Víðir - 15.03.1952, Síða 1
XXIV.
Reykjavík, laugardaginn 15. marz 1952.
9. tölublað.
Yel heppnuð Græn-
landsferð.
Það eru nú komnar nánari
fréttir af brezka togaranum
-,Loch Doon“, sem fór til
Drænlands í janúar.
Togarinn kom aftur tii Hull
9. febrúar með 190 iestir af
íiski, nær eingöngu þorsk,
sem seldist fyrir £ 6849.
Þessi veiðiför er einstök í
sinni röð, og sú reynsla, sem
fékkst á henni, getur leitt til
þess, að Bretar taki að stunda
veiðar við Grænland að vetr-
arlagi. Ferðin fram og aftur
Var 4000 mílur.
„Ferðin var ekki hættulaus,
vinkuin á heimleiðinni“, segir
Sparkes skipstjóri, „það var
mikill ís og nokkrir borgarís-
jakar, þegar skipið fór frá
Grænlandi, en radarinn var
þar til ómetanlegrar hjálpar“.
„Að slepptum borgarísn-
Um, var lítill munur á skilyrð-
unum til veiða þarna og í
Hvítahafinu og á Bjarnareyj-
arsvæðinu á þessum tíma
s .
„Sjórinn moraði af fiski“,
j>eldur skipstjórinn áfram,
>.en það var nærri eingöngu
þorskur. Ysa sást varla, enda
er ekki hennar tími þar nú“.
„Eg held, að við margir
launum, áður en langt um lið'-
Ur, fara að stunda, fiskveiðar
við Grænland á þessari árs-
L’ð í stað þess að hætta þar
i nóvember. Það var dálítið
einmanalégt þarna norður frá.
Yið sáum engin önnur skip
en tvo ameríska varðbáta, og
i -pjölluðum við áhöfnina á
þeim“.
»Það var verra á heimleið-
3nni en norður eftir. Tvisvar
eða þrisvar sinnum misstum
J við trollið, ella hefðum við
komið fyrr heim. Við G ræn-
land voru skilyrðin hins veg-
i ar ekki nærri eins slæm og við
| höfðum búizt við“.
Tekur Þýzkaland fyrir
fiskinnflutning!
Það er augljóst, að Þjóð-
í Verjar stefna markvisst að því
| að verða sjálfum sér nógir
! "reð fisk. Þjóðverjar haía
j leyft nokkurn fiskinnflutning,
á meðan síldveiðarnar hafa
staðið hæst, bæði frá íslandi
Svíþjóð og Noregi, en nú hef-
Or þetta löndunartímabil ver-
ið þrengt, a. m. k. hvað tvö
I síðasttöldu löndin snertir.
Hagnýfing vinnuaflsins
Hirtar miklu aflafréttir
víðs vegar að úr verstöð.vun-
um vekja menn til umhugs-
unar um, hvort skipástóll
landsmanna sé nú hagnýttur
eins og skyldi. Engar skýrsl-
ur liggja fyrir um, hve margir
bátar standa uppi að þessu
sinni, en vafalítið er, að það
er þó nokkur hundraðshluti
fiskiskipaflotans. Kemur þar
margt til: Lítil aflavon á
Norður- og Austurlandi og
jafnvel Yestfjörðum, svo að
útgerðin „ber sig ekki“. skort-
ur á fjárhagslegri getu til þess
að búa bátana út eins og þarf,
t. d. eru bátar vélvana, og svo
fjái'hagsörðugleikar yfirleitt.
Þá standa víða uppi trillur,
vegna þess að eigendnrnir
stnnda veiðar á stærri bátum.
Þannig eru einar 20 trillur í
einni verstöð hér sunnanlands,
en aðeins 3 ganga til fislcjar.
Þá er þó nokkuð af stærri
skipum, sem ekki hafa þótt
henta til þorskveiða og eru
ekki gerð út nema á síld.
Á sama tíma og þó nokkur
hluti af fiskiflotanum er þann-
ig ekki starfræktur, sjálfsagt
á að gizka V- hluti, svo ein-
hver tala sé nefnd, er mikið
atvinnuleysi í mörgum kaup-
stöðum. Það má að vísu segja
ýmislegt því til afsökunar, að
öllum fiskiskipaflotanum er
ekki haldið til veiða, og kenn-
ir þar margra grasa, en ástæð-
an til, að svo er ekki, er, að
menn telja sig elcki bera nægi-
legt úr býtum með því að róa
á öðrum skipum en þeim, er
sæmilega góð skilyrði hafa.
