Víðir - 04.11.1950, Blaðsíða 4
V í Ð I R flytur efni, sem
ekki er annars staðar.
_______________________________
Z’zðli*
-----------------------------
Þeir, sem vilja fylgjast
vel með, lesa V í Ð I.
_____________________________
Gæftir
voru heldur stirðar framan
af vikunni, en eftir miðja vik-
una skínandi fagurt veður,
stilla, sólskin og hiti.
AflabrögS.
Frá Reykjavík róa nú einir
15 batar með botnvörpu, 4
með dragnót og einn með línu.
Framan af vikunni var
ekki almennt róið. Afli var
yfirleitt mjög tregur, um og
innan við 1000 kg. Rétt ein-
staka bátur fékk sæmilegt.
Hafþór, senr er með dragnót,
fékk t. d. einn daginn 300 kg.
af flatfiski og 1000 kg. af ýsu
og þorski yfir nóttina.
Eggert Olafsson, sem er
með botnvörpu, fékk 1300
kg. af flatfiski og 3000 kg.
af þorski og ýsu. Var hann
úti 3 nætur. Þeir fengu mest
3 körfúr í hali, oftast 1. Þeir
voru í Norðurbuktinni um
2Á>- tíma út.
Svanurinn fékk í útdrætt-
inum með línuna 2000 kg. af
þorski og ýsu, um helming af
hvoru og nokkuð af löngu og
skötu og um 1000 kg. af háf.
A Akranesi hefur verið mik-
ið að gera síðari hluta vik-
unnar. Togarinn Bjarni Ólafs-
son kom inn á fimmtudaginn
með 250 lestir af karfa. Karf-
inn var fluttur í frystihús,
þar sem hann var flakaður.
Unnu um 220—230 manns að
þessu.
I Vestmannaeyjum stunda
tveir bátar botnvörpuveiðar
og um 5 bátar dragnótaveið-
ár. Áfli hefur verið mjog treg-
ur, þó fengu tveir bátar einn
daginn í vikunni 2% lest af
þorski hvor.
I Keflavík stunda nú
10—11 bátar dragnótaveið'ar,
og hefur afli verið góður und-
anfarið, á annað tonn af flat-
fiski yfir nóttina, en sáralítið
af öðrum fiski. Þó kemur það
fvrir, að einn og einn bátur
hittir í fisk.
Frá Grindavík er nú eng-
in þorskveiði á vélbátum.
Menn skjótast þar stöku
sinnum út á smábátum, einn
og tveir á, og fá þá sæmilegan
afla. Salta þeir sjálfir þennan
afla sinn. Sjómenn í Grinda-
vík telja sennilegt, að fiskur
sé kominn, sé mikið af fugli
þar fyrir framan.
Fyrir vestan er enginn fisk-
ur á grunnmiðum. Nokkrir
bátar hafa róið með' línu úr
Bolungavík, og hafa þeir sótt
afla sinn í Húnaflóa. Hafa
þeir fengið að jafnaði 3 lestir
í róðri.
Norðanlands er nú góður
afli, ágætur á Raufarhöfn og
Þórshöfn, sæmilegur á Húsa-
vík og í Skagafirðinum, en
helaur tregari á Siglufirði.
Fyrir Austurlandi hefur
verið dágóður afli, og nokkrir
stórir bátar stunda þar veið-
ar og sigla með aflann.
Reknetaveiöin.
Margir voru orðnir svart-
sýnir með áframháldandi
síldveiði,,þegar hún hvarf al-
veg á dögunum. Hættu þá
margir aðkomubátar veiðum
og fóru heim til sín. Enn þeir,
sem höfðu veitt því athygli,
hvernig síldin hagar sér, voru
ekki kvíðnir um, að hún væri
farin fyrir fnllt og allt, og
sögðu, að hún myndi gefa sig
aftur til í nóvember.
Síldin er sjálfsagt einhvers-
staðar á þessurn slóðum hér
við Suðurlandið allt árið'.
Menn verða t. ð. oft varir við
síld við Vestmannaeyjar á
vertíðinni, og hún byrjar að
veiðast hér, þegar reynt er
snemma á vorin. I vor voru
einir 4 bátar með reknet og
öfluðu oft sæmilega.
Síldin gerði aftur vart við
sig sunnarlega í Mið'nessjón-
um, 7—8 mílur norðvestur af
Eldey. Fengu bátar þar eftir
miðja vikuna frá fimmtíu og
upp í hundrað tunnur og það-
an af meira.
