Víðir


Víðir - 11.06.1949, Side 1

Víðir - 11.06.1949, Side 1
XXI Vestmannaeyjum 11. júní 1949 22. tölublað Aukna rækfun Jafnframt því, sem almenn- ingur hefur gert kröfur til að fá meiri mjólk, hefur hér fækkað kúm. Ur mjólkurskortinum hef- ur þá verið reynt að bæta með aðfíuttri mjólk, sern hefur verið dýr og skort mikið á, að jafnast að gæðum við heimaframleidda mjólk. Um skeið voru hér hálft fjórða hundrað kýr, en hefur nú fækkað um þriðjung frá því. Bæjarsjóður hefur þó síðan ráð- izt í stofnun kúabús með fimm- tíu gripum. Síðastliðið ár voru fluttir hing að 145400 lítrar af mjólk frá Reykjavík, og 'hefði þurft hér 50 kýr til þess að framleiða þetta mjólkurmagn. Árið 1948 voru fluttir hingað 1042 hestburðir af heyi, og með óbreyttri ræktun hefði þurft að flytja hingað um 3000 hest- burði af heyi, ef nægilega maigir gripir hefðu verið hér til að fullnægja mjólkurþörfinni og ekki hefði verið gengið á rækt- aöa landið til beitar. Hér eru stór svæði af móum, sem eru vel fallnir til ræktunar, svo sem suður og austur af Helgáfelli, austur og suður af Oianbyggjdrabæjum og Stórhöfð inn. Hér eru því við bæjardyrn- ar á kaupstaðnum hin ákjósan- legustu skilyrði til aukinnar hey- framleiðslu. En svo að segja eng in nýrækt hefur farið hér fram undanfarin ár. Það eru Iíka litl- ar líkur til þess, að þeir, sem hafa byggingu fyrir hinu órækt- aða landi, ráðist upp á eigin spýtur í ræktun, sem nokkru nemi. Jarðrækt er nokkuð dýr eins og allar framkvæmdir nú, en margt aí þessu fólki orðið fullorðið og hefur úr litlu að spila. En riú krefst almenningsheill, -að bæjarbúum sé séð fyrir holl- ustu fæðutegundinni svo góðri °g gallalítilli sem hægt er, óg á þetta ekki sízt við vegna hinn- cr' uppvaxandi kynslóðar. í Vest- mannaeyjum er líka meiri þörf - Meiri mjólk á nægri og góðri mjólk en á nokkrum öðrum stað á landinu vegna efnasnauðs drykkjarvatns. Kemur þessi vötnun fram I ó- venjulega miklum tannskemmd- um, og er missir tanna hér á unga aidri sá tollur, sem margt ungmennið má greiða, þegar efnasnautt vatn og mjólkurskort ur fer saman. Hér verður því að gera átak í ræktunar og mjólkurmálunum, sem um munar. Fyrst ’verður bæjarstjórn að láta gera athug- un á hvað hægt er að rækta og kostnaðaráætlun. Semja síð- an við þá, sem hafa rétt á land- inu, annað hvort með því að veita þeim fjárhagslega aðstoð með ,að rækta landið eða um kaup á byggingarréttinum, ef þeir treysta sér ekki til þess áð standa straum af ræktun, þó að hagkvæm lán stæðu til boða. Aðrir einstaklingar eða bæjar- sjóður ræktuðu síðan það land, er þannig fengist. Búnaðarfélagið á nýlega drátt arvél og góð jarðvinnsluverk- færi. Enginn efi er á, að félagið myndi lána verkfærin án þess að hugsa um að hagnast á leig- unni, ef ráðist yrði í að brjóta allt ræktanlegt land á Heimaey og yrði þá sá liður ekki þung- bær. Bærinn á ennfremur jarð- ýtu, sem koma myndi í góðar þarfir við slíka ræktun. Fræið og áburðurinn eru tilfinnanleg- ustu útgjaldaliðirnir. I sambandi við áburðinn ætti að athuga, hvort ekki væri hægt að mala fiskúrganginn, beinin og slorið, í hæfilega þykka leðju, sem mætti dreifa á land- ið, sem tekið er til ræktunar. Góð reynsla er fengin fyrir notk- un fiskúrgangs við ræktun. Það vantar aðeins að finna hag- kvæmar leiðir til þess að dreifa honum og gera hann þannig úr garði, að