Víðir


Víðir - 15.11.1952, Page 2

Víðir - 15.11.1952, Page 2
 VÍÐIR kcmur út á laugardögum Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 66C1 Kjósandinn borgar. A alþingi rignir nú svo að segja frumvörpum, sem flest hver miða til umbóta, en hafa það þó sameiginlegt að leggja kvaðir á ríkissjóð, ýmist beint eða með lántökum, innlend- um eða erlendum. Vafaláust liggur að baki margra þess- ara tillagna hreinn umbóta- vilji þingmanna, en þeirri hugsun skýtur líka upp koll inum, ekki sízt með tilliti til óvenjulegrar frjósemi þing- manna í þessum efnum, að' hér sé um hreinar kjósenda veiðar að ræða. Nú má iengi láta sér detta eitt og annað í hug, sem horfa má til hins betra fyrir þjóð, sem svo að segja fyrst fyrir hálfri öld tók að bvggja var- anlega í landinu. Og það er von, að allar slíkar tillög-ur gangi í augu framsækinna manna. En það kveður stundum við' annan tón: Skattarnir eru að sliga þjóðina og drepa sjálfbjargarviðleitnina. En ef það fylgdi nú þessum tillög- um öllum frómt yfirlit yfir, hve miklu þetta eða hitt næmi nú í beinum útgjöldum fyrir hæstvirtan kjósanda, l I 11 væri það góðra gjalda vert. Þá vissi hann, að hverju væri að ganga. En verið þið blessaðir, nýir skattar, nei, nei, ekkert er fjær okkur en nýir skattar, bara taka lán. Já, lán. Ilíkis- sjóður gæti þó líklega ekki íengið lánaða krónu núna, þó að hann biði út ríkislán. Það er þó ekki af því, að landið sé svo hræðilega illa statt, heldur hinu, að almenningur hefur hvað eftir annað verið hrekkjaður til þess að lána því opinbera fé, sem hefur svo orðið að engu. Þá eru það bankarnir. Rík- ið á þá. Já, þeir eru réttir til að lána. En ef féhirzlurnar skyldu nú óvart vera tómar. Það mætti þá knnnske reyta eitthvað enn frá sársveltandi atvinnuvegum. Og hvað er að fást um það, ef hægt er að vinna kosningarnar. En það fylgir því óvart að taka lán, að það þarf að borga þau aftur. Og það er ekki mik- ill munur á sköttum og toll- um til þess að standa undir vaxta- og afborganabyrði rík- issjóðs eða beinum framlög- Fjármála- og iðnaðarástandiS í Bandaríkjunum. Iðnaðurinn hefur hlaðið upp birgðum í stórum stíl. Jafn- vel þegar hámarkinu er náð við' vaxandi gengi, mun samt vera nægilegt rúm fyrir frek- ari framleiðsluaukningu. Sambandið milli ört vax- andi framleiðslugetu og að- eins takmarkaðrar frám- leiðsluaukningar mun koma í veg fyrir skort í flestum grein- um efnahagsins. Verðið hækkar venjulega, þegar vel gengur, en verð- myndunin hefur ekki verið eðlileg. Samt sem áður stefnir að minnsta kosti að nokkru meiri verðbólgu. Þó að verðlagið breyttist ekki mikið á síðasta ári, hafa launin þó stöðugt verið að hækka. Tímakaup iðnaðar- verkamanna hækkaði um um það bil 4% á því tímibili. Það má heita gott fyrir iðnaðinn, ef launin hækka ekki meira en það á næsta ári. m 6' ' ' p ha-tmai. um til eins eða annars. Það ber því allt að sama brunni, að skattþegnarnir verða að borga brúsann. Ef verðið hækkar, þarf venjulega að auka peninga- veltuna. Eins og er fara hrað- vaxandi innlán í bönkum og peningar í umferð. Svo lengi sem innstæðu- aukningin er í samræmi við samsvaraftdi framleiðsluaukn- ingu, er ekkert ýtt við verð- inu. En peningaveltan hefur verið að aukast, jafnvel á meðan iðnaðarframleiðslan var aðeins hægfara. Hin geysimiklu heildarlán bankanna munu stuðla að því að beina peningaveltunni að nýju og hærra marki. En hversu ískyggilegt sem útlitið kann að vera um fram- tíðina, þá sýna reyndar