Við Vestmannaeyjar urðu
bátar lítið varir við síld,
fengu þetta 5 tunnur, þegar
þeir reyndu síðari hluta vik-
unnar. Margir bátar eru nú
hættir þar veiðum í bili og
bíða átekta, Eru því fáir bát-
ár, sem stunda nú þar þessar
\-eiðar.
Bátar fengu líka sem enga
síld í Grindavíkursjónum á
fimmtudaginn, sjómenn þar
héldu jafnvel, að síldin stæði
grynnra en þeir voru. Allir
bátar, sem stundað' hafa veið-
ar frá Grindavík í haust, 10—
11 að tölu, eru enn við þess-
ar veiðar, en aðkomubátar
eru nú áð miklu leyti farnir úr
Grindavík.
Það er líklegt, að rekneta-
bátar verði almennt búnir að
hitta síldina í vikulokin og
veiði verði þá orðin sæmileg
aftur, jafnvel góð.
Úr verstöðvunum.
Fjallfoss hefur verið í
Keflavík að' ferma síld, og
von er þangað á Kötlu til þess
að taka þurrfisk til Portúgal.
I Grindavík er verið að
gera hafnarbakka meðfram
garðinum.
T Vestmannaevjum er nú
verið að gera fyrirhleð'slu inn
í Friðarhöfn fyrir sandinn
undir bryggjunni með dálítið
nýstárlegum hætti. Eru rekn-
X 8
X %
x X
i 110 hestafla June Munkfel-vél |
með öxli, skrúfu og stefnisröri, öllu 4
úr kopar, er til sölu. $
Lágt verð og góðir greiðsluskilmálar. |
Afgr. vísar á. Sími 2685. |
ir niður gildir staurar ofan í
sandinn eins langt og hægt er,
og síðan steypt ofan á þá. Á
þannig að fyrirbyggja, að
sandurinn grafi undan fyrir-
hleðslunni, eins og átti sér
stað áður, og eins, að ekki
komi að sök, þó að garðurinn
sígi eitthvað. Verið er nú að
ljúka við að steypa efstu
hæðina á hina nýju myndar-
legu gagnfræðaskólabyggingu.
T sumum verstöðvunum
eins og Sandgerði hefur verið
mikið af aðkomufólki til þess
að vinna að síldarsöltuninni,
en nú hefur það allt horfið
burtu, og hefur nú verið aug-
lýst eftir fólki til síldarsölt-
unarinnar.
Gamla Sandgerði, sem svo
er kölluð og er gamalt timb-
urhús, sem stendur fyrir ofan
aðalverstöðina skammt frá
tjörninni og búið var að
standa í eyði nokkur ár, hef-
ur nú verið tekið í notkun
aftur út úr neyð, þar sem
verzlunarhúsin og sjóbúðin
brunnu hjá h.f. Garði í fyrra.
Garður hefur þar nú bráða-
birgðaskrifstofu, og þar er
einnig mötuneyti fyrir verka-
fólk. Borða þar stundum 30
manns, þegar flest er, og hef-
ur verið þar mikið af aðkornu-
fólki, sem vinnur hjá Garði
og Oskari Halldórssyni.
Ein matselja annast um
beina handa fólkinu, sem ann-
ars sefur í bröggum. Eldar
hún við rafmagn, og húsið er
einnig hitað upp með raf-
magni.
Fleiri vélbátar
sigla með ísfisk.
Nokkrir fleiri vélbátar hafa
bætzt við þá, sem áður hefur
verið skýrt frá, að stunduðu
nú veiðar og sigldu með eigin
afla til Bretlands.
Marz er nú að veiðurn fyr-
ir vestan og gert. ráð fyrir, að'
hann fari út núna fyrir helg-
ina. Vilborg er að búast á
veiðar og Rifsnesið. Ætlar
]rað að fiska með línu og
kaupa eitthvað til viðbótar af
öðrum. Ágúst Þórarinsson
hefur verið að kaupa fisk í
Ólafsvík.
Útgerðin er dýr.
Menn kvarta nú mjög und-
an, hve dýivt sé orðið að gera
út, og er búizt við, að margir
bátar verði að hætta af þeim
sökum og vegna þess hve afl-
inn er rýr.
Olían kostar nú orðið 680
krónur lestin og um 700 krón-
ur tunnan af smurolíunni.
Eyðslufrekustu bátarnir fara
með um eina lest af olíu í sól-
arhrings róður og sjálfsagt
150—200 krónur í smurolíu.
Þegar aflinn í slíkum stuttum
róðri er svo ef til vill ekki
nema ein lest eins og var al-
gengast þessa viku, sjá allir
ábatann af slíku úthaldi.
Að vísu eyða minni bát-
arnir ekki svona miklu.
Eggert Ólafsson fór t. d.
með 2050 kg. af olíu í þá
veiðiferð',. sem getið er um hér
framar og um % tunnu af
smurolíu. Aflinn hjá honum
þennan dag var sá bezti, og
getur nú hver og einn reikn-
að út, hvað róðurinn gerði og
hver hluturinn var, sem áhuga
hefur á þessu. En skiljanlega
er ýmis annar kostnaður en
olían. Flatfisknrinn er keypt-
ur á kr. 1.80 kg. og hinn fisk-
urinn á 75 aura. I róðurinn
íóru 3 sólarhringar.
Háfurinn.
Það kemur þó nokkuð oft
fyrir, að bátar fá háf á línu,
eins og Svanur núna, og
stundum í botnvörpu, þó að
það sé sjaldgæfara, Drífa
fékk þó t. d. í sumar mjög
mikið af háf í einum róð'ri.
Sést bezt, hve mikið magn
það hefur verið, því að þeir
fengu 1100 krónur fyrir háf-
inn í fiskimjölsverksmiðju, og
er þó ekki um hátt fislcverð
að ræða, þegar selt er í verk-
smiðju.
Annars er háfur sumsstað-
ar erlendis talinn herra-
mannsmatur, eins og í Bret-
landi. Þar eru t. d. sérstök
skip, sem ganga frá Grimsby
og fiska ekkert nema háf.
T byrjun stríðsins var háf-
ur frystur í Vestmannaeyjum
og sendur til Bretlands, og
fékkst fyrir hann alveg sæmi-
legt verð. Þegar roðinu Iiefur
verið' flett af háfnum, er þar
undir fiskurinn drifhvítur eins
og hákarl.
íslendingar þurfa að hirða
allt, sem hægt er að gera að
markaðsvöru, og eitt af því
er háfurinn.
Spe/lvirli á járn-
braut konung-s.
Þegar Georg Bretakonung- ^
ur var fyrir skömmu á leið
frá Skotlandi til London, varð
járnbrautarlest sú, sem kon-
ungur ferðaðst með, að nerna
staðar, því búið var að rífa
upp járnbrautarteinana á ein-
um stað, þar sem lestin fór
um. Var lestin sett yfir á ann-
að spor, og seinkaði þetta
ferðinni um stundarfjórðung.
*
Frœg fœÖingarstofnun
Anna, prinsessa af Borbon-
Parma, kona Mikaels fyrrver- '
and Rúmeníukonungs, er ný- 4
komin til Genf í Sviss. í byrj-
un þessa mánaðar á hún von
á öðru barni sínu, og mun
hún eiga það á sömu fæðing-
ardeildinni þar og Rita ITay-
worth, kona Ali Kahn, eign-
aðist dóttur sína í f.yrra.
Eftir þennan hamingju-
sama átburð fer fjölskyldan
aftur til bústaðar síns í Flór-
ens.
*
Stjói "nmálamarhir eÖa
málari.
I tilefni af heimsókn Churc-
hill til Danmerkur var minnst
á Söru, hina listhneigðu dótt-
ur þessa mikla stjórnmála-
manns, sem nú er í þann veg-
inn að Ijuka við að leika i ;
kvikmynd með Fred Astaire.
Hún átti fyrir skömmu í aug- ^
lýsingaskyni að' svara mörg- i
um spurningum, er snertu '
liana sjálfa. T dálkinum, þar
sem spurt var um atvinnu föð-
ursins, skrifaði Sara: „Mál-
ari“.
*
Hlýðinn rakki.
Rithöfundurinn Anton
Berntesen segir eftirfarandi
sögu af hundi nokkrum:
Mað'ur nokkur, sem át’ti
heima í héraðinu milli Hors-
ens og Silkeborg í Danmörku,
keypti eitt sinn hund af
manni, sem bjó þar í margra
mílna fjarlægð. Þegar hund-
urinn hafði verið hjá honuin
nokkra daga, hvarf hann. I
öngum sínum yfir hundsmiss-
inum, hringdi hinn nýi eig-
andi til fyrri eigandans og'
spurði, lwort, hundurinn væri
kominn þangað.
„Jú, hann er hér, og' þú get-
ur fengið að tala við hann“-
Hundurinn var færður að
símanum, og nýi eigandinn
sagði hárri, skipandi röddu:
„Plet, þú átt að koma heim‘ •
„Voff“, sagði hvutti ogfc
hljóp af stað', og um kvöldið
var hann kominn heim.
Gameslt 09 nýtt
13. hefti fylair næsta blaði.