hann sígi strax niður í jarðveginn, svo að fuglinn hirði hann ekki. Væri hægt að mala fiskúrganginn þannig í mauk, sem ekki ætti að þurfa að vera neinn tæknilegur örðug- leiki, væri einnig hægt að nota það til túnáburðar og nota við það dreifara. Slíkur áburður myndi aðeins kosta /3 af því, sem beinamjöl kostar miðað við notagildi og núverandi hráefna- verð á beinum. Áform um að Ijúka allri rækt- un hér hljóta að' miðast við nokkur ár, t. d. tíu. Með slíkum áformurn væri stefnt að því að framleiða hér alla mjólk, sem bæjarbúar þarfnast. En ef til vill er land hér ekki nægilegt til þess að fóðra á því allar þær kýr, sem til þess þyrfti, og er þá í alla staði eðlilegra að flytja hingað heyið heldur en mjólk- ina. Bændum þarf að fjölga hér, sem hafa svo stór bú, að þeir geti lifað með fjölskyldu sína alveg á búskapnum. Til þess þurfa þeir að hafa minnst 12 kýr og 10 hektara af ræktuðu landi. Um aðra lausn á mjólkur- framleiðslunni sjálfri er ekki á- stæða til að ræða að sinni, á meðan ekki hefur verið full- reynt, hvort nægilega margir bændur fengjust hér til þess að stunda búskap og mjólkurfram- leiðslu, ef þeim yrðu sköpuð til þess skilyrði. Nú er talið, að að- eins 8 menn hafi hér aðalat- vinnu af búskap. 30 sjálfstæðir bændur með sæmileg bú væru mikils virði fyrir þetta byggðar- lag. Vel rekinn landbúnaður er góð kjölfesta hverju héraði, og ekki sízt, er harðnar í ári, og þrengist um atvinnu. Fram- leiðsla mjólkur er líka einhver þarfasta atvinna, sem stunduð er í þessum bæ, þar sem hún býr samborgurunum betra og heil- næmara líf. Hér bíður landið aðeins eftir því, að tæknin breyti því í frjó- samar lendur. Enginn þarf að sjá eftir því fé, sem fer til auk- innar ræktunar, það er höfuð- stóll, sem gefur góða vexti, þó ekki sé það alltaf peningalega. Fá mál hér er meira aðkallandi að taka föstum tökum en ein- mitt ræktunarmálin og mjólk- urframleiðsluna. Heimaey myndi einnig breyta um svip, þegar uppblásturinn væri stöðvaður, moldarrofunum rutt niður, aurflesjur þaktar gróðurmold, þýfið sléttar grund- ir — allt láglendi klætt möttlin- um græna. Saisóngur Karlakórs Vestmanna- eyja 4. júní. Það voru sannarlega ánægju- legar fréttir, er það spurðist, að karlakórnum hefði tekizt að fá nýjan söngstjóra og æf- ingar væru hafnar að nýju. Þótt kórinn sé ungur að ár- um, hefur hann orðið að heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni. Mannaskipti í háröddum, svo og söngstjóraskipti, hafa éðli- lega tafið nokkuð fyrir þroska kórsins, en félagarnir hafa sýnt framúrskarandi áhuga og fórn- fýsi. Við liinn nýja söngsjóra eru tengdar miklar vonir, og von- andi á kórinn eftir að njóta krafta hans um ókomna tíma. Með tilliti til hins skamma tíma er kórinn hefur haft til æfinga og aðstæðna allra, tókst kórnurn að leysa verkefni sín furðu vel af hendi. Skortur á góðum tenórum er alltaf einhver mesti Þránd- ur í Götu fyrir þroska hvers karlakórs. Hið sama vandamál- ið er og hér. Þessa gætir nokkuð í söng kórsins, og kennir þreytu hjá 1. tenór óeðlilega fljótt, en bassa- raddir eru hér ágætar og 2- bassi er tvímælalaust bezta rödd kórsins, hvað raddgæði snertir. í 1. bassa ber nokkuð á því, að einstakar raddir skeri úr, og jafnframt skortir röddina nokkuð á blæfegurð, en þess Framh. á bls. 2.

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.