Víðir


Víðir - 27.01.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 27.01.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa V í ÐI. Jt V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. ______________________________ Gæftir hafa verið heldur stirðar þessa viku, þó hafa verið farnir þrír, fjórir róðrar. Einn daginn var þó ekki betra en það, að einn báturinn sneri aftur. Það' hafa verið vest- Iægar áttir. Um miðja vik- una snjóaði töluvert, síðan gekk á með éljum. Spáin var stundum verri en veðrið reyndist, svo að það dró og úr róðrum. Aflabrögð. Aflabrögð voru rýr hjá þeim 4 bátum, sem reru fyrir bæinn, 3—ö lestir í róðri. Togararnir. Afli hefur verið mjög mis- jafn hjá togurunum, sumir hafa haft sæmilegan afla, en a.ðrir hafa orðið út undan. Urtök hafa verið vegna harðra veðra. Tveir togarar, Egill rauði og Isólfur, hafa verið að veiðci í salt og siglt með aflann til Bretlands, og getur nú verið, að þeir fari að hætta á þeim veiðum, ef ísfiskmarkaður helzt áfram jafngóður og und- anfarið, en hajm hefur verið óvenju góður og jafn. Togurum þeim, sem veiða fyrir frystihúsin, fækkar allt- af, og eru nú aðeins þrír orð'n- ir eftir, Goðanes, Uranus og Garðar Þorsteinsson, sem kom með afla sinn, sem var mest þorskur, inn til Reykja- víkur á fimmtudaginn. Á veiðum fyrir brezkan markað eru svo hinir togar- amir 31 að tölu. Af þeim eru á veiðum: Neptúnus, Hallveig Fróða- dóttir, Júlí, Bjarni riddari, Surprise, Keflvíkingur, Röð- ull, Svalbakur, Elliði, Skúli Magnússon, Karlsefni, Jör- undur, Helgafell, ísborg, Eg- ill Skallagn'msson, Ingólfur Amarson, og í dag fara senni- lega út Akurey, Askur og Jón Þorláksson. A útleið eru: Bjarnarey, Jón forseti, Hva-lfell, Maí, Elliðaey, Kaldbakur og Bjarni Ólafsson. A heimleið: Marz, Harð-- bakur og Eylkir. I höfn er Geir. I næstu viku selja í Bret- landi 14 togarar, og er það mikið á einni viku, og reynir nú á markaðinn. Ræðið við hunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir. 1 V estmannaeyjar. 5 bátar róa þar með troll og sigla með aflann. Hefur afli verið tregur, enda tíð vond, þetta 2—3 lestir yfir daginn. Skaftfellingur er ný- farinn til Bretlands, og var sameinaður aflinn úr honum og Suðurey. Enn er ósamið um kjör milli útgerðarmanna og sjómanna. Grindavík. Þar stendur við sama, hvað verkfallið snertir, að enn er ósamið. Einu sinni hefur ver- ið mætt hjá sáttasemjará í Reykjavík. Lýst hefur verið yfir allsherjar verkfalli hjá verkafólki í landi og á sjó n.k. mánudag, ef ekki verður þá búið að semja. Það er talið bæð'i í Vestmannaeyjum og Grindavík, að það eigi sinn þátt í því, að vinnudeilurnar þar hafa ekki enn leyzt, að ekki hefur verið kveðið upp úr með fiskverðið. Frá Grindavík ganga nú 12 bátar í vetur, og eru þeir flest- ir tilbúnir til veiða. Nýkominn er þangað aðkoinubátur — Hörður frá Skagaströnd —, sem á að' liggja þar við í vet- ur. Formaðurinn er maður úr Grindavík, og fór hann norð- ur til að sækja bátinn. Sandgerði er eina verstöðin, þar sem róðrar eru byrjaðir nokkuð' sem heitir í aðalverstöðvun- um hér sunnanlands. Er 'bát- ur sá — Pétur Jónsson frá Húsavík — sem fyrstur byrj- aði róðra, búinn að fara 10— 12 róðra. Annars eru 4 bátár bvrjaðir róðra, en búizt við, að fleiri reru í gær. Afli hefur verið 6—13 lestir. 