Víðir


Víðir - 11.06.1949, Qupperneq 4

Víðir - 11.06.1949, Qupperneq 4
íslands Hroínisfiimenn lifðu timamóí í venn, þó aó töf yrði á framsóknarleið, eftir súbyrðtngs för kom hinn segíprúðá knör, eftir seglskipið véiknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þó er eðiið samt eitt, eins og æflunarverkið, er sjómannsins beið. ÖRN ARNARSON Ur verinu Afli hefur verið heldur rýr í dragnót þessa viku. ísleifur kom þó í gær með 6 lestir af kola og Ófeigur með 4 lestir. Margir tog bótar eru nú að hætta. I gær kom Baldur með 12 lestir. Þýzkalandsmarkaðurinn. Mjög er nú rætt óstandið ó markaðn- um í Þýzkalandi þar sem marg- ir farmar af fiski hafa verið lótnir í gúanó. Erfitt getur orðið fyrir ísle'ndinga að nó aftur samningum þar, sem jafnast ó við núverandi samninga. Þjóð- verjar vilja líka vafalaust veiða sem mest sjólfir þann fisk er þeir þarfnast. Vekur til athugunar. Þessir at burðir vekja íslendinga til um- hugsunar um, hve brezki mark- aðurinn, sem tekur við megin hlutanum af íslenzkum sjóvar- afurðum, er mikilvægur og hversu íslendingar búa þar við góða aðstöðu borið saman við margar aðrar þjóðir. Myndi ís- lendingum t. d. ekki þykja lítið að fó aðeins að landa í Bret- landi 3 „túra" ó óri ó hvert skip, eins og Svíar mega hafa. Miklar takmarkanir eru einnig í Bretlandi ó löndun ó fiski fró Noregi. Það verður aldrei um of vakin athygli ó því hversu mikil nauðsyn íslendingum er ó að gæta vel sinna gömlu mark- aða, um leið og þeir leggja kapp ó að vinna nýja. Miklar birgðir hafa verið í vetur í Bandaríkjunum af frosn- tim fiski, eða 20—25% fyri- ofan meðaltal undanfarinna óra. Upp ó síðkastið hefur þó gengið mikið ó þær. íslendingar eiga nú um 700 lestir af frosnum fiski í Bandaríkjunum. Of einhæft. Fiskur só, er ís- lendingar hafa haft þar, hefur verið of einhæfur. Fisksalar vestra vilja geta fengið nokkurn veginn þær fisktegundir hjó selj- anda sínum, sem þeir hafa mest not fyrir. Það er því mikil nauð- syn ó fjölhæfni þar bæði í teg- undum og umbúðum (þyngd); skort hefur einkum karfa, stein- blt og lúðu. Einnig hefði mótt seljo þar töluvert af langlúruflökum (Witches), en hún veiðist mikið hér við suður- og vesturströnd- ina. Þetta er ein af þeim sjóv- arafurðum, sem gjaldeyririnn er frjóls fyrir, og ætti það sannar- lega að ýta undir framleiðslu hennar. En kolaflökun og þó sérstaklega langlúru er vinnú- frek, og mun þar mega leita óstæðunnar til þess, hve lítið er framleitt af þessari vöru og hún þó heldur send lítt eða ó- unnin úr landi. Athugandi væri hvort ekki væri unnt að selja þarna grólúðu, sem veiðist mik- ið fyrir Norðurlandinu. Síldirs. Ef að vana lætur, fara nú útgerðarmenn að búa skip sín ó síldveiðarnar, þar sem nú er mónuður, þar til er vant er að byrja að taka á móti síld- inni til bræðslu. Söltun byrjar hinsvegar ekki fyrr en um 20. júlí. Ekki er hægt að neita því, að nú eru menn þetta daufastir með að fara ó síld, og er þoð engum lóandi. Utgerðarmenn flestir hafa fjögur ór í röð kom- ið með tap af síldveiðum, og eru nú margir þeirra búnir að tODp- veðsetja eigur sínar vegna þess- ara tapa, og skipin hefðu þeir misst, ef lónadrottnarnir hefðu séð sér fært að ganga að þeirri ón þess að verða fyrir stórtjósii sjólfir. Skipverjarnir hafa fengið trygginguna, og er það vissu- lega annað og minna en þeir eins og aðrir höfðu gert sér von- ir um. , Fara samt, en seint. Sennilega munu flestir fara héðan norður til síldveiða, sem farið hafa und anfarið, en þeir hafa margir orð ó að fara í seinna lagi, því að þeir búast við verkfalii og vilja þó heldur vera hér á tog- veiðum og fó sæmilegan afla en fara að liggja aðgerðarlausir i verkfalli fyrir norðan. Keitiur síldin? Þetta er hin mikla spurning, sem hver leggur fyrir annan. Vísindamennirnir hafa reynt að svara henni og tekizt misjafnlega. En útgerðar- menn og sjómenn hafa allir far- ið ó síld í þeirri von, að nú myndi veiðast. Nú er talað um að ísinn muni reka síldina að landinu. Fiskur fer ekki undir ísröndina ótilneyddur. Selurinn