Víðir


Víðir - 19.11.1949, Side 3

Víðir - 19.11.1949, Side 3
VlÐIft Alvarlegt slys. Runólfur Jóhannsson skipa- eftirlitsmaður, var um borð í Jane Lolk í gær, að skoða skip- ið óður en það léti úr höfn. Runólfur var að fara ofan í lest og var kominn ofan í aðra tröppuna, er stiginn rann til og féll Runólfur niður og meiddist otikið við fallið. Runólfur var fluttur ó Sjúkra- húsið og leið eftir atvikum sæmilega er síðast fréttist, en læknisskoðun var þó ekki tylli- lega lokið. Skipið hætti við að fara í gær- kveldi vegna veðurs. Trjáplöntur voru gróðursettar með meira móti í vor, og gerðu margir blómagarða við hús sín í sumar. Ingólfur Guðmundsson, sem hef- ur lagt sig mikið eftir trjárækt fyrr og siðar, segir, að björkin lagi sig ágætlega eftir veðurátt- unni hér. Hann ráðleggur að gróðursetja hana sem smáhríslur og taka hana upp fyrstu tvö ár- in á haustin, þegar hún fer að fella laufið, og knippa 25 hrísl- ur saman og grafa knippið 1 fet ofan í sand, þá séu hrísl- urnar óskemmdar upp á efsta topp á vorin og byrjað að koma brum á þær í sandinum, þegar þær eru teknar upp. Stirðar samgöngur. Allan fyrri hluta vikunnar og allt þar til í gær hafði hvorki orðið ferð með póst né farþega frá Reykjavík. Mörgum var því orðið mál á að komast á milli og kom margt fólk með flugvélum í gær. Ullarnærföt á börn Meðal neyzla Árið 1948 neytti hver Banda- rikjamaður daglega 3. kg. at fæöu að meðaltali. Þó að það magn, sem hann borðar, hafi lækkaö um 3% síðan 1947, borðaði hann samt 12% meiri fæðu 1948 en fyrir strið. Kjöt- neyzlan 1948 var sem svarar 200 g. daglega. Fisk borðaði hann aðeins sem svarar tæpu ’ Vi kg. á mánuði eða 5 kg. yfir árið. Hann borðar meira en eitt , egg á dag, eða 388 egg yfir ' árið. i Vill nú ekki einhver hagtræð- ingur eða grúskari spreyta sig á að komast að því, hvað samsvar andi tölur eru hjá Islendingum. Á Islandi er lítið gert til þess ! að beina athygli fólksins að því > að neyta hinna hollustu fæðu- \ tegunda. I fyrra flutti þó dr. j Skúli Guðjónsson tnjög fróðlega , fyrirlestra í útvarpið um hollustu tæðunnar. Heilsuvernd, tímarit «' Náttúrulækningafélagsins, flyt- 1 ur oft ágætar greinar um það I eíni, en sjálfsagt eru þær nokk- uð einhæfar, þar sem þær for- i dæma helzt með öllu neyzlu fisks og kjöts og jafnvel eggja. « Aðalfæðutegund íslendinga ; er fiskurinn. Hann er samt frek- j ar snauður af næringarefnum, i vítamínum og söltum. Fólki verð ur þó almennt gott af að neyta fisks. í fiski er joð, sem er nauð- | synlegt fyrir skjaldkirtilinn. í j sumum löndum, þar sem er lítil ; eða engin fiskneyzla, hefur joð- , skortur haft í för með sér alvar- legar afleiðingar fyrir heilsufar manna. Sízt getum við íslend- ingar, sem lifum á að framleiða fisk, tekið undir með þeim, sem fordæma fiskát. Það er nú einu sinni svo, að hver er sjálfum sér næstur. Peysur á dömur 09 herra Herranærföt, sett. Verzlunin Þingvellir Tek ekki meiri sauma- skap til áramóta. Þórunn Jónsdóttir. LÆKNASKIPTI Þeir samlagsmeðlimir, sem réttinda njóta, geta skipt um samlags- Lækni frá næstu áramótum. Ber mönnum að snúa sér í þessu efni til skrifstofu samlagsins tíg sýna jafnframt samlagsskírteini sín. Læknaskiptin fara fram frá 20. október til 1. desember n.k. OKKUR VANTAR góðan og ábyggilegan bifreiðarstjóra. Umsóknir send- ist framkvæmdastjóra félagsins, Sigfúsi Scheving, Heiðarhvammi, fyrir 25. þ. m. Olíusamlag Vestmannaeyja IX Aovorun Hér með er skorað á alla þá, er skulda Ijósgjöld að gera skil fyrir næstu mán- aðamót, til að komist verði hjá fráklipp- ingum, sem ekki verður frestað lengur en til mánaðamótanna. Raístöðin Aðvörun Hér með eru þeir gjaldendur, sem enn hafa ekki greitt þinggjöld sín 1949, al- varlega minntir á, að greiða gjöldin nú þegar, því ella verður ekki hjá því kom- izt, að framkvæma lögtök til tryggingar gjöldunum án frekari aðvörunar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 31. okt. 1949. Sjúkrasamlag Vestmannaeyja Gunnar Þorsteinsson

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.