allar fj árhagsskýrslur, að fjárhag- urinn er styrkur eins og er. Lát á eyðslusemi stjórnar- innar sýnir, að heilbrigð varn- arstarfsemi er þegar að hefj- ast. The Office og Defense Mo- bilization segir, að af þeim 129 miljörðum dollara, sem veittir hafa verið til hernað- ar, síðan Kóreustyrjöldin hófst, hafi aðeins um 41 milj- arði nú verið eytt. Og svo er annar mæli- rarði: Tala atvinnuleysingja | komst niður í 1.4 milj. í sept- ember, — og er það það lægsta, sem verið hefur síðan á dögum heimsstyrjaldarinn- ar. Utanríkisverzlun Þýzkalands. „Utanríkisverzlun Þýzka- lands hefur aukizt með undra- verðum hraða. Hún hefur tvöfaldazt síðan 1949, og nam alls 7 miljörðum dollara árið 1951. Utflutningurinn jókst árið 1951 um 75%“, segir í „The Economist“. „Meginhluti þessarar verzl- unar er við löndin í Greiðslu- bandalagi Evrópu. Á fyrri helmingi þessa árs voru hvorlci meira né minna en 77% af verzluninni við þau lönd. Afleiðingin er algjör breyt- ing á stöðu Þýzkalands í Greiðslubandalaginu, — Þjóð- verjar voru fyrir stuttu stærsti skuldandinn og eru nú stærsti inneignaeigandinn í bandalaginu, inneignir þeirra voru smám saman komnar upp í 443 milj. dollara (ísl. kr. 7.230 milj.) í lok september í ár. Þjóðverjar halda áfram að hafa hagstæðan greiðslujöfn- uð við öll lönd innan banda- lagsins“. Kolin. Ástandið er nú þannig, að Stóra-Bretland getur flutt út meira magn al' kolum og koksi en um langt skeið. Eftir öll- um skýrslum að dæma, lítur helzt út fyrir, að' Stóra-Bret- land muni heldur eiga í erfið- leikum með söluna. Að vísu munu Þjóðverjar flytja inn frá Englandi mikið af því magni, sem þeir fengu frá Bandaríkjunum á síðasta ári. Og svo má reyndar gera ráð fyrir, að Noregur og Svíþjóð inuni fara að flytja inn ensk kol aftur, undir eins og samn- ingunum við Pólland hefur verið fullnægt. Vegna samkeppninnar við Pólland og Ameríku er gild ástæða til að ætla, að grípa verði til verðlækkunar á ensk- um kolum frá byrjun næsta árs. Fyrsta flokks skozk kol ættu þá að lækka niður í 96 shillinga eða sem svarar ísl. kr. 217.00 lestin fob. Gúmmí. Ameríska stjórnin hefur á- kveðið, að notað skuli meira af hrágúmmí og minna af gervigúmmí. Forseti Good- rich segir í því tilefni, að það muni ekki verða gert vegna boð'a frá stjórninrii, heldur vegna hins lága verðs. FARMAND: -P Bandaríkin. Kosningaskriðan, sem Eis- enhower kom af stað, olli því einnig, að þingið breytti um svip. I fulltrúadeildinni hafa republikanar fengið lítinn, en greinilegan meiri hluta, um 5 sæti. I öldungadeildinni verð- ur staðan 48—48, ef Morse öldungadeildarmaður frá Oregon stendur við það að snúast yfir til demokrata. En varaforsetinn, Nixon, er for- seti öldungadeildarinnar, og republikanar hafa þannig yf- irhöndina. Það vekur mestan áhuga frá flokkspólitísku sjónarmiði, hvort hið margumrædda end- urskipulag hinna tveggja stóru flokka verði nú loks að veruleika. Demokratafíokkur- inn er samansettur af mjög ólíkum þáttum, með hinum mjög svo íhaldssama Suður- ríkjaarmi, og republikana- flokkurinn er engan veginn svo einstaklega „íhaldssam- ur“ eins og þeir vilja gjarnan vera láta, þvert á móti eru margir af Norðurríkjafulltrú- um hans all „róttækir“ í þjóð- félags- og utahríkismálum. Það er nú líklegast, að Eisen- hower muni verða að styðjast við miðjlohhalcjarna úr báð'- um flokkum, að minnsta kosti Jiegar um er að ræða svo mikilvæg mál sem Atlants- hafssamvinnuna og Evrópu- hjálpina. IJann hefur