heldur sig við ísröndina, og svo mun vera um flestar lifandi ver- ur, að þær hörfa undan ísnum. Langt er síðan farið var ao tala um ótuna fyrir norðan og að nú væri reglulega síldarlegt. í fyrra var líka í sumum blöðunum alltaf bullandi.síld. Síldin og Austurlandið. En hvað sem öllum spódómum og rannsóknum líður, ,þó vita allir, að fyrir nokkrum tugum óra var næg síld við Austurlandið, en undanfarið hefur hún ekki sézt þar, sem heitið geti. Kem- ur síldin næst að Austurlandinu? Kannske í ór eða eftir nokkur ór, eða kemur hún þar aldrei framar? Hvað veldur þó? I bylgjum. í vetur var minnzt ó rannsóknir norskra vísinda- manna ó síldargöngum við Noreg. Þóttust þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að síldar- leysistímabilin næmu tugum óra um hólfri öld. Hvers virði væri það ekki fyrir þjóðina að vita eitthvað melra um göngur fisk- anna. Við höfum einnig hér við þorskveiðarnar haft aflaleysis- tímabil, sem hafa nóð yfir mörg ór, óratugi. Hvað veldur? Útflutningur síldorafurðo hef- ur þrótt fyrir veiðibrest ekki ver ið svo lítill undanfarin ór: ÁÁrið 1945 var hann 35 milj. kr., 1946 var hann 63 iViilj. króna, 1947 •var hann 76 milj. króna og s.l. ór fór hann töluvert yfir hundrað milljónir króna. Þessi útflutningur er þannig um fjórði hlutinn af heildarútflutningn- um.Talið er, að hægt sé að fram leiða síldarafurðir fyrir um 300 milj. króna í góðu veiðióri. „Það er undir síldinni komið", var orðtak, sem fluttist hingað með Norðmönnum. Þjóðin hefur lengi ótt mikið undír síldinni. Ríkisstjórnirnar hafa ótt líf sitt undir henni, útgerðarmennirnir staðið og fallið með henni og sjómennirnir og landverkafólkið ótt afkomu sína og sinnq undir henni. Allir vona því, að síld verði nú í sumar, sem bæti vel upp það, sem ó hefur brostið undanfarið. Söngför. Karlakór Vestmannaeyja fer í dag með Stokkseyrarbátnum í söngför, og syngur kórinn í dag að Selfossi og á morgun í Þykkvabænum. Að loknum samsöngnum þar fer kórinn heim með flugvélum. Söng- stjóri er Pálmar Þ. Eyjólfsson. Hann er nú á förum heim til sín að Stokkseyri og verður þar í sumar, en kemur hingað aft- ur í haust. Bcejarfréítir Sjómannamessci ó morgun kl. 1 i. .\ / , . r /VÍGytVÍSö i II aC-íí. Sigurður Jónssön, Landagötu 9, verður 75 ára 13. þ. m. Hann fluttist til Eyja 1912. SigríðUr Bergsdóttir, Mið- stræti 5 b, v.erður 70 ára 15. j þ. m Hjónaefni. Unglrú, Lilja Jensdóttir, Brekastíg 29 og Guðlaugur Helgason, Heimagötu 30, hafa nýlega oþinberað Lrúlofun sína. Hjóinaböndl 4. júní s. 1. voru gefin sam- an í hjónaband af séra Hall- dóri Kolbeins, ungfiú Ingi- björg Guðjónsdóttir frá Lög- bergi og Gunnar Ág. Helga- son. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú Elly Ágústsdóttir símamær og Sig- hvatur Bjarnason bankaritari. Handagangur í öskjunni. Það var rösklega tekið til hendinni jjegar bæjarstjóri hafði auglýst, að menn mættu fyrir ofan Landakirkju skera ofan af túni sem fer undir íþróttavölfinn. Menn voru að jafnvei alla nóttina, einn hafði ekki farið heim. fyrr en kf. 6 um morguninn, og voru þá aðrir fyrir löngu komnir að byrja á nýju dagsverki. Eggjafaka. í vikunni var farið í SúJna- sker, Geirfuglasker og Heflis- ey og eggjaðist iiia, 1000 egg í öllum eyjunum, og er það óvenju lítið. Svartfuglaeggin eru seld á kr. 1.50. BQrnaveikcsbóSusefsiing. Barnaveikisbölusetning fer fram n. k. miðvikudag kt. 1 í Samkomuhúsinu. Sjá götuaug- lýsingar. Öómarfregn. g .þessa mánaðar andaðíst Sigríður Guðmundsdóttir að heimili sínu Vesturveg 10. FSufningsgjöSd Eækka. Flutningsgjöfd undir send- ingar með flugvélum hafa nú stórlækkað og eru nú mun ó- dýrari en í pósti. Enn er þó nokkuð dýrara að flytja vörur með flugvéium en skipum, og; munar það á að gizka lrelming. Flugfarmgjöldin milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur eru nú: Fyrir 1—50 kg. kr. 0.80 pr. kg., 50—300 kg. kr. 0.70 pr. kg. Minnsta gjald er kr. 1,60. Sér- stakt afgreiðslugjald er fyrir iiverja sendingu.

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.