8 aðkomubátar eru nú komnir til Sandgerðis. Búizt er við', að alls rói 20 bátar úr verstöðinni í vetur. Undir- búningi i idir vertíðina er að verða lok S. Keflavík. „Sama deyfðin“ kveður nú nær alls staðar við í verstöðv- unum. 8—10 bátar eru til- búnir að hefja róðra frá Keflavík, en beðið er eftir fiskverðinu. Engir aðkomu- bátar eru enn komnir til Keflavíkur. Það er gert ráð fyrir, að 15 heimabátar rói þaðan í vetur. Akranes. Togarinn Uranus kom til Akraness í vikunni með 229 lestir af fiski, mest þorsk, sem fór allur í frýstihús Haraldar Böðvarssonar & Co.. Togar- inn tók ís og fór aftur á veið- ar fyrir frystihúsið. Á Akranesi tekur það 10— 11 tíma að losa togara, sem er með 300 lestir af fiski. Það er tekið upp úr öllum þrem lest- aropunum jöfnum höndum, og er notáð til þess vinda skips- ins jafnframt krana á bryggj- unni' Skipsvindan lyftir fisk- inum ekki nema upp á þilfar- ið, en kraninn lyftir honum á bifreiðarnar. Þegar fleiri en ein tegund er losuð í einu af fiski standa bifreiðarnar hlið við hlið, en helzt ekki fleiri en tvær í einu. Bezt gengur, þeg- ar fiskurinn er vel aðgreind- ur í farmrýminu, og ekki þarf að vera með margar tegundir í einu. Bifreiðarnar flytja 3— 4 lestir í ferð, og eru aðeins 4 bifreiðar notaðar við los- unina. 50 menn vinna að henni í skipinu og á lirvggj- u’nni. Frá Akranesi gangá 10 bát- ar í vetur, allt stórir bátar, sá minnsti er 35—40 lestir. Engir bátar hafa enn hafið þar róðra. Snæfellsnes. Þar hefur verið eymdar- tregða, síðan róðrar byrjuðu, en þar er nú almennt byrjað að róa. Gæftir hafa hins veg- ar verið ágætar, og var t. d. róið hvern dag í þessari viku nema einn. Frá Ólafsvík róa nú 5 bát- ar. Ekki er langt sótt, hálfa klukkustund — einn tíma og upp í 1% tíma. Róið er með 28 stampa. Frá Stykkisliólmi ganga einnig 5 bátar, og frá Ilellissandi ganga í vetur 2 tólf lesta bátar, tveir litlir bátar, 6 lestir hvor, og svo tvær trillur. Að vestan. Ótíð hefur verið fyrir vest- an og lítið um sjóróðra þessa viku, þó fóru ísafjarðarbát- arnir 3 róðra. Afli var tregur, 2—4 lestir í róðri. Kvarta ís- firðingar undan ágangi tog- ara á lóðarmiðum þeirra. Afli hefur verið tregur á Halanum og tíð vond, og hafa þá tog- ararnir leitað upp undir á grunnin báðum megin við Djúpið og í Djúpálinn, og hefur þetta spillt veiði hjá lóðarbátunum. Það er al- gengt, að þeir sjái 15—20 tog- ara kring um sig. Dísirnar, sem sigldu með eigin afla, eru nú hættar, og Islendingur, sem aðallega keypti fisk til að sigla með, er einnig hættur. 2 Birnirnir sigla enn og veiða 3 aðrir Birnir í þá, á meðan þeir eru í söluferðinni. Auk Bjarn- anna, sem eru, sem kunnugt er, eign Samvinnufélagsins, rær nú Pólstjarnan og tveir íninni bátar, 10—12 lesta. Frá Hnífsdal róa 3 bátar, frá Bolungavík 4—5 bátar og frá Súgandafirði 6 bátar. Höfðakaupstaður. I haust er leið’ reru þaðan 6 þilfarsbátar og öfluðu vel, og munu sennilega ganga það- an í vetur a. m. k. 5 þeirra. I Höfðakaupstað er verkfall eins og er, þar sem samningar hafa ekki tekizt milli útgerð- armanna og sjómanna. Bendix-dýptarmælirinn. Fyrir nokkru var hér á ferð- inni bandarískur sérfræðing- ur með Bendix-dýptarmæli, sem framleiddur er í Banda- ríkjunum. Var nokkrum á- hugamönnum um þessi efni boðið að sjá, hvernig mælir- inn ynni. Var honum komið fyrirtil bráðabirgða í vélbátn- um Dagsbrún. Þegar lagt var af stað frá brvggjunni, var mælirinn sett- ur af stað, og tók hann þegar að sýna dýpið, fyrst nokkur fet, en síðan smádýpk- aði, eftir því sem utar dró. Bjarni skipstjóri vissi af kletti í kafi fram af Laugar- nesi, sem grunnt var niður á, og allt í einu þaut mælirinn upp og myndaðist tota á pappírinn og sýndi þá aðeins nokkra feta dýpi niður á klettinn, sem Bjarni hafði ver- ið að fara yfir. Það er ekkert sérstakt við þetta eða frábrugðið öðrum svipuðum tækjum, en sýndi vel, hve nákvæm og góð ör- yggistæki þetta eru. Þarna voru um borð nokkr- ir skipstjórar og meðal þeirra sumir, sem staðið hafa sig hvað bezt við smásíldarveið- ina í haust. Nú fór þá að langa til að finna síld, og stóð ekki lengi á því. Mælirinn sýndi síldartorfu allstóra fram af olíugeyminum í Viðey. Voru nú uppi raddir um, hvort ekki ætti að' fara fljótt í land og reyna að kasta, en það varð þó ekki úr, því álið- ið var dags. Mælirinn virtist hið bezta tæki að dómi þeirra, er vit höíðu á þeim. Ný gerð fiskiskipa í Noregi. Nýrri gerð af fiskiskipi hef- ur nýlega verið hleypt af stokkunum í Noregi í skipa- smíðastöð einni í Bergen. Það er byggt úr stálplötum, sem eru soðnar saman, en yfir- byggingin er úr aluminium. Báturinn er 100 fet á lengd og með 250 hestafla dieselvél. íbúð er fyrir 20 menn. Bygg- ingarlcostnaður þess skips er miklu minni en venjulegra tréskipa, og hefur báturinn vakið mjög mikla athygli í Noi’egi. Rafmagnsveiðar við island. Um þessar mundir er verið að ljúka við að setja rafmagns- veiðitæki í þýzkt skip í höfn- inni í Ilamborg. Skip þetta á síð'an að fara til íslands og fiska á íslandsmiðum á vetr- arvertíðinni. Það er talið, að 90% af þeim fiski, sem er á milli skips og vörpu, hljóti að lenda í netinu fvrir tilvérkn- að rafstraumsins. Skipið, sem þessi nýju tæki eru sett í, er gamall tundur- duflaslæðari og gengur 16 mílur. Fer það frá Þýzkalandi i febrúar, og geta íslenzkir sjómenn úr því búizt við að sjá það hér á miðunum. Það verður hér þar til í júní i sum- ar. Fyrirhugað er, að það fari út á veiðar aftur í júlí og’ ágúst og reyni þá fvrir tún- fisk. Túnfiskur er ekkert ó- svipaður hnýsu, nema hvað hann getur verið mun stærri. Það er einnig áformað að gera tilraunir til að veið'a hval á þennan liátt. Það hafa verið gerðar tilraunir á sel i trékari, og gáfu þær góða bendingu um að ná mætti góðum ár- angri með tækjum þessum við hvalveiðar. Siemen s verksmið j ur n ar, sem eru einkasalar í Þýzka- landi, liafa smíðað og sett upp öll rafmagnstækin, sem kosta rúmar 300.000 krónur. Upp- finningamennirnir eru tveir Þjóðverjar Konrad Kreutzer og Herbert Peglow, og verð'a þeir og sjómenn með skipinu. Lánuðu vinir þeirra þeim 150.00 krónur. 250.000 krón- ur fengu þeir að láni lijá sam- bandsstjórn Vestur-Þýzka- lands til að greiða hinn helm- inginn af tækjunum og fyrir útbúnað skipsins í fyrstu veiðiferðina. Ef einhverjir íslendingar hefðu hug á að kynna sér þessi nýju dæki, þá er utan- áskriftin Bundesanstalt Fúr Fisohere, Institut Fúr Kústen- und Binnenfischere, 201 33ei Der Johankirch, Ilamburg Altona. VIÐIR er ómissandi öllum þeim, et' láta sig skipta atvinnulífið í la?tdinu. ■— Munið eftir að innleysa póstkröfuna, sV° ekki verði stöðvun á sendmgu blaðslUS‘

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.