sjálfur verið fulltrúi einmitt þessar- ar stefnu, og það er mjög líklegt, að hann muni snúa aftur til sins.fyrra viðhorfs. Flokksbrotið í Mið-vestur- fylkjunum, með hinum al- þekktu öldungadeildar- mönnum MacCarthy og Jenner, mun undir þessum kringúmstæðum varla fá nein veruleg áhrif. Geri það til- raun til þess, geta athvglis- verð'ar nýmyndanir flokk- anna komið til. Einmitt vegna þess að möguleikarnir á stefnu, sem sumpart er í and- stöðu við flokksstefnuna, eru svo miklir, er hægt að spá því með nokkurri vissu, að Ike muni takast að fylgja fram sinni eigin stefnu. I mörgum utanríkisvandamálum er blátt áfram hægt að telja víst, að nú endurfæðist hin gamla „bi-partisan“ stefna, sem republikaninn, hinn látni öldungadeildarmaður Vand- enberg, var aðalhvatamaður að'. I þetta siftn hefur ástand- ið umhverfzt, og það fellur í hlut demokrata, eins og Connally (frá Texas) og Byrd (frá Virginia, sem reyndar studdi Eisenhower) að leika hlutverk Vandenbergs. Fyrir fáum dögum Kom Anthony Eden til Bandaríkj- anna, og fyrsta verk hans verður að vinna að samvinnu við Eisenhower. Það er einn- ig góðs viti frá sjónarmiði Evrópumanna, að Truman hefur þegar boðið Eisenhower til sín til skrafs og ráðagerð'a. Það er vissulega ákaflega mikilvægt varðandi aðgerðir í utanríkismálum fram að forsetaskiptunum í janúar, að ekki ríki óeining eða missætti milli hins fráfarandi og hins verðandi forseta. Veturinn 1932—33, þegar Roosevelt hafði verið kosinn, en ekki tekinn við embætti, er áþreif- anlegt dæmi um slíkt. Itoose- velt neitaði einclregið að'koma til fundar við Hoover, og af- leiðingin var hin versta, og leiddi meðal annars til sundr- ungar Ameríkumanna á al- þjóðlegu fjármálaráðstefn- unni sumarið 1933. Súdan, Egyptaland og England. Frumvarpið um frelsi Súd- ans náði fram að ganga eftir mikla vafninga og umræður. Það eru fleiri en þífr aðilar, sem hlut eiga að máli', — því er svo háttað, að einnig inn- an Súdaft eru ríkjandi mjög mismunandi skoðanir á því, hvaða stefna muni vera bezt fyrii' Súdan. Bæði Egyptar og Englendingár hafa s ýnt undirgefni í þessu máli, ekki sízt Egyptar. Naguib hers- höfðingi hefur með þessu sýnt, að hann hefur mikinn hug á að ryðja öllum yf'ir- standandi ágreiningsatriðum úr vegi, og einnig að hann þorir að beita egypzku þjóð- ernisstefnunni — sem Farouk konungur beitti einmitt svo fimlega í Súdanvandamálinu — með' því af frjálsum vilja að leita skipulags fyrir Súdan, sem gefur ekki til kynna neitt egypzkt einræði. Þolinmæði og varkárni Breta fær nú sín laun, en þar hefur líka verið beitt framúr- skarandi leikni við flokks- brotin í Súdan. Eitt þeirra, hið svokallaða Súdan United Party, vinnur nú að því að koma á sjálfstæði með þar af leiðandi tengslum við brezka heimsveldið. E1 Mahdi, leið'- togi annars flokksbrots, sem hefur rnikil völd í Norður- Súdan, mun halla sér að sjón- armiðum Arabaríkjanna. — Umma-flokkurinn, sem er stjórnarflokkur og staðið hef- ur að samningaumleitununum með Naguib, er að nokkru leyti klofinn með tilliti til stöðu aðalforingjans, og það blæs nú til erfiðrar baráttu í höfuð'borg Súdans, Kharto- um. Það er m. a. haétta á, að flokksbrotin muni klofna þannig, að hægt verði að tala um tvö ríki Súdan, Norður- Súdan og Suðúr-Súdan. Ve gna hinnar stöðugu sam- einingarstarfsemi í Egypta- landi er það mikilsvert og á- nægjulegt, að Súdan-vanda- málið er nú svo nærri því að

x

Víðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.