Víðir


Víðir - 06.03.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 06.03.1948, Blaðsíða 4
Bœjarfréttir Aflasala. S. 1. mánudag seldi b.v. Helga- fell afla sinn í Englandi 2748 kit fyrir 6956 sterlingspund. Þetta er dágóð sala. Sterlings- punda talan, sem að ofan grein- ir, er þó ekki alveg lokatala, þar eð 116 kit voru óseld, þegar hún var gefin Hipp. Bridgekeppni. Bridgefélag Vestmannaeyja gekkst fyrir tvímenningskeppni í Bridge fyrir nokkru. Er þess-t ari keppni nú lokið með sigri Kristjönu og S^gurðar Ólasonar er fengu 363 stig. Handknattleiksmót. Flokkur stúlkna úr Tý dvelur í Reykjavík og tekur þátt í Hand knattleiksmóti íslands — innan- húss — Stúlkurnar hafa keppt 3 leiki og hafa úrslit orðið þau, að þær hafa tapað tveimur leikj- um, en gert einn jafntefli. Afli bátaí lok febrúar: Hraðfryslistöðin: Nanna ----- 128.233 kg. Freyja ...... 122.736 — Jötunn ----- n3-385 - Týr ........ 101.822 — Ver ........ 90.379 — Lundi...... 88.507 - Gotta ...... 64.403 — Halkion . . 36.360 — Gullveig . . 27.057 — Þór ........ 12.572 — Ófeigur . . . .' 10.747 - Auður ____ 3-537 f Óðinn ____ 2.616 - Frigg .:----- 1-733 - Vinnslustöðin: Lagarfoss . . 89.345 — G. J. Johnsen 88.500 — Emma .... 81.515 — Veiga ...... 81.258 — Maggy ..... 79.544 -¦ Sigurfari .... 75437 - Baldur ----- 75-097 — Skúli fógeti. . 75-043 — Kap....... 73.571 - Pipp ...... 60.550 - ísleifur .... 49470 — Jökull...... 39-19° — Sjöstjarnan .. 21.615 — Höfrungur .. 19-372 — Unnur .... 11.318 — Víkingur .... 4-033 — Skuld ...... 1.822 - Gulltoppur 1.150 — Glaður .... 410 — í sambandi við ofangreinda skýrslu er þess að gæta, að afla- magn þeirra báta, sem' leggja upp hjá Vinnslustöðinni, kann RABB Eins og öllum er kunnugt fer fram hér í bænum fjársöfnun til hjálpar vannærðum börnum á meginlandi Evrópu og víðar. — Við, sem eigum því láni að fagna að lifa á íslandi, þar sem allir eiga við mjög góð kjör að búa a. m. k. sé miðað við þær hörm- ungar, sem almenningur í hin- um stríðsþjáðu löndum býr nú við, eigum bágt með að gera okkur í hugarlund skortinn og allsleysið, sem daglega blasir við í þessum löndum. Þó er það svo, að flestum hér á landi er nú orð ið ljóst af frásögnum, myndum o. fl., að ef ekkert verður að gert munu þau börn, sem koma til rneð að liía af hörmungarnar bera þess menjar sem líkamlegir aumingjar og áhrifanna af skort- inum mun gæta fleiri kynslóðir fram í tímann. Þessvegna er þátt taka okkar íslendinga í þessari söfnun, er Sameinuðu þjóðirnar nú gangast fyrir, til komin. — Til er ætlazt, að hver aflögufær vinnandi maður gefi sem svarar andvirði eins dagsverks til þess- arar söfnunar. Vel má vera, að mörgum virðist í Eljótu bragði að þeir megi ekki við að missa þá fjárhæð, en þó hygg ég að eitt dagsverk geri hvorki til eða frá fyrir flesta, en myndi ef til vill verða til þess að bjarga ein- hverju barninu Irá hungur- dauða. Annars er það svo með þessa söfnun sem fleiri, að árang urinn er ekki allur kominn und- ir stórum gjöfum tiltölulega fárra manna, heldur hinni al- mennu þátttöku. Þessvegna eru það tilmæli blaðsins, að'-hver og einn gefi það, sem hann telur síg geta misst, efs'vo er, verður árangurinn án efa glæsilegur. Hver gjöí' er vel þegin, hversu smá sem hún er, og engin gjöí' er að vera meira, þar sem sumir af þeim hafa saltað eitthvað af afla. Slys. Það slys vildi til hér s. 1. laug- ardag, að skipverji af færeysku skipi „Justa" frá Trangesvaag, féll í sjóinn og drukknaði. Skip- ið lá við bryggju inn í Friðar- höfn, og var maðurinn að fara um borð, en varð fótaskortur og féll í sjóinn milli skips og bryggju, rneð þeim afleiðingum sem fyrr greinir. Maðurinn var 30 ára að aldri, ókvæntur. svo lítil, að hún komi ekki að gagni, og hver gefandi getur verið þess fullviss, að hann hef- ur unnið góðverk með framlagi sínu. Hér í bæ er einhver mesti mjólkurskortur á íslandi. Um orsakirnar vita allir og hefur oft verið um það rætt hér í blað inu, svo og hvað gera mætti til úrbóta. En meðan ekki úrrætist fyrir f'ólki, er rétt að vekja máls á, hvort nægilega margir hafi gert sér ljóst, að mikið má bæta úr vöntuninni á þessari þýðing- armiklu fæðu á mjög einfaldan hátt a. m. k. yfir vertíðina. Og það er með því að notfæra sér þá fæðuna, sem inniheldur mjög þýðingarmikil næringarefni, sem sé hrogn og lifur. — Nú fyrripart vertíðar er auðvelt að nálgast þetta og að sama skapi ódýrt. — Læknum kemur saman um að þetta sé einhvei; bezta fæðan, hvað næringargildi viðvíkur og blátt áfram nauðsynleg mörgu fólki til viðhalds lífsþrótti í risj- óttri verðáttu vetrarins. Það er því rétt að benda fólki á að notfæra sér meðan unnt er þessa kostamiklu fæðu og bæta sér það upp, sem það verður að lara á mis við vegna mjólkurskortsins. FiskfarS, Hakkaður fiskur, Kjötfars, Hakkað kjöt. ¦ KJÖT & FISKUR Sími 6 Nýtt slátur daglega, Sviðasulta, Léttsaltað kjöt, Hrossakjöt (reykt) Kindakjöt (feykt-) Flatkökur, Allskonar álegg Laukur. ÍUÖT&FISKUR Frá Slysavarnafélaginu Á s. 1. vetri var hafin kennsla í öllum barnaskólum kaupstað- anna i umferðare°lum. Var kennsla þe"ssi á vegur Slysavarna- félags íslands. Fer kennslan fram í fimleikasölum skólanna. Jat'n-. framt hefur verið gefin út kennslubók um þetta efni, sem útbýtt hefur verið meða! barn- anna. Þá hefur Slysavarnafélag- ið látið gera umferðakvikmynd, er sýnd er að námskeiðunum loknum. Samkvæmt ofan sögðu hefur þessi kennsla farið fram hér í barnaskólanum og hefur erindreki S. V. F. í., hr. Jón Oddgeir Jónsson dvalið hér að undanförnu til aðstoðar í þessu. Sýndi hann áðurnefnda kvik- mynd hér í Samkomuhúsinu að viðstöddum um 600 áhorfend- um. Meðan erindrekinn dvald- ist hér aðstoðaði hann skátafé- lagið hér við að skipuleggj.i hjálparsveit fyrir bæinn svo og blóðgjafarsveit. — Bjarnarey Síðari togari bæjarins „Bjarn- arey" fór í reynsluför þanu 26. f. m. Ganghraði reyndisv 12,8 mílur, hinsvegar reyndist gang- hraði Elliðaeyjar í reynsluför 14,1 míla. Samkvæmt upplýsing- um, sem blaðið hefur aflað sér, var veður heldur óhagstætt, þeg- ar reynsluferðin var farin, og ýmsar minniháttar bilanir komu í ljós, s. s. á trollspili. Skipið á að afhendast 6. tnarz n. k. en búast má við, að heim- ferðin dragist eitthvað og skipið verður varla hér fyrr heldur en um eða eftir miðjan þénnan mánuð. Bjarnarey er byggð í Aberdeen eins og Elliðaey, en hjá annarri skipasmíðastöð. Eitthvað af væntanlegri skipshöfn Bjarnaeyj ar er farið til Englands til þess að sigla skipinu heim. Sími 6 NÝKOMIN BOLLÁPÖR HELGI BENEDIKTSSON Njarðarstíg 4 SLÁTUR fæsr í I S H Ú S I N U

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.