Og þeir, sem eiga slík skip,
þar sem ekki er um trillur að
ræða, treysta sér ekki til að
gera þau út með því að greiða
lágmarkstryggingu, því að til
þess hefur aflavonin verið of
Vesfur-Þýzkaland selur
fisk til Auslur-Þýzkalands
Samningar hafa tekizt milli
Vestur- og Austur-Þýzkalands
um, að A.-Þ. kaupi fisk af
V.-Þ. fyrir sem svarar 30 milj.
ísl. króna. Þetta er ekki mik-
ið á móti því, sem áður fór
til Austur-Þýzkalands af fiski,
en V.-Þjóðverjar hafa verið í
nokkrum vandræðum með
sölu á sumum fiskafurðum
sínum, eins og niðursoðinni
síld og saltsíld, og léttir þetta
nokkuð á þeim, hvað þessar
tegundir snertir.
lítil. í þriðja lagi vantar skil-
yrði í flestum verstöðvum, ef
ekki öllum, til þess að taka á
móti fleiri aðkomumönnum,
sem gætu þá róið á þeim bát-
um, sem fyrir eru og ekki eru
gerðir út, eða kæmu með báta
að. Til þess þarf auknar ver-
búðir, en í þeim efnum er
mjög áfátt. Að lokum er það
svo látið ráða, hvort bátur er
gerður út, hvort bátseigand-
inn hefur fjárhagslega getu til
þess eða nægilegt traust. Og
má segja, að einhvers staðar
verði að vera slík takmörk
hjá lánsstofnunum, sem ekki
hafa aðstöðu til þess að líta
á þessi mál frá öðru sjónar-
miði en því, hvað álítast kann
sæmilega öruggt fyrir stofn-
unina, og er slíkt ekki nema
heilbrigt.
En vissulega er það hart
fyrir þjóð að eiga nokkurn
hluta af framleiðslut.ækjum
sínum ónotiiðan uppi í fjöru
og „gullið“ við landssteinana,
á meðan menn ganga atvinnu-
lausir hópum saman, og það
á þeim tíma, sem hvað mestr-
ar bjargar er von. Ekki myndu
Norðmenn telja sér henta
slíkt háttalag, sem nota
hverja sína íleytu, t. d. opna
báta, sem skipta ekki aðeins
hundruðum heldur þúsund-
um, hvað þá stærri skip.
Það hlýtur að mega hag-
nýta betur íslenzka fiskiflot-
ann, jafnágætur og hann er
yfirleitt. . Það hefur aldrei
komið betur í ljós en í vetur,
hve mikla yfirburði stærri
skipin hafa, sem geta verið
í útilegu á djúpmiðum, og er
hart til þess að vita, að slík
skip skuli standa uppi.
Þá segja fréttirnar, að trill-
urnar þrí- og fjórhlaði á ein-
um sólarhring í sumum yer-
stöðvum, en þó stendur mik-
ið uppi af slíkum bátum. Og
allt hér á milli eru skip, sem
lialda mætti til veiða, ef veru-
legur hugur fvlgdi máli. Og
það stendur engum nær að
hafa hér forystu en ríkis-
stjórninni og samtökum út-
gerðarmanna og fiskframleið-
enda. Það þyrfti ekki alls stað-
ar mikla hýatningu til þess
að koma slcipi af stað. Hér er
þó ekki verið' að tala fyrir
neinum styrkveitingum, sem
oftast eru óheilbrigðar og
i'ela í sér vaxandi spillingu.
En væri það nú úr vegi að fá
1—2 kappsfulla menn til þess
að fylgjast með, hvað stæði
Máffur auglýsinyanna.
Tiltölulega lítil fyrirtæki á
heimsmælikvarða, þó að þau
séu stór í heimalandi sínu,
geta ekki, sem vonlegt er,
mælt sig við stórfvrirtæki
Ameríku, að því er auglýs-
ingu á framleiðsluvörum
snertir. Engu að síðúr geta
þau smærri látið nokkuð að
sér kveða í þeim efnum, og
þurfa ekki að hverfa alveg í
skuggann af þeim stærri.
Framleiðendur og það op-
inbera verða að gera sér það
ljóst, að hagsmunir þeirra og
heildarinnar eru undir því
komnir, að þeim takist að
vekja athygli á framleiðslu
sinni á áhrifaríkan hátt, svo
að sala hennar aukist.
