- ismenn mjög að eflast og varð þess greinilega vart við þessar kosningar. Æskan á lengst að landinu að búa, og er þá vel, ef hún sér í tíma, hvað til hennar friðar heyr- ir. Starf hennar hér fyrir stefnu- mál Sjálfstæðismanna mun, ef rétt er á haldið tryggja Vest- mannaeyingum til frambúðar það öndvegissæti sem þeint ber meðal Sjálfstæðismanna í land- inu. jóhann Þ. Jósefsson. Sænskir fiskibátar til sölu 1. Bátur byggður 1942, stærð 59 tonn með 150 ha. Bolinder- vél. 2. Bátur byggður 1943, stærð 68 tonn með 170/200 ha. Bol- indervél. 3. Bátur byggður í desember 1945, stærð 62 tonn með 180 ha. Skandiavél. GUÐL. GÍSLASON Æskan og Sjálfstæðisflokkurinn Það er ánægjulegt til þess að vita, að ungmenni þessa bæjar streyma inn í Félag ungra sjálf- stæðismanna og er félagatalan nú orðin um 4 hundruð. í haust mun verða mikið fjör í starfinu og m. a. tekur þá til starfa málfundaldeild til þess að æfa ungt fólk í því, að setja fram skoðanir sínar. Þá munu og verða haldnir skemmtifundir og ættu sem allra flestir ungir menn og konur að efla félagið með ráðum og dáð. Æskan sækir þangað, sem líf og starf er fyrir og þess vegna fylkir hún sér um merki Sjálf- stæðisfélagsins. Ávallt nýtt skyr íshúsið Nýkomið mikið úrval af fallegum myndarömmum j Helgi Benediktsson SVESKJUR * og RÚSÍNUR ÍSHÚSIÐ Nýjustu fréttir herma, að Rússar krefjist herstöðva á Sval- barða. Sýnir þetta, að ekki bú- ast þeir við langvarandi friði og þykir því rétt að klófesta þá staði, sem þýðingu kunna að hafa í framtíðinni. Ekkert er líklegra en að þeir hafi einnig augastað á íslandi, og er þó gott að hafa okkar skel- eggu og þjóðhollu kommúnista til andmæla, enda er þess að vænta, að félagi Stalín meti nokkurs tillögur þeirra. Guðsþjónusta. Sóknarpresturinn, séra Hall- dór Kolbeins, er nú kominn heim úr för sinni til Reykjavíkur, en þar sat hann Prestastefnuna og Stórstúkuþingið. Á morgun kl. 2 e. h. verður guðsþjónusta í Landakirkju. HANGIKJÖT - síður - 15 kr. kílóið íshúsið GOTT HERBERGI óskast nú þegar Upplýsingar í SÍMA 123 Úrval 3. hefti maí-júní 1946 nýkomið VERZLUN BJÖRN GUÐMUNDSSON Bárugötu 1 1 * 'W vnrVnrv W ■■„«*mp+mmmmammmmmammmmmmmmmmmrnm<

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.