Danskir ostaútflytjendur
gerðu nýlega tilraun með aug-
lýsingaherferð í Bandaríkjun-
um eftir þrem mismunandi
leiðum. Vörðu þeir 40% til
auglýsinga í blöðum, 30% i
útvarpi og 30% með glugga-
sýningum. Arangurin var sá,
að eftir 6 mánuði voru þeir
búnir að selja 94.5% af því
magni, sem þurfti til þess að
fá kostnaðinn endurgreiddan.
Meffiskiár í Suður-Afríku
Árið 1951 veiddust við
strendur Suður-Afríku 325.-
000 lestir af pilchard og
makríl, eða álíka og ársafli
íslendinga nemur. Var þessi
veiði helmingi meiri en árið
áður, 1950. Nokkuð af aflan-
um er soðið niður, en hitt
brætt, og framleitt úr honum
lýsi og mjöl. Þessi mikla fram-
leiðsla er þeim mun eftirtekt-
arverðari fyrir það, að fyrsta
lýsis- og mjölsverksmiðjan i
Suður-Afríku samban dinu var
ekki byggð fyrr en árið 1945.
uppi af skipum hverju sinni
og vita, hvort elcki mætti
koma einhverjum þeirra af
stað með góðu móti. Myndi
þjóðarheildin ekki geta upp-
skorið nokkuð af slíku starfi,
og margur atvinnuleysinginn
fá við það' aukna vinnu, bæði
á sjó og landi.
Lúðan og Bandaríkja-
markaðurinn.
Bandaríkjamenn veiða
mjög rnikið af lúðu og Kana-
damenn nokkuð. Nemur
lúðuaflinn árlega hjá þessum
þjóðum fullt eins miklu
magni og öll freðfiskfram-
leiðsla Islendinga. Nú eru Is-
land, Noregur og Grænland
farin að flvtja inn til Banda-
ríkjanna þó nokkuð mikið'
magn af lúðu. Bandaríkja-
menn telja, að í fyrra hafi
verið fullmikið af lúðu á
markaðinum, enda var verðið
fyrir heilfrysta lúðu alltaf
heldur lágt í Bandaríkjunum
s.l. ár.
Allra síðustu árin hafa
fundizt hér mikil ný hiðumið,
sem eru því lítið særð. Enn
eru líka sjálfsagt ófundin ný
mið annars staðar við dandið,
sem hin nýju, fullkomnu berg-
inálsmælingartæki munu gera
mönnum fært að stunda.
Veltur þá á miklu að geta
hagnýtt þennan dýrmæta
afla sem bezt, þegar þessar
veiðar hefjast nú eftir 1 %
mánuð.
En eins og gekk með lúð-
una í fyrra, er mjög hætt við,
að ekki verði jafnmikið sótzt
eftir henni og ]», nema nýjar
vonir vakni hjá mönnum um
hagstæðan markað. ð'rði það'
þá helzt iolgið í nýjum fram-
leiðsluháttum (því ekki fer
veiðin minnkandi), sem gerði
lúðuna aðgengilegri fyrir al-
menning í Bandaríkjunum.
Yrði það þá helzt að búa um
lúðuna í smærri umbúðum,
eins og gert hefur verið með
nokkurn hluta af framleiðsl-
unni í fyrra, eftir að búið var
að heilfrysta hana, bæði hér
heima og vestra.
Sá maður, seni selur megn-
ið af íslenzka freðfiskinum
vestra, hefur áður bent á að
flaka stórlúðuna nýja og búa
um hana í 1 punds umbúðum.
Og er ekki ósennilegt, að það
verði uppi á teningnum í sum-
ar með megnið af framleiðsl-
unni.
ÍSFISKSÖLUR:
Dagar miUi
Söludagur Skipsnafn: sölu: Sölust.: Lestir: Meðalv. kg.:
6. marz Hafliði, Siglufirði 28 Grimsby 241 £ 78S8 kr. 1.50
6. — Askur, Reykjavík 23 IIull 222 £ 5434 — 1.10
7. — Hvalfell, Reykjavík 23 Grimsby 231 £ 6618 — 1.30
7. — Karlsefni, Reykjavik 24 Grimsby 230 £ 6464 — 1.30
8. — Egill Skallagrimss., Rvk 22 Hull 226 £ 8857 — 1.80
10. — Hallveig Fróðad., Rvk 37 Hull 241 £ 9920 — 1.85
11. — Jörundur. Akureyri 27 Aberdeen 226 £ 7068 — 1.40
11. — Þorkell máni, Rvk 26 Hull 241 £ 10056 — 1.90
12. — Kaldbakur, Akureyri 23 Grimsby 2.77 £